Morgunblaðið - 11.04.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.04.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRIL 1990 er Jón bróðir Einars og tilkynnir okkur þá hörmulegu fregn að Einar bróðir hans hefði látist í bílslysi þá um kvöldið. Fjölskyldan er harmi slegin er hún áttar sig á því að í einni svipan er traustur félagi og fjölskylduvinur burtu tekinn, og umferðin hefur enn einu sinni spunn- ið sinn örlagavef. Okkur er hugsað til Helgu og barnanna, hún stödd í Hollandi þar sem hún hafði verið að keppa á hárgreiðslumóti, þetta voru erfiðar aðstæður að fá slík ótíðindi. Það er skarð fyrir skildi, maður á erfítt með að sætta sig við að maður sem var svo lífsglaður, stór og myndarlegur, ímynd karlmenns- kunnar, skuli burtu kallaður í blóma lífsins. Fram spretta minningarbrotin og mér er hugsað til okkar fyrstu kynna. Það eru sextán ár síðan Helga og Einar eignuðust tvíburana og við Einar Sigurðsson með eins dags millibili. Síðan hafa fjölskyld- urnar lifað og hrærst í leik og starfí þar sem sömu áhugamálin hafa ver- ið iðkuð af kappi, nú síðast áttu vélsleðaferðir og ferðamennska um landið hug okkar allan og höfðum við lokið við okkar síðustu ferð á sunnudagskvöldinu, þann dag var veðrið frábært og landið skartaði sínu fegursta, það sindraði á snjóinn á fjallstoppum og hafði Einar orð á því sem svo oft áður er við vorum staddir til íjalia eða á árbakka að það væru forréttindi að fá að búa við slíka náttúrufegurð og landkosti sem landið okkar býður uppá og hef engum kynnst sem var svo næmur á sitt umhverfi. Einar var lánsamur íjölskyldu- maður. Einar og Helga voru glæsileg hjón, það er aðdáunarvert að sjá hveiju samhent fjölskylda getur áorkað, myndarlegra heimili kom maður vart inná, á Sævanginum höfðu Einar og Helga búið sér og fjölskyldu sinni stórglæsilegt heim- ili, þangað er gott að koma. Við Einar vorum búnir að ákveða að fara í veiðitúr í sumar sem við höfum gert svo mörg undanfarin ár, það verður æði tómlegt að ganga um árbakka og renna fyrir þann silfraða í streng eða kasta flugu á fallega flúð og heyra ekki oftar glettnislegar athugasemdir um kaststílinn eða góða ábendingu um að taka eftir einhveiju eftirtektar- verðu í umhverfinu. Við erum öll harmi slegin, en í minningunni lifir þakklæti fyrir kynni af yndislegum og góðum dreng, kæra Helga, Einar Geir, Bjarni Þór og Sirrý, megi góður Guð styrkja ykkur og varðveita á þessari sorgarstundu. Siggi, Lísa, Einar og Guðrún. Margur einn í aldurs blóma undi sæll við glaðan hag, brátt þá fregnin heyrðist hljóma: Heill í gær, en nár í dag. - Ó, hve getur undraskjótt yfir skyggt hin dimma nótt! Fyrir dyrum dauðans voða daglega þér ber að skoða. (Sb. 1886 - B. Halld.) Hann Einar er dáinn, það er svo hræðilega óréttlátt og í raun óskilj- anlegt fyrir alla þá sem eftir lifa. En Guð gefur og Guð tekur en það er huggun harmi gegn að við trúum því að honum líði vel á æðra tilveru- stigi. Kynni okkar af Einari voru ekki svo ýkja löng, en þau voru góð og fyrir það erum við þakklát. Einar hafði mjög sterkan persónuleika og hvar sem við vorum saman var hann alltaf hrókur alls fagnaðar og leið- toginn í hópnum, er skemmst að minnast þess er við fórum öll saman eina helgi til London í janúar si. Það var ein sú skemmtilegasta helgi sem við höfðum upplifað og átti Einar ekki hvað minnstan þátt í að gera þessa ferð eftirminnilega. Hann var alltaf svo hress og skemmtilegur og það sem okkur fannst mest áberandi í fari Einars var hve hreinskilinn hann var og sjálfum sér samkvæm- ur, þannig mun minningin um hann ávallt lifa í hugum okkarr- Elsku Helga, Sirrý, Bjarni Þór og Einar Geir, megi góður Guð styrkja ykkur á þessari sorgarstundu. Þórey, Birna, Júlli, Dagbjört, Gústi, Eyrún, . 1 i I 1 I r PW .PS.PÍ-l I J t 1 3 j Mig langar til að minnast mágs míns og vinar, Einars Þorgeirsson- ar, með örfáum orðum. Hann lést af slysförum þann 3. apríl. Mér bár- ust þessi hörmulegu tíðindi að kveldi þessa örlagaríka dags og hef átt erfitt með að trúa þeirri staðreynd, að sá svipmikli persónuleiki sem Einar var, sé horfínn okkur. Einar var aðeins flörtíu og eins árs gamall, fæddur 13. desember 1948. Hann var rafvirki að mennt. Kynni okkar hófust fyrir um það bil tuttugu árum, er hann gekk að eiga systur mína, Helgu Bjarnadótt- ur, og fann ég strax að þar fór heil- steyptur maður sem síðan kenndi mér margt um lífið. Alltaf var gott að koma á heimili Einars og Helgu því þar ríkti mikill kærleikur milli þeirra hjóna og barn- anna þeirra þriggja. Sjálfur fór ég ekki varhluta af þeim kærleik sem þar ríkti. Það var líka alltaf stutt í brosið, þar sem Einar var, því hann hafði ríka kímnigáfu og einstaklega smitandi hlátur. Vinátta okkar Einars styrktist nú hin síðari ár, þegar við uppgötvuðum sameiginlegt áhugamáí, sem eru vetrarferðir um hálendi íslands. Ein- ar var góður og traustur ferðafé- lagi, sem hafði næmt auga fyrir náttúrufegruð landsins. Tókumst við á hendur, ásamt nokkrum félaga okkar, að byggja okkur lítið ijallahús í jaðri Langjök- uls og var því verki nýlokið. Við byggingu þess húss komu mann- kostir Einars glöggt í ljós. Hann var næmur verkmaður og handlaginn með afbrigðum, okkur hinum til fyr- irmyndar. Við fórum okkar síðustu ferð sam- an nokkrum dögum áður en hann yfirgaf okkur. Ekki hvarflaði að mér þá að ég ætti ekki eftir að njóta návistar Einars vinar míns um há- lendið framar. Elsku Helga systir mín, Sirrý, Einar Geir og Bjarni Þór, Guð gefí ykkur styrk í ykkar djúpu sorg og vísi ykkur leiðina að ljósi lífsins. Þórir Bjarnason Þær voru margar skemmtilegar sögurnar sem Einar sagði okkur af vélsleðaferðum sínum yfir fann- hvítar breiður hálendisins. Ljóst var að sleðaferðirnar áttu hug haris allan og sérstaklega hafði hann gaman af að minnast á hlut fjölskyldumeðli- manna í þessum ferðum. Það var greinilegt að þar fór mikill fjöl- skyldufaðir. Einar var ekki bara stór og sterkur maður í útliti, hann var stór í lund og fasi en um leið allra manna hugljúfi. í huga okkar var hann einn af þessum traustu undir- stöðum sem þetta þjóðfélag byggir á, vandanum var ekki vikið til hliðar og hörfað, nei Einar gekk keikur á móti og leysti allan vanda hratt og örugglega. Það var aldrei neitt mál að framkvæma hlutina. Við sem átt- um samleið með Einari munum hann sjálfsagt á marga lund og hver hef- ur sína minningu um góðan dreng. Fyrir nokkrum árum gekk Helga kona Einars til liðs við Intercoiffure og þar með bættist í hóp okkar makanna góður félagi, en við höfð- um stofnað nokkurskonar hags- munafélag töskubera og umhyggj- ara víðförulla hárgreiðslumeistara, sem við nefnum OUH. Einar var formaður okkar, því í janúar sl. tók hann við forystunni í hópnum. Okk- ur er öllum minnisstætt kvöldið þeg- ar Einar tók við forystunni, hann var seinn fyrir, hafði brugðið sér upp á Eiríksjökul og heimferðin dregist vegna illviðris. Ekkert mál, sagði Einar, en við sem hlustuðum þótti nóg um. Þetta kvöld var hann hrók- ur alls fagnaðar eins og ávallt áður. Hann hafði orð um að taka okkur „innisetufólkið“ með sér i jöklaferð núna með vorinu til að leyfa okkur að upplifa það ævintýri sem hlýtur að felast í slíkum ferðum. Lifandi frásagnir hans af fegruð góðviðris- daganna og átökum við válynd veður hrifu okkur og við hlökkuðum til ferðarinnar. Þessi ferð bíður nú þess að hann taki á móti okkur, hlýr og kátur að vanda, þegar við hverfum á eilífðarbraut. Það er ekki víst að farartækin verði vélsleðar, en veðrið verður áreiðanlega fagurt og leið- sögnin traust. Oft höfðum við notið gestrisni hans og Helgu á glæsilegu heimili i >þt?jrra( þjþjta á . Sævangi. fíegar staldrað er við og litið til baka renna fyrir hugskotssjónir myndir og minningar sem ljóma, ekki erum við viss um, hvort nokkurn tímann hefur verið þakkað fyrir sig sem skyldi. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er og síst að öllu hefðum við trúað að þessi hrausti drengur yrði fyrstur til að hverfa úr hópnum. Okkur tekur sárt að kveðja traust- an vin og félaga. Við sendum eftirlif- andi eiginkonu hans, Helgu Bjarna- dóttur, börnunum Sigríði Margréti, Einar Geir og Bjarna Þór, foreldrum, tengdaforeldrum og öðrum aðstand- endum, okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau á þessum erfiðu tíma- mótum. Félagar í OUH. Það er sem tíminn hafí stöðvast. Við erum öll sem dofin. Allt í einu hefur það gerst í okkar hóp, sem við höfum hingað til bara lesið um og heyrt í fréttum. Það hefur verið manni svo fjarri, hræðiiegt slys. Hann Einar hennar Helgu er dá- inn, bara sísona. Hann sem var svo sterkur og fríður maður með mikla kímnigáfu. Alitaf sem klettur. Það var svo notalegt að vera í návist hans. Þau voru svo hamingjusöm og samhent fjölskylda. Einar hvatti Helgu til dáða bæði i starfi og keppni. Hvers vegna eru menn hrifsaðir á braut í blóma lífsins, þegar allt gengur svo vel, allt er á uppleið og börnin þurfa á föður að halda til að styðja sig við. Föður sem hefur ver- ið sannur félagi. Er það vegna þess að menn eru kallaðir til æðri starfa þar sem stærri verkefni bíða? Við trúum að Einar hafí verið kallaður til slíks, ástæður hljóta að vera ríkar fyrir vistaskiptum Einars. Við viljum þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Einari. Minningin mun lifa með okkur að eilífu. Elsku Helga, Sirrý, Bjarni og Ein- ar, megi almáttugur Guð styrkja ykkur og leiða. Intercoiffure-félagarnir Við viljum með fáum orðum kveðja tengdason okkar. Hann var næstelstur sex barna þeirra hjón- anna Sigríðar Margrétar Einarsdótt- ur og Þorgeirs H. Jónssonar, vél- virkja. Kynni okkar við hann eru orðin tuttugu og tvö ár, en þá hófust kynni hans og Helgu, dóttur okkar. Þau giftu sig 3. október 1970. Þau hófu búskap sinn í lítilli íbúð í Kópavogi. Með elju og dugnaði komu þau sér upp raðhúsi á Breiðvangi í Hafnar- firði, en fluttu síðan í einbýlishús á Sævangi 28. Dugnaður Einars, lagni og ósérhlífni, lýstu sér hvað best þegar um var að ræða, að búa fjöl- skyldunni bætta aðstöðu. Þegar Helga dóttir okkar hóf uppbyggingu hárgreiðslustofunnar Carmen í Hafnarfirði, naut hún dyggilega stuðnings hans. Hann var henni stoð og stytta í þvi sem og öðru, er heill þeirra varðaði. Mörg eru líka hand- tökin, sem hann hefur látið okkur hjónunum í té. Ávallt boðinn og búinn til allrar þeirrar aðstoðar, sem í hans valdi stóð. Hann reyndist okkur ævinlega sem besti sonur og félagi. Hann var góður heimilisfaðir og lét heill fjölskyldu sinnar sitja í fyrirrúmi. Stórt, skarð og vandfyllt er því höggvið við fráfall hans í frænd- og vina garð. Söknuðurinn er mikill. En þó sárastur þeim er næstir standa. Natni hans og umhyggju var við- brugðið. Börnin þeirra Helgu og Einars, Sigríður Margrét (f. 13.10. 1972) og tvíburarnir Einar Geir og Bjarni Þór (f. 20.9. 1974) sjá nú á bak föður og félaga, sem sífellt var reiðubúinn ef á þurfti að halda, hvort sem um var að ræða lagfæringar á hinum ýmsu tækjum eða aðra að- stoð. Einar kom sér allstaðar vel. Hann var fastur fyrir og hafði sínar skoð- anir á hlutunum. En hjálpsemi sína og aðstoð lét hann strax í té, þeim er á þurftu að halda. Við hjónin kveðjum góðan tengda- son, gegnan mann, sem þökk fyrir öll okkar kynni. Við biðjum Guð að leggja dóttur okkar, ömmu- og afa- börnunum líkn með þraut. i ,ii j )i , • 1; i i/ Tengdaforeldrar 33~ Halldór Gunnarsson, Akranesi - Minning Fæddur 3. nóvember 1951 Dáinn 5. apríl 1990 Mig lát, Jesús, með þér ganga, mega rekja fótspor þín, svo í lífsins stríði stranga styttist þrautasporin mín. Lát mig ganga, á ljósum degi, lát mig ganga, á kærleiksvegi, gakk þú æ á undan mér, eg svo megi fylgja þér. (Sb. 362,1.) Halldór var sonur hjónanna Ingi- bjargar Óladóttur og Gunnars Bjarnasonar, sem nú er látinn. Hann var næstyngstur í hópi 6 systkina. Halldór kom til okkar í ársbyijun 1985, hann hafði þá dvalið um tíma á Sjúkrahúsi Akraness. Halldór var í fyrstu ósáttur við dvölina hér og sótti mjög á gamlar slóðir. Hann var ekki búinn að dvelja hér lengi, þegar honum fannst hann eiga hér heima. Hann var mikill húmoristi og hvers manns hugljúfi, þrátt fyrir erfiðar stundir inn á milli. Halldór fann sig aldrei í fjölmenni, en átti þeim mun betri stundir meðal góðra" vina. „Allir þurfa ást og hlýju,“ voru orð sem hljómuðu oft af vörum Hall- dórs nú í seinni tíð, það var nokkuð sem hann veitti okkur ríkulega af. Oft var glatt á hjalla og Halldór þá iðulega hrókur alls fagnaðar með sínum spakmælum, sem komu stöð- ugt á óvart. Halldórs verður sárt saknað, það skarð sem hann skilur eftir verður seint fyllt. Við huggum okkur við það að hann fékk kyrrlátt andlát, nú líður honum vel og hann fékk þá ósk sína uppfyllta að fá að fara á undan móður sinni. Ingibjörg mín! Við sendum þér og fjölskyldu þinni einlægar samúðar- kveðjur. Ibúar og starfsfólk sambýlisins á Akranesi. í dag verður jarðsunginn frá Akraneskirkju bróðir minn, Halldór Gunnarsson, og langar mig að minn- ast hans með örfáum orðum. Haddi, eins og hann var oftast kallaður, fæddist á Akranesi 3. nóv- ember 1951. Sonur hjónanna Ingi- bjargar Óladóttur og Gunnars H. Bjarnasonar (d. 2. desember 1971). Hann fæddist með mikinn hjarta- galla, sem ekki reyndist gerlegt að lagfæra. Var farið með hann til færustu sérfræðinga í Englandi hann var 16 ára gamall. En allt kom fyrir ekki og vonbrigðin urðu sár. Haddi var að eðlisfari jákvæður og skapgóður. Á það reyndi líka oft í veikindum hans. Hans líf og yndi var að skreppa í bíltúr. Eftir að pabbi lést var mamma örlát við að aka með Hadda um nærliggjandi sveitir. Hann bjó í foreldrahúsum þar til hann þurfti að leggjast inn á Sjúkrahús Akra- ness um tíma. En er Sambýlið við Vesturgötu var nýlega opnað fluttist hann þangað í ársbyijun 1985 ðjp bjó þar þangað til yfír lauk. Þar undi hann sér mjög vel og naut frá- bærrar umönnunar. Fyrir alla þá hlýju og natni sem starfsfólkið þar sýndi Hadda vil ég og fjölskylda hans þakka sérstaklega velfyrir. Á skilnaðarstundu kveð ég elsku- legan bróður sem ég fylgdist með frá vöggu til grafar. Hann var á sinn hátt sönn hetja. Sömuleiðis eru kveðjur frá bræðrum hans og fjölskyldum okkar. Systir SKRIFBORDSSTÓIAR Teg. RODI kr. 3.850,- Teg. MEGARA kr. 6.850,- □HHHHE] HÚSGAGNAVERSLUN BEYKJAVÍKORVEGI 66 HAFnARFIRÐI SÍMI54IOO W* 1 MetsöluNaó á hverjum degi! i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.