Morgunblaðið - 11.04.1990, Page 17

Morgunblaðið - 11.04.1990, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1990 17 Island eftir Guðjón Viðar Valdimarsson ísland gengur í Evrópubandalagið (EB) fyrr eða síðar þar sem ljóst er að við höfum ekki efni á því að standa utan þess. Helstu rök fyrir inngöngu helgast af því hvert við flytum út okkar afurðir en sá mark- aður væri í hættu ef við værum utan EB. Við þörfnumst tollfijáls aðgangs að mörkuðum EB en sá aðgangur verður ekki án aðgangseyris. Ég tel að þegar á heildina er litið, munum við hagnast verulega á inngöngu í EB. Fyrirsjáanlegur vandi í útflutningi á fiski til EB Það er lítill vafi á því að tollfijáls aðgangur að fiskmörkuðum EB- landa eftir 1992 verður bundinn við þátttöku í EB samstarfinu. Nú þeg- ar fara um 70% af fiskútflutningi okkar til EB-landa og það er ekki auðvelt að breyta því hlutfalli á stuttum tíma. Aðrir útflutnings- markaðir eru ekki í sjónmáli eða ekki raunhæfur möguleiki enda er ekki um auðugan garð að gresja í þeim efnum. Helstu kostir við inngöngu Við beina inngöngu opnast toll- fijáls aðgangur að mörkuðum EB og þannig verður okkur kleift að viðhalda þeim lífskjörum sem lands- menn hafa vanist. Margir kynnu að spyija hvort það væri einhver fiskur til að flytja út til EB þegar erlendir aðilar fá leyfi til að veiða við íslands- strendur. Vissulega er þetta áhætta en á hinn bóginn má spyija hvað við gerum við þennan fisk þegar við getum ekki flutt hann út. Við inngöngu fáum við aðgang að sameiginlegum sjóðum EB en þetta er verulegt atriði t.d. vegna vegaframkvæmda, virkjanafram- kvæmda, umhverfisverndar og land- ræktar svo eitthvað sé nefnt. Eitt er það atriði sem ekki er oft minnst á en það er áðgangur að fiskimiðum EB-landa eða þeirra landa sem EB gerir samninga við en það opnaði möguleika til úthafs- veiða í auknum mæli. Eftir stofnun innri markaðar verð- ur fljótlega tekin upp sameiginlegur gjaldmiðill innan EB. Þessi gjaldmið- ill er sennilega sá sterkasti og stöð- ugasti í heimi og ef hann væri tek- inn upp hérlendís hefði það mjög jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Fyrirsjáanlegt er að verðbólga og vextir yrðu sömu og í nágrannalönd- um okkar og að sá stöðugleiki yrði varanlegur þrátt fyrir íslensk stjórn- völd. Skammsýnar efnahagsráðstaf- anir, t.d. gengisfellingar til að rétta af kjara„samninga“, væru ekki leng- ur inni í myndinni. Fyrir neytendur mundi innganga þýða mikla verðlækkun á matvöru í kjölfar innflutnings frá EB. Styrkjakerfi EB til bænda er al- þekkt. Innganga í EB þýddi lækkun ríkisútgjalda vegna niðurgreiðslna á landbúnaðarafurðum og bætti hag bænda verulega. Nú þegar er farið að bera á því að íslenskir námsmenn fá synjun um skólavist erlendis þar sem borgarar EB-landa hafi forgang til náms. Þessi tilhneiging mun fara vaxandi og þá færast yfir á fleiri svið en innganga í EB mundi tryggja ís- lenskum ríkisborgurum sama rétt til náms og vinnu sem öðrum íbúum EB. Helstu gallar við inngöngu Veita yrði öðrum þjóðum leyfi til að veiða við Islandsstrendur undir sameiginlegri fiskveiðistjórnun EB sem hefur hingað til ekki reynst sérlega haldmikil. Framsal löggjafarvalds að nokkru leyti þar sem lög EB gilda fyrir all- ar aðildaþjóðir og reyndar hefur EB-dómstóllinn úrskurðað að þegar lög aðildarlanda séu strangari en lög EB (t.d. úrskurður um mengunar- varnir á bílum í Danmörku) þá gildi lög EB. Menningarleg áhrif hljóta að í Evrópubandalagið verða einhver en mér er til efs að þau verði meiri en áhrif áratuga af bandarískum kvikmyndum og sjón- varpsefni sem landsmenn hafa þolað án mikilla skakkafalla fyrir þjóðar- sálina. Ég hef heldur ekki tekið eft- ir því að EB-lönd eins og Lúxem- borg hafi glatað sínum þjóðarein- kennum vegna þessa efnahagssam- starfs. Oft hefur byggðaröskun verið nefnd sem galli við fijálsan innflutn- ing á landbúnaðarafurðum. Mér er hins vegar til efs að sú röksemd haldi gagnvart inngöngu í EB vegna styrkjakerfis EB til landbúnaðar. „Margir kynnu að spyrja hvort það væri einhver fiskur til að flytja út til EB þegar erlendir aðilar fá leyfi til að veiða við Islands- strendur. Vissulega er þetta áhætta en á hinn bóginn má spyrja hvað við gerum við þennan fisk þegar við getum ekki flutt hann út.“ Það er fullvíst að íbúar dreifbýlis mundu ekki hafa efnahagslega ástæðu til að flytja á mölina eftir inngöngu í EB og nægir væntanlega að benda á núverandi aðildarlönd EB í þessu sambandi. Niðurlag Ég vona að þessi upptalning hafi gert lesandanum kleift að meta sjálf- stætt kosti og galla á inngöngu í EB en fyrir mitt leyti er ég sann- færður um að innganga í EB sé tíma- bært skref og að vandséð er hvernig okkur reiðir af utan EB. Höfundur er viðskiptafræðingur. Guðjón Viðar Valdimarsson Lónið - morgunn, hádegi, síðdegi. Klukkan 5 að morgni, meðan borgin sefur enn, minnir and- rúmsloft Lónsins um margt á Ifflegt veitingahús í erlendri stórborg. Morgunverðarhlaðborðið svignar undan Ijúffeng- um morgunkrásunum sem hótelgestir á faraldsfæti notfæra sér óspart af, t d. áður en haldið er til Keflavíkur. Milli kl. 7 og 10 er Lónið öllum opið. Árrisuiir borgarbúar koma hér gjaman við, fá sér góðan morgunverð eða bara kaffi, og líta í dagblöðin áður en vinnudagur hefst í hádeginu kveður svo við annan tón. Hádegishlaðborðið, með heitum og köldum réttum, íslenskum sem alþjóðleg- um, laðar að fólk úr öllum áttum. Fólk úr viðskiptalífinu með lítinn tíma jafht og fólk sem vill njóta góðrar máltíðar í ró og næði. Síðdegis breytir enn um svip. Ilmur af rtölsku espressokaffi, tilheyrandi hviss kaffivélanna og lágvært en þægilegt skvald- ur gesta, á mörgum tungum, Ijær Lóninu örlítið af þeim heimsborgarblæ sem einkennir kaffihús stórborganna. Það er sama hvenær þú kemur, þér mætir alltaf elskulegt við- mót okkar ágæta starfsfólks. Koníaksstofan - fyrír eða eftir máltíð. í eilítið ,#ristákratísku“ andrúmslofti Koníaksstofúnnar, sem minnir um margt a' breskan klúbb, er notalegt að tylla sér niður í djúpa leðursófana með glas í hönd eða kaffibolla, ræða málin eða Irta í íslensk eða erlend blöð og tímarit í Koníaksstofunni gefst einnig gott tóm til að Irta á matseðil og vínlista Blómasalarins fyrir kvöldverðinn. Blómasalur - þegar kvölda tekur. I rómantísku andrúmslofti Blómasalarins er sannaríega hægt að njóta kvöldsins. Þar blómstrar fleira en nýafskorín blómin á borðunum. í eldhúsinu blása ferskustu straumar mið-evrópskrar matargerðaríistar og /aar blómstra hæfi- leikar metnaðarfullra matreiðslumeistara okkar. Vínlistinn er forvitnilegur kapítuli út af fyrír sig og gefur góða hug- mynd um þá fáglegu þjónustu sem við veitum og þann metnað sem við höfum. Viðhafnar- og veislusalir. Viðhafnar- og veislusalir okkar, fyrir 10 eða 250 manns, standa þér ávallt til boða. Hafðu samband og nefndu óskir þínar - við uppfyllum þær. Síminn okkar er 91-22321 FLUGLEIDIR IITIllll MIKLU MEIRA EN GOTT HÓTEL M' f,' f i)j L AUK/SlA k321-4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.