Morgunblaðið - 11.04.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.04.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRIL 1990 13 til dags við að stríða áhyggjur af umframeyðslu flestra ef ekki allra ríkisstofnana, til þess að fallast á áfiýjun slíks dóms, sem kynni að fela í sér heimildir til handa for- stöðumönnum ríkisstofnana til að eyða átölulaust að heita má ríkis- fjármunum að eigin geðþótta. Þá er langsóttur og raunar frá- leitur skilningur lögmannsins á nið- urstöðu dómsins að því er varðar samkvæmni í tilgreiningu saka í áminningarbréfi ráðherrans og til- greiningu saka í bréfi ráðherrans sem hafði að geyma ákvörðun hans um að Sturlu væri vikið úr starfi fyrirvaralaust og að fullu. Niður- staða dómsins var á þá lund, að áminningunni væri ábótavant fyrir það, að þar væri Sturla ekki áminnt- ur fyrir þær sömu sakir og hann seinna var rekinn fyrir. í umsögn sinni dregur ríkislögmaður þá álykt- un, að í niðustöðu dómsins felist, að ..... starfsmaður ríkisins geti endalaust brotið af sér, ef hann finn- ur sér eitthvert nýtt tilefni til þess, sem fyrri áminningin nær ekki beinlínis til.“, svo vitnað sé orðrétt í umsögnina. Mér er með öllu fyrirmunað að sjá stafkrók í niðurstöðum dómsins sem réttlætir slíka ályktun. Ennfremur koma fram í umsögn- inni einhvetjar óljósar vangaveltur um erfiðleika á því að skilja þá nið- urstöðu dómsins, að hann telji heim- ilt hafi verið að leysa Sturlu frá störfum um stundarsakir. Hér tel eg beinast liggja við að skilja þetta á þann veg, að þær ávirðingar sem dómurinn taldi Sturlu uppvísan að við framkvæmd skyldustarfa sinna hafí verið þess eðlis, að réttmætt hefði verið að víkja honum úr starfi um stundarsakir og láta þá jafn- framt fara fram lögboðna rannsókn á réttmæti og alvarleika sakargift- anna, svo sem lögin bjóða. Eg held í raun að þessi skilningur vefjist ekkert fyrir ríkislögmanni og hans ágætlega hæfa starfsfólki. Guðrún Margrét Árnadóttir hrl., nánasti samstarfsmaður ríkislög- manns, flutti mál þetta með þeim hætti og með þeim tilþrifum að öll efnis- og lagarök fyrir dómkröfum hins opinbera í málinu komust ræki- lega til skila svo sem glögglega má sjá í sjálfum dómnum. Ekki verður því með rétti við hana sakast um hvernig fór. Eg get með engu móti skilið hvað rekur þessa ágætu kollega til skrifa af því tagi sem eg hef hér gert að umtalsefni. Eg vona að þau virði mér það á betri veg að hafa ekki hýst með mér þessar athugasemdir. Hafí þau áhuga á því að koma sér upp góðu dómsfordæmi í þessum efnum, þá mun vera af nógu að taka, ef marka má fréttir af halla á ríkisfjármálunum á síðasta ári. Eg held að ráðherrar og almenning- ur mundi styðja þau til góðra verk á því sviði. Sturlumálið var afleitt dæmi í þeim efnum. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. sinn þátt, og ekki ómerkan, í því að Kjarvalsstaðir voru byggðir á sínum tíma með því fé sem þeir fengu fyrir Listamannaskálann sál- uga. Þeim peningum var reyndar skilað, greiddir til baka, í ólundar- kasti hér um árið. Einnig má benda á gífurlegt starf myndlistarmanna á Korpúlfsstöðum sem gerir það að verkum að myndlist og Korpúlfs- staðir er orðið samofið í hugum Reykvíkinga. Sá staður á í fram- tíðinni að hýsa Listasafn Errós. Þessi tvö tiiteknu vígi myndlistar í Reykjavík og Listasafn Ásmundar Sveinssonar verða til og eru stofnuð vegna gjafa listamannanna til borg- arinnar. Hvernig stendur á því að hugur stjórnanda borgarinnar og ráða- manna er slíkur sem þeir sýna í framkomu sinni við starfandi mynd- listarmenn, ekki síst í ljósi þess sem nefnt var hér að framan. Listasöfnin eru stolt Reykjavíkurborgar og ómetanleg þjóðareign. Þau væru ekki það sem þau eru í dag ef mynd- listarmönnum væri ekki í raun svona hlýtt til borgarinnar sinnar! Nýtt happdrættisár DAS að hefiast: Einbýlishús á jtveim- ur hæðum í vinning NYTT happdrættisár hjá happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna er nú að hefjast, og Qölgar vinningum milli ára úr rúmlega sjö þúsund í tæplega 14 þúsund, eða um 85%. Hjá happdrættinu er nú á ný DAS hús á vinningaskránni, en það er einbýlishús að Reykja- byggð 18 í Mosfellsbæ. Verðmæti hússins er um 17 milljónir króna, og verður það dregið út í apríl á næsta ári. Dráttur í fyrsta flokki hjá happ- uði. Boðið er upp á 1.860 ferðavinn- drætti DAS fer fram 4. maí næst- komandi, en þá verður meðal ann- ars dregin út Nissan Pathfinder jeppabifreið að andvirði 2,5 milljón- ir króna. Þá eru þrír Subaru Station bíiar í vinning á happdrættisárinu og 21 bíll að eigin vali, en að auki verður dregið um aðra vinninga fyrir 22,5 miiljónir í hveijum mán- inga, og lægsti vinningur hækkar úr 10 þúsund krónum í 12 þúsund. Hlutfall vinninga er 60% af útgefn- um miðum. DAS húsið að Reykjabyggð 18 í Mosfellsbæ er á tveimur hæðum, og er það fullbúið með öllum inn- réttingum, blómaskála og tvöföld- um bílskúr, samtals 253 fermetrar. Morgunblaðið/RAX Happdrættishús DAS að Reykjabyggð 18 í Mosfellsbæ Húsið er byggt af Loftorku hf. í Borgamesi, en innréttingar eru frá Brúnás hf. á Egilsstöðum. Það verð- ur sýnt aimenningi allar helgar í apríl, og verður sýningartíminn auglýstur í dagblöðum. ( ... og hejjum okkur tilflugs án tafar) Nú er ilmur af vori á meginlandinu. Gefðu þér tírna til að njóta þess. Með nýrri vél getum við boðið fjörutíu viðbótarsæti. Nú er tækifæri til að taka vorið snemma. Hafðu strax samband, fjörutíu sæti eru ekki lengi að fyllast þegar landinn er í ferðahug og leiðin liggur til Amsterdam eða Hanrborgar. „Vorvindar glaðir, glettnir og hraðir gusta um nefhjól, hreyfla og stél . . .“ ARNARFLUG — félag setn gustar um Ilöfiindur er myndlistarmaður og fyrrverandi formaður SÍM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.