Morgunblaðið - 11.04.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.04.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1990 „ He-fur&u sé& Sokka.bay.umar minar- einhi'ers séa&ar? " Með moi-gunkaffinu Þú segir til, vinur ...? HELSTEFNAN Island hald- ist ómengað Til Velvakanda. Mér er mikið í mun að ísland haldist sem mest ómengað, og þess vegna finn ég mig knúna til að skrifa nokkrar línur í von um birt- ingu. Það sem útlendingum finnst sérstakt og lokkandi við þetta land, er hvað ísland er enn ómeng- að og óspillt af mannahöndum. Eg hef sjálf reynslu fyrir því. Nú hefur lengi verið rætt um álver hér. ísland er eitt ómengað- asta land i heimi. Við auglýsum hreinar vörur héðan, svo sem fisk og lambakjöt að ógleymdri fagurri náttúru og tæru vatni. Ég var hrif- in af því þegar ég kom til landsins fyrir nær 30 árum, að það var til a.m.k. eitt horn í þessum heimi sem var hreint. (Hugsum bara um t.d. Leipzig í Austur-Þyskalandi). Þetta er óumdeilanlega einn mikilvægasti kostur íslands. En, er ekki hætta á að við eyðileggjum hann sjálf? Þó að álver skapi nokkrum atvinnu í bili, eða jafnvel virðist auka þjóðartekjurnar eitt- hvað — er þetta samt ekki of dýru verði keypt? Við missum kannski miklu meira en við ávinnum, jafn- vel efnahagslega séð. Þess konar iðnaður getur dregið dilk á eftir sér, kallar sennilega á stækkun og frekari fjölgun; eins og þegar hefur komið fram. Ég vil því mótmæla byggingu álvers bæði í hinum fagra Eyjafírði og annars staðar. Stöndum vörð um hreinleika lands- ins. Elísabet Athugasemd frá Húsmóður Kona sem á undanfömum árum hefur sent Velvakanda pisla um kommúnisma og ástandið í Austur-Evrópu undir höfundar- nafninu Húsmóðir óskar þess getið að hún sé ekki höfundur greinar með sömu undirskrift sem birt var í Velvakanda 7. þ.m. um skrif Ólínu Þorvarðardóttur og að sú grein sé sér með öllu óviðkomandi. Til Velvakanda. Lengur verður ekki orða bundist um umferðarstefnu þá er hér á landi hefir verið rekin undanfarin ár og hér á eftir verður nefnd hel- stefnan. Alþingi íslendinga setur lög. Gera verður ráð fyrir öðru en að markmið laga sé að skaða borgar- ana eða í versta tilfelli valda þeim ijörtjóni. Enda mun svo um flest þeirra að markmið þeirra að vernda almenning fyrir hverskonar órétti og hættum náist að hluta eða miklu leyti. Þó eru undantekningar þar sem lögin snúast upp í and- hverfu sína og beinlínis hvetja til brota og hvað verra er, eru for- senda ógæfu og misbeitingar. Þessi formáli er nauðsynlegur til undir- búnings umfjöllunar um helstefn- una sem svo vill til að er framfylgt með lagaboði. Hér á landi hefir verið rekinn mikill áróður fyrir bættri umferðar- menningu og er það vel, ökumönn- um bent á fjölmargt sem betur mætti fara í umferðinni. Haldnir fundir og ráðstefnur, lögreglu uppá- lagt að halda uppi lögum með til- tækum ráðum. Mikið fjallað um slys, alvarleg slys. Eitt atriði hefir þó af óskiljanleg- um ástæðum verið afar lítið rætt; það er hvernig hið opinbera beinlín- is stýrir heill manna inní öngstræti sem engin undankoma er úr EF illa fer. Hér er átt við hvernig skatt- heimta af bifreiðum er framkvæmd. Lægstu gjöldin leggjast á minnstu og lélegustu ökutækin sem eru í leiðinni hættulegust í umferð- inni, þannig er með háu verði kom- ið í veg fyrir að almenningur, þessi sauðsvarti, geti ferðast í öruggari gerðum. Þeir sem ekki þurfa að greiða sjálfir fyrir samgöngutæki sín, þeir fara líka svolítið öðruvísi að, þeir láta útvega sér bíla sem hafa reynst mun öruggari þegar óhöpp verða. Benda má á margar kannanir sem framkvæmdar hafa verið í fyr- irmyndarríkinu Svíþjóð þar sem nið- urstöðurnar eru allar á þann veg að alvarlegustu meiðsl verða þar sem litlir og ódýrir bílar koma við sögu. En nú skal athugað hversu ódýrt er að aka slíkum farartækjum. í tilvitnuðum könnunum kemur fram að sá sparnaður sem fæst í bráð í formi minni eldsneytisnotkunar, lægri skatta og annars hverfur í lengd þegar fram í sækir með auknu ' viðhaldi, lægra endursölu- verði og öðru. Þetta eru hinir ha- grænu þættir. En er hægt að meta mannslíf til fjár? E.t.v. getur ríkisstjórnin það. Markmiðið með þessu bréfkomi er að fá umræðu um ofangreint í ann- an farveg en þann sem hún hefur velkst í allt of lengi. Allir, hugsandi Islendingar ættu að mótmæla helstefnu vitlausrar skattheimtu sem veldur svo óþörf- um slysum. Hrólfur Víkveiji skrifar Enn og aftur þykir Víkveija ástæða til að vekja máls á því hve illa gengur að fá blaðið The International Herald Tribune hing- að í pósti. Eins og skýrt var frá hér í dálkinum fyrir viku berast blöð þessi hingað til lands í bunkum og má helst ætla að þau komi með flug- vélum um helgar, þegar fæstir eru farþegarnir. Varla getur skýringin verið sú, að póstpokar verði að víkja fyrir flugfarþegum á virkum dögum? Víkveiji er fús til að láta póstyfír- völdum eftir hluta af dýrmætu plássi sínu á síðum blaðsins, ef þau vildu vinsamlegast útskýra fyrir honum og öðrum, hvernig á því stendur, að þessi blöð berast hingað í kippu. Er eitthvað hæft í því sem Víkveiji hefur heyrt fleygt, að póst- pokar séu einfaldlega látnir liggja eftir í flugafgreiðslum erlendis vegna þess að vélar yrðu ofhlaðn- ar, ef þeir væru teknir um borð í þær? Er erfitt að trúa sögusögnum af þessu tagi með hliðsjón af því til dæmis, hve bréf berast greiðlega á milli landa. Þannig fékk Víkveiji almennt bréf að morgni föstudags- ins 6. apríl, sem var póstlagt í Bret- landi þriðjudaginn 3. apríl. Er ósanngjarnt og engin ástæða til að gagnrýna slíka þjónustu. xxx Raunar kann ýmsum er fylgjast með hraðfara tækniþróun í fjarskiptum að þykja einkennilegt, að Víkveiji skuli viku eftir viku vera að nöldra yfir póstsamgöngum til landsins. Eins og Víkveiji hefur skýrt frá hefur Morgunblaðið greið- an aðgang að mörgum upplýsinga- lindum erlendis í gegnum tölvukerfi sitt og með aðstoð þess er á svip- stundu unnt að tengjast fréttastof- um og dagblöðum sem senda frá sér glóðvolgar fréttir á færibandi, ef þannig mætti að orði komast. Til marks um byltinguna sem orðin er og stendur yfir á þessu sviði langar Víkveija til að vekja athygli lesenda sinna á því, að Morgunblaðið hefur um nokkurt skeið tekið á móti ljósmyndum frá höfuðbækistöðvum fréttastofunnar Reuters í London með aðstoð tölvu. Myndimar eru sem sagt sendar „í loftinu“ til tölvu í Morgunblaðshús- inu og síðan eru myndir valdar úr safni sem tölvan geymir til birting- ar í blaðinu. Eins og málum er nú háttað tek- ur það þessa tölvu átta mínút ur að taka á móti hverri svarthvítri mynd og upp undir hálfa klukku- stund að taka á móti litmynd. Reut- ers er nú að taka upp stafræna tækni við flutning á þessum mynd- um á milli tölvanna. Er stefnt að því, að það taki innan við þijár mínútur að senda svarthvíta mynd og um sjö mínútur að senda lit- mynd. Eftir að þessi tækni hefur verið nýtt um heim allan við dreifingu á myndum Reuters til viðskiptavina sinna verður hafist handa við að þróa stafrænt kerfi sem á að gera ljósmyndurum fréttastofunnar kleift að hraðsenda myndir frá vett- vangi til miðstöðva í London, Was- hington og Hong Kong. Líður greinilega ekki á löngu, þar til unnt verður að birta allan þorra mynda frá útlöndum í lit, og þær munu berast heimshorna á milli á fáeinum mínútum með aðstoð gervi- hnatta. Er nokkur ástæða til að gera sér rellu út af því, þótt erlend dagblöð berist ekki til landsins nema með höppum og glöppum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.