Morgunblaðið - 11.04.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.04.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUIt 11. APRÍL 1990 Athugasemdir og1 fiskvinnslukvóti eftirÁrna Benediktsson. í grein í Mbl._ föstudaginn 4. apríl segir Önundur Ásgeirsson viðskipta- fræðingur: „Útgerðir hafa fram tii -þessa fengið úthlutað nýjum kvótum fyrir ný skip. Nú síðustu árin á þann hátt, að kvóti þeirra skipa, sem fyrir eru, hefur verið minnkaður hlutfalls- lega. Þetta er óeðlileg framkvæmd, sem leiðir beint til aukins taprekstrar veiðiflotans alls, eða rýrir tekjur hans“.' Það er býsna erfitt að átta sig á hver tilgangurinn er með þessum skrifum. Auðvitað er ekki loku fyrir það skotið að sá sem lætur þessi orð falla viti betur, en kjósi samt að halda þessu fram. En hagstæðast er fyrir hann að gengið sé út frá því að hann þekki viðfangsefnið ekki nægilega vel og orð hans séu mark- laus af þeirri ástæðu. Ég mun gera ráð fyrir því hér að þannig sé málum háttað. Þegar maðurinn hefur búið sér til ofannefndar forsendur heldur hann áfram: „Það er auðséð að þessi stefna getur ekki gengið til frambúðar. Hér vaknar sú spuming, hvemig standi á þessu. Getur t.d. verið að einhverj- ir séu í náðinni, og geti þannig auk- ið sinn hlut á kostnað annarra út- gerða? Hafa t.d. sambandsmenn eða þeirra áhangendur fengið meiri út- hlutanir en aðrir“? Sjónvarpsviðtal Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands ísl. útvegsmanna, veit allra manna best að ekki er flugufótur fyrir þessum sóðalegu aðdróttunum. Þess vegna flaug mér strax í hug þegar Kristján birtist á skjánum kvöldið eftir að nú rrjypdi hann nota tækifærið og sýna þann drengskap að mótmæla þessum get- sökum. En það gerðist ekki. Erindi Kristjáns var það eitt að bæta gráu ofan á svart, að gera Tryggva Finns- syni forstjóra á Húsavík upp skoðan- ir. Þetta viðtal sjónvarpsins við Kristján Ragnarsson er einn þeirra mörgu viðburða í heiminum sem harla erfitt er að skilja hvemig ger- ast. Á ráðstefnu sem haldin var fyr- ir nokkru lét Tryggvi Finnsson þau ummæli falla að hann væri hlynntur fiskvinnslukvóta. Á þessari ráðstefnu áttu fjölmiðlamenn viðtal við þá sem þeim þótti ástæða tii og birtu strax. Svo líða dagar og allt í einu birtist Kristján Ragnarsson í sjónvarpinu til þess að segja það eitt að Tryggvi Finnsson vilji fiskvinnslukvóta til þess að níðast á mönnum, þvert á hagsmuni þess fyrirtækis sem hann stjórnar. Nú gat það verið eðlilegt að sjón- varpið teldi ástæðu til að fræða hlust- endur og áhorfendur um fisk- vinnslukvóta. Hann hefur ekki verið mikið kynntur opinberlega. En í þessu tilfelli var þá eðlilegra að sá sem tilefnið gaf, Tryggvi Finnsson, gæfi nánari skýringar á skoðunum sínum, útskýrði hvað hann meinti ef einhverjum væri það ekki fullljóst. En það gerist ekki. Þess í stað kem- ur Kristján Ragnarsson aleinn og fær að afflytja þá hugmynd sem liggur að baki fiskvinnslukvóta. Ég sagði áðan að harla erfitt væri að gera sér grein fyrir því hvemig svona nokkuð gerist. Ég á erfítt með að trúa því að fréttastofa sjónvarpsins kalli vit- andi vits á menn til að afflytja_ mál og gefa rangar upplýsingar. Ég á jafn erfitt með að trúa því að Krist- ján Ragnarsson geti beðið fréttastofu sjónvarps um að hafa viðtal við sig þegar honum dettur í hug að koma einhvetju miður smekklegu á fram- færi. Tilraunir síðustu ára Eftir atvikum er líklegast nauð- synlegt að fara fáeinum orðum um þá hugmynd sem liggur að baki fisk- vinnslukvóta. En flestum eða öllum, sem um fiskveiðarfjalla, er orðið ljóst að miklar hömlur verður að leggja á fískveiðar okkar um fyrirsjáanlega framtíð. I heilan áratug höfum við verið að þreifa okkur áfram með tímabundnum lögum, sem hafa tjjeyst á eins til þriggja ára fresti. Breytingarnar hafa verið til þess að afnema misfellur, sem komið hafa í ljós, og að þreifa sig áfram að nýjum og betri úrlausnum. Það hefur að sumu leyti heppnast en þó ekki að öllu leyti. Einhverra hluta vegna hefur lokagerð hverra nýrra laga um fiskveiðistjórn verið með undantekn- ingum, sem hlutu að leiða til þess að tilgangur þeirra náðist ekki að fullu. En fiestum þykir, þar á meðal þeim sem þetta ritar, að tími sé kom- inn til að nýta sér reynslu undanfar- inna ára til þess að setja lög, sem geti í meginatriðum gilt til frambúð- ar. Á þann hátt yrði eytt þeirri óvissu sem tímabundin lög valda og hefur m.a. orðið til þess að menn hafa ekki lagt út í þann samdrátt flotans, sem flestir eru sammála um að sé nauðsynlegur. Samstaða og sundurþykkja Meðal þeirra sem til þess voru kallaðir að aðstoða við undirbúning nýrra laga um fiskveiðistjórnun, þeirra sem taka skyldu gildi frá næstu áramótum, varð all sæmileg samstaða um marga mikilvæga þætti. Þar á meðal má nefna að lög- in yrðu ótímabundin, að stjórnað skyldi með einni aðferð, og síðar að fiskveiðiárið skyldi hefjast 1. septem- ber. Um nokkur mikilvægustu atriðin náðist ekki full samstaða. Þar má t.d. nefna að sumum þótti að fram- sal veiðiheimilda yrði að vera fijálst ef tilgangur laganna ætti að nást, en öðrum þótti ekki ásættanlegt að útgerðarmönnum væri heimilt að selja verðmæti sem þeir eiga ekki. Þá varð ágreiningur um úthlutun veiðiheimilda. Margir héldu fast fram því sjónarmiði að auðveldast og réttl- átast væri að úthluta þeim öllum til veiðiskipa. Aðrir sáu ágalla á því og voru uppi hugmyndir um byggðak- vóta og fískvinnslukvóta. Hér verður ekki frekar rætt um byggðakvóta. Fiskvinnslukvóti Þeir sem upphaflega aðhylltust fiskvinnslukvóta lögðu til grundvall- ar hugmyndum sínum að framtíðar- skipulag fiskveiðistjórnar verði að vera þannig að ekki þurfi stöðugt að grípa til stjórnvaldsaðgerða til þess að lagfæra misfellur. Þess vegna þyrfti sú grundvallarhugsun að liggja að baki nýju lögum að þau myndúðu ramma um fískveiðistjóm- unina, en innan þess ramma væru menn frjálsir og án afskipta þings og ríkisstjómar. Það má sjálfsagt skipta fiskveiði- heimildum á ýmsan hátt á milii veiði- skipa og vinnslustöðva, en sú hug- mynd var sett fram í ráðgjafamefnd- inni um fískveiðistjórn að veiðiskipin hefðu 70% veiðiheimildanna en vinnslustöðvarnar 30%. Hér verður gengið út frá þessum sömu hlutföll- um. Fijálst framsal yrði á milli veiði- skipa, ‘ en framsalsheimildir milli vinnslustöðva væm tengdar byggð- arlögum eftir ákveðnum settum regl- um. Á þennan hátt gæti fiskiskipum fækkað óhindrað og vinnslustöðvum Árni Benediktsson einnig, en þó þannig að vemlegur flutningur fískvinnslukvóta milli byggðarlaga yrði ekki. Fiskvinnslu- stöðvum fækkaði því fremur með sameiningu og hagræðingu innan byggðarlagsins. Ef skynsömum mönnum þætti rétt að rýmka þessi ákvæði eða þrengja er það að sjálf- sögðu fyrir hendi. Afli veiðiskipa minnkar ekki Að sjálfsögðu verður fiskvinnsluk- vóti ekki til þess að afli veiðiskipa minnlci. En veiðiskip fengi aðeins 70% af aflanum úthlutað en semdi síðan við fískvinnslustöð um aukinn hlut. Við getum hugsað okkur að útgerð vildi flytja eitthvað af aflanum úr landi óunnið, þá yrðu samningar væntanlega á þá leið að því meira sem út yrði flutt, þeim mun minni viðbótarkvóti fengist frá fískvinnslu- stöð. Á þennan hátt hefðu fisk- vinnslustöðvarnar samningsstöðu, sem er nauðsynlegt til þess að sam- skipti innan sjávarútvegsins séu eðli- leg og stjórnvöld þurfi ekki að grípa inn í. Utgerð væri frjáls að öllum samningum og ráðstöfun afla síns, en gæti aukið hlutdeild sína í afla- heimildum með samningum. Það þyrfti ekki að grípa til sérstakra ráð- stafana í formi skerðingar á afla- heimildum ef fiskur er fluttur óunn- inn út og ekki heldur að setja afla- miðlun á fót í því skyni að draga úr frjálsum viðskiptum. Útgerð sem ekki vill verða undir það seld að semja við vinnslustöð um auknar aflaheimildir á þess kost að kaupa sér viðbótarkvóta, þar sem svo er ráð fyrir gert að framsal aflaheim- ilda sé fijálst. Frystiskip, þ.e.a.s. fiskiskip sem jafnframt er fisk- vinnslustöð, fengi að sjálfsögðu físk- vinnslukvóta. Hins vegar yrði erfið- ara héðan í frá að breyta veiðiskipi í vinnsluskip þar sem nýtt vinnslu- skip fengi ekki fiskvinnslukvóta. Öryggi byggðarlaga Víða um land byggist mikill meiri- hluti hráefnisöflunar á einu skipi. Tapist það skip úr byggðarlaginu, t.d. vegna gjaldþrots, blasir ekki annað við en hrun fiskvinnslunnar og staðarins. Þá er ekkert fyrir hendi annað en að leita til stjórnvalda um aðstoð. Ef fiskvinnslustöðin hefði hlutdeild í aflaheimild væri staðan allt önnur. Hún hefði alla möguleika á að gera samning við utanaðkom- andi útgerð um upplegg gegn viðbót- arkvóta. Það er óneitanlega viðfeldn- ara skipulag að menn geti bjargað sér sjálfír, fremur en að vera upp á náð og miskunn annarra komnir. Það veldur mögum áhyggjum að ef veiðiheimildum er úthlutað alfarið til veiðiskipanna muni fyrr en síðar myndast eingarréttur, að minnsta kosti í raun þó að hann verði ekki viðurkenndur formlega. Hættan á því að slíkur eignarréttur myndist er minni ef veiðiheimildunum er skipt, þar sem hægt væri að breyta hlutföllum ef þörf krefði. Ef ástæða þætti til að hvetja til meiri útflutn- ings á óunnum fiski gæti verið eðli- legt að flytja mörkin úr 30/70 í t.d. 25/75 og öfugt ef rétt þætti að auka vinnslu. Slíkur flutningur þjónar bæði þjóðfélagslegum markmiðum og eins því að tryggja að eignarrétt- ur festist ekki. Þetta er einnig mjög auðvelt í framkvæmd. Það er þyrnir í augum margra ef „þjóðareignin" getur gengið kaupum og sölum. í hugmyndunum um físk- vinnslukvóta er gert ráð fyrir að ekki verði greitt í peningum fyrir þær aflaheimildir sem veiðiskip fær hjá fiskvinnslustöð, en hins vegar sé flutningur á miili veiðiskipa gegn greiðslu fullkomlega heimill. Öðruvísi næst varla sú hagræðing sem að er stefnt og nauðsynlegt er. Engu að síður yrði aflaheimild veiðiskipa minna virði en áður. Lokaorð Ég vona að ef vandlega er lesið geti ofanrituð orð veitt nokkra innsýn í hvað liggur á bak við hugmyndina um fiskvinnslukvóta þó að vissulega þurfi fleiri orð til að gera henni full skil. Tekin saman í fá orð er henni ætlað að skapa jafnvægi og jafnræði innan sjávarútvegsins og að auðvelda að leysa vandamálin innan greinar- innar í stað þess að stöðugt að leita til stjórnvalda um hömlur og höft á viðskiptum. Hún fjallar um frelsi í stað afskipta og hún íjallar um at- vinnuöryggi. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags Sambandsfískframleiðenda. MEÐAL ANNARRA ORÐA Innri leit eftirNjörðP. Njarðvík Orð eins og mýstík og dulspeki hafa verið svo misnotuð hér á landi að þau eru útjöskuð og nánast merkingarlaus, og því varla hægt að grípa til þeirra lengur. Menn virðast telja að undir þeirra hatt megi setja næstum hvað sem er. Ég verð að segja fyrir mig, að þegar ég heyri fyrirbæri eins og árulestur, stjömuspámennsku, miðilsfundi eða kort yfír liðnar jarð- vistir og fleira af því tagi nefnt í sömu andrá og orðið dulspeki, þá hljómar það í mínum eyrum einna líkast öfugmæli. Og það sem verra er, — það kemur óorði á einlæga og raunverulega dulhyggju, sem ég leyfí mér að kalla innri leit. Óvænt spurning Sá dagur kemur í lífi margra að þeir líta líkt og ósjálfrátt upp úr daglegum önnum og spyija: Er þetta þá allt og sumt? Hljómurinn í þessari hljóðu spum er blandinn trega og eftirsjá, og spyijandinn þarf alls ekki að gera sér neina grein fyrir því hvað vakti svo óvænta hugsun. Tilefnið þarf ekki að vera neitt sérstakt, hvorki óvæntur atburður né áfall, þótt svo geti auðvitað einnig verið. Þessi spurning er allt í einu vöknuð, og upp frá því verður henni ekki ýtt til hliðar. Hún lýsir í senn einhvers konar óþoli og ófullnægju. Er lífið einungis fólgið í því að afla sér lífsviðurværis, sinna hversdagslegu starfi, fínna lífsförunaut, eignast börn, koma þeim til manns, safna að sér fleiri og fieiri hlutum, leita þæginda og vellíðunar? Ærið verk- efni, segja margir, og fjarri því að vera óverðugt. En jafnvel þótt hið svokallaða daglega lífi veiti mönn- um bæði tiigang og gleði, þá vakn- ar samt í hugum sumra þessi spurning: Er þetta þá allt og sumt? Og verður ekki framar þögguð nið- ur. Á sömu stundu hefst leit. BreSki heimspekingurinn Paul Brunton hefur orðað þetta svo: „Þegar ein- hver er orðinn þreyttur á að iáta aðra segja sér að hann sé með sál og fer sjálfur að sannprófa það með eigin reynslu, þá er sá hinn sami orðinn dulhyggjumaður (mystic). Menn geta tileinkað sér hundruð bóka um dulhyggju (mysticism) án þess að kynnast dulhyggjunni sjálfri. Því að hún tengist innsæi, en hvorki rökhugs- un né þekkingu" (Notebooks I, bls. 9). Ekki til að bera á torg Þegar þessi spurning vaknar og hin innri leit hefst, þá vita menn sjaldnast hvert þeir eiga að snúa sér. Þeir eru þá vísir til að fylgja ráðleggingfunni: Farið og prófið alla hluti. Þetta vita ýmsir lagnir fjáraflamenn um víða veröld, sem gera út á viðkvæmni fólks og and- varaleysi þeirrar einlægni sem trú- ir ávallt hinu besta um alla. Eitt af því fyrsta sem leitendur þurfa að læra er að varast Ioddara og þá sem þykjast hafa fundið sann- leikann og ráðið lífsgátuna. Sá sem stundar innri leit í alvöru kemst fyrr eða síðar að því, að þeir sem hafa hæst um eigið ágæti og svo- kallaða andlega hæfileika, þeir sem auglýsa að þeir geti veitt öðrum andlega ieiðsögn gegn gjaldi (sama þótt það eigi að heita fijáls fram- iög), þeir eru ekki líklegir til að hafa náð miklum andlegum þroska. Það leiðir af eðli innri leitar, að sá sem nær árangri dregur sig fremur í hlé en tranar sér fram. Hafi hann orðið fyrir mýstískri reynslu flíkar hann því ekki og ræðir það ekki nema ef til vill í trúnaði í þröngum hópi vina sem hann treystir til þagmælsku. Og ef svo vill til, þá gerir hann það ekki til að sýnast merkilegur í aug- um annarra, heldur til að leita skýr- inga og samanburðar. Árangur innri leitar er ekki til að bera á torg, þá væri hún ekki innri leit. Sjálfsglíma Menn verða líka að læra að greina á milli svokallaðra „dul- rænna hæfileika" (psychic powers) og andlegs þroska. Sá sem stundar innri leit í alvöru sækist ekki eftir dulrænum hæfileikum á borð við skyggni og reynir ekki leita frétta af framliðnum. Hann veit að slíkt getur verið til hindrunar og jafnvel leitt til stöðnunar. Innri leit byggist á því að skyggnast djúpt í innri veruleika til að reyna að koma auga á innsta kjarna tilveru sinnar. Til grundvall- ar liggur sú kenning að innri veru- leiki mannsins skiptist í tvö svið eða víddir, persónuleika (ego) og sjálf (overself). í daglegu hvers- dagslífí sé sjálfíð fjötrað í viðjum persónuleikans. Hin innri leit er þá fólgin í því að leitast við að aga persónuleikann og þagga niður í sjálfselsku hans svo að hið hljóða sjálf fái að njóta sín. í þessari sjálfsglímu eru til margar aðferðir sem henta einstaklingum misvel, og því þurfa menn í upphafi að leita hentugrar aðferðar. Það er þá sem þarf að varast hvers kyns loddara. Það er þá sem menn þurfa að varast að sækjast eftir svoköll- uðum dulrænum hæfíleikum, því þeir eru til þess fallnir að auka sjálfsánægju og sjálfsblekkingu persónuleikans. Innri leit er ekki fólgin í rómantískum draumórum eða lífsflótta. Ekki í afneitun ytra lífs heldur raunverulegri lífsleit. Hún byggist á sívökulli sjálfsgagn- rýni og umfram allt stöðugri við- leitni, hversu ófullkomin sem hún kann að vera. Þessi leit getur stað- ið alla ævi og óvíst um fundarlaun. Hún er knúin áfram af þeirri ein- földu spurningu sem vaknar í upp- hafi: Er þetta þá allt og sumt? Paul Brunton segir, að vilji menn gera sér vonir um að ná árangri í þessari innri leit, þá þurfi þeir að tileinka sér skarpskyggni vísinda- manns, einlægni hins trúaða, íhygli heimspekings, innsæi dulhyggju- manns, og gegna jafnframt starfi sínu með sóma og til gagns fyrir þjóð sína. Slík leit er hvorki leikur né barnaskapur heldur alvarleg við- leitni til sjálfsskilnings. Höfundur er rithöfundur og dósent í íslenskum bókmenntum við Ifáskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.