Morgunblaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 108. tbl. 78. árg. ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Eistland og Lettland: Gorbatsjov vísar sjálfstæði á bug Moskvu. Daily Telegraph. MIKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, fordæmdi í gær sjálf; stæðisyfirlýsingar Lettlands og Eistlands og lýsti þær ómerkar. í tveimur tilskipunum frá forsetanum, sem lesnar voru í aðalfréttatíma sovéska sjónvarpsins í gærkvöldi, sagði að bæði lýðveldin hefðu virt stjórnarskrána að vettugi og brotið nýsett lög um úrsögn lýðvelda úr Sovétríkjunum. Þetta eru fyrstu opinberu við- brögð Gorbatsjovs við sjálfstæðis- yfirlýsingu Lettlands 4. maí síðast- liðinn. Forsetinn hafði áður gagn- rýnt harkalega sjálfstæðisyfirlýs- ingu Eistlendinga. Um helgina hitt- ust forsetar Eystrasaltsríkjanna landsins hvettu til verkfalla málstað sínum til stuðnings. Þyrla var notuð til að dreifa flugritum um borgina líkt og gerðist í Litháen skömmu eftir sjálfstæðisyfirlýsinguna 11. mars síðastliðinn. Á annað hundrað hermenn efndu einnig til mótmæla fyrir utan þinghúsið í borginni. og kröfðust þess að sjálfstæðisyfirlýs- ing landsins yrði afturkölluð. Sjá „Skora á Gorbatsjov .á bls. 27. þriggja og samþykktu að endur- vekja Eystrasaltsráðið svokallaða og snúa þannig bökum saman í baráttunni fyrir sjálfstæði. Þær fréttir bárust frá Riga, höf- uðborg Lettlands, í gær að samtök Rússa sem leeeiast eem siálfstæði Nokkur hundruð stúdenta við Moskvuháskóla efndu til mótmæla á háskólalóðinni á sunnudag til þess að sýna samstöðu með lýðræðisbaráttu kínverskra námsmanna. Meðal uppátækja hjá stúdentunum var að brenna bækur eftir Lenfn. EB ráðleggur Austur-Evrópu: Markaðskerfi í einu vetfangi Brussel. Reuter. Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins (EB) geftir Austur- Evrópuríkjum einfalt ráð til að rétta efnahag sinn við: Taka upp markaðskerfi án tafar. Það var Henning Christophersen sem fer með fjármál innan fram- kvæmdastjórnar EB sem kynnti skýrslu EB um efnahagsmál í Austur-Evrópu í Brussel í gær. Skýrslan var unnin til þess að auð- velda EB að setja skilyrði fyrir efna- hagsaðstoð. Christophersen spáði samdrátti í þessum löndum í fyrstu og auknu atvinnuleysi. Undir lok aldarinnar gæti hagvöxtur hins vegar verið kominn upp í 5-6% á ári sem þýddi að löndin væru þá fyrst tilbúin til að ganga í EB. Sjá ennfremur „Ríkisfyrirtæki verði seld . .“ á bls. 27. Brenna Lenín Reuter Kosningar í Yestur-Þýskalandi valda stefiiubreytingu hjá Helmut Rohl: * Utilokar ekki sameiginlegar þingkosningar um áramótin Bonn. dpa. HELMUT Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, lét í það skína í gær að hann legðist ekki lengur gegn því að tilhögun næstu þingkosninga í Vestur-Þýskalandi yrði breytt á þann veg að þær næðu líka til Austur-Þýskalands. Talið er að úrslit í tvennum ríkiskosningum í Vestur-Þýskalandi á sunnudag þar sem ilokkur kanslarans, kristileg- ir demókratar, beið ósigur, hafi valdið þar nokkru um. Ljóst virðist að fylgi flokksins hafi heldur dvínað í Vestur-Þýskalandi öfugt við Austur-Þýskaland þar sem kristilegir demókratar eru langstærsti flokkurinn. Kosningar í sameinuðu Þýskalandi yrðu flokknum því liappadrýgri en kosningar sem einskorðuðust við Vestur-Þýskaland. Kohl sagði í gær að hann hefði ekki fallið frá þeirri ákvörðun að halda þingkosningar í Vestur- Þýskalandi 2. desember næstkom- andi. Hins vegar þyrfti að athuga þann möguleika að tengja þær kosningum í Austur-Þýskalandi. Forystumenn jafnaðarmanna og græningja brugðust ókvæða við þessari yfirlýsingu Kohls í gær og sögðu enga nauðsyn að flýta sam- eiginlegum þingkosningum í Þýska- landi. Fijálsir demókratar, sam- starfsflokkur kristilegra demó- krata, hafa sótt það fast undanfar- ið að næstu þingkosningar verði sameiginlegar. Slíkar kosningar yrði líklega að halda í síðasta lagi 13. janúar 1991 en þá eru liðin íjög- ur ár frá síðustu þingkosningum í Vestur-Þýskalandi. Hins vegar eru nú ekki nema tæpir tveir mánuðir síðan kosið var til þings í Austur- Þýskalandi. Kohl sagði í gær að úrslitin í kosningum í Nordrhein-Westfalen og Neðra-Saxlandi á sunnudag hefðu verið mikið áfall fyrir flokk sinn. Hann sagðist þó treysta jafn- jafnaðarmanna, sagði í gær að flokkurinn hygðist ekki nota hina nýju aðstöðu til að teija fyrir sam- einingu heldur tryggja að félagsleg réttindi kjósenda yrðu ekki fyrir borð borin. Sjá „Jafnaðarmenn ná..“ á bls. 24. Reuter Norbert Bliim, oddviti kristilegra demókrata í Neðra-Saxlandi, og eiginkona hans, Marita, greiða atkvæði í kosningunum á sunnu- dag. aðarmönnum sem náð hafa meiri- hluta í Sambandsráðinu f Bonn til að sýna ábyrgðartilfinningu. Anke Fuchs, framkvæmdastjóri flokks Vanhelgun gyðingagrafreita mótmælt: Mitterrand til liðs við mótmælafólkið París. Daily Telcgraph. FRANCOIS Mitterrand Frakklandsforseti slóst í gær í hóp uin 200.000 manna sem mótmæltu á götum Parísar vanhelgun graf- reita gyðinga í borginni Carpentras í Suður-Frakklandi. Mitterrand birtist fyrirvara- laust og tók sér stöðu í miðju mannhafinu á Lýðveldistorginu og gekk með mótmælafólkinu þriggja kílómetra leið til Bastillu- torgsins. Er það í fyrsta skipti frá stríðslokum sem Frakklandsfor- seti tekur þátt í mótmælum af þessu tagi. Michel Rocard forsæt- isráðherra sagði atburðina í Car- pentras sl. fimmtudag fylla hvern skynsaman mann viðbjóði. Lagði hann leggja áherslu á, að þótt geðveikir glæpamenn fyndust meðal allra þjóða væri þorri frönsku þjóðarinnar laus við kyn- þáttafördóma og gyðingahatur. Fjórar franskar sjónvarps- stöðvar breyttu dagskrá sinni og sýndu bejnt frá mótmæla- göngunni. Áberandi voru áróðurs- spjöld gegn frönskum nýnasistum og þjóðernissinnum sem ekki tóku þátt í mótmælunum. Einnig brúð- ur af leiðtoga þjóðernissinna, Jean-Marie Le Pen, sem gyðingar saka um að bera ábyrgð á ódæðis- verkunum í Carpentras. Á sunnudagskvöld máluðu ódæðismenn rauða hakakrossa á sex leiði í gyðingagrafreit í’ Clichy-sous-Bois skammt utan við París og alls kyns óhróður á 26 önnur leiði. Þá var gyðingagrafreitur í Lundi í Svíþjóð, þar sem varðveitt- ar eru leifar fórnarlamba sem létu lífið í útrýmingarbúðum nasista, vanhelgaður um helgina. Þar var legsteinum velt um koll og ýms skemmdarverk unnin. Illvirkjarnir skemmdu einnig grafir annarra en gyðinga. Næsti áratugur: Mannkyni ljölgar um milljarð London. Reuter. Jarðarbúum mun fjölga um einn milljarð á næsta áratug segir í skýrslu á veg- um mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í Lundúnum í gær. Þar er því haldið fram að svo mikil Qölgun sé meiri en nokkurn hafi órað fyrir og kunni hún að hafa mjög al- varlega afleiðingar fyrir um- hverfí mannsins. íbúar jarðar eru 5,3 milljarð- ar nú og mun þeim fjölga um 90-100 milljónir á ári fram að aldamótum. 90% fjölgunarinn; ar verður í þriðja heiminum. í skýrslu mannfjöldastofnunar- innar segir að þetta feli í sér að fátækum, ólæsum, van- nærðum og heimilislausum fjölgi og leiði það til stóraukins álags á umhverfi mannsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.