Morgunblaðið - 15.05.1990, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.05.1990, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1990 Slysið í Ölfusá við Selfoss: Mikil leit ge rð að mönnunum tveim- ur sem saknað er Selfossi. LEIT var haldið áfram á sunnudag og í gær að mönnunum tveimur sem saknað er eftir að bifreið sem þeir voru í var ekið út í Olfusá aðfaranótt laugardags, 12. maí. Björgunarsveitarmenn frá Selfossi og Eyrarbakka gengu með bökkum árinnar frá Ölfusárbrú niður í ós. Auk þess var gerð ítarleg leit að bifreiðinni neðan Ölfusárbrúar. ' Þyrla Landhelgisgæslunnar kom til leitar á sunnudag og menn frá gæslunni stjórnuðu leit að bifreið- inni. Notað var málmleitartæki og þannig reynt að staðsetja bifreiðina í ánni neðan við brúna. Stúlkurnar sem björguðust bár- ust um 300 metra niður straum- harða ána sem mældist aðeins 5 Níu innbrot um helgina NÍU innbrot voru tilkynnt til lög- reglunnar í Reykjavík um helg- ina. Meðal annars var farið inn í íþróttahús Leiknis við Austur- berg og þaðan stolið sjónvarps- tæki, myndbandstæki og gervi- hnattarmóttaka. * Þá var farið inn í hús við Stuðla- sel og stolið um 150 þúsund krónum úr skúffu. Brotist var inn í bíla og ýmsu lauslegu stolið og í nokkrum tilfellum var brotist inn, rótað til, en engu stolið. Þórður Már Þórðarson stiga heit. Það þykir mikið þrek- virki af þeim að komast lífs af úr ánni.. Karl Björnsson bæjarstjóri sagði að ekkert hefði verið rætt um það að setja upp vegrið á árbakkann þar sem gatnamót væru. Hann sagði að það væru víða hættur við ána og að treysta yrði því að menn lærðu að umgangast hana með búsetu sinni á staðnum. „Ég er auðvitað harmi lostinn yfir þessu og því að sjá menn þeyt- ast um vegi á alltof miklum hraða sem þeir hafa engin tök á,“ sagði Jón I. Guðmundsson yfirlögreglu- þjónn á Selfossi um þau mann- skæðu slys sem orðið hafa í um- dæmi lögreglunnar að undanförnu. „Við munum beita okkur af alefli í því að fylgjast með hraðakstri og einnig því að menn fari að lögum í umferðinni," sagði Jón I. Guð- mundsson. Óhætt er að fullyrða að á Sel- fossi er mikil umræða meðal fólks um slysavarnir í umferðinni. — Sig. Jóns. Öm Arnarson Þeirra er saknað Selfossi. MENNIRNIR tveir sem saknað er eftir að bifreið þeirra lenti í Ölfusá aðfaranótt laugardagsins 12. maí heita Örn Amarson, 20 ára, Sléttu- vegi 4 á Selfossi, og Þórður Már Þórðarson, 26 ára, til heimilis í Rauðási 21 í Reykjavík. Þórður lætur eftir sig eiginkonu sem geng- ur með barn þeirra og 1 'A árs dótt- ur. — Sig. Jóns. Guðmimdur Jörundsson útgerðarmaður látínn Guðmundur Jörundsson, fyrrverandi útgerðarmaður og skip- stjóri, lést í Reykjavík í gær á 78. aldursári. Guðmundur var lands- kunnur frumkvöðull í útgerð togara og síldarbáta. Guðmundur Jörundsson fæddist 11. október 1912 að Botni í Þorgils- firði. Hann var sonur Jörundar Jör- undssonar útgerðarmanns í Hrísey og Maríu Friðriku Sigurðardóttur. Guðmundur ólst upp í Hrísey frá 3 ára aldri. Hann lauk- vélstjóra- og fiskimannaprófi 1930 og prófí frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1936. Hann vann við útgerð föður síns frá bamæsku, hóf sjóróðra 12 ára gamall og formennsku á bátum 18 ára gamall. Eiginn atvinnurekstur hóf Guðmundur á Akureyri 1941 og rak þaðan meðal annars fisk- verkun, togara og síldarútgerðir. JJuðmundur fluttist til Reykjavík-^ ur 1959 ög rák_þáðáh'limfángs- mikla útgerð togara og síldarbáta, auk þess sem hann rak frystihús og síldarsöltun. Guðmundur tók virkan þátt í fé- lagsmálum, átti sæti í hreppsnefnd Hríseyjar í 4 ár, var fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins I bæjarstjórn Akur- eyrar í 8 ár. Hann sat í stjórn Krossanessverksmiðjunnar í 15 ár og var fulltrúi útvegsmanna í Síldarútvegsnefnd í 12 ár og sat í Verðlagsráði sjávarútvegsins í 14 ár. 1958 var hann sæmdur Hinni íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu sjávarútvegsins. Guðmundur átti frumkvæði að mörgum nýjungum í útgerð hér á landi. Hann lét smíða fyrsta dísil- TnúháTogaránrf,‘Jörúnd' EA' 335: Morgunblaðið/Björn Blöndal Áh’Bfii Vesturfara í síðustu ferðinni ásamt Sigurði Helgasyni forstjóra, frá vinstri: Hrafiihildur Ármannsdóttir, Auður Guðmundsdóttir, Sigurlína Scheving, Búi Snæbjörnsson, Magnús Nordal flug- stjóri, Ólafúr Frostason, Gyða Þórhallsdóttir, íris Hilmarsdóttir, Þórey Jónmundsdóttir og Sigurð- ur Helgason. Söguleg stund í flugínu: Síðasta ferð DC-8 fyrir Flugleiðir líeflavík. SÖGULEG stund varð á Keflavíkurflugvelli í gærmorg- un þegar Vesturfari, TF-FLV, DC-8-þota Flugleiða, lenti eftir tæplega 5 stunda flug frá New York í Bandaríkjunum. Þetta var síðasta ferð Vesturfara sem hefur verið seldur til Bretlands og þar með lauk nærri 20 ára sögu DC-8-vélanna, en fyrsta vélin af þessari tegund, þá í eigu Loftleiða, lenti á Keflavík- urflugvelli 16. maí 1970. Framvegis munu nýjar Boeing 757-vélar félagsins, Hafdís og Fanndís, fljúga á flugleiðinni vest- ur um haf og taka þær nú alfarið við hlutverki DC-8-vélanna. Flug- leiðir seldu síðustu DC-8-vélamar bresku flugfélagi fyrir um einu og hálfu ári en leigðu síðan tvær þeirra aftur. Flugstjóri í þessari ferð var Magnús Nordal og sagðist hann kveðja vélina með söknuði, en hún hefði reynst frábærleg vel á enda- sprettinum. Nokkrar tafir urðu á að Vesturfari kæmist í loftið frá Kennedy-flugvelli í New York vega þrumuveðurs sem þar gekk yfir og seinkaði vélinni um einn og hálfan tíma af þeim sökum. Ferðin heim gekk vel, flogið var í 33 þúsund feta hæð og þar var frostið 57 gráður. - BB Samstarf Flugleiða við evrópsk flugfélög í athugun: Tillögur lagðar fyrir stjóm félagsins í sumar - segir Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða HUGSANLEGT samstarf Flugleiða og einhvers eða einhverra annarra evrópskra flugfélaga gæti orðið að veruleika á næstu misserum. Sigurð- ur Helgason forsljóri félagsins hefúr átt óformlegar viðræður við for- ráðamenn nokkurra félaga og kynnt sér með hvaða hætti slíkt sam- starf gæti orðið og hver reynslan er af samvinnu annarra félaga. Al- gengt er að samstarf félaganna sé innsiglað með gagnkvæmri eignarað- ild félaganna hvert í öðru. „Ég stefni að því að koma með einhveijar ákveðnar tillögur til stjórnarinnar seinna í sumar,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. „Við erum bara að láta vita af okkur, höfum rætt við menn og erum með alla möguleika opna,“ segir Sig- urður. Hann segist ekki geta sagt hve hratt verður unnið að þessu. Sumaráætlun er í gangi og verið er að undirbúa næstu vetraráætiun. Undanfarið hefur sú þróun orðið í Evrópu að flugfélög hafa verið að hópa sig saman í samstarfi, bæði um markaðsmál og hagræðingu til að lækka kostnað. „Margir þessir sam- starfssamningar hafa verið innsigl- aðir ýmist með einhliða eignaraðild eins fyrirtækis í öðru eða með gagn- kvæmri eignaraðild," segir Sigurður. „í okkar viðræðum við ýmis félög hefur þetta stundum borið á góma.“ Hann segir að ekki liggi ljóst fyr- ir með hvaða hætti slíkt samkomulag yrði, það færi meðal annars eftir því við hvaða féíag yrði samið. „Ég tel að við þurfum að semja við eitthvert félag, því að okkar heimamarkaður er það lítill og til þess að verða ekki útundan. Þessar fylkingar eru að myndast og við verðum að taka af- stöðu með einhverri þeirra." Sigurður segir helsta ávinning slíks samkomulags, ef af verður, vera þann að hægt yrði að ná auk- inni hagræðingu og betri nýtingu flugvéla. Félögin beina viðskiptavin- um hvert til annars eftir því hvernig leiðakerfi þeirra er skipulagt. „Við erum til dæmis eina flugfélagið á Norðurlöndum sem flýgur beint inn á Washington-svæðið í Bandaríkjun- um og við höfum undanfarin tvö ár markvisst verið að byggja okkur upp til þess að verða álitlegur kostur fyr- ir flugfélög að vinna með okkur svo að við einangrumst ekki, verðum ekki einir." Hann segir þessa upp- byggingu felast meðal annars í nýj- um vélakosti, Washington-leiðinni, endurbótum á hótelum, betri þjón- ustu og stundvísi. Guðmundur Jörundsson Annar togari hans, Narfi, var fyrsti togarinn sem frysti aflann um borð og jafnframt sá fyrsti sem breytt var í skuttogara. Þá átti Guðmund- ur frumkvæði að síldveiðum íslend- inga í Norðursjó. Eftirlifandi eiginkona Guðmund- ti ÍM. Skípulagsbreytingar Sambandsins: Minni völd forstjóra ÁÐUR en stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga ákvað á fundi sínum sl. laugardag að kanna möguleika á því að stoftia sjálfstæð hluta- félög um hverja deild innan Sambandsins, og gera Sambandið að eignar- haldsfélagi hlutaféíaganna, lýsti Guðjón B. Olafsson, forstjóri Sambands- ins, þeirri skoðun sinni, að breyta bæri Sambandinu í heild í eitt hluta- félag. Guðjón vildi í gær ekki tjá sig um það hvort hann væri ánægður með þessa niðurstöðu stjórnar Sambands- ins eða ekki, né heldur hvert yrði hlutverk Sambandsins og forstjóra þess, ef ráðist verður í ofangreindar skipulagsbreytingar fyrirtækisins. ^ 4 ‘ Oláfur Svetrisson, stjórnarfor- A1*ifrtiður ■ ghlnbandsTnsr'^agði-mra-.-f- samtali við Morgunblaðið: „Það ligg- ur ljóst fyrir, að ef ráðist verður í skipulagsbreytingar í þá veru sem stefnt er að með áfangaskýrslu okk- ar, að völd og áhrif forstjóra Sam- bandsins munu skerðast verulega." Sjá Af iimlendum vettvangi og —-frétt -á Ws.-»4-og- SSr---------!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.