Morgunblaðið - 15.05.1990, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 15.05.1990, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1990 13 „Viðurkennd könnun á högum aldraðra hefiir leitt í ljós að stór hluti gamalmenna í almennu leig-uhúsnæði býr yfir- leitt í versta hús- næðinu; í kjöllurum eða fyrir ofan þriðju hæð í lyftulausum Qölbýlis- húsum, jafiivel án hreinlætis og eldunar- aðstöðu. Hverju skilar „séreignastefiia íhalds- ins“ þessu fólki? Sefur samviska þessara manna?“ urum eða fyrir ofan þriðju hæð í lyftulausum íjölbýlishúsum, jafnvel án hreinlætis og eldunaraðstöðu. Hveiju skilar „séreignastefna íhaldsins" þessu fólki? Sefur sam- viska þessara manna? Ef Reykjavíkurborg sæi sóma sinn í því að gefa íbúum þessa byggðarlags eitthvert val í hús- næðismálum væri málum vafalítið öðruvísi háttað á fasteignamark- aðnum og leigumarkaðnum. „Sér- eignastefnan" er engin stefna — hún felur ekki annað í sér en af- skiptaleysi og vanrækslu; skilur fólk eftir úti á freðísnum, hvern og einn í sinni kröm. Vitanlega á borgin að beita sér fyrir öflugri uppbyggingu á íbúða- húsnæði í stað þess að skera lóðaút- hlutanir til bygginga fjölbýlishúsa við nögl. Og sú uppbygging á að sálfsögðu að taka mið af fólksfjölg- un byggðariagsins. Slíkar spár þurfa að liggja fyrir og ekki síst kannanir á húsnæðisþörf ólíkra hópa. Framtíðarnefnd forsætisráðu- neytisins spáði því á sínum tíma, að fólki 70 ára og eldra muni fjölga um nálega 2.000 fram að aldamót- um. Lítið sem ekkert hefur verið gei-t fyrir þennan aldurshóp á síðustu átta árum, annað en að ljúka við byggingu Seljahlíðarinnar sem leysir vanda um 80 gamal- menna. Droplaugarstaðir tilheyra nefnilega framkvæmdaáætlun vinstri meirihlutans frá ’78—’82. Eins og staðan er í dag, er gömlu fólki ekki boðið upp á annað en söluíbúðir. Þær íbúðir eru svo rán- dýrar að fólki nægir jafnvel ekki að selja aleiguna til þess að komast þar inn. Tveggja herbergja þjón- ustuíbúð kostar til dæmis um sex milljónir króna og verð þriggja her- bergja íbúðar losar sjö milljónir. Hér hefur einungis verið drepið á vanda þeirra sem búa við sárustu neyð í húsnæðismálum. En vandinn er mun stærri. Það veit unga fólkið sem nú er að kynnast húsnæðis- markaðnum og sér ekki fram úr skuldabyrðinni. Þetta fólk horfir ekki með glýju í augum til einbýlis- húsahverfanna — það hugsar fyrst og fremst um það að komast inn í öruggt húsnæði með börnin sín. Við á Nýjum vettvangi erum því heilshugar fegin að nú hafa verið sett lög sem eiga að tryggja öfluga uppbyggingu húsnæðis á félagsleg- um grundvelli. Á meðan sjálfstæðis- menn sitja á valdastóli og nota þá aðstöðu til þess að hygla sínum gæðingum, er hinsvegar lítilla úr- bóta að vænta. Þess skulu menn minnast áður en þeir greiða at- kvæði í komandi borgarstjórnar- kosningum. Nýr vettvangur er eina raunhæfa mótvægið við ofurveldi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, eina aflið sem getur gert ærlega vorhreingerningu í borgarstjórn og loftað þar út. H-listinn er hitt framboðið í vor! Höfundur skipðar 1. sæti á framboðsiista Nýs vettvangs í Reykjavík. Nýja Santa Clara á Costa del Sol er glæsilegur gististaður á einstöku verði Veröld býður þér frábæran aðbúnað á Vigia íbúðarhótelinu eða nýju Santa Clara. Staðsetningin er frábær og glæsilega innréttaðar íbúðirnar eru með loft- kælingu, sjónvarpi, síma, minibar og allar með útsýn yfir hafið. íbúðir íbúðir eru með einu svefnherbergi, stofu, eldhúsi og baði og allar með loftkælingu sjón- varpi og síma. Verð fyrir fjölskylduna 28. júní, hjón með tvö börn, 2-11 ára í 2 vikur, kr. 208.000,- eða per mann kr. 52.000,- Stúdíó Stúdíóíbúðir eru eins búnar og íbúðir með einu svefnherbergi en með einni stofu sem jafnframt er svefnherbergi. Verð per mann í stúdíó kr. 68.500,- HJÁ VERÖLD FÆRDU MEIRA FYRIR PENINGANA Áskriftarsíminn er 83033 Galdurinn við góðan dag er að byrja hann með hollum og góð- um mat. Skólajógurt er kjörin fyrir þó, sem vilja nó órangri í leik og starfi. Fóðu þér skólajógurt alltaf þegar þig langar í eitfhvað gott. Skólajógurf er ekki bara bragð- góð heldur Itka nœrandi og styrkjandi. Þú getur valið um skólajógurt með súkkulaði- og jarðarberja- bragði eða ferskjum, allf eftir því hvað heimilisfólkið þitt vill. Settu skólajógurt efst ó innkaupa listann, ^ Namm ÞÓRHILDUR/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.