Morgunblaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1990 Míklir mögjileikar, þrátt fyrir tímabundna erfiðleika Skuldir Vestmannaeyjabæjar og stofnana eftir Sigurð Jónsson Oft er það sagt, að stjórnmála- menn hagræði sannleikanum æði mikið sér í hag. Eflaust er eitthvað til í þeim fullyrðingum. Sem betur fer er þó sjaldgæft að menn neiti gjörsamlega að viðurkenna stað- reyndir og viljandi fullyrði að svart sé hvítt. Því miður hefur þetta verið að gerast í stórum stíl hér í Eyjum undanfarna daga. Fulltrúar vinstri meirihlutans í bæjarstjórn hika ekki við að halda því fram opinberlega að fjárhagsstaða bæjarins sé mjög góð um þesar mundir. Svo langt gengur þessi fölsun vinstri manna, að því er lýst yfir við alþjóð í sjónvarpsþætti á Stöð 2 fyrir nokkru af forystumönnum meirihlutans í Vestmannaeyjum, að fjármál standi með miklum blóma og fjárhagsstaðan sé góð. Þetta er alrangt og nauðsynlegt að leiðrétta á þessum vettvangi fyrst vinstri menn kjósa að taka umræðuna á landsvísu. Heildarskuldir 1,3 milljarðar Heildarskuldir Vestmannaeyja- bæjar og stofnana hans námu um síðustu áramót 1,3 milljörðum króna. Allir sem vilja, sjá að fyrir tæplega 5.000 manna sveitarfélag eru þetta miklar og háar skuldir. Staða bæjarsjóðs er þó sýnilega verst. Á síðasta ári hækkuðu skuld- ir um 165 milljónir. Þetta þýðir með öðrum orðum að skuldir bæjar- sjóðs hækkuðu um 500 þúsund krónur hvern einasta dag ársins í fyrra. Veltufjárhlutfall var í árslok 1985 1,04, en nauðsynlegt er talið að þetta hlutfall fari ekki undir 1,0. Um síðustu áramót var þetta hlut- fall komið niður í 0,79. Afleiðingin af meirihlutatíð vinstri flokkanna liggur þannig ljós fyrir. Greiðslugeta bæjarins hefur versnað mjög undanfarna mánuði og lausaskuldir hlaðast upp. Á kjörtímabilinu hefur reksturinn þanist út, þannig að nánast er ekk- ert eftir til framkvæmda. Á síðasta ári gerði meirihlutinn ráð fyrir að eiga 110 milljónir í rekstrarafgang en staðreyndin varð 4 milljónir. Við framlagningu fjárhagsáætl- ana á þessu kjörtímabili höfum við sjálfstæðismenn varað meirihlutann við að samþykkja slíkar áætlanir. Þær væru óraunhæfar og fengju ekki staðist. Það hefur nú komið greinilega í ljós. Afleiðingin liggur líka fyrir. Gífurleg skuldasöfnun og erfið staða bæjarsjóðs. Forystumenn vinstri flokkanna reyna nú af öllum mætti að draga upp þá mynd að draga verði úr framkvæmdum vegna mistaka í staðgreiðslu. Á síðasta ári fékk bæjarsjóður ofgreidda 21 milljón, þannig að endurskoða verður fjárhagsáætlun fyrir árið í ár. Auðvitað ræður þetta ekki neinum úrslitum. Það er full- komlegá rétt sem Sigurður Einars- son, bæjarfulltrúi, skrifaði í Fréttir 10. apríl sl. en þar segir hann: „Þeg- ar skuldir bæjarins eru orðnar 1300 millj. skiptir 21 millj. til eða frá ekki öllu í því sambandi." Það er slæmt að svona skuli kom- ið, því staðan hefði átt að vera bæjarsjóði hagstæð. Full atvinna hefur verið og tekjur fólks yfir landsmeðaltali. Staðgreiðslan hefur skilað auknum tekjum. Og síðast en ekki síst hefur bærinn ekki þurft að hafa afskipti af atvinnulífinu hér á sama máta og í mörgum sveitarfé- lögum. Hér þekkjast ekki bæjar- ábyrgðir til atvinnufyrirtækja. Því hefur Alþýðubandalagið boð- að, að það vilji taka þann þátt upp með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir sveitarfélagið. Verkefiiin bíða Ástæðurnar fyrir slæmri stöðu bæjarsjóðs eru margar. Reksturinn hefur þanist út, eins og gerist alltaf þegar vinstri menn ráða. Skipulags- og eftirlitsleysi hefur einkennt flest- ar framkvæmdir. Af þeirri ástæðu hafa framkvæmdir oft á tíðum kost- að langt umfram það sem gert var ráð fyrir á fjárhagsáætlunum. Þessu þarf að breyta. Koma þarf á mun betra eftirliti og skipuleggja framkvæmdir og tímaröð þeirra betur heldur en nú er gert. Bærinn hefur verið með þijár skólabyggingar í takinu í einu. Áll- ir sjá að þetta er óhagkvæmt nema forystumenn meirihlutans. Á kjörtímabilinu verða menn að kappkosta að ljúka þessum fram- kvæmdum. Stækkun Hraunbúða, dvalarheimilis aldraðra, er hafin. Umhverfismálin munu örugglega verða ofarlega á blaði á næsta kjörtímabili og bygging full- kominnar sorpbrennslu bíður. Miðbærinn hefur drabbast niður á undanförnum árum og þarf sér- staka andlitslyftingu. Við sjálfstæð- ismenn höfum t.d. bent á þann möguleika að koma fyrir á svæðinu skemmtilegum íbúðum fyrir aldr- aða. Nóg er af verkefnum sem bíða en allar framkvæmdir á vegum bæjarins verða háðar því hvernig til tekst að laga fjárhagsstöðu bæj- arsjóðs. Takist vel til og verði au- knu aðhaldi, ásamt betra skipulagi og uppstokkun komið á mun takast að ráðast í þessar og fleiri fram- kvæmdir. Nýr Herjólftir og stórskipabryggja Samgöngumálin skipa stóran sess í huga okkar Eyjamanna. Því miður hefur það dregist allt allt of lengi að ákvörðun væri tekin um byggingu nýs Heijólfs. Það vita allir að það hefði verið hægt fyrir löngu. Það er sorgarsaga hvernig ráðamenn hafa dregið lappirnar í þessu máli. Það virðist vera alveg undarleg árátta vinstri manna að draga hlut- ina. Heimta nýja athugun, nýjar skýrslur, skipa nýja nefnd, óska eftir enn einu nefndarálitinu. Á Sigurður Jónsson meðan gerist ekki neitt og engin ákvörðun er tekin. Því miður mun enn líða. nokkur tími, þar til nýr Herjólfur kemur, en við verðum að ýta á það mál eins og frekast er kostur. Eitt af framtíðarmálum okkar er stórskipabryggja. Á næsta kjörtímabili viljum við sjálfstæðis- menn að þetta mál verði kannað og undirbúningur að því hafinn. Hér skal nefndur einn þáttur sem þetta myndi þýða fyrir okkur. Möguleikar á móttöku erlendra skemmtiferðaskipa væru fyrir hendi. Við eigum örugglega mikla möguleika í framtíðinni að auka tekjur okkar samfélags í Eyjum með móttöku ferðamanna í mun stærri stíl heldur en nú er gert. Nýjar leiðir Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum hafa boðað ýmsar nýjar leiðir til að sparnaðar fyrir bæjarsjóð. Skulu hér nokkrar nefndar. Við viljum að auka megi mjög útboð á ýmsum þáttum frá því sem nú er. Við viljum færa ýmis verkefni til íþrótta- og félagasamtaka í tóm- stundastarfi. BÖRNIN OG RÁÐUNEYTIN eftirSigríði Sigurðardóttur Frá því í júní 1986 hefur sérstök stjórn farið með málefni dagvistar barna í Reykjavík. Áður tilheyi'ði þessi málaflokkui' félagsmálaráði borgarinnar. Vegna umfangs hans og sérstöðu var ákveðið að fela sérstakri stjórn umsjón hans. Hún er skipuð 5 fulltrúum sem kjörnir eru af borgarstjórn. Innan þessa málaflokks eru fag- deild og SOS-deild (sálfræði og sér- kennsludeild) ásamt rekstrardeild- um. Það eru aðallega hinar tvær fyrst nefndu deildir sem tengjast uppeldishlutverki leikskólanna, fag- deildin með samstarfi við fóstrur, og SOS-deildin, sem stuðningur víð fóstrur og börn sem þurfa á sér aðstoð að halda. Samfella í námi Leikskólinn vinnur markvisst að því að undirbúa þau börn sem þar dvelja til þess að takast á við nám sitt í grunnskólanum. Við vitum öil að börn þurfa að öðlast ákveðna færni áður en þau fara í skóla. Þessa færni köllum við fóstrur grunn að öðru námi. I þessari færni felst einnig þekking á þeirri menn- ingu sem við lifum í, reglum hennar og venjum. Þegar líður að því að barn yfir- gefi leikskólann og fer í skóla þarf fóstran að vita hvað bíður barnsins og kennarinn þarf að þekkja bak- grunn þess. Það skiptir einnig miklu máli að fóstran og kennarinn kynni sér hvað unnið er með á hvorum stað til þess að koma í veg fyrir að barnið gangi í gegnum óþarfa endurtekningu. í hvaða ráðuneyti? Nú ber svo við að á Alþingi liggja tvö frumvörp sem bíða afgreiðslu, frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og frumvarp til laga um leikskóla. I þvi fyrra ér gert ráð fyrii’ að dagvist barna falli undir félagsmálaráðuneyti en í því er einnig tekið fram að fagleg yfir- stjórn sé í menntamálaráðuneyti. Þetta þýðir það að þeim tveimur deildum, sem hafa mest með hags- muni barnanna að gera (fagdeild og SOS-deild) er skipt á milli ráðu- neyta. Þetta fyrirkomulag er málamiðl- un sem ríkisstjórnin kom sér saman um til þess að fela ágreining sem staðið hefur um þessi frumvörp. Því miður virðist barátta viðkom- andi ráðherra fyrir því að standa í sviðsljósinu vera ofar hagsmunum barnanna. Milli fagdeildar og SOS- deildar er samvinna sem hefur hagsmuni barnanna í fyrirrúmi. Ef tvö ráðuneyti eru hins vegar að vasast í sama málaflokknum er ekki hægt að búast við árang- ursríku starfi. Uppbygging og starf í dag tilheyrir leikskólinn menntamálaráðuneytinu. Hins veg- ar er öll uppbygging og rekstur dagvistarheimilanna í höndum sveitarfélaganna sjálfra. Það er því fyrst og fremst sveitarfélaganna að sjá um alla framkvæmd og for- stöðumanna leikskólanna að sjá um allt innra starf. Dagvist barna hefur ekkert með „Leikskóli er uppeldis- og menntastoíhun og það er í samræmi við það sjónarmið sem sjálfstæðismenn í Reykjavík starfa að dagvistarmálum barna.“ tvö ráðuneyti að gera. Slíkt fyrir- komulag kemur til með að skapa sundrung í allri stjórnun sem ann- ars hefur verið til fyrirmyndar frá því stjórn Dagvistar barna hóf störf. Leikskólinn er ekki geymsla og þess vegna á ekki að líta á hann sem félagslegt neyðarúrræði. Leik- skóli er uppeldis- og menntastofnun og það er í samræmi við það sjónar- mið sem sjálfstæðismenn í Reykjavík starfa að dagvistamálum barna. Höfunilur er fóstra. Hún skipar 18. sætiá framboðslista SjálfsUeðisflokksins við borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Um siðareglur heiðursmanna eftirAlfreð Þorsteinsson Einn af frambjóðendum Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, Sveinn Andri Sveinsson, telur ástæðulaust að setja siðareglur fyrir borgarfull- trúa til að starfa eftir. Segir hann í grein í Morgunblaðinu 10. mái, að allir aðrir en framsóknarmenn starfi eftir almennum siðareglum heiðurs- rnanna. Vegna ókunnugleika frambjóðan- dans, skal hann upplýstur um hvers vegna framsóknarmenn telja nauð- synlegt að setja borgarfulltrúum siðareglur, en það er ekki að ófyrir- synju. Lóðabraskið í Lágmúla Einn af borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins fékk úthlutað skrif- stofu- og verslunarhúsnæði í Lág- múla. Skipulagi svæðisins var breytt til að umrædd úthlutun gæti átt sér stað, en þarna var skipulagt grænt svæði. Ekki var lóðin auglýst heldur út- hlutað beint til borgarfulltrúans. Ekki var umræddur borgarfulltrúi með umfangsmikinn rekstur, en áð- ur en byggingarframkvæmdir hófust upplýsti hann í blaðaviðtali við Fijálsa verzlun, að hann væri búinn að selja meginhluta reksturs fyrir- tækisins og ætlaði sér að sinna borg- armálum í ríkari mæli. Beinast lá því við að umræddri lóð yrði skilað, þar sem forsendur fyrir úthlutuninni voru brostnar. Enda rak borgarfulltrúinn fyrirtækið í gegnum símsvara um þetta leyti. Þrátt fyrir ábendingar um þetta atriði hélt umræddur borgar-fulltrúi sínu striki, og byggingarfram- kvæmdir hófust á lóðinni. Þó var Alfreð Þorsteinsson „Beinast lá því við að umræddri lóð yrði skil- að, þar sem forsendur fyrir úthlutuninni voru brostnar.“ öllum ljóst, að rekstur fyrirtækisins myndi aldrei standa undir fram- kvæmdum á 750 fm’ húsnæði sem kosta myndi um 40 millj. króna. Þetta dæmi gekk ekki upp. Tvennt kom. hins vegar til greina. Borgar- fulltrúinn hefði selt lóðina eða gert samning við byggingameistarann um að fá einhverja hlutdeild í bygg- ingunni sem greiðslu fyrir lóðina. Vilja ungir sjálfstæðismenn þetta? Hvort tveggja flokkast undir Ióða- brask. Spurning er því, hvort hinn ungi frambjóðandi Sjálfstæðis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.