Morgunblaðið - 15.05.1990, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1990
15
Þetta þarftu að vita um
ASPARTAM
Vöruheiti NutraSweet
Við viljum kanna möguleika á
að auka einkarekstur varðandi
barnaheimili.
Við viljum áfram halda á þeirri
braut að leggja klæðningu á vegi.
Við viljum draga úr öllu nefndar-
farganinu.
Við viljum kanna nýjar leiðir í
byggingu íbúða aldraðra, þ.e. að
samtök eldri borgara í samvinnu
við bæjaryfirvöld byggi íbúðir á
miðbæjarsvæðinu.
Hér er aðeins fátt eitt upptalið
sem gæti sparað í rekstrinum.
Verum bjartsýn
Þrátt fyrir að fjárhagsstaða bæj-
arins sé slæm um þessar mundir
er engin ástæða til að fyllast svart-
sýni. Ef rétt er á málum haldið er
hér aðeins um tímabundna erfið-
leika að ræða.
Með því að stokka spilin uppá
nýtt og stefna að betri vinnubrögð-
um, t.d. með auknu eftirliti og betra
skipulagi, vinna menn sig útúr
vandanum. Kjósi Vestmannaeying-
ar það og að áfram verði gott at-
vinnuástand hér þurfum við ekki
að kvíða neinu.
Vinstri flokkarnir fengu sitt
tækifæri á þessu kjörtímabili. Þeir
hafa nú sannað á eftirminnilegan
hátt, að þeir eru ekki færir um að
stjórna. Stefnuleysi, upplausn og
slæm skuldastaða er staðreynd sem
vinstri flokkarnir skilja eftir sig.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur unn-
ið mjög málefnalega á kjörtímabil-
inu og varað vinstri flokkana við
og sýnt fram á að mál kæmust í
óefni miðað við þeirra stefnu. Það
hefur nú komið rækilega í ljós.
Sjálfstæðisflokkurinn telur að
bæjarfélagið eigi mikla möguleika
þrátt fyrir þessi skammtímavanda-
mál og væntir þess að fá stuðning
Eyjamanna þann 26. maí nk. Með
jákvæðu hugarfari verður hægt að
vinna sig útúr vandanum og vinda
ofan af vitleysunni. Það gerist samt
ekki eigi vinstri flokkarnir áfram
að ráða ferðinni. Eðli flokkanna er
þannig. Vilji menn breyta til hins
betra er Sjálfstæðisflokkurinn eini
kosturinn.
Höfundur er bæjarfulltrúi í
Vestmannaeyjum.
flokksins, Sveinn Andri Sveinsson,
telji svoná lóðabrask rúmast innan
almennra siðareglna heiðursmanna.
Ef svo er, þá er það vissulega
áhyggjuefni og sýnir, að ungir sjálf-
stæðismenn telja það ekki aðeins
sjálfsagt heldur í fyllsta máta eðli-
iegt, að borgarfulltrúar maki krók-
inn, en til fróðleiks skal upplýst, að
nýlega auglýsti og seldi Reykjavík-
urborg að mörgu leyti sambærilega
lóð fyrir 14 milljónir króna.
Vonandi skilur Sveinn Andri
frambjóðandi betur nú hvers vegna
siðareglur eru nauðsynlegar, en andi
þeirra á að vera sá, að borgarfulltrú-
ar hafi almannaheill að leiðarljósi,
en ekki sérhagsmuni.
Höfundur er varaborgarfuUtrúi og
skipar 2. sæti á lista
framsóknarmanna við
borgarstjórnarkosningarnar.
Aspartam er sætuefni sem nýtur mikilla
vinsælda. Það er um 200 sinnum sætara
en sykur, gott á bragðið og næstum hita-
einingalaust. Sé aspartam notað í stað
sykurs er hægt að fækka hitaeiningum í
fjölda matvæla og drykkja til muna, í sum-
um tilvikum niður í nánast ekki neitt.
Aspartam er viðurkennt í 80 löndum víðs-
vegar um heim. Meira en 250 milljónir
manna neyta þess að staðaldri. Vaxandi
notkun aspartams hefur leitttil þess að oft
er spurt um eiginleika þess. Hér svörum
við algengustu spurningunum.
Hvernig vinnur iíkaminn úr
aspartam?
Aspartam er gert úr tvennskonar amínó-
sýrum — asparagínsýru og fenýlalanfni.
Amínósýrur þessar eru tveir af bygginga-
þáttunum í venjulegu eggjahvítuefni og
finnast (kjöti, kornmat og mjólkurvörum.
Aspartam brotnar niður í meltingunni eins
og önnur eggjahvítuefni. Við niðurbrotið
myndast örlítið magn af metanóli, en mun
minna en er frá náttúrunnar hendi í t.d.
ávöxtum og grænmeti og hefur það eng-
ar skaðlegar aukaverkanir.
Hvaða fæðutegundir innihalda
aspartam?
Aspartam er notað í fjölda fæðu- og
drykkjartegunda og er einnig framleitt til
heimilisnota. Á íslandi er aspartam í gos-
drykkjum og öðrum svaladrykkjum,
ávaxtagrautum, léttjógúrt, vítamíntöflum,
lyfjamixtúrum, kakódufti, sælgætistöflum
og tyggigúmmíi. Þar að auki fást hér
sætutöflur og strásæta.
Er aspartam hentugt við
matseld og bakstur?
Við upphitun aðskilur aspartam sig og
sætustyrkurinn minnkar. Því er það ekki
heppilegt við matseld og bakstur ef það
er hitaðof lengi.
Hversu mikils magns af
aspartami má neyta?
Sérfræðinganefnd Alþjóða heilbrigðis-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna um auk-
efni og vísindanefnd Evrópubandalags-
ins um matvæli hafa ákvarðað svokölluð
markgildi fyrir aukefni í matvælum.
Markgildið setur neyslumörk við það
magn sem einstaklingurinn getur neytt
dag hvern alla ævi án þess að nokkrar
skaðlegar aukaverkanir komi fram. Mark-
gildið fyrir aspartam er 40 mg á hvert kíló
líkamsþunga. Það er ákvarðað með mjög
rúmum öryggismörkum og því er alveg
hættulaust að neysla fari af og til fram úr
þessu magni.
Er aspartam heppiiegt fyrir þá
sem vilja grenna sig?
Já. Sætustyrkur þess er svo mikill að
magnið sem þarf til að sæta fæðuna er
Alþjóða sætuefnasambandið (Inter-
national Sweeteners Association) eru
samtök framleiðenda og stærstu-notenda
hitaeiningasnauðra sætuefna til fram-
leiðslu drykkjarvara, matvæla og sætu-
efna til heimilisnota.
óverulegt. Hitaeiningunum getur því
fækkað verulega sé aspartam notað í
stað sykurs. f 33 cl flösku af gosdrykk eru
á annað hundrað hitaeiningar, en örfáar í
sama magni af diet-gosdrykk. Sama gild-
ir ef settar eru 2 tsk sykurs í kaffið 4 sinn-
um á dag. Hitaeiningunum fækkar álíka
mikið ef sætutöflur eru notaðar f staðinn.
Hvernig var aspartam
rannsakaö? .
Áður en hitaeiningasnautt sætuefni er
viðurkennt til notkunar í matvælum verð-
ur það að gangast undir viðamiklar vís-
indalegar rannsóknir í fjölda áratil að full-
komlega sé gengið úr skugga um öryggi
þess. Fyrst þegar eftirlitsskyldir aðilar
hafa sannfærst um að sætuefnið er skað-
laust og án þekktra aukaverkana má selja
það til almennrar neyslu og til framleiðslu
matvæla.
Áður en aspartam hlaut viðurkenningu
var það prófað af virtum vísindamönnum
í meira en 100 mismunandi rannsóknum.
Á meðal þeirra voru rannsóknir á fólki
sem neytti þess og voru mun stærri
skammtar en telja má að nokkur mann-
vera inhbyrði prófaðir. Niðurstöðurnar
staðfestu öryggi aspartams til almennrar
neyslu og einnig fyrir ófrískar konur og
konur með börn á brjósti..
Geta sykursjúkir notaö
aspartam?
Já. Aspartam er mjög hentugt að nota í
stað sykurs í fæðu ætlaðri sykursjúkum.
Nánari upplýsingar fást hjá KOM hf., sími
(91) 622411.
markaðStII C - mj
Mjög gott úrval af góðum Dæmi: Bamajogginggallar.frákr. 500
fatnaði. Annað eins verð Bamapeysur........frá kr. 300
hefur ekki sést lengi. 100 Bamanáttföt.....kr. 300
krónurnar í fullu verðgildi. Barnagallabuxur.kr. 500
Opið daglega frá kl. 9 til 18. MARKAÐS-TORGIÐ,
Laugardaga frá kl. 10 til 14. Sími 13285
K.O.M. — ANNAR Óskar