Morgunblaðið - 15.05.1990, Side 17

Morgunblaðið - 15.05.1990, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1990 17 Júlíus Hafstein „Áhugi almennings á útivist fer vaxandi. Astæður þess eru marg- ar, en þar má nefna t.d. styttri vinnutíma, lengra orlof, almenna fræðslu í skólum o g í ijölmiðlum um nauðsyn á hollu líferni. Allt þetta leiðir til að kröfiir um almenn útivistarsvæði fara vaxandi og á það ekki síður við svæði innan byggðar.“ og gönguleiða um borgina og úti- vistarsvæði hennar. Nú er svo kom- ið að samfelldar gönguleiðir liggja um borgina og má þar nefna t.d. frá miðborginni og alla leið upp eftir Elliðaárdal. Þá er þess jafnan gætt að við skipulagningu og síðan uppbyggingu nýrra hverfa, svo sem Grafarvogs og Seláshverfis, hafa gönguleiðir verið lagðar. Utivistarsvæði Útivistarsvæði borgarinnar eru mörg. Reykjavíkurborg hefur gætt þess að tryggja borgarbúum að- gang að góðum útivistarsvæðum. Þar hefur verið ötuliega unnið að því að bæta aðstöðu þannig að borg- arbúar fái notið svæðanna sem best, m.a. með bílastæðum í nágrenni við svæðin og góðum stígum og göngu- leiðum. Helstu svæðin eru sem að neðan greinir og er þó fátt eitt talið. 1. Laugardalur. Laugardalurinn er verðmætasta útivistarsvæði borgarinnar innan byggðar. Kemur þar margt til svo sem staðsetning, veðursæld og fjölbreytt aðstaða. Stefnt verður að því að ljúka fram- kvæmdum að borgargarðinum í Laugardal á næsta kjörtímabilinu. 2. Nauthólsvík. Nú er unnið að framtíðarskipulagi útivistarsvæðis- ins í Nauthólsvík og í framhaldi af því eðlilegt að hefja framkvæmdir að því verki loknu. 3. Tjarnarsvæðið. Lokið verði við frágang á bökkum Tjarnarinnar og haldið áfram framkvæmdum við endurnýjun tjarnarsvæðisins. í þessum efnum þarf að endurskipu- leggja og endurnýja hljómskála- garðinn. 4. Viðey. Haldið verði áfram því ágæta starfi sem hafið er í Viðey. Ahersla verði lögð á verndun gam- alla minja og náttúrufars þ.e. lands- lags, dýralífs og gróðurs. 5. Korpúlfsstaðasvæðið. Nu er ákveðið að gera upp byggingarnar á Korpúlfsstöðum og nýta þær fyr- ir lista- og menningarmiðstöð. Úm leið verði unnið að því að hanna og byggja upp útivistarsvæðj í Korpúlfsstaðalandi, umhverfis Úlf- arsá og meðfram strandlengjunni. 6. Nesjavellir og Ölfusvatn. Með nýja veginum yfir Mosfellsheiðina opnast stórkostlegir möguleikar fyrir borgarbúa til útivistar í lönd- um borgarinnar á Nesjavöllum og Ölfusvatni. Reiknað er með því að byggja þar upp sem íjölbreytileg- asta aðstöðu til útiveru og leikja á næstu árum. 7. Elliðaárdalur. Ejtt glæsileg- asta útivistarsvæði borgarbúa er Elliðaárdalurinn. Þar eru möguleik- arnir óþijótandi allt að árósum, þar sem er smábátahöfn og upp að Ell- iðavatni en þar gefst borgarbúum mögulejki á silungsveiði gegn vægu gjaldi. í dalnum hefur verið plantað tugþúsundum plantna undanfarin ár. Fyrir áratugum var hafin rækt- un skógar í neðri hluta dalsins sem nú er orðinn sérstaklega fallegur og þar eru gönguleiðir í einstakri náttúru meðfram Elliðaánum, þar sem þær falla í strengjum og stöll- um með sitt óviðjafnanlega lífríki. Elliðaárdalurinn er perlan í náttúru og lífríki. Nú er verið að skipu- leggja frekari skógrækt og göngu- leiðir og velja dalnum þann ramma sem hann að mestu verður í um ókomin ár. Það sem hér hefur komið fram er ekki tæmandi um þessi mál, en drepið á þau stærstu sem unnið er að í dag og þau sem framundan eru. Umhverfismálin eru svo víðtæk og mikilvæg að verkefnin eru nær óþijótandi. Þrátt fyrir mörg góð verk og mikla umfjöllun um flest þeirra, þá er nauðsynlegt að efla vitund manna um verndun um- hverfis og náttúru. Heimili okkar er jörðin og einu heimkynnin sem okkur standa til boða. Sé heimilið lagt í rúst er ekki í önnur að venda. I þessum efnum verðum við að halda vöku okkar, hver einasti maður getur haft áhrif til góðs, t.d. með því að taka flag í fóstur, gróð- ursetja tré, setja ekki hættuleg efni í sorppoka eða holræsi, henda ekki rusli úti á víðavangi og þannig mætti lengi telja. Með þetta í huga að borgin gangi á undan með enn betra fordæmi flutti ég tillögu í borgarstjórn þann 3. maí sl. þess efnis að Reykjavíkur- borg veiti ijármunum til fræðslu og kynningar á umhverfismálum almennt og hvetji þannig borgarbúa til nýrrar sóknar á þessum vett- vangi sem varðar okkur öll, þ.e. að rækta það sem spillst hefur, hreinsa þar sem mengun er og gera þar með góða borg að enn betri borg. Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisílokkinn ogerm.a. formaður Umhverfísmálaráðs. ÞÚ ERT ÖRUGG í RODIER SKRIFSTOFUSYN SKRIFSTOFA FRAMTlÐARINNAR RÁÐSTEFXA haldin í ráðstefnusal Verslunarskóla íslands að Ofanleiti 1, Reykjavík, þriðjudaginn 15. maí 1990, kl. 13:30-16:45. DAGSKRÁ • Inngangur. Gunnar M. Hansson, forstjórí IBM á Islandi. • Tölvuvæðing skrifstofunnar hjá IBM á íslandi. Kristinn Kjartansson, IBM á íslandi. ® Why Office? (Hvers vegna skrifstofukerfi?). Beiron Brottsjoe, sérfræðingur IBM UK. ® Kaffihlé. ® Skrifstofusýn - Yfirlit. Þórhallur Maack, kerfisfræðingur IBM. • Islenskar þýðingar skrifstofukerfa. Helga Jónsdóttir, deildarstjóri Þýðingastöðvar Orðabókar ‘ Háskólans. • Notkun skrifstofukerfa. Snorri Jónsson, skrifstofustjóri, Samband ísl. samvinnufélaga, Guðrún Anna Antonsdóttir, ritari, Landsbankanum, Runólfur Birgir Leifsson, deildarstjóri, Menntamálaráðuneytinu. • Skrifstofa framtíðarinnar - NÚNA. Guðmundur Hannesson, IBM. KYNMNGAR í þjónustuveri IBM að Skaftahlíð 24, jarðhæð, miðvikud. 16., fimmtud. 17. og föstud. 18. maí. Kynnt verður og sýnd notkun á skrifstofukerfum, dagþók, tölvupósti, skilaboðum, ritvinnslu á einmenningstölvu og aðaltölvu. Rádsteínan og kynningarnar eru einkum ætlaðar stjórnendum og öðrum þeim aðiium sem viija hafa frumkvæðið að markvissari boðskiptum og agaðri vinnubrögðum á skrifstofunni. Pátttaka tilkynnist í síma 687373 eða 697700. FYRST OG FREMST SKAFTAHLÍÐ 24 105 REYKJAVlK SÍMI 697700 KRINGLUNNI 4 SÍMI 678055

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.