Morgunblaðið - 15.05.1990, Síða 20

Morgunblaðið - 15.05.1990, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1990 Af bæjarmálum í Kópavogi eftir Þórönnu Pálsdóttur Nú höfum við kvennalistakonur í Kópavogi ákveðið a bjóða fram í komandi bæjarstjórnarkosningum. Eftir umræður undanfamar vikur og mánuði þótti okkur sýnt að nauðsynlegt væri að láta rödd kvenna heyrast í bæjarstjórn. Á síðastliðnu kjörtímabili voru aðeins þrír af ellefu bæjarfulltrúum konur. Ef allir héldu því eftir kosn- ingar sem þeir hafa í dag mundi konum reyndar fjölga í fjórar en fáir gera ráð fyrir því. Eina skoð- anakönnunin sem birst hefur á prenti, þegar þetta er skrifað, sýn- ir að núverandi meirihluti er fallinn og aðeins þijár konur verða í bæjar- stjórn næsta kjörtímabil. Þetta var áður en Samtök um kvennalista ákváðu að bjóða fram. Það verður sem sagt engin breyting á því að konur verða áfram varabæjarfull- trúar. Kona er ekki í efsta sæti hjá neinum hinna flokkanna og aðeins ein kona talin í öruggu sæti. Það er ekki nema von að raddir kvenna heyrist ekki í bæjarstjórn þegar málum er svona komið. Það hafa verið í bæjarstjórn duglegar og kraftmiklar konur en ekki nógu margar til að hafa áhrif í karlaveld- inu sem við þeim blasir._ Þó em einhverjar blikur á lofti. í 5. tbl., 29. árg., Framsýnar er viðtal við konu í 5. sæti á lista Framsóknar- flokksins. í því viðtali talar hennar innri rödd og er ánægjulegt að finna og sjá að hugmyndir þær sem Kvennalistinn hefur verið að reyna að koma á framfæri í hart nær átta ár eru farnar að skjóta rótum víðar. Það er ánægjulegt að vita til þess að um stefnubreytingu er að ræða og hlökkum við til sam- starfs á þessum forsendum. Von- andi fikra þessar hugmyndir sig upp eftir öðrum listum og verða allsráðandi að lokum. Okkur kvennalistakonum þótti það ábyrgðarleysi eftir að hafa kynnt okkur málefni bæjarins að bjóða ekki Kópavogsbúum þann kost að kjósa Kvennalistann í vor. í bænum þarf að taka mörg mál föstum tök- um og víða þarf að taka til hend- inni. Atvinnumál Við leggjum mikla áherslu á að hugsað sér fyrir fleiri og fjölbreytt- ari atvinnutækifærum og þá sér- staklega fyrir konur. Það er mjög einhæft atvinnulíf í bænum. Við höfum misst af lestinni í bili varð- andi verslun og þjónustu og eigum lítið sem ekkert bæjarlíf og bæjar- menningu annað en íþróttamál. Þessu þarf að breyta. Við munum leggja áherslu á að smáfyrirtækj- um sem stunda framleiðslu og þjón- ustu verði veitt aðstaða í bænum. Það eru til margar góðar hugmynd- ir um hvernig að þessu má standa. Við leggjum áherslu á að auka ferðamannaþjónustu og iðnað. Þar eigum við ekki við fjögurra stjörnu hótel því nóg er til af þeim í ná- grannasveitarfélaginu. Við viljum sinna þeim sem koma hingað til landsins til að njóta kyrrðar og betra lofts og vilja ferðast á fremur ódýran hátt. Það þarf að efla bæjarlífið. Eng- inn bær þrífst án miðbæjar og verð- ur að gera átak í að efla miðbæinn þannig að Kópavogsbúar geti í meira mæli sótt þangað með erindi sín. Við höfum stór hverfi sem ætluð eru fyrir atvinnurekstur en einhvern veginn hafa þau ekki náð sér á strik líklega vegna skipulags- leysis og einhæfingar. Þetta þarf að laga og þyrfti ekki að kosta mikið. Valddreifing Við kvennalistakonur höfum allt- af lagt mikla áherslu á valddreif- ingu. Þess eru mýmörg dæmi að mikilvægar ákvarðanir eru teknar án þess að á undan fari umræða um málið á meðal fólksins. Hér í bæ er nýjasta dæmið hvernig stað- ið var að samningum um títtnefnda íþróttahöll. Án þess að fara út í miklar vangaveltur um kosti henn- ar og lesti langar mig að lýsa þeirri skoðun minni hér að þarna hafi verið um fádæma misbeitingu á valdi að ræða og hroka gagnvart bæjarbúum. Það var ekki fyrr en á lokastigi málsins að það var gert opinbert fyrir bæjarbúum og þeim leyft að vera með í umræðunni. Hrokinn og valdníðslan sýnir sig best þegar núverandi meirihluti gengst inn á svo miklar fjárhags- legar skuldbindingar í lok kjörtíma- bilsins og eru þar með búnir að binda stóran hluta af því fjármagni sem fyrir hendi er næsta kjörtíma- bil. Þetta eru vinnubrögð sem við kvennalistakonur viljum ekki og styður enn betur þá hugmynd að meiri valddreifingar sé þörf. Við leggjum til að í öllum hverfum verði stofnuð hverfasamtök og að þau eigi greiðan aðgang að stjómkerfi bæjarins. Það er nauðsyn að hlust- að sé á alla íbúa bæjarins en ekki fáa útvalda og sterka hagsmunaað- ila. Skipulagsmál Við höfum tröllatrú á konum sem skipuleggjendum. Konur með sína menningu og bakgrunn búa yfir mikilli reynslu og þekkingu sem er nánast sú eina auðlind sem nú- verandi valda- og stjómunarkerfi á ósnerta. Konur hafa í gegnum ald- imar þurft að sjá til þess að það fyrirtæki, sem að þeim snýr, hafi í sig og á og tekist það með ágæt- Þóranna Pálsdóttir „Okkur kvennalista- konum þótti það ábyrgðarleysi eftir að hafa kynnt okkur mál- efiii bæjarins að bjóða ekki Kópavogsbúum þann kost að kjósa Kvennalistann í vor. í bænum þarf að taka mörg mál fostum tökum og víða þarf að taka til hendinni.“ um. Þó þetta fyrirtæki sé stundum smátt krefst það mikillar framt- íðarsýnar og hagsýni. Þar hefur Havel og heilbrigðis- þjónustan í Reylgavík eftir IngólfSveinsson í leikritinu Endurbygging eftir Václav Havel, áður fanga og nú forseta í Tékkóslóvakíu, lýsir hann því, að hópur arkitekta hefur feng- ið það verkefni að endurskipuleggja þorp eftir línum kommúnismans í einu af miðstýringarríkjum Austur-Evrópu. Þeir sem ætla að skipuleggja upp á nýtt hvernig fólk- ið skuli lifa í þessu þorpi hlusta lítt á íbúa þorpsins. Boðin koma að ofan og þorpsbúar með aðrar skoð- anir em settir í svartholið og látnir dúsa þar. Fulltrúar miðstýringarinnar hafa völdin. „Sjálfumglöð fullvissa" þeirra um hvað öðrum er fyrir bestu — svo notað sé málfar Havels — er í senn aðdáunarverð og hrikaleg heimska. Valdið þarf ekki vit. Því hverfur allt vit. Sem ég horfði á þessi ósköp frá landinu handan járntjaldsins blasti við mér hin íslenska endurskipu- lagning heilbrigðisþjónustunnar, einkum hér í Reykjavík. Heilbrigðis- ráðuneytið, sem varla var til fyrir 20 árum, hefur risið til þeirrar veg- semdar að vera ekki aðeins yfír- stjóm heilbrigðismála heldur skipu- leggjandi og rekstraraðili þeirra í smáu og stóru — sannkölluð ríkisút- gerð heilbrigðismála. Ríkiseinokunin skammtar sjúkrahúsum fé, sveltir þau árið út, hún hefur náð tökum á trygging- arfé landsmanna og niðurgreiðir þjónustu eftir smekk. Þjónustugjöld eru hvergi í samræmi við raunveru- legt verð og verðskyn er eftir því. Fáir vita rétt sinn. Öllum er sagt að þeir „fái bestu þjónustu sem völ er á“, þótt þeir bíði við dyr lamaðra stofnana. Þjónustustefiia eða ofskipulag Uppbygging heilsugæslustöðva á landsbyggðinni var söguleg nauð- syn fyrir tveim áratugum. I dreifð- um ’byggðum var tækrrisleysið ein- helsta ógn fólksins. Uppbygging heilsugæslunnar tókst sæmilega, þrátt fyrir dálítið bruðl og klaufa- skajj eins og gengur. Á meðan sinntu Reykvíkingar þörfum sínum á eigin spýtur að mestu. Hér er rík hefð að ýmsu leyti og aðstæður ólíkar lands- byggðinni. í viðbót við nokkrar heil- sugæslustöðvar er hér nú ágæt einkarekin heimilislæknaþjónusta sem viðkomandi læknar hafa að mestu byggt upp sjálfir. Er hún notuð af 55% borgarbúa. Þá kjósa margir þjónustu sérfræðinga frem- ur en heimilislækna í ýmsum mál- um, enda vanir henni. Hér í Reykjavík hefur heilsugæslustefn- an breyst úr þjónustustefnu yfir í miðstýringar og valdastefnu. Nú þarf að ríkisvæða Reykjavík líka og til að tryggja einlitt kerfí á að nota sömu formúlu og á lands- byggðinni. Stefnan er kynnt sem spamaðar- eða efnahagsstefna. Er það öfugmæli. Þjónusta bæði sér- fræðinga og sjálfstætt starfandi heimilislækna er hagkvæmari en þjónusta heilsugæslustöðva. Niðurrifsstarfsemi ríkisins í áróðri sínum hefur ráðuneytið reynt að ófrægja starfsemi einka- rekinnar læknisþjónustu sérfræð- inga og heimilislækna og í fram- kvæmdinni er mikil áhersla lögð á að útrýma þessum aðilum til að rýma fyrir „kerfinu góða“. í frægu miðstýringarfmmvarpi, sem heilbrigðisráðherra lagði fram fyrir jól, var gert- ráð fyrir að öll þjónusta innan og utan sjúkrahúsa lyti stjórn ríkisins. Þetta fáránlega frumvarp fékk viðeigandi viðtökur heilbrigðisstétta, borgarstjórnar og ekki síst borgarstjóra. Þegar frum- varpið var loks samþykkt, í flaumi vorleysinga á Alþingi, höfðu flestar vitleysumar lagast vemlega. Tvennt stingur þó í augu. Reykjavík skal skipt í 4 heilsu- ’gæslnnmdæmk'eemdíkja mættævið* sauðfjárveikihólf og er fjöldi heilsu- gæslustöðva í hveiju hólfi ákveðinn í lögunum. Þar er ekkert tekið tillit til þeirrar þjónustu sem fyrir er. Sem dæmi má nefna að gert er ráð fyrir stöð í Voga- og Heimahverfi. Á því svæði er læknastöðin í Glæsibæ. Ekkert virðist eðlilegra en að sú vel búna læknastöð geti annast rekstur heilsugæslu, sem væri íbúum að skapi og líklega án þess að reisa þyrfti stórhýsi. Hitt atriðið em áætlanir um að leggja niður starfsemi hinnar virku og vinsælu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Stofnun sú er þróuð og sérhæfð í mæðravernd, ung- barnavernd, mikilvæg miðstöð í heimahjúkrun, skólahjúkmn, kyn- sjúkdómavömum, kynfræðslu, at- vinnusjúkdómum o.fl. Þar er eina berklavarnastöð landsins. Á mæðravemdarstöðina eina koma 50-80 konur hvem dag. Kon- ur kjósa þessa þjónustu umfram ýmsa aðra sem í boði er. í máli heilbrigðisráðherra kemur fram að hann telur sjálfsagt að dreifa mæðra- og ungbarnaeftirliti til væntanlegra heilsugæslustöðva út um borgina. Heilbrigðisráðherra kann að þekkja til kaupfélagaeinok- unar í landsbyggðarverslun. En hann þarf ekki að upplýsa Reyk- víkinga um það hvað þeir vilja í heilbrigðisþjónustu. Hver á að meta gæði heilbrigðisþjónustu? Svar: Fólkið sjálft. Það er liðin tíð að sauðsvartur almúginn viti ekki hvað honum er fyrir bestu. Bestu fræðimenn lækna, ekki síst í heimilislækningum, segja að vísindalegasti og besti mælikvarði á gæði heilbrigðisþjónustu sé mat sjúklinganna sjálfra. Það eru ekki læknar, enn síður stjórnmálamenn og allra síst æviráðnir embættis- menn, sem eiga að ákveða eða tak- marka framboð á heilbrigðisþjón- ■ > 0fitu.-**ValfreÍ8Íð, <öðru fremur, Ingólfúr Sveinsson „Reykjavík er borg þar sem frjálslyndir menn ráða og leyfa gömlu og nýju að njóta sín hlið við hlið. Látum ekkert skemma af því sem vel hefur verið byggt og mótað hér í Reykjavík. Reykvíkingar eiga sína heilsuverndarstöð sjálf- ir að mestu leyti.“ tryggir gæðin best þarna sem ann- ars staðar. Heilbrigðisþjónusta hef- ur sama eðli og öll önnur þjónusta. Valfrelsi er kjörorðið Einstaklingsfrelsi er jafnrétti í reynd. Þetta kjörorð sjálfstæðis- manna er fullyrðing um eins konar náttúrufræðilegt lögmál. Valfrelsi er mikilvægara flestu öðru. Upplýstur sjúklingur mun ailtaf leita sér heilbrigðisþjónustu þar sem hann treystir henni best, án veru- legs tillits til kostnaðar. Og við er- om upplýst þjóð.,.... Ef ég eða þú verðum veik leitum við að bestu læknum sem við þekkj- um. Við förum út fyrir öll skömmt- unarkerfi og kaupum okkur líf og heilsu ef við getum. Því skyldum við láta skammta okkur heilbrigðis- þjónustu eins og við værum búfé, þegar við viljum yfírleitt hafa val- frelsi að öðru leyti? Það getur ekki verið annað en tímaspursmál hvenær við leggjum af miðstýringu ríkisins í heilbrigðis- málum. Það er siðleysi að láta kúga sig sé annars kostur. Það er sið- leysi að láta hjálparvana, örvasa ríki misnota heilbrigðistryggingar okkar og annast rekstur sjúkrahúsa á þann veg að sjúkrarúm standa auð meðan eldra fólkið, sem alltaf greiddi sjúkrasamlagsgjaldið sitt og síðan alla skatta í ríkishítina, bíður fyrir utan. Einn allra stjómmálaflokka hefur Sjálfstæðisflokkurinn þá stefnu að taka að nýju upp heilbrigðistrygg- ingu einstaklinga. Þar með hefðum við valfrelsi, fjárhagslegt vægi sem neytendur, stofnanir gætu unnið fyrir sér án kúgunar og ríkið gæti farið í frí. Reykjavík er borg þar sem fijáls- lyndir menn ráða og leyfa gömlu og nýju að njóta sín hlið við hlið. Látum ekkert skemma af því sem vel hefur verið byggt og mótað hér í Reykjavík. Reykvíkingar eiga sína heilsuverndarstöð sjálfir að mestu leyti. Ríkið skuldar nú borginni um tvo milljarða, en geti fjárvana ríkið reist eina myndarlega heilsugæslu- stöð í Grafarvogi á næstunni gæti það verið þarft verk. Við þurfum hins vegar hvorki aðstoð ríkisins við niðurrif né „endurbyggingu" með aðferðum miðstýringar. Havel hefur sýnt okkur með verkum sínum og lífi að til þess áð stöðva siðleysi og heimsku miðstýr- ingar þarf fyrst og fremst sjálfs- virðingu. Þann styrk eiga Reyk- víkingar. Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur reynst ein öflugasta vörnin gegn yfirgangi ríkisins í þessu landi. Vonandi snýst sú vörn sem fyrst í sameiginlega sókn Reykvíkinga og annarra landsmanna sem unna ein- staklingsfrelsi og vilja bera ábyrgð á eigin lífí. HöRindur er lœknir í Reykjavík. Hann skipar 20. sætí á lista sjiílíslæiljsmanva íReykjavUi.,• ..

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.