Morgunblaðið - 15.05.1990, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1990
23
Starfsfólk Grundarkj örsverslananna:
Eiga inni laun og orlof
hjá þremur eigendum
Verslunarmannafélögin kanna réttarstöðu fólksins
VERSLUNARMANNAFÉLÖGIN á höfuðborgarsvæðinu eru þessa
dagana að kanna réttarstöðu starfsfólks Grundarkjörs hf. Nokkuð á
annað hundrað manns vann hjá fyrirtækinu og á föstudagskvöldið
komu 70 þeirra á fund sem Verslunarmannafélag Reykjavíkur, Versl-
unarmannafélag Hafnarfjarðar og Alþýðusamband íslands efndu til
um málið. Tíð eigendaskipti hafa orðið á undanförnum árum að
sumum þeirra verslana sem Grundarkjör rak, meðal annars vegna
gjaldþrots eigendanna og eiga sumir gtarfsmennirnir inni laun hjá
fyrri eigendum og orlofslaun hjá þremur kaupmönnum eða þrotabú-
um.
Guðmundur B. Ólafsson, lög-
fræðingur VR, segir að á fundinn
á föstudag hafi komið fólk úr öllum
verslunum Grundarkjörs, þó flestir
hefðu verið úr versluninni í
Garðabæ. Þó þrjár verslanir hafi
komist strax aftur í rekstur hefðu
ekki allir fengið endurráðningu og
óvissa væri um ýmis atriði. Mikli-
garður hefur yfirtekið verslunina í
Garðabæ og boðið mörgum sem
unnu hjá Grundarkjöri þar vinnu
áfram. Verslunin opnar á morgun
og hluti starfsfólksins var tekið til
starfa þar í gær en ekki var búið
að ganga frá ráðningarsamningum.
Mikligarður hefur lýst því yfir að
hann sé ekki bundinn af þeim laun-
um sem fólkið hafði hjá Grundar-
kjöri, en það gæti þýtt launalækkun
hjá einhveijum, þó þeir gætu haldið
öðrum réttindum. Guðmundur Ól-
afsson sagði að í kjarasamningum
væru ákvæði um að við eigenda-
skipti breyttust ekki ráðningar-
samningar og væru stéttarfélögin
nú að fara yfir þessi mál. Hann
sagði hugsanlegt að starfsfólkið
ætti kröfu á hendur fyrri eigenda
vegna launalækkunarinnar.
Starfsfólk Grundarkjörs hf. átti
almennt ekki inni laun nema frá
25. apríl til 1. maí og síðan samn-
Ófrágengin lóð við
Byggðarenda
Margrét Arnadóttir, Byggðar-
enda 22, spyr:
„Fyrir neðan lóðina við
Byggðarenda er landrými upp
að Fákshúsunum. Svæði þetta
hefur verið ófrágengið frá því
ég flutti hingað fyrir 20 árum.
Þarna hafa líka staðið yfir fram-
kvæmdir við hitaveitustokk og
hefúr af þeim sökum verið þarna
mikil umferð stórra bíla. Ég
hringdi í fyrra og kvartaði undan
þessu en var vísað á milli manna.
Það myndi bjarga málinu ef að-
eins væri sáð í þetta svæði og
gerður göngustígur því illgresið
sem þarna vex teygir sig inn á
lóðir í næsta nágrenni."
Svar:
Umræddu svæði hefur verið
margbylt að undanförnu vegna
lagna jarðsíma, vatns- og hitaveitu.
Nú er þeim framkvæmdum lokið
og verður svæðið jafnað og sáð í
það í sumar.
ingsbundinn uppsagnarfrest hafi
það ekki fengið vinnu. Þá á það
inni orlof. Ekki er vitað hvort
Grundarkjör getur gert upp þessi
laun og orlof, ef það verður lýst
gjaldþrota á fólkið að fá þessa pen-
inga út' ríkissjóði vegna ríkis-
ábyrgðar á launum og orlofsfé.
Guðmundur sagði að sú meðferð
gæti hins vegar tekið langað tíma.
Guðmundur sagði að staðan hjá
starfsfólki Grundarkjörsverslan-
anna væri erfið, ekki síst hjá þeim
sem ættu inni laun hjá fyrri eigend-
um.
Bjarni Gunnarsson, sem vann í
verslun Grundarkjörs í Garðabæ,
sagði að mál starfsfólksins væru í
biðstöðu en vonaðist til þau skýrð-
ust á næstu dögum. Félögin væru
að vinna í málunum. Hann sagði
Með framhaldsskóla í Skógum
er verið að skapa Rangæingum og
V-Skaftfellingum tækifæri til að
stunda hluta af framhaldsnámi í
heimabyggð, enda verða nemendur
af þessu svæði látnir ganga fyrir
um skólavist.
í Framhaldsskólanum í Skógum
verður boðið upp á tveggja ára
framhaldsnám eftir áfangakerfi en
miðað er við að nemendur haldi
síðan áfram námi við F.Su. eða ein-
hvern annan fjölbrautaskóla. Meg-
ináhersla verður lögð á grunn-
áfanga í kjarnagreinunum, áfanga
sem allir framhaldsskólanemendur
verða að taka án tillits til þess hvaða
braut þeir velja. Fjöldi valgreina
kemur eðlilega til með að ráðast
af aðsókn að skólanum, en ljóst er
að áfangar í þjóðháttafræði verða
í boði í tengslum við Byggðasafnið
í Skógum.
í skólanum er rúm fyrir um 60
nemendur á heimavist í eins til
að kjarni starfsfólksins í Garðabæ
hefði unnið í versluninni frá því
Kjötmiðstöðin hf. rak verslunina og
hefði unnið hjá tveimur eigendum
síðan. Kjötmiðstöðin varð gjald-
þrota í nóvember 1988. Síðar rak
Friðrik Gíslason verslunina um tíma
og loks Grundarkjör. Sagði hann
að fólkið ætti inni hjá öllum þessum
fyrirtækjum og ætti til dæmis óupp-
gert orlof hjá þeim öllum. Bjarka
hefur verið boðin vinna hjá Mikla-
garði eins og fleiri starfsmönnum
verslunarinnar og var hann að vinna
þar í gær, en ekki var búið að ganga
frá_ ráðningarsamningum.
í gær voru verslanir Grundar-
kjörs við Reykjavíkurveg í Hafnar-
firði og Stakkahlíð í Reykjavík lok-
aðar. Viðræður hafa verið um opn-
un verslunarinnat' í Hafnarfirði en
ekkert útlit fyrir að verslunin í
Stakkahlíð yrði opnuð í bráð. Tíð
eigendaskipti hafa orðið að verslun-
inni við Reykjavíkurveg á undanf-
örnum árum, eða frá því Kostakaup
hf. varð gjaldþrota haustið 1988. í
vetur voru til dæmis þrír rekstra-
raðilar í gjaldþrotameðferð af að
minnsta kosti sex sem rekið höfðu
fyrirtækið frá miðju ári 1988.
tveggja" manna herbergjum. Nem-
endur greiða ekki húsaleigu, ein-
ungis innritunargjald sem verður
það sama og í Fjölbrautaskóla Suð-
urlands á Selfossi. Kennsluvikan
verður 5 dagar eins og í öðrum
framhaidsskólum og geta nemend-
ur farið heim til sín um hveija
helgi. í mötuneyti skólans verður
fæði selt á kostnaðarverði.
Stjórn Skógaskóla, Fjölbrauta-
skóla Suðurlands og Menntamála-
ráðuneytið hafa í sameiningu unnið
að því að koma á þessari breytingu
á skólahaldi í Skógum. Skólinn mun
starfa skólaárið 1990-1991 í nánum
tengslum við Fjölbrautaskóla Suð-
urlands og eftir námsvísi hans, sam-
kvæmt samningi sem skólarnir
munu gera með sér. Mun Fjöl-
brautaskólinn m.a. sjá um val
námsefnis, gerð kennsluáætlana og
prófa og hafa yfirumsjón með
námsmati.
- Fréttaritari
Framhaldsskóli
verður í Skósmm
Holti. —*
Menntamálaráðuneytið hefúr ákveðið, samkvæmt ósk skólanefnda
Skógaskóla og Fjölbrautaskóla Suðuríands, að Héraðsskólanum í
Skógum verði breytt í framhaldsskóla sem starfi í mjög nánu sam-
starfi við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þetta hefúr verið kynnt nem-
endum í 9. bekkjum grunnskóla í Vestur-Skaflafellssýslu og Rangár-
vallasýslu og eins hafa kennarastöður við hinn nýja skóla verið aug-
lýstar.
Gangstéttir í Vesturási
Jakobína Ingibergsdóttir,
Vesturási 19, spyr:
„Stendur til að ganga frá opn-
um svæðum í Vesturási og Ijúka
við gerð gangstétta? Gatan er
orðið þó nokkuð gömul þannig
að íbúum við götuna þykir tíma-
bært að gengið verði frá þessum
málum. Ibúar götunnar lögðu
fram tillögu í fyrra til borgar-
sljórnar um gróðursetningu á
trjáplöntum sunnan við raðhúsin
í Vesturási".
Svar:
Búið er að steypa verulegan hluta
gangstétta við Vesturás. Gert er ráð
fyrir að halda verkinu áfram sam-
hliða því sem húseigendur ganga
frá lóðum sínum. Frágangur grænu
svæðanna fylgir svo á eftir.
Baraaball-
ett á Lista-
hátíð
ÍSLENSKI dansflokkurinn frum-
sýnir nýjan barna- og fjölskyldu-
ballett á Listahátíð í vor sem
heitir Palli & Palli.
Ballettin er byggður á sögunni
„Palli var einn í heiminum". Dans-
höfundur er Sylvia von Kospoth,
en hún er Hollendingur og hefur
sfarfað hér á landi í vetur. Leik-
myndina gerir Hlín Gunnarsdóttir
og tónlistin _er eftir Tsjajkovskíj.
Landsbanki íslands styrkir þessa
uppfærslu dansflokksins. Frumsýn-
ing er áætluð 14. júní í íslensku
óperunni.
Sylvia von Kospoth æfir Östu
Henriksdóttur í verkinu Palli &
Palli. —-
Námskeið
Innritun hafin á sumarnámskeið í förðun
Oll undirstöðuatriði dag- og kvöldförðunar eru
kennd á eins kvölds námskeiðum.
Aðeins 10 eru saman í hóp og fær hver þátttakandi
persónulega tilsögn.
Innritun og nánari upplýsingar
í síma 1 9660 eftir kl. 1 0.00
Kennari:
Kristín Stefánsdóttir,
snyrti- og förðunarfræóingur
NO NAME
COSMETICS ——
TILVALINN FYRIR
SUMARBÚSTAÐI
FYRIRTÆKI
SMÆRRIHEIMILI
philips Whirlpool
KÆLISKAP
Hann er 140 lítra, með klakakubbafrysti
og hálfsjálfvirkum afþýðingarbúnaði.
Hann er með mjög öfluga en hljóðláta
kælipressu og segullokun í
hurð. Ofan á honum er síð-
an vinnuborð með sérstak
lega hertu efni.
Stærð:
h: 45.5, b: 85, d: 60 cm.
ÞU GETUR
TREYST PHILIPS
HeimilistæKi hf
SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI69 15 20
' SOMCtfUýUJtO
(Fréttatilkynning')