Morgunblaðið - 15.05.1990, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990
Umhverfísráðstefiian í Björgvin:
Hafiia bindandi
aðgerðum gegn
mengun loftsins
HVATT var til þess að samþykkt yrðu bindandi ákvæði um minnkun
koltvíildis í andrúmsloftinu á umhverfisráðstefnunni í Björgvin í gær.
Nokkrir fulltrúar, einkum talsmaður Evrópubandalagsins, deildu hart
á Breta og Bandaríkjamenn fyrir að leggjast gegn því að samþykkt
yrðu bindandi ákvæði í yfirlýsingu ráðherra frá 34 þátttökuþjóðum þar
sem kveðið yrði á um að minnka loftmengun í áfongum.
Hópar umhverf-
issinna og annarra
samtaka, sem eiga
fulltrúa á ráðstefn-
unni, settu fram þá
tillögu að ríkin
skuldbyndu sig til
að minnka koltvíld-
ismengun um 20%
fram til ársins 2005, Bandaríkja-
stjórn vill fresta ákvörðun þar til
lokið verði umfangsmikilli rannsókn-
um á mögulegum áhrifum loftmeng-
unar á hitastig jarðarinnar. Talið er
að Bretar, Kanadamenn og Sovét-
menn muni styðja þá skoðun Banda-
ríkjamanna að ekki eigi að taka bind-
andi ákvarðanir í málinu.
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra ávarpaði ráðstefnuna í
gær. Hann tók undir gagnrýnina á
Bandaríkjamenn og Breta; sagðist
þess fullviss að þessar þjóðir gætu
fylgt í fótspor Vestur-Þjóðveija og
fallist á hugmyndina um 20% minnk-
un koltvíildismengunar. Hann lýsti
breyttu viðhorfi íslendinga, þótt þeir
teldu sig búa við hreint loft, vatn bg
haf þá væri okkur ljóst að við mynd-
um ekki njóta þess lengi ef svo héldi
sem horfði annars staðar í heiminum.
Þess vegna hefði verið stofnað hér
sérstakt umhverfisráðuneyti og við
tækjum virkan þátt í alþjóðlegu sam-
starfi á þessu sviði. Steingrímur lýsti
vonbrigðum með drög að regiugerð,
sem Iögð var fyrir ráðherrana. Hann
taldi að þar væri að vísu ýmis mikil-
væg stefnumið en allt of mikið skorti
á að að teknar væru ákvarðanir um
aðgerðir. Hann tók þar sérstaklega
dæmi um koltvíildið og ákvæði gegn
mengun hafsins. Hann sagði ákvæð-
in um sjávarmengun mjög fátækleg
og samt hefði kostað mikinn slag
Fáib sendan Islensken myndalisla í póetí
Kri^t ján»on hF
FAXAFENI 9 S. 91 - 67 88 00
að koma þeim inn. Steingrímur
spurði hvort einhvetjir teldu virkilega
enn að hafið tæki endalaust við,
væri eins og botnlaus tunna. Hann
sagði að banna ætti alla losun hættu-
legra efna í hafið og lagði áherslu á
að banna ætti framleiðslu á hættu-
legustu efnunum. Lx)ks ítrekaði for-
sætisráðherra tillögu íslendinga frá
allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna
um að gerður yrði alþjóðlegur sátt-
máli í umhverfismálum.
Spjöll á grafreit gyðinga iísrael
Reuter
Skemmdarverkamenn máluðu vígorð gegn gyðingum
á 250 legsteina í borginni Haifa í ísrael aðfaranótt
sunnudags. Nokkrum dögum áður höfðu villimann-
leg helgispjöll verið unnin á einum helsta grafreit
gyðinga í Frakklandi. Á myndinni fer gyðingur með
bæn við einn af legsteinunum í Haifa, en á honum
stendur á hebresku: „Saddam Hussein [forseti ír-
aks], brenndu gyðinga!“ Ekki er vitað hveijir frömdu
verknaðinn og leiðtogar múslíma í borginni for-
dæmdu hann.
SUNBEAM GRILL
MEÐ FJÖLMÖRGUM FYLGIHLUTUM
í HÆSTA GÆDAFL0KKI
Sportgasgrilllö
Kosningar í tveimur ríkjum Vestur-Þýskalands:
Jafiiaðarmenn ná meiri-
hluta í Sambandsráðinu
Geta tafíð afgreiðslu mikilvægra stjórnarfrumvarpa og jafiivel fellt þau
Bonn. Reuter, dpa.
KRISTILEGIR demókratar (CDU), flokkur Helmuts Kohls, kanslara
Vestur-Þýskalands, biðu ósigur í þingkosningum í ríkjunum Neðra-
Saxlandi og Nordrhein-Westfalen, sem fram fóru á sunnudag. Kohl
hefur beitt sér mjög fyrir sameiningu þýsku ríkjanna og voru tals-
menn allra flokka sammála um að það mál hefði ráðið úrslitum í
kosningunum. Jafhaðarmenn verða í meirihluta í Sambandsráðinu í
Bonn, Bundesrat, eftir þessar kosningar og geta því tafið afgreiðslu
stjórnarfrumvarpa um málið.
Þetta eru fyrstu mikilvægu kosn-
ingarnar í Vestur-Þýskalandi frá
því landamæri þýsku ríkjanna voru
opnuð í nóvember og kristilegir
demókratar unnu stórsigra í kosn-
ingum í Austur-Þýskalandi, þar
sem sameiningarmálið var einnig í
brennidepli. Jafnaðarmenn felldu
stjórn undir forystu kristilegra
demókrata í Neðra-Saxlandi og
héldu meirihluta sínum í Nordr-
hein-Westfalen. Þeir tryggðu sér
einnig meirihiuta í Sambandsráðinu
í Bonn, Bundesrat, sem getur tafið
afgreiðslu mikilvægra stjórnar-
frumvarpa eða jafnvel fellt þau.
Jafnaðarmenn fengu 44,2% at-
kvæða í Neðra-Saxlandi, aðeins 0,1
prósentustigi méira en í síðustu
kosningum árið 1986. Leiðtogi jafn-
aðarmanna í ríkinu, Gerhard
Schröder, sagði að flokkurinn
myndi annaðhvort ganga til sam-
starfs við græningja, sem fengu
5,7% atkvæða (höfðu 7,1%) eða
ftjálsa demókrata (FDP), sem héldu
6% fylgi. Fijálsir demókratar hafa
hingað til haft samstarf við kristi-
lega demókrata í ríkinu, en þeir
síðarnefndu fengu 42% atkvæða í
kosningunum (höfðu 44,3%).
Jafnaðarmenn fengu 50% at-
kvæða í Nordrhein-Westfalen,
tveimur prósentustigum minna en
í síðustu kosningum árið 1985.
Kristilegir demókratar fengu
36,7%, aðeins 0,2 prósentustigum
meira en í síðustu kosningum.
Fijálsir demókratar töpuðu 0,2 pró-
sentustigum og fengu 5,8% at-
kvæða. Græningjar juku fylgi sitt
úr 4,6% í 5%.
Sovétríkin:
Móðgun við forsetann varði
allt að sex ára fangelsisvist
Moskvu. Reuter, Daily Telegraph, New York Times.
ÞEIR sem óvirða eða rægja forseta Sovétríkjaiina gætu átt allt að
sex ára fangelsisvist yfir höfði sér samkvæmt frumvarpi sem sov-
éska stjórnin lagði fyrir Æðsta ráðið á laugardag. Frumvarpið var
samþykkt við fyrstu atkvæðagreiðslu en neftid skipuð til að endur-
skoða það eftir að önnur af deildum þingsins hafði hafnað því.
Líklegt þykir að frumvarpið verði samþykkt þar sem mikill meiri-
hluti þingmanna taldi nauðsynlegt að setja slík lög.
Sovéska fréttastofan lnterfax
sagði að yrði frumvarpið að lögum
gætu þeir sem óvirtu eða rægðu
forsetann á almannafæri átt yfir
höfði sér 3.000 rúblna (300.000 ís.
kr.) sekt, tveggja ára hegningar-
vinnu eða allt að þriggja ára fang-
elsisvist. Móðgandi ummæli eða
rógburður um Sovétforsetann í fjöl-
miðlum myndu hins vegar varða
tveggja ára hegningarvínnu eða
allt að sex ára fangelsisvist. Þá
kveður frumvarpið á um að blöð,
útvörp eða sjónvarpsstöðvar, sem
birta slíkt efni, verði gert að greiða
25.000 rúblna (1,5 milljóna ísl.
kr.) sekt auk þess sem heimilað
er að stöðva starfsemi þeirra um
tíma eftir ítrekuð brot.
Talið er öruggt að frumvarpið
verði samþykkt þegar það verður
lagt fyrir þingið á ný þar sem flest-
ir þingmannanna sögðust vera
þeirrar skoðunar að setja þyrfti lög
til að „vernda virðingu og reisn
forsetans". Nokkrir þeirra sögðu
þó að í frumvarpinu væri ekki nógu
skýr skilgreining á því hvað túlka
skyldi sem óvirðingu við forsetann
en ekki aðeins lögmæta gagnrýni.
Þingmaður frá suðurhluta Rúss-
lands, Viktor Gúberev, gagnrýndi
einnig ákvæðið um að stöðva mætti
starfsemi fjölmiðla. „Hvernig er
hægt að grípa til slíkra aðgerða
þegar við höfum ekkert til mótvæg-
is við hið valdamikla forsetaemb-
ætti?" sagði þingmaðurinn.
Talið er að frumvarpið hafi verið
lagt fram vegna mótmælanna á
Rauða torginu í Moskvu 1. maí er
hróp voru gerð að Míkhaíl Gorb-
atsjov, forseta Sovétríkjanna, á
hyllingarsvölunum á grafhýsi
Leníns. Gorbatsjov gaf til kynna á
fundi með verkamönnum í Moskvu
um helgina að hann væri enn gram-
ur vegna þessa atburðar. Hann
lýsti mótmælendunum sem
„óþjóðalýð" og sagði að Ieiðtogar
þeirra hefðu skipulagt árás inn í
Kreml og höfuðstöðvar sovésku
öryggislögreglunnar, KGB. Á mót-
mælaspjöldunum hefði mátt sjá
vígorð eins og: „Niður með Lenín“,
„Niður með kommúnistaflokkinn"
og „Niður með Gorbatsjov“. Mót-
mælendurnir hefðu verið öfgamenn
af ýmsum toga, allt frá stjórnleys-
ingjum til keisarasinna, og haldið
á myndum af Nikulási II, síðasta
keisara Rússlands, Jósef Stalín og
umbótasinnanum Borís Jeltsín.
Tveir þingmenn, fyrrum saksókn-
arar, hafa einnig bendlað Gorbatsj-
ov og fleiri valdamenn við spillingu
í embættismannakerfinu.
Hægri öfgamenn í Repúblikana-
flokknum, sem unnu stórsigra í
kosningum til ríkisþinga og sveitar-
stjórna í fyrra, fengu innan við eitt
prósent atkvæða í báðum ríkjunum.
Talsmenn allra flokka sögðu að
sameiningarmálið hefði ráðið úrslit-
um í kosningunum. Vestur-Þjóð-
veijar hafa áhyggjur af hugsanleg-
um afleiðingum sameiningar þýsku
ríkjanna. Margir þeirra óttast að
sameiningin kunni að leiða til
skattahækkana, minni félagslegrar
þjónustu, atvinnuleysis og hús-
næðisskorts. Jafnaðarmenn og
græningjar eru taldir hafa hagnast
á óvissunni sem ríkt hefur um þetta
mál.
Helmut Kohl kvartaði yfir því á
sunnudagskvöld að samstaða ríkti
ekki lengur um sameiningarmálið
og sakaði jafnaðarmenn og græn-
ingja um að hafa haldið uppi
„hræðsluáróðri". Hann varaði einn-
ig við því að sameiningin gæti
reynst dýrkeyptari ef henni yrði
slegið á frest. Hans-Jochen Vogel,
leiðtogi jafnaðarmanna, sagði hins
vegar að Kohl hefði farið með sam-
eingarmálið sem „einkamál" sitt og
láðst að greina frá því hvað samein-
ingin hefði í för með sér fyrir al-
menning í Vestur-Þýskalandi.
Nýtt risafyrir-
tæki I útgerð
á Eystrasalti
llelsiiiki. Frá Lars Lundsteii, frcttaritara
Moruunblaösins.
NÝTT stórfyrirtæki hefur verið
stofnað um farþegaílutninga milli
Svíþjóðar og Finnlands með samr-
una sænsku útgerðarinnar Jo-
hnson Line og finnska skipafyrir-
tækisins EFFOA, en sín á milli
réðu þau yfir lielmingi farþega-
flutninga milli landanna.
Hinu nýja fyrirtæki var gefið nafn-
ið Effjohn. í rekstri þess eru nú 18
skip, að mestu leyti risastórar lúxus-
bílfeijur, en þar á meðal eru svo-
nefndar Silja Line-bílfeijurnar. Hjá
fyrirtækjunum sem að því standa
störfuðu um 6.000 manns. Nýja út-
gerðin verður sú langstærsta á
Eystrasaltssvæðinu.