Morgunblaðið - 15.05.1990, Síða 28

Morgunblaðið - 15.05.1990, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1990 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1990 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn JóhannsSon, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Gamli miðbærinn Fyrir nokkrum vikum var efnt til stofnfundar sér- staks Þróunarfélags miðbæjar Reykjavíkur. Félag þetta var stofnað á grundvelli sam- þykktar borgarstjórnar Reykjavíkur í september á sl. ári, en þar var hlutverki fé- lagsins lýst á þann veg, að það ætti að samræma hug- myndir og tillögur hagsmuna- og framkvæmdaaðila um upp- byggingu mannvirkja og nauðsynlegrar þjónustu í gamla miðbænum og stuðla að framkvæmd þeirra. Félagið var svo stofnað hinn 23. apríl sl. Það er ekki að ástæðu- lausu, að athyglin beinist að uppbyggingu gamla miðbæj- arins. Astæðan er einfaldlega sú, að hann er ekki sá mið- punktur viðskiptalífs í höfuð- borginni, sem hann einu sinni var. Að hluta til er það eðlileg þróun. Fyrirtæki og stofnanir hafa flutt í ný borgarhverfi eftir því, sem Reykjavík hefur stækkað. Á hinn bóginn má sú þróun ekki verða til þess, að gamli miðbærinn hafi ekki hlutverki að gegna. Á undanförnum árum hafa borgaryfirvöld unnið að marg- víslegum framkvæmdum, sem eiga áreiðanlega eftir að stuðla að því, að nýtt líf fær- ist í gamla miðbæinn. Fyrst má nefna ráðhúsið sjálft, sem mun eiga ríkan þátt í því að miðbærinn endurheimti sinn fyrri sess. Samhliða fram- kvæmdum við ráðhúsið hefur verið unnið að því að fegra umhverfi Tjarnarinnar með göngubrautum í kringum hana, götuljósum og fleiru. Þegar útlit var fyrir, að Hótel Borg yrði gerð að skrifstofu- húsi Alþingis, festi Reykjavík- urborg kaup á hótelinu í því skyni að tryggja áframhald- andi hótelrekstur í miðbænum og hefur sú ráðstöfun mælzt mjög vel fyrir. Skortur á bílastæðum hefur síðustu árin staðið verzlun í miðbænum mjög fyrir þrifum. Nú er búið að byggja þijú bílageymsluhús í miðbænum og í námunda við hann, þ.e. við Vesturgötu, Kalkofnsveg og við Skólavörðustíg. Þessi bílageymsluhús ásamt stóru bifreiðastæði við höfnina eiga að ýta undir það að fólk leggi leið sína í miðbæinn. Jafnframt hefur markvisst verið unnið að því að eflá íbúð- arbyggð á ný í nágrenni mið- bæjarins. Þar má sérstaklega nefna framkvæmdir við Skúlagötuna, sem eiga eftir að gefa höfuðborginni nýjan svip. Ný íbúðarhverfi í ná- grenni við miðbæinn eiga eftir að draga fólk að þeim verzlun- um, fyrirtækjum og stofnun- um, sem þar eru starfræktar. Þessar framkvæmdir sýna, að þótt mikil vinna hafi verið lögð í það á undanförnum árum að byggja upp ný borg- arhverfi og nýja miðbæjar- kjarna víðs vegar um höfuð- borgina, beinist athygli borg- aryfirvalda í vaxandi mæli að gamla miðbænum. Enginn borgarhluti getur komið í stað miðbæjarins, þar sem Alþingi situr, þar sem skrifstofa þjóð- höfðingjans og stjórnarráð íslands eru til húsa, þar sem ráðhús Reykjavíkur verður í framtíðinni og þar sem helztu bankastofnanir landsins eru saman komnar, svo að stofn- anir ríkis og borgar séu nefnd- ar. Það myndi tvímælalaust styrkja miðbæjarkjarnann, ef þar yrði einnig aðsetur dóm- stóla í einni byggingu. Þá er hafin ný uppbygging á gamla hafnarsvæðinu með fiskmark- aði og annarri þjónustu. Þær framkvæmdir, sem nú standa yfir í miðbænum og nágrenni hans, eiga eftir að hleypa nýju lífi í gamla miðbæinn og það er áreiðanlega í samræmi við óskir borgarbúa. Reynslan sýnir að fram- kvæmdir á miðbæjarsvæðinu vekja gjarnan umræður og deilur. Oskir um að Austur- stræti verði aftur opnað fyrir bílaumferð skjóta alltaf upp kollinum. Margir borgarbúar eiga erfitt með að sætta sig við, að gamlar byggingar, sem staðið hafa á þessu svæði í áratugi hverfi. Umræðurnar um Bernhöftstorfuna og Gijótaþorpið sýna, hvað allar framkvæmdir á þessu svæði eru viðkvæmar. í þessum efn- um verðum við að finna hinn gullna meðalveg. Við hljótum annars vegar að varðveita það, sem máli skiptir en hins vegar að tryggja nýfram- kvæmdir í það ríkum mæli, að miðbærinn öðlist á ný þann kraft og þrótt, sem einkenndi hann fyrr á árum. Stöð 2: Þættír uni HalharQörð sýndir í júní í stað maí ÞÆTTIR um Hafnarfjörð, sem vera áttu á dagskrá Stöðvar 2, í maí hafa verið færðir til í dagskránni og verða sýndir í júní. Þorvarður Elíasson sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, sagði að leitað hafi verið eftir því að þættirnir yrðu sýndir í maí og var fallist á það eftir að fúllyrt var að þeir tengdust á engan hátt sveitarstjórnarkosnigunum í lok mánað- arins. Því var seinna mótmælt og var þá ákveðið að þeir yrðu sýndir í júní. Þættirnir eru unnir að tillhlutan bæjarráðs HafnarQarðar og á kostnað bæjarins og var bæjarritara falið að hafa umsjón með gerð þeirra. „Það hefur enginn séð þessa þætti á Stöð 2,“ sagði Þorvarður Elíasson. „Okkur var sagt að þetta væri verkefni, sem unnið væri í samvinnu við alla bæjarstjórn Hafn- arfjarðar og ekki við nein einn kosn- ingaraðila. Þeir voru þá settir á dagskrá en síðan var haft samband við okkur og sýningunni mótmælt. Gerð þáttanna var þá það skammt á veg komin að ekki var hægt að sýna okkur myndefnið og þess vegna var ákveðið að sýna þá í júní í stað maí. Ekki vegna þess að við teljum efnið pólitískt, heldur vegna þess að við vitum ekkert um það. Ef það er ekki pólitískt þá er það jafn gott efni í júní eins og í maí.“ „Eg hafði samband við sjón- varpsstjóra Stöðvar 2, þegar mér var ljóst að í maímánuði yrði á dagskrá tveir sjónvarpsþættir úr Hafnarfirði, sem ekki höfðu verið kynntir bæjarritara eða bæjarfull- trúum né samþykki þeirra fengið fyrir sýningu á þáttunum á Stöð 2,“ sagði Matthías Á. Mathiesen alþingismaður. „Ég benti sjón- varpsstjóranum á það samkomulag, sem unnið var að milli stjórnmála- flokkanna og undirritað var 26. Leifur Breiðfjörð apríl síðastliðinn, þess efnis að sjón- varpið yrði ekki notað í kynningar- auglýsingar í kosningabaráttunni. Ég tjáði honum jafnframt að ég væri hræddur um að þessir þættir þannig til komnir yrðu svo úr garði gerðir að þeir yrðu túlkaðir sem brot á því samkomulagi. Það var svo ákvörðun sjónvarpsins hvað gert yrði eftir að hafa fengið áður- greindar ábendingar. Þegar mynd- irnar verða sýndar getum við gert okkur grein fyrir því hvort um ástæðulausan ótta var að ræða eða ekki. Verði myndirnar ekki sýndar segir það sína sögu.“ Árni Grétar Finnsson bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að bæjarráð hafi samþykkt samhljóða í mars, að láta gera þætti um æsku- lýðs- og íþróttamál og annan þátt um listir og menningarmál og var tillagan um íþróttaþátt lögð fram af Sjálfstæðismönnum. Var bæjar- ritara falið að sjá um framkvæmd- ir. „Síðan hefur málið ekki komið á dagskrá fyrr en við fréttum að þeir væru komnir á dagskrá hjá Stöð 2,“ sagði Árni Grétar. „Við höfum ekki fengið að heyra neitt um þættina því síður að sjá þá og aldrei hefur verið samþykkt að þeir yrðu sýndir á einum eða öðrum stað. Þannig að við teljum það gífurlega misnotkun, að sýna þá í sjónvarpi og tilraun af hálfu meirihlutans til að láta bæinn kosta þætti, sem kunna að fela í sér áróður fyrir meirihlutann. Við höfum grun um að svo sé og hafa fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins skrifað forseta bæj- arstjórnar bréf, þar sem við óskum eftir að fá upplýst við hvern hafi verið samið um gerð þessara þátta. Eins hver hafi samið við Stöð 2 um sýningu á þeim og hvort forseta bæjarstjórnar og öðrum bæjarfull- trúum í meirihlutanum hafi verið kunnugt um þessa samninga við Stöð 2. Ef svo er, þá hvers vegna okkur bæjarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins hafi ekki verið kynnt málið og það tekið fyrir í bæjarráði og bæjarstjórn eins og ber að gera og það afgreitt þar.“ Árni Grétar sagði, að þessi máls- meðferð vekti grunnsemdir. Ef þessir þættir væru þannig að menn hefðu áhuga á að sýna þá, sem vel gæti komið til greina, hvers vegna þá þetta laumuspil í bága við allar megin reglur um málsmeðferð. „Þetta er ekki nýtt af nálinn," sagði Árni. „Þegar bærinn varð 80 ára, árið 1988, gaf bæjarstjóri út á kostnað bæjarins mikinn myndabækling, sem aldrei var sam- þykkt að gefa út og við vissum ekki um fyrr enn hann kom inn um bréfalúguna hjá okkur. Bæjarstjóri hefur viljað vera einn í sviðsljósinu og hafa aðrir bæjarfulltrúar meiri- hlutans varla sést þar á meðal for- seti bæjarstórnar. Við teljum því af fenginni reynslu fyllstu ástæðu til að ætlað að í þessum þáttum sé hann meira og minna að halda áróð- ursræður án þess að við getum full- yrt nokkuð þar um, þar sem við höfum ekki fengið að sjá þættina.“ Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri sagði að bæjarritara hafi verið falið að sjá um gerð þess- ara þátta og ráða til þess verktaka. Hann sagðist ekki hafa séð þættina en að bæjarritari hafi sagt sér, að þær gæfu glögga mynd af æsku- lýðs- og íþróttastarfi í bænum. „Auðvitað veit ég hvernig þessir þættir eru byggðir upp,“ sagði Guð- mundur Árni. „Hér er verið að taka skipulega fyrir starf æskulýðs- stöðva bæjarins. Það hefur alltaf verið markmið bæjaryfirvalda að koma kynningarmyndum á fram- færi og við reynum að sýna þær sem víðast. Mér finnast því þessi viðbrögð Sjálfstæðismanna á bak við tjöldin með ólíkindum að telja það til pólitísks áróðurs að sýna æsku bæjarins í leik og starfi í sjón- varpi. Þá finnst mér undravert að Stöð 2 byggi dagskrárstefnu sína á ábendingum og athugasemdum stjórnmálamanna út í bæ. Ég sé ekki ástæðu til þess sem bæjarstjóri að fylgjast með öllu því efni sem frá bænum kemur. Við ritskoðum ekki efni af þessum toga. Hér eru embættismenn sem sjá um að hafa eftirlit með þessu og þeim er treystandi fyrir því nú sem endra- nær,“ sagði Guðmundur Árni. Morgunblaðið/KGA Ástráður Þórðarson múrarameistari, fylgist með Davíð Oddssyni borgarstjóra koma fyrir horn- steini Nesjavallaveitu. Hornsteinn Nesjavallaveitu lagður: Framsýni, fyrirhyggja og forsjálni hefur ein- kennt framkvæmdimar - segir Davíð Oddsson borgarstjóri HORNSTEINN Nesjavallaveitu var lagður siðastliðinn sunnudag við hátíðlega athöfii. Rannsóknir og boranir hafa staðið yfir með hléum í 20 ár en byggingaframkvæmdir hófust vorið 1987. Áætl- að er að framkvæmdum og prófun tækja ljúki í lok júní og að þá hefjist tilraunavinnsla. I lok ágúst er gert ráð fyrir að vatn frá Nesjavallaveitu byrji að renna til Reykjavíkur. „Þetta er pínulítill heimsvið- burður sem við tökum þátt í hér,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri, eftir að hafa lagt hornstein að veitunni. „Framsýni, fyrirhyggja og- forsjálni hafi einkennt fram- kvæmdirnar sem unnar hafa vei-ið á þremur árum. Og hér er ekki tjaldað til einnar nætur. Leiðslan til Reykjavíkur annar fjórfalt á við fyrsta áfanga, holurnar fjór- falt og stöðvarhúsið tvöfalt.“ Sagði Davíð það sérstakt að engin langtímalán hafi verið tekin til framkvæmdanna og ári eftir að veitan hefur verið tekin í notk- un verður hún skuldlaus. Þegar veituframkvæmdum er lokið gæf- ist því tækifæri til að lækka orku- verðið. Borgarstjóri vék síðan að hugmyndum um raforkufram- leiðslu veitunnar sem fyrst í stað mun eingöngu tryggja Hitaveit- unni raforku en seinna er stefnt að 30 MW framleiðslu á ódýrri raforku fyrir alla landsmenn. Davíð þakkaði öllum þeim sem staðið hafa að framkvæmdum við Nesjavallaveitu og þá sérstaklega Jóhannesi Zoéga fyrrverandi hita- veitustjóra, fyrir hans framsýni. Menn hefðu ekki allir haft skilning á nauðsyn þessara framkvæmda og talið að ekkert lægi á. Kaup á jörðinni Ölfusvatni voru gagn- rýnd, en: „Reykjavíkurborg á að kaupa lönd í Grafningi, allt að Úlfljótsvatni og gera svæðið að þjóðgarði fyrir borgarbúa og aðra landsmenn," sagði Davíð. Páll Gíslason formaður stjbrnar veitustofnana, rakti sögu Nesja- vallaveitu í sínu ávarpi og sagði að allt verkið hefði verið boðið út í litlum áföngum og að rúmlega 60 verktakar hafi komið þar við sögu. Kostnaður við Nesjavalla- veitu eru rúmlega 5,8 milljarðar á núverandi verðlagi og skiptist þannig að rannsóknir og boranir hafa kostað rúmlega 1,7 milljarð, virkjunin sjálf rúma 2 milljarða og aðveituæðin tæpa 2 milljarða. Þrjú ný dag’vistarheimili tekin í notk- un í Reykjavík: Mesta fjölgun dagvistar- rýma á einu kjörtímabili - segir Anna K. Jónsdóttir, stjórnar- formaður Dagvista barna ÞRJÚ ný dagvistarheimili verða opnuð í Reykjavík í dag. Þetta eru Heiðarborg í Seláshverfi, Klettaborg í Grafarvogi og Gullborg í Grandahverfi. Anna K. Jónsdótt.ir, formaður stjórnar Dagvista barna, segir að þar með hafi rúmlega átta hundruð ný dagvistari’ými ver- ið tekin í notkun á þessu kjörtímabili og fjölgun þeirra hafi aldrei verið meiri. Eftir opnun Heiðarborgar, Klettaborgar og Gullborgar verða dagvistarheimili á vegum borgar- innar 71, að meðtöldum 4 heimilum Borgarspítalans. Á vegum Dag- vista barna starfa um 1.100 manns og ver borgin um það bil einum milljarði króna til reksturs og upp- byggingar dagvistarstofnana. Á hveiju hinna nýju dagvistar- heimila er rými fyrir 109 börn og verður vistunartíminn fjórar, fimm, sex eða níu stundir. Anna K. Jónsdóttir, formaður stjórnar Dagvista barna segir, að á undanförnum árum hafi innra starf á dagvistarheimilum borgar- innar verið fijótt og skapandi. Þar beri hæst þróunarverkefni varðandi leikskóla, sem hrundið hafi verið af stað fyrir tveimur árum. Mark- miðið með því sé að bjóða upp fjöl- breyttari og lengri vistunartíma og bæta aðstöðu starfsfólksins. í kjöl- far þessa hafi verið farið út í alút- boð vegna hönnunar hinna nýju dagvistarheimila og hafi forsögn fyrir útboðið verið sniðin eftir nið- urstöðum verkefnisins. Þannig hafi hinn faglegi þáttur vegið þyngra við hönnun heimilanna en áður hafi tíðkast. Anna segir, að eftir opnun heim- ilanna þriggja liafi dagvistarrým- um á vegum Reykjavíkurborgar fjölgað um rúmlega 800 á kjörtíma- bilinu, sem nú er að ljúka og hafi dagvistarrýmum ekki fjölgað meira á nokkru öðru kjörtímabili. „Það er mikið talað um að 1800 börn séu á biðlistum hjá Dagvist barna í Reykjavík. í því sambandi er rétt að hafa í huga, að áætlað er að við munum vista þennan sama fjölda, það er 1.800 börn, á þessu ári, bæði með fjölgun dagvistar- rýrna og vegna endurnýjunar á heimilunum. Eins ber að taka tillit til þess, að flest börnin, sem skráð eru á biðlista, eru undir vistunar- aldri.“ Anna segir, að í ákveðnum hverfum í Breiðholti hafi orðið Morgunblaðið/Sverrir Anna K. Jónsdóttir, formadur stjórnar Dagvista barna í Reykjavík. barnafækkun og séu rúmlega hundrað rými ekki nýtt af þeim sökum. „Þessarar fækkunar var farið að gæta fyrir tveimur árurr^, og var þá farið af stað með þróun- arverkefni, sem felst í því að fötluð og ófötluð börn dvelja saman á heimili, en það hefur reynst mjög vel. Nú er tækifæri til að koma með frekari nýjungar og er meðal annars verið að vinna að tillögum um að lengja vistunartímann og bjóða upp á þjónustu fyrir yngri börn en hingað til.“ Anna segir að nánast öll börn á aldrinum 3 til 5 ára sæki dagvistar- heimili í Reykjavík og auk þess séu um 40% tveggja ára barna á dag- vistarheimilum í borginni. „Nú lítur út fyrir að í haust náum við að fullnægja eftirspurn eftir þeirri þjónustu, sem borgin býður upp í dagvistarmálum og þá höfum við svigrúm til að auka enn frekar fjöl- breytni í þjónustunni," segir Anna K. Jónsdóttir. Verðlaun- aður af Bröste ÞANN 4. júni nk. verða bjartsýn- isverðlaun Bröste afhent í 10. sinn og að því tilefni fer athöfnin fram í Reykjavík. Dómnefiid sú er velur verðlaunahafa hver árs hefur ákveðið að í ár hljóti Leifúr Breið- fjörð glerlistarmaður verðlaunin. í greinargerð dómnefndar segir m.a.: „Eitt hið markverðasta í íslenskri myndlist síðustu áratuga er það, að olíumálverk á lérefti og hefðbundin höggmyndalist eru ekki lengur ein- ráð líkt og áður, heldur hafa vaxið fram mjög sterkir stofnar nýrra list- forma, margvísleg grafík, freskó, múrrista (sgraffito), veggkeramík, myndvefnaður og steinglerslist, sem setja nú mikinn svip á hina nýju list íslands. Hver þessara greina á sína öflugu forvígismenn, en í steinglers- listinni er Leifur Breiðfjörð óumdeild- ur meistari, í senn hugkvæmur, kunnáttusamur og afkastamikill. í verkum hans hefur íslensk nútímalist ekki aðeins eignast listrænan eld- huga innan eigin vébanda, heldur hafa verk hans geislaði út frá sér til margra annara landa." Opið hús í Valhöll á vegum Hvatar HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, efiidi til opins húss í Valhöll síðdegis í gær og komu þar alls um 150 manns. Mun félagið standa fyrir opnu húsi þar milli klukkan 16 og 20 dag- lega fram að kjördegi, 26. maí. Fyrstu gestirnir á opnu húsi Hvatar í gær voru Davíð Oddsson borgarstjóri og kona hans Ástríð- ur Thorarensen og flutti borgar- stjóri ávarp við upphaf samko- munnar. Alls komu um 150 manns á opna húsið, en því stýrði Hanna Johannessen, varaformaðurHvat- ar. Fyrstu gcstirnir á opnu húsi í Valhöll voru borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson og kona hans, Ástríður Thor- arensen. Morgunblaðið/Sverrir Um 150 komu á opið hús lijá Hvöt í Valhöll í gær. Álver við Eyjafjörð eftir Halldór Blöndal Nú er réttur aldarfjórðungur síðan gengið var til samninga um álver við Straumsvík. Á þeim tima var það umdeild ákvörðun. Þetta var fyrsta reynsla okkar af samningum við fjöl- þjóðafyrirtæki og álverum fylgdu á þeini tíma ýmsir agnúar, sem nú eru yfirunnir, t.d. nokkur mengun. Henn- ar gætti þó lítið vegna óstöðugs veð- urlags á Suðurnesjum. Síðan hefur þekkingu og tækni til eyðingar á mengun fleygt svo fram, að hún má heita úr sögunni. Á sama tíma og nágrannaþjóðir okkar búa við stöðugan hagvöxt án teljandi mannfjölgunar, höfum við orðið að sætta okkur við minnkandi landsframleiðslu um tveggja ára skeið. Það dregur því æ meir í sund- ur með lífskjörum okkar og þeirra og ekki bætir úr skák, að líkur eru til, að við verðum að draga úr botn- fiskveiðum á næstu árum. Hefð- bundnir atvinnuvegir okkar geta ekki staðið undir fólksfjölgun hér á landi og því síður batnandi lífskjörum. Það er því augljóst, að við verðum að fara lengra inn á nýjar leiðir til þess að ná markmiðum okkar. Nú ei- brýn- Halldór Blöndal „Nú er kjörið tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi með því að velja álverinu stað við Eyjaijörð. Snúa við landflótta og efla þjóð- arhag.“ ast að ná samningum um sölu á inn- lendri orku til erlendra aðila og slíkur samningur virðist nú í sjónmáli. Ríkisvaldið stendur nú í samning- um við Atlantal-hópinn um byggings 200 þús. tonna álvers. Það er óheppi- legt, að sá þáttur samninganna, sem tekur til staðarvals, skuli vera á við- kvæmu stigi á sama tíma og gengið er til bæjarstjðrnarkosninga. Við 200 þús. tonna álver vinna a.m.k. 500 manns, sem stendur und- ir 2.500—3.000 manna byggð. Til tals hefur komið að stækka álverið um helming innan fárra ára. Slík umsvif myndu gjörbreyta atvinnu- ástandi við Eyjafjörð en ekki á Reykjavíkursvæðinu. Straumurinn þangað er þegar orðinn of þungur, einkum vegna þess hversu fábreytt leg atvinnutækifæri eru úti á landi og einskorðuð við sjávarútveg, sem nú býr við mikla óvissu. Nú er kjörið tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi með því að velja álverinu stað við Eyjafjörð. Snúa við landflótta og efla þjóðarhag. Iliifumhiv er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðuiiandskjördæmi eystra. ~ht

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.