Morgunblaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1990 Almennur fundur um álver við Eyjafjörð: „Mikið hagsmunamál þorra Eyfirðinga“ - segir Jón Arnþórsson, fundarstjóri „ÞAÐ ER ekki ofsögum sagt að álver við EyjaQörð sé mál málanna á Akureyri og í firðinum um þessar mundir,“ sagði Jón Arnþórsson, , einn áhugamanna um álver við fjörðinn, í samtali við Morgunblaðið. Haldinn verður fundur um álversmálið í Sjallanum í kvöld, þar sem m.a. verða kynntar allra nýjustu upplýsingar um mengunarvarnar með sérstöku tilliti til Eyjafjarðarsva-ðisins, að sögn Jóns. „Þetta er mikið hagsmunamál alls þorra Eyfirðinga og því mikil- vægt að allar hliðar málsins séu kannaðar sem best. Við sem að fundinum stöndum skorum því á alla Eyfirðinga að skoða hug sinn grannt hvort við höfum efni á að sleppa þessu einstæða tækifæri. Það er því full ástæða til að hvetja menn til að fjölmenna á fundinn í Sjallanum," sagði Jón Arnþórsson. Jón verður fundarstjóri, en ávörp flytja Andrés Svanbjörnsson, yfir- verkfræðingur markaðsskrifstofu Iðnaðarráðuneytis og Landsvirkj- unar, Þóra Hjaltadóttir, formaður Alþýðusambands Norðurlands, og Sigurður P. Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar. Erindi Andrésar nefn- ist „Umhverfisáhrif álvers", Þóru: „Atvinnuleg og félagsleg áhrif ál- vers“ og Sigurðar: „Alver á íslandi — Möguleikar Eyfirðinga“. Verk Sigurbjargar Sigur- jónsdóttur í Islandsbanka Menningarsamtök Norðlendinga og Islandsbanki kynna listakon- una Sigurbjörgu Sigurjónsdóttur. Hún er fædd í Reykjavík árið 1937. Sigurbjörg hefur tekið þátt í ýmsum námskeiðum í myndlist hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur, mód- .ídnámskeið í Myndlista- og handíða- skóla íslands og sótt námskeið í postúlínsmálun. Hún hefur verið í Myndlistaklúbbi Hvassaleitis í 10 ár undir leiðsögn ýmissa kennara og tekið þátt í samsýningum þar. Á listkynningunni í íslandsbanka er fyrsta einkasýning hennar, en þar eru 17 verk unnin í olíu, þurr- pastel og olíupastel, einnig málað á keramikflísar. Listkynningin er í útibúi Islandsbanka við Skipagötu 14 ogeropin áafgreiðslutíma bank- ans, en kynningunni lýkur 13. júlí næstkomandi. Verk Sigurbjargar Sigurjónsdóttur eru nú til sýnis í útibúi íslands- banka við Skipagötu. Morgunblaðið/Þorkell Maður á fimmtugsaldri hefúr játað að hafa stolið sjö tjaldvögnum á Akureyri og í Reykjavík og síðan selt þá. Þeir sem keyptu tjaldvagnana af manninum sitja nú með sárt ennið, þar sem lög- regla mun að líkindum leggja hald á þá og koma til fyrri eigenda. Hefur stolið 71jald- vögnum síðustu 3 ár MAÐUR á fimmtugsaldri var á laugardag úrskurðaður í gæslu- varðhald vegna gruns um umsvifamikinn þjófnað á Ijaldvögnum. Maðurinn hefur viðurkennt við yfirheyrslur að hafa stolið sjö tjald- vögnum, ýmist á Akureyri eða í Reykjavík. Maðurinn hafði við yfirheyrslur um helgina og í gær viðurkennt að hafa stolið sjö tjaldvögnum, að sögn rannsóknarlögreglu. Ýmist hafði hann tekið vagnana á Akureyri eða í Reykjavík og virðist meginreglan vera sú að þeir vagnar sem teknir voru á Akureyri voru seldir í Reykjavík og öfugt. Tjaldvögnunum sjö hefur mað- urinn stolið á síðustu þremur árum, eða frá árinu 1988. Að sögn rannsóknarlögreglu verður að líkindum lagt hald á tjaldvagn- ana og reynt að koma þeim til fyrri eigenda. í einhverjum tilfell- um hafa vagnarnir verið tryggðir og tryggingafélög hafa þegar bætt eigendunum tjónið. „Þetta er verulega gremjulegt, við keyptum þennan tjaldvagn í mars á 130 þúsund krónur, en frá þeim tíma höfum við lagt í mikinn kostnað til að gera hann sem best úr garði fyrir sumarleyfið. Við höfum keypt fortjald, látið styrkja vagninn, ryðverja og einangra, þannig að ég reikna með að verð- ið sé komið upp í um 250 þúsund krónur," sagði Akureyringur sem keypti einn af stolnu tjaldvögnun- um. „Fjölskyldan var búin að ráð- gera að ferðast um Austfirði í sumar, ég veit ekki hvað verður úr því, það virðist að minnsta kosti ljóst að við förum ekki með tjaldvagninn." Skoðanakönnun vegna bæj arstj órnarkosninga: Sjálfstæðismenn fá 4 menn Sjálfstæðisflokkurinn fengi fjóra fúlltrúa kjörna í bæjarstjórn Akureyrar ef kosið væri nú, en það er niðurstaða skoðanakönnunar sem Kjarni á Akureyri hefur gert, en spurt var hvaða stjórnmála- flokk menn ætluðu að kjósa ef kosið væri til bæjarstjórnar nú. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar fengi Framsóknarflokkur þrjá fulltrúa, Alþýðuflokkur, Al- þýðubandalag, Kvennalisti og Þjóð- arflokkur fengju einn fulltrúa hver flokkur. Urtakið var valið af handahófi úr símaskrá og sá er svaraði spurð- ur, ef hins vegar var um að ræða aðila sem ekki hafði kosningarétt var beðið um annan aðila í símann. Alls svöruðu 314 manns. Óákveðnir eða þeir sem neituðu að svara spurningunni voru 35% aðspurðra. Sjálfstæðisflokkur á nú fjóra full- trúa í bæjarstjórn, Alþýðuflokkur þijá og mynda þessir tveir flokkar meirihluta. Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag eiga tvo fulltrúa hvor flokkur í bæjarstjórn. Sam- kvæmt niðurstöðum könnunarinnar heldur Sjálfstæðisflokkurinn sínum fulltrúum, Alþýðuflokkur tapar tveimur mönnum, Alþýðubandalag tapar einum, en Framsóknarflokkur bætir við sig einum manni. Þjóðar- flokkur og Kvennalisti buðu ekki fram lista í síðustu bæjarstjórnar- kosningum. Alverjeyj FUMDUR í SJALLAHUM UM „Míl MÍLIHNI" í KVÖLD. „Umhverfisáhrif álvers“ „Atvinnuleg Andrés Svanbjörnsson, yfirverkfr. nn fé QQS BC markaðsskrifstofu Iðnaðarráðu- ~ ” neytis og Landsvirkjunar. QIV6ÍS Fundarstjóri: Þóra Hjaltadóttir, forr Jón Arnþórsson. sambands Norðurlanc AFJÖRfl ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ15. MAÍ KL. 20.30 Jlver a íslandi áhrif - Möguleikar Eyfirðinga“ naður Alþýðu- Sigurður P. Sigmundsson, frkvstj. iS. Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar. IÐNÞRÓUNARFÉLAG EYJAFJARÐAR HF. ðunefnd sveitarfélaga við Eyjafjörð. 4 Hó Fj kureyringar, Eyfírðingari A fum við efni á að sleppa þessu einstæða tæb’færi? ölmennum á fundinn í Sjallanum. Álviðræ Dalvík: Leiksýning og bók- menntadagskrá Fyrir páska frumsýndi Leikfélag Dalvíkur sjónleikinn „Um hið átakanlega og dularfúlla hvarf ungu brúðhjónanna, Indriða og Sigríð- ar, daginn eftir brúðkaupið og leitina af þeim“, eltir Ingibjörgu Hjartardóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur, Unni Guttormsdóttur og Hjördísi Hjartardóttur. Leikstjóri var Jakob Grétarsson. Leikmynd og lýsingu hannaði Kristján E. Hjartarson. Persónur eru um 20 í sýningunni •og fara 13 leikarar með þau hlut- verk. Fyrr í vetur tóku leikfélagar sam- an og fluttu tvær bókmenntadag- skrár. Annars vegar var það saman- tekt úr „Víkursamfélaginu", skáld- sögu Dalvíkingsins Guðlaugs Ara- sonar og hins vegar blönduð dag- skrá úr verkum svarfdælskra al- þýðuhöfunda, lesin, leikin og sungin í bundnu og óbundnu máli. Stefnt er að því að sú dagskrá verði endur- flutt nú með vorinu. Formaður Leikfélags Dalvíkur er Guðlaug Björnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.