Morgunblaðið - 15.05.1990, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1990
41
Páll G. Olafs-
son — Minning
Fæddur 15. maí 1910
Dáinn 12. janúar 1990
Skagafjörðurinn er fallegt hérað.
Þar er „langt til veggja, heiði hátt“.k
Óvíða eru sumarkvöldin fegurri
en þar, þegar Hnjúkurinn og Hamra-
heiðin loga í geislum sígandi sólar
og Tungusveitin öll sveipast rauð-
gullnum bjarma; kyrr, hljóðbær
kvöld þegar leikir barna heyrast
bæja á milli, unz sólin sest og yfir
leggst hinn blátæri hjúpur sumar-
næturinnar, sem er svo einkennandi
fyrir þetta hérað.
Einn mætur Skagfirðingur var
Páll á Starrastöðum í Tungusveit.
Þar fæddist hann fyrir réttum 80
árum og bjó þar allan sinn búskap,
því hann var bóndi af lífi og sál og
vildi hvergi annars staðar vera.
Hann var sannarlegur sonur þess-
arar norðlensku sveitar. Páll tók við
búi af Ólafi föður sínum, er var
búhöldur góður og hafði byggt jörð-
ina upp á sínum tíma; endurnýjaði
öll hús, stækkaði tún og jók bústofn-
inn.
Hann var svo heppinn að lifa
blómaskeið íslensks landbúnaðar og
bjó tniklu myndar- og rausnarbúi
ásamt eftirlifandi eiginkonu sinni,
Guðrúnu Kristjánsdóttur.
Hún er stór í sniðum, skörungur
til orðs og æðis, glaðlynd og ræðin
og afburða rausnarleg heim að
sækja. Þau eignuðust 5 syni, Ólaf,
Sigui'ð, Reyni, Ingimar og Eyjólf.
Eru þeit' allir drengir góðir vel
kvæntir og eru barnabörnin orðin 15.
Ég kom að Mælifelli ársgömul
Charlotta Steinþórs-
dóttir - Minning
Fædd 29. desember 1908
Dáin 3. maí 1990
í dag, 15. maí, kveðjum við ást-
kæra ömmu okkar, Charlottu Stein-
þórsdóttir, sem við systkinin kölluð-
um ömmu á Þórsgötunni í daglegu
tali.
Hún lést á krabbameinsdeild
Landspítalans fimmtudaginn 3. maí
sl. Við viljum þakka Höllu frænku
og starfsfólki Landspítalans og
síðast en ekki síst Þórði Eric bróðut'
fyrit'.þá miklu umönnun og hlýju sem
þau öll sýndu henni ömmu okkar á
þessari erfiðu stundu. Góður Guð
blessi ykkur öll.
Það var um síðustu jól að við átt-
uðum okkut' á því að amma átti við
veikindi að stríða, veikindi sem síðar
heltóku hana og drógu til dauða.
Hún amma barðist hetjulega við
sjúkdóm sinn, þrátt fyrir að hún
gerði sér fulla grein fyrir því að hún
mundi ekki hafa sigur að þessu
sinni. Fyrir okkur í Markholtinu var
amma góð og kjarkmikil kona sem
hafði lært að taka öllu með ró og
skynsemi. Þetta kom sér oft vel fyr-
ir okkur systkinin, og voru ferðir
okkar ekki fáar á Þórsgötuna, sér-
staklega ef eitthvað bjátaði á. Alltaf
reyndust ráðin hennar ömmu okkur
best.
Amma var mikið á heimili okkar,
svo og systur hennar, Ágústa og
Ingibjörg. Oft var setið yfir spilum
heilu dagana og gert að gamni sínu.
Þetta voru góðir dagar. Amma hafði
gaman af því að ferðast og vorum
við systkinin oft með henni erlendis
og þá var gaman.
En einmitt nú, þegar fögnuður
ætti að búa í bijósti, er harmur í
hjarta. Nú á þessum vordögum, þeg-
ar jörðin vaknar af vetrarblundi og
lífsorkan brýst fram í margvíslegum
myndum hefur eitt lífsblóm slokkn-
að. Þetta lífsblóm, sem veitti svo
mörgum birtu og yl, hefur lokið sínu
hlutverki í heimi hér. Við vitum að
Guð mun passa hana ömmu og láta
henni líða vel hjá sér. Minningin um
hana mun lifa áfram í hjörtum okk-
ar.
Við látum að iokum fallegu bæn-
ina okkar vera kveðju okkar til
ömtnu.
Vertu hér yfir og allt um kring
nteð eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Magnea Þórey Hilmarsdóttir,
Hallur G. Hilmarsson.
með foreldrum tnínum. Tókust fljót-
lega kynni við nágrannana á Starra-
stöðum. Þá var símstöð á Mælifelli
og póststöð á Starrastöðum og voru
því tíðari ferðir milli bæjanna í upp-
hafi en ella hefði orðið Ölafur, faðit'
Páls, var þá nær blindur, en taldi
þó ekki eftir sér, að rölta með póst-
inn út eftir til okkar.
Samgangur var alla tíð mikill þar
á milli og bundust snemma þau bönd
et' ekki hafa rofnað síðan.
Yngri strákarnir voru á aldur við
okkur systkinin og lékum við okkur
mikið saman.
Eigum við óteljandi spor milli
bæjanna, bæði sumar og vetur.
Þangað var alltaf gott að koma, er
mér minnisstætt hve vel þau tóku
alltaf á móti okkut' krökkunum. Allt-
af vat' hiaðið borð af góðgjörðum,
veit ég að ekki hefur meira verið
borið fyrir frammámenn sveitarinn-
ar.
Páll Starri, eins og hann var oft
nefndur heima hjá okkur, var alltaf
léttur í tali við okkur krakkana og
gerði að gamni sínu. Hann stríddi
okkur á sinn góðlátléga og gaman-
sama hátt með kímnibros á vör og
glettnina logandi í augunum. Já, það
var margt spjallað og oft hlegið við
eldhúsborðið hjá þeim Páli og Guð-
rúnu. Hins vegar gat hann alveg
talað tæpitungulaust er á þurfti að
halda.
Páll var hestamaður og fjallamað-
ur, var hann fjallkóngur árum saman
og fót' fyrir austflokki er þá var
kallaður. Gegndi hann því starfi af
atorku og ákafa eins og hans var
von og vísa. Skagfirsku heiðalöndin
þekkti hann eins og túnið heima hjá
sét'j enda átti hann þar mörg sporin.
Ég man eftir einni smalamennsku
er við krakkarnii' áttum að vera í
fyrirstöðu við hlið eitt. En reksturinn
fór eitthvað á skjön og fór aðra leið
en til vat' ætiast. Reið Páll ógurlega
til að komast fyrir féð, gaf hann frá
sér torkennileg hljóð sem ég skildi
ekki og sýndist mér hann ískyggi-
lega dökkur í andliti. Varð ég sann-
ast sagna dauðhrædd og handviss
urn að við væt'um alvarlega rang-
stæð og ættum skammir skilið.
En Páll var fljótur að bjat'ga þessu
við og heilsaði okkur síðan með bros
á vör og brá á glens.
Þótti mér sem sól hefði skinið úr
skýjarofi og sá ég nú að hann vat'
bara sólbrenndur og að auki sveittur
og rykugur sem eðlilegt var og líka
allt að því þegjandi hás eftir hó og
köll, svo sem algengt er hjá ákafa-
mönnurn í smalamennskum.
Á jólum voru haldin jólaboð. Kom
þá Starrastaðafólk til okkar ásamt
öðrum nágt'önnum. Var þá spilað
fram á nótt og var oft mikið fjör.
Svo fórum við í Starrastaði. Þessi
jólaboð voru okkur ávallt tilhlökkun-
arefni,
Við systurnar heimsóttum þau
hjónin á Starrastöðum fyrir nokkr-
um árutn. Var þá Páll farinn að
heilsu, en sló á létta strengi sem
endranær.
Þetta er síðasta minningin mín
um Pál, sitjandi á móti okkur við
eldhúsborðið, glettinn á svip eins og
í gamla daga. Eftir þetta hallaði ört
undan fæti hjá honum.
Yngsti sonurinn, Eyjólfur, tók við
búinu og Guðrún og Páll keyptu íbúð
á Króknum. En hugur Páls var allt-
af í sveitinni. Nú er Páll Starri all-
ur. Hann andaðist 12. janúar síðast-
liðinn.
Vegna vályndis veðra komst ég
því miður ekki til að fylgja honum
síðasta spölinn, eins og ég hafði þó
alltaf ætlað mér.
Fyrir mína hönd, foreldra minna
og systkina, sendi ég Guðrúnu, son-
um þeirra og Ijölskyldum, samúðar-
kveðjur, með þakklæti fyrir gott
nágrenni og trausta og ómetanlega
vináttu gegnum árin.
Guð blessi þau öll.
Snæbjörg R. Bjartmarsdóttir
frá Mælifelli.
SIEMENS
Cterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
2ám
í tilefni þess
bjóðum við jakkaföt á
kn 14.900.- 2^0,-
Stakir jakkar á
kr: 10.900.- l^fltfo.-
frá 15. -19. maí.
Laugavegi 97 S.621655
Þvottavélar
Uppþvottavélar
Eldavélar
r~i ÍEÍS 1 ÖDDÖ 1
r i
lr QD I
Örbylgjuofnar
Gœðcitœki fyrir
þig og þína!
SMITH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300
Síðasti pöntunardagur I næsta hluta nýs ríkissapiings til kaupa á Macintosh tölvubúnaði með verulegum afslætti er
é Apple-umboðiö Radíóbúðin hf. JLU• 111^1] Innkaupastofnun ríkisins