Morgunblaðið - 15.05.1990, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1990
43
Minning:
Ardís Sigurðardóttir
írá Sunnuhvoli
Fædd 14. júní 1910
Dáin 5. maí 1990
Ardís Sigurðardóttir fyrrum hús-
freyja á Sunnuhvoli í Bárðardal lést
5. maí. Hún varfædd 14. júní 1910.
Foreldrar hennar voru Sigurður
Tómasson frá Stafni í Reykjadal
og kona hans, Herdís Tryggvadótt-
ir frá Arndísarstöðum. Sigurður var
bóndi og kennari á Halldórsstöðum
í Bárðardal en varð skammlífur, dó
1911 þegar Árdís dóttir hans var
enn á fyrsta'ari. Hann var bróðir
Sigurgeirs í Stafni en Herdís var
systir Stefáns á Hallgilsstöðum og
Olafs Tryggvasonar huglæknis og
Jóns á Einbúa og síðan Möðruvöli-
um. Árdís var því frændmörg um
dali þá sem hér eru nefndir og má
lesa um það í þingeyskum mann-
fræðibókum.
Árdís ólst upp með móður sinni.
Hún brá á það ráð að nema ljósmóð-
urfræði 1916 og fól foreldrum
sínum dótturina á meðan. Að loknu
námi varð hún Ijósmóðir á Sval-
barðsströnd og þar átti Árdís heima
hjá henni 1917 til 1925. Síðan var
Herdís eitt ár ljósmóðir í Bárðardal
og eftir það á ýmsum stöðum. Þá
var Árdís farin að vinna fyrir sér
í vistum og kaupavinnu. Hún var í
námi i héraðsskólanum á Laugum
1929-31.
Þær mæðgur munu hafa búið við
þröngan kost á Svalbarðsströnd-
inni. Síðustu stríðsárin 1917 og
1918 voru mörgum þung í skauti,
dýrtíð mikil, en Herdís ör í lund og
rausnarkona. Árdís vandist heimil-
isstörfum hefðarkvenna þegar hún
var í vist hjá frú Guðjohnsen á
Húsavík. Hún var fljót að tileinka
sér verklag og vinnubrögð og sér-
lega vel verki farin alla tíð.
Hún giftist Gunnlaugi Jónssyni
á Sigurðarstöðum. Hann var fædd-
ur 19. apríl 1900. Þau hófu búskap
á nýbýli í landi Sigurðarstaða 1935
og nefndu heimili sitt Sunnuhvol.
Gunnlaugur var smiður og kom
það sér vel þar sem nýbýlið þurfti
þess með að allt væri byggt frá
grunni. Að því var farið með gát
og hagsýni. íbúð þeirra var fyrstu
árin byggð yfir peningshúsin.
í byrjun árs 1939 kom ég fyrst
í Bárðardal. Ég átti þá að heim-
sækja ungmennafélög sýsiunnar og
kom að áliðnum sunnudegi með
góðu föruneyti úr Mývatnssveit að
Sandvík til að vera þar á fundi um
kvöldið. Þá sá ég Árdísi fyrst.
Hún hafði verið samtímis systk-
inum mínum í Laugaskóla. Oft hef
ég notið þess að hitta fyrir fólk sem
þekkti einhverja nákomna mér og
svo var að þessu sinni. Árdís bauð
mér heim til gistingar að fundi lokn-
um og ég tók því með þökkum.
Seinna um kvöldið fékk ég annað
heimboð en þá voru örlög mín ráðin.
Menn undu lengi nætur við dans
og umræður í Sandvík svo að liðið
var að morgni þegar við komum
að Sunnuhvoli. Áuk mín tók Árdís
heim til sín til gistingar vinkonu
sína, Rebekku á Sandhaugum.
Mánudaginn sem fór í hönd var
ég fijáls en átti að mæta á fundi
í Reykjahverfi þriðjudagskvöldið.
Ég hélt því kyrru fyrir á Sunnu-
hvoli mánudaginn. Virtist mér allt
á býli þeirra Gunnlaugs og Árdísar
með myndarbrag og féll hið besta
að tala við fólkið. Þarna var fólk
sem hugsaði og vann samkvæmt
þeirri lífsskoðun sem trúað var á.
Þarna var heimili sem sómdi sér
vel í framsókn fijálsrar þjóðar. Því
var það andleg fullnæging að dvelja
þar.
Þegar við Rebekka giftumst
hálfu þriðja ári síðar þótti mér vel
eiga við að Árdís var svaramaður
minn. Hún hafði verið örlagavaldur
á minni ferð.
Þrjú eru börn þeirra Árdísar og
Gunnlaugs: Sigrún kennari, Jón
bóndi á Sunnuhvoli og Herdís
bankamaður.
Þegar börn Árdísar voru í fram-
haldsnámi á Akureyri fylgdi hún
þeim þangað, fékk sér þar íbúð og
atvinnu og hélt þeim heimili. Seinna
þegar Gunnlaug þraut heilsu og
þurfti að vera undir læknishendi
og á sjúkrahúsi fylgdi hún honum
þangað en hann andaðist 1. febrúar
1986 eftir langvinn veikindi.
Atvikin höguðu því svo að við
hjónin dvöldum nokkrum sinnum
dögum saman á Akureyri vegna
mannfunda og annars hin síðustu
ár. Árdís tók okkur þá af sömu
gestrisni og vinsemd og áður. Enn
var gott við hana að ræða um liðna
tíð og um ljóma hins daglega lífs.
Hún var sjálfri sér lík og lífsstefnu
sinni trú og vinur vina sinna.
Gott er hana að muna.
H.Kr.
í dag, 15. maí 1990, verður bor-
in til moldar á Akureyri skörungs-
konan Árdís Sigurðardóttir fyrrum
húsfreyja á Sunnuhvoli í Bárðardal
og síðar á Þórunnarstræti 132 á
Akureyri. Hún andaðist af völdum
heilablæðingar næstum áttræð á
hádegi hinn 5. maí. Um nokkurra
ára skeið hafði hún átt við van-
heilsu að stríða og hafði dvalið
síðustu mánuðina á Dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri við gott atlæti og
nærfærna hjúkrun. Hvíldin var
kærkomin þar sem heilsan var bil-
uð. Árdís fæddist 14. júní 1910 á
Halldórsstöðum í Bárðardal. Faðir
hennar var Sigurður Tómasson frá
Stafni í Reykjadal búfræðingur og
mjög vel látinn barnakennari í
Ljósavatnshreppi og Bárðardal.
Hann hafði í mörg sumur stjórnað
vinnuflokki við jarðabætur og einn-
ig unnið við smíðar og húsabygg-
ingar, myndarlegur hæfileika- og
dugnaðarmaður. Árið næsta á und-
an hafði hann gerst bóndi á Hall-
dórsstöðum. Sigurður fæddist 30.
júlí 1877 en hann lést úr bráðum
berklum í apríl 1911 á öðru ári
búskapar síns á Halldórsstöðum,
langt um aldur fram og var harm-
dauði öllum. Árdís var þá enn á
fyrsta ári eina barn Sigurðar og
konu hans, gift 21. júní 1909,
Herdísar Tryggvadóttur frá Arndís-
arstöðum í Bárðardal, fædd 28.
sept. 1889. Hún var um skeið ljós-
móðir í Bárðardal og tók þá meðal
annars á móti þeim sem þetta skrif-
ar, reisnarkona að allri gerð og
myndarleg til munns og handa. Hún
var systir Olafs huglæknis á
Hamraborg við Akureyri, Stefáns á
Hallgilsstöðum í Fnjóskadal, Jóns á
Möðruvöllum fram í Eyjafirði og
Elínar sem lengst bjó og starfaði í
Reykjavík. Þrjú systkini dóu í æsku.
Móðir Herdísar, Jóhanna Stefáns-
dóttir, var föðursystir Vilhjálms
Stefánssonar landkönnuðar.
Árdís var á Héraðskólanum á
Laugum í 2 vetur og tók auk þess
ýmis námskeið í saumi og vefnaði.
Hún var myndvirk og óf talsvert,
hún var framkvæmdasöm og hinn
mesti dugnaðarforkur að hveiju
sem hún gekk hvort sem það var
fín vinna við hannyrðir eða erfiðis-
vinna.
Árdís giftist 21. júní 1932 Gunn-
laugi Jónssyni fæddum 19. apríl
1900 á Sigurðarstöðum í Bárðar-
dal. Foreldrar hans voru Jón yngri
bóndi þar Jónsson, Jónssonar í
Baldursheimi, lliugasonar og
Jónína Sölvadóttir, Magnússonar
frá Nesi í Loðmundarfirði. Systkini
Gunnlaugs voru María sem giftist
norskum manni og bjó lengst í Ála-
sundi, Jón Baldur bóndi á Stóruvöll-
um, Sölvi Steinarr bóndi á Sigurðar-
stöðum, Sigurður sem dó úr afleið-
ingum botnlangabólgu þijátíu ára
gamall nýlega farinn að búa á Sig-
urðarstöðum á móti Sölva og Anna
Steinunn sem dó úr berklum aðeins
tæpra 23ja ára gömul nýgift að
Lundarbrekku. Árdís og Gunnlaug-
ur hófu búskap á Sigurðarstöðum
sama ár og þau giftust en fóru
brátt að byggja sér fallegt hús og
haganlegt, eins konar kastala við
bakka Skjálfandafljóts og stofnuðu
nýbýlið Sunnuhvol. Þangað fluttu
þau í snemmsumars 1935. Langa
ævi bjuggu þeir bræður Gunnlaugur
og Sölvi og ijölskyldur þeirra í sama
túni og góðu nábýli. Gagnkvæm
vinátta og hjálpsemi hefur haldist
áfram meðal afkomenda þeirra.
Gunnlaugur var hagur maður
velvirkur og útsjónarsamur og var
því eftirsóttur í vinnu við smíðar.
Hann var greindur vel og hagmælt-
ur, hægur í fasi en íhugull og seinn
til svars. í fyrstu sýn virtist sem
þau hjón væru mjög ólík þar sem
Árdís var skjótráð og fljót til svars
og gustaði um hana af tilþrifamikl-
um dugnaði og myndarskap. Sam-
band þeirra var þó alla tíð þrungið
gagnkvæmri hlýju og virðingu.
Áldrei bar þar skugga á.
Börn þeirra eru þrjú öll mann-
taksfólk: Sigrún barnakennari fyrst
á Akranesi, svo í Reykjavík, f. 16.
apríl 1933 á Sigurðarstöðum, fyrr-
verandi maki: Hjálmar Þorsteins-
son. Börn þeirra eru Erlingur
Hjálmarsson, f. 4. ágúst 1953 bú-
settur í Kópavogi, rnaki: Guðrún
Þorgeirsdóttir. Hann á eina dóttur
Helgu Sigurlaugu, f. 2. sept. 1976
og Gunnhildur Hjálmarsdóttir, f.
26. okt. 1962 búsett í Kaupmanna-
höfn, maki: Klaus Metzler. Þau eiga
einn son, Daníel Þorstein, f. 25.
apríl 1989.
Jón Aðalsteinn sonur Árdísar og
Gunnlaugs, f. 20. júní 1936, maki:
Sigríður Ólafsdóttir. Hann tók við
föðurleifð sinni og býr á Sunnu-
hvoli. Herdís dóttir þeirra, f. 1. maí
1942 býr á Akureyri og er útibús-
stjóri Brekkuútibús_ Landsbankans
þar, maki: Friðrjk Ágústsson. Þau
eiga einn son, Gunnlaug Friðrik, f.
16. mars 1972.
Árdís var ævinlega stór í sniðum
og gestrisni þeirra Gunnlaugs var
við brugðið. Þegar þau höfðu búið
á Sunnuhvoli í 20 ár hófu þau bygg-
ingu á myndarlegu steinhúsi við
hlið þess eldra. Var það fullbúið á
aðfangadag 1956. Sumarið eftir
héldu þau veglegt silfurbrúðkaup í
nýja húsinu og buðu allri sveitinni
og mörgum öðruih vinum og vanda-
mönnum. Þá orti Gunnlaugur:
„Sækja heim að Sunnuhvoli seggir fróðir,
lítil börn og baugaslóðir,
bjóðast öllum réttir góðir.“
Það má með sanni segja, að rétt-
irnir sem Árdís bar fyrir gesti sína
voru góðir og vel útlátnir.
Lengstum var hópur af börnum
í kringum Árdísi. Farskóli fyrir
börn var um árabil á Sunnuhvoli
hluta úr vetri. Á hveiju sumri var
hópur af börnum á Sunnuhvoli.
Nærri lætur að þar hafi að öllum
töldum verið í umsjá Árdísar og
Gunniaugs allt að 100 börn í eftir-
minnilegri og uppbyggjandi sumar-
dvöl. Bæði voru hjónin barngóð og
umhyggjusöm.
Gunnlaugur varð fyrir því slysi
á besta aldri að falla af húsþaki
við smíðar og við það laskaðist
hann svo í mjöðm að hann varð
aldrei jafngóður og fatlaður er leið
á ævina en hann var samt sístarf-
andi. Þetta varð vitanlega til þess
að bústörfin lögðust með auknum
þunga á Árdísi, en hún reis undir
því með sóma.
Upp úr 1940 lagðist mæðiveiki
á fjárstofninn. Það olli margra ára
erfiðleikum og fjárhagstjóni. Á
þessu tímabili og lengi síðan stund-
aði Gunnlaugur húsasmíðar utan
heimilis. Fyrr á ævinni hafði hann
unnið við uppsetningu heimaraf-
stöðva í sveitinni og er frá leið sá-
hann um viðliald þeirra, sem þýddi
margar fjai-vistir frá heimilinu.
Meðal margra áliugamála hans
var stórvirkjun Skjálfandafljóts
með uppistöðulóni í íshólsvatni.
Skrifaði hann greinar í blöð til skýr-
ingar á hugmyndum sínum. -
Um það bil sem sonur þeirra tók
við búinu réð Árdís sig í vinnu til
Akureyrar að vetrinum fyrst í
saumastofu fyrirtækisins Amaro en
síðan í mötuneyti Menntaskólans
og var heima á Sunnuhvoli á sumr-
um. Síðar kom að því að þau Gunn-
laugur fluttu heimili sitt að Þórunn-
arstræti og bjuggu þar síðan. Gunn-
laugur var iengi mjög veikur og
hjúkraði Árdís honum af nærfærnÞ
meðan hann var heima en síðasta
tímann var hann á Dvalarheimilinu
Hlíð. Hann dó 1. febrúar 1986 og
var jarðsettur á fallegum stað í
kirkjugarðinum á Akureyri þar sem
Árdís verður nú lögð til hinstu hvílu
við hlið bónda síns.
Sigurður Sigurðarson
frá Sigurðarstöðum.
Heimsmeistari
HARALD LIESE
Einn af f remstu rokkdönsurum heims kemur sem
gestakennari á 10 daga námskeið sem hefst 5. júní
ROCK, ACROBATIC,
MYNSTURDANS
bœði fyrir hyrjendur og lengra komna.
Athugið! Aöeins takmarkaður fjöldi kemst og því betra
að skrá sig tímanlega.
INNRITUN í síma 74444 kl. 1400-1600
DnnssHiii
STVRIDSS0BRR