Morgunblaðið - 15.05.1990, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAI 1990
45
SigurlaugM. Jóns-
dóttirfrá Ósi
Fædd 10. júlí 1908
Dáin 5. maí 1990
í dag kveðjum við mikla merkis-
konu hinsta sinni. Allt sitt líf þjó
hún og starfaði sem húsfreyja vestur
á Skógarströnd þótt hún hefði raun-
ar vetursetu í Reykjavík síðustu tvo
áratugina. Hún var lífsglöð kona
sem alltaf hugsaði síðast um sjálfa
sig en bar þeim mun meiri um-
hyggju fyrir öðrum. Þess vegna var
sérlega ánægjulegt að þekkja hana
og umgangast.
Sigurlaug María var dóttir Þór-
unnar Magnúsdóttur Ijósmóður og
Jóns bónda Loftssonar á Keisbakka
á Skógarströnd. Hún var elst fimm
systkina. Bræðurnir tveir, Daníel og
Gunnar, eru látnir, en systurnar
Þórunn og Guðrún búa báðar í
Reykjavík. Uppeldissystirin Saibjörg
Eyjólfsdóttir býr í Hafnarfirði.
Á Keisbakka var búið myndarbúi
enda húsbændurnir mikið áhuga- og
dugnaðarfólk. En vegna starfs móð-
ur sinnar og veikinda á heimiiinu
þurfti amma þó snemma að vinna
mikið. Frá unga aldri tók hún virkan
þátt í öllum heimilisstörfum og hjálp-
aði til við umönnun systkina sinna
fjögurra. Engu að síður brá hún sér
yfir Hvammsfjörðinn að Staðarfelli
og var þar við nám fyrsta starfsár
húsmæðraskólans.
Það er því enginn vafi að afi minn,
Guðmundur Daðason frá Setbergi í
sömu sveit, vissi að hvetju hann
gekk þegar hann kvæntist ömmu
og flutti með henni að Osi árið 1933.
Þar bjuggu þau búi sínu óslitið í 35
ár og' þrátt fyrir búfjársjúkdóma,
kreppu og aðrar búmannsraunir þess
Sárt er að hugsa til þess að æsku-
vinur okkar, Maggi, sé dáinn. Við
kynntumst öll þijú sumarið 1981, þar
sem við vorum í sveitinni hjá Helgu
og Úlla, en Helga var frænka Magga
og annarrar okkar Lilju. Þar sem svo
margir Maggar voru í ættinni var
Magnús Arnar ávallt kallaður Maggi
„litli", þar sem hann var yngstur og
einnig lægstur í vextinum af þeim
þremur. Eldri sonurinn á bænum
gekk undir nafninu Maggi „stóri“,
en hann varð síðar mágur hinnar
okkar, Gunnu Stínu, og bróðir Lilju
var Maggi „rnið“.
Maggi „litli" var í sveit í Bryðju-
holti nokkur sumur og var alltaf gam-
an að koma þangað, því við vissum
að við myndum eiga skemmtilegar
stundir saman.
Maggi var alltaf í góðu skapi og
reyndi einnig að koma öllum öðrum
í gott skap, enda var ómögulegt að
vera í fýlu nálægt honum. Hann snéri
öllu upp í grín og glens og jafnvel
leiðinlegustu sveitastörfin, eins og að
moka flórinn, urðu skemmtileg.
Ófáar urðu þær stundirnar er við
skruppum þijú saman í útreiðartúr
og eignuðum við okkur sinn hestinn
hvert. Lilja var alltaf á Dúfu, Gunna
Stína á Nett og Maggi á Púlla. Oft
var í þessum ferðum rifist um hver
ætti að fara af baki og opna þau
hlið er á vegi okkar urðu. Þar sem
við stelpurnar vorum vissar um að
Maggi væri svo herramannslegur
neyddum við hann ætíð til þessa leið-
indaverks. Þó var það í eitt skiptið
að Gunna Stína aumkaði sig yfir
hann (reyndar nauðug viljug þar sem
hún var yngst) og opnaði eitt hliðið.
En þegar sú stutta ætlaði að- príla á
bak aftur tókst ekki betur til en svo,
að merin lagði af stað með Gunnu
Stínu hangandi í öðru ístaðinu, að
sjálfsögðu flaug hún af baki og tók
nokkra afturábakkollhnísa. Sem bet-
ur fer meiddi hún sig ekki alvarlega
en varð þó nokkuð aum í hálsinum.
Þegar heim var komið reyndi nú
Maggi að bæta úr öllu og bjó í skyndi
til brúðuleikrit með legóhestum (sem
hausarnir voru alltaf að detta af)
fyrir Gunnu Stínu. Einnig var hann
svo rausnarlegur að gefa henni tíu
$þig fyrir kollhnísana. Reyndar var
tíma voru þau ávallt óvenju lífsglöð
og hamingjusöm hjón. Þau eignuð-
ust fimm börn; Þóri, Maríu, Jón
Daníel, Ásdísi og Auði og barnabörn
og barnabarnabörn eru nú komin á
íjórða tuginn.
Ég var aðeins á sjötta ári þegar
ég fór fyrst til sumardvalar frá Sauð-
árkróki í sveitina til ömmu og afa
vestur að Ósi. Og það urðu mér
ógleymanleg og ómetanleg sumur.
Ég kynntist lífinu án rafmagns og
þeirra sjálfsögðu þæginda sem því
fylgir, — skilvindunni, kaffikvörninni
og olíuvélinni, og mjólkin handa
bæjarbarninu var kæld í flösku í
vatnsfötu. Þau fugla- og blómanöfn
sem ég kann í dag lærði ég af ömmu.
Hún sagði mér endalausar sögur,
þuldi fyrir mig vísur og þulur og 6
ára gömul kom ég læs heim úr sveit-
inni.
Hún kenndi mér mínar fyrstu lex-
íur í matarmenningu: Ég var send
út að tína hornblöðkur sem amma
notaði í te og seyði. Það var rammt
en ég lét mig hafa það að drekka
það henni til samlætis. Við fengum
okkur flís af hráu hangikjöti í kjall-
aranum og matseðill hússins inni-
hélt jafnvel svo þjóðlega rétti sem
svartbaksegg, selkjöt og blóðgraut
þótt rabbarbaragrauturinn og
pönnukökurnar hafi verið ofar á vin-
sældalistanum hjá mér.
Þrátt fyrir erilsamt húsfreyju-
starfið virtist amma alltaf hafa nóg-
an tíma fyrir mig og ég veit að systk-
ini mín og frændsystkini hafa sömu
sögp að segja af sínum sumardvölum
á Ósi. Sama alúðin kom fram í
umgengni hennar við dýrin; gömlu
kýrnar Hrefnu og Baulu, hundinn
Kol, heimalningana og hænurnar
Maggi mikið betri en við stöllurnar
í fimleikum, enda dauðöfunduðum við
hann af þessum „flikk-flakk-heljar-
stökkum" sem hann gat tekið og
fékkst einstaka sinnum til að sýna
okkur ef við báðum hann vel.
Stundum áttum við þijú til að gera
það sem við máttum ekki, eins og
að stríða hænunum og leika okkur í
hlöðunni, en þar hafði Maggi útbúið
„Tarzan-kaðla“ sem við gátuni sveifl-
að okkur í og stokkið í heyið. Eitt
af því sem okkur líkaði best við
Magga var hve hreinskilinn hann var
og blátt áfram hann sjálfur, í honum
voru engir „töffarastælar" eins og í
flestum strákum á þessum aldri.
Eitt sinn er við vorum í útreiðartúr
töluðum við um drauga og myrkfælni
allan tímann og var Maggi ekkert
feiminn við að viðurkenna að hann
gæti einnig orðið myrkfælinn, en
þetta efumst við um að margir aðrir
11-12 ára strákar hefðu viðurkennt.
Er við komum aftur heim um kvöld-
ið, og vorum að ganga frá reiðtygjun-
um heyrðum við eitthvert þrusk, í
fyrstu stirðnuðum við upp, en síðan
var gerð leifturárás á hurðina. Þess-
um stærri og frekari tókst að troða
sér út, en Gunna Stína litla hljóp
beint á vegginn og leit út eins og
einhyrningur í nokkra daga á eftir.
Alltaf fann Maggi upp á einhveiju
skemmtilegu að gera og eitt kvöldið
tjölduðum við úti í garði, beint fyrir
framan bæinn, bara til að gera eitt-
hvað sniðugt. Við sváfum þar þijár
stelpur, við vinkonurnar og önnur
stelpa sem var í sveit á bænum, og
svo Maggi. Þar sem hann var eini
strákurinn fékk hann ekki frið fyrir
okkur stelpunum sem vorum alltaf
að stríða honum.
Þær eru margar góðar minning-
arnar sem við eigum um Magga og
við gætum lengi haldið áfram að
telja. Þegar við urðum eldri fórum
við ekki eins oft upp í sveit og áður,
og Maggi fór að vinna annars staðar
á sumrin. Því urðu samverustundir
okkar í seinni tíð ekki eins margar
og við hefðum viljað. Maggi var sá
yndislegasti vinur er við nokkurn
tímann eignuðumst. Það var ekki til
neitt illt í honum, enda segir einhvers
staðar að þeir deyi ungir sem guðirn-
ir elska.
hugsaði hún um eins og bestu vini
sína.
Amma og afi brugðu búi að mestu
árið 1968 og fluttu til höfuðborgar-
innar. Hveiju einasta sumri þaðan í
frá eyddu þau þó fyrir vestan og þar
hef ég og fjölskylda mín átt með
þeim margar ánægjulegar stundir.
Okkur þykja þó ekki síður minnis-
stæðar og merkilegar heimsóknir
okkar til þeirra í Reykjavík þar sem
þau skildu aldrei hvernig við nennt-
um að koma og hanga yfir þeim
gamalmennunum. En þetta voru
sannarlega engar skylduheimsóknir.
Sá ótrúlegi fróðleikur sem þau
bjuggu yfir um menn og málefni,
ættfræði og skáldskap, lífið og til-
veruna kom okkur sífellt á óvart,
og það var ævinlega á léttu nótun-
um. I hvert skipti fengum við nýjar
sannanir fyrir því að kynslóðabilið
er ekki óbrúanlegt og það skiptir
margt annað máli í lífinu en nýjustu
fréttir af efnahagsmálum og veðri.
Ég á eftir að sakna þeirra daga
þegar amma hringdi að spyija frétta
af mér og dætrum mínum. Éitt heil-
ræði gaf hún mér um uppeldi sem
lýsir henni betur en mörg orð: „Það
er bara að vera nógu góður við þau.“
Um leið og ég fagna því að María
eldri dóttir mín skyldi eiga þess kost
að kynnast langömmu sinni bæði
vestur á Ósi og hér í Reykjavík,
sakna ég þess að Sólveig litla skuli
ekki fá að njóta þess sama.
Fjölskyldunni og Guðmundi afa
mínum óska ég alls hins besta á
þessari saknaðarstund um leið og
ég flyt ömmu bestu þakkir frá mér,
systkinum mínum og fjölskyldum
þeirra.
Það eru forréttindi að hafa fengið
að alast upp í nálægð slíkrar konu.
Blessuð sé minning hennar.
Ingibjörg Bragadóttir
og Ijölskylda.
Það var fyrir 30 árum að ég sá
tengdamóður mína í fyrsta sinn. Það
var vor, veður eins og það er feg-
Guð styrki unnustu hans og fjöl-
skyldu í þessari miklu sorg.
Lilja og Gunna Stína
Það er sunnudagskvöld og vinur
okkar hringir og tilkynnir okkur að
Maggi, Magnús Arnar Garðarsson,
hafi látist í umferðarslysi fyrr um
daginn. Það er erfitt að trúa því að
tvítugur drengur sé hrifinn frá okkur
þegar lífið virðist blasa við honum.
Þó að við hefðum ekki þekkt hann
nema í tæp fjögur ár, eða frá því
að hann fluttist á Selfoss, var hann
búinn að gefa okkur svo ótal margar
ánægjustundir.
Maggi var hlédrægur og frekár
feiminn drengur, en fyrir okkur sem
þekktum hann var hann eins góður
félagi og hugsast gat. Alltaf var stutt
í húmorinn hjá honum og hann átti
auðvelt með að lýsa hversdagsle-
gustu atvikum á skemmtilegan hátt.
Maggi var alltaf mikill bíladellu-
karl. Því kunni hann vel við sig í
AB-skálanum þar sem hann vann
talsverðan tíma við bílasprautun og
einnig líkaði honum vel við nýja
starfið þar sem hann ók sendi-
ferðabíl hjá fyrirtæki í Reykjavík.
Kristrún, unnusta Magga, vann hjá
sama fyrirtæki og voru þau að stíga
sín fyrstu spor í sambúð. Það er því
erfitt að sætta sig við að missa svona
ungan og hæfileikaríkan dreng og
stórt skarð er höggvið í vinahópinn.
En þeir sem guðirnir elska deyja
ungir og við sitjum eftir með ótal-
margar góðar minningar um ljúfan
dreng.
Foreldrum, systkinum, unnustu og
öðrum aðstandendum sendum við
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Vignir Þór og Bjössi
Magnús A. Garðars-
son — Kveðjuorð
urst. Þannig urðu líka öll okkar
kynni. Ég minnist allra glöðu stund-
anna á heimili þeirra Sigurlaugar
og Guðmundar, bæði hér og á Ösi.
Þó oft væri þröngt, var ætíð nóg
hjartarúm, allir boðnir velkomnir.
Eða eins og tengdamóðir mín sagði
eitt sinn: „Það er sæti fyrir alla á
Ósi.“
Barnabörnin nutu ekki síst ástúð-
ar hennar, enda dvöldu flest þeirra
eitt eða fleiri sumur í sveitinni og
minnast enn þeirra glöðu daga.
Sigurlaug var vel gefin, fróð og
naut sín vel á góðum stundum. Og
þó að heilsan væri ekki alltaf góð,
lét hún ekkert aftra sér þegar eitt-
hvað stóð til innan fjölskyldunnar
sem annars staðar ef vinir vildu
gleðjast.
Mér var hún sem önnur móðir,
ávallt boðin og búin að hjálpa til,
ekki síst ef erfiðleikar voru. Ég
minnist þess er ég sat með son minn
mikið veikan af mislingum. Dagur-
inn var orðinn langur. Þá var eins
og allt í einu birti, þegar tengdamóð-
ir mín kom og bauð mér að sitja hjá
honum á meðan ég færi út og hvíldi
mig um stund.
Það verður mikið tóm eftir þegar
hún er ekki lengur meðal okkar, tóm
sem ekki verður fyllt. En minningin
lifir um góða konu sem öllum vildi
vel. Ég þakka tengdamóður minni
fyrir allan þann kærleika og ástúð
sem hún ávallt sýndi mér og börnum
mínum.
Guð blessi minningu hennar.
Hlíf Samúelsdóttir
Móðursystir mín Sigurlaug María
Jónsdóttir fæddist 10. júlí 1908 á
Keisbakka á Skógarströnd. Foreldr-
ar hennar voru Jón Loftsson bóndi
þar og kona hans Þórunn Magnús-
dóttir. Sigurlaug ólst upp á Keis-
bakka, elst í hópi fimm systkina.
En þau voru Daníel, sem var næstur
henni að aldri og dó ungur, Guðrún,
Gunnar og Þórunn. Frá æskuheimili
frænku minnar sá vítt um Hvamms-
fjörð innanverðan. En innstu eyjarn-
ar í þeim mikla eyjaklasa, sem fyllir
næstum upp í mynni fjarðarins, eru
skammt undan landi á Bakka, eins
og bærinn var oftast kallaður í dag-
legu tali. Þarna var mikill verka-
hringur fyrir ábúendur og uppvax-
andi barnahóp, ekki síst þau eldri.
Oft var ýtt úr vör í eyjarnar, og
heimastörfin erfið og vinnufrek. Eft-
ir að ég eltist hefi ég oft spurt sjálf-
an mig: Voru ekki þarna festar þær
djúpu og seigu rætur í skapgerð
Sigurlaugar, sem einkenndu hana
alla tíð í óbilandi dugnaði og seiglu,
sem aldrei bilaði þar til yfir lauk.
Á ströndinni við fallega íjörðinn
sinn átti hún líka eftir að búa langa
ævi. Árið 1933 giftist hún sveitunga
sínum, Gúðmundi Daðasyni, og byrj-
uðu þau búskap á eignaijörð hans,
Ósi á Skógarströnd.
Eins og títt var þá um bæjarbörn
var ég ungur sendur í sveit til
frænku minnar á Ósi. Þegar ég kom
fyrst að Ósi var ég sjö ára og reyndi
að bera mig mannalega á nýja heim-
ilinu. Ég minnist þess hins vegar að
þegar ég átti að fara að sofa tók
heimþráin að þjá hetjuna. Þá settist
Lauga frænka á rúmstokkinn hjá
mér, strauk mér um hárið og bægði
frá mér raunum heimsins.
Veran á Ósi er í minningunni eitt-
hvað alveg sérstakt. Þar var nóg við
að vera. Maður varð strax þátttak-
andi í lífi og störfum þessa góða
fólks og kynntist búskaparháttum
þeirra tíma. Engar vélar ógnuðu litl-
um krakka sem vildi vera með í öllu,
bara gömlu góðu tækin, orf og hrífa,
hestar og vagnar. Hestarnir heilluðu
mest. Þegar ég lít til baka finnst
mér ómetanlegt að hafa fengið að
lifa þessi sumur í sveitinni. Ég lék
mér í túnbrekkunni með börnunum
á bænum sem voru fimm, og mér
alla tíð sem systkini. Á þessum árum
var ég staðráðinn í að verða bóndi
og hafði falast eftir Ósi til ábúðar.
Til trausts og halds hafði ég fullviss-
að frænku og frænda um að þau
mættu vera hjá mér eins lengi og
þau vildu og var víst mikið brosað
í laumi að þessum kotroskna unga
manni.
Þegar veru minni á Ósi lauk tók
bróðir minn við og naut ekki síðra
atlætis en ég hafði gert.
Ós átti sinn stóra sess í huga
frænku minnar og víst er um það
að fallegt er á Ósi. Guðmundur og
Sigurlaug eyddu þar sumrunum eft-
ir að þau brugðu búi og fluttust til
Reykjavíkur. Þegar sól hækkaði á-
lofti var farið að huga að vesturferð
og hugurinn allur í sveitinni. Ós
varð líka miðstöð fjölskyldunnar þar
sem saman komu börn og barnabörn
ásamt venslamönnum og vinum.
Frænka mín stóð alla tíð fyrir stóro
og mannmörgu heimili þar sem oft
var þröngt setinn bekkurinn en nóg
af hjartahlýju og rausnarskap. Hún
bjó einnig yfir ríkri kímnigáfu og
naut þess að vera innan um fólk og
gleðjast ágóðri stund. Smitandi hlát-
ur hennar kom öllum í gott skap.
Guðmundur og Sigurlaug fluttu
til Reykjavíkur þegar heilsa hennar
tók að bila. Þar áttu þau heima að
vetrinum og þar mætti öllum sama
veitula gestrisnin og fyrir vestan:
Nú þegar leiðir skilja vil ég þakka
elskulegri frænku minni fýrir liðna
sumardaga á Ósi og alla gæsku
hennar við mig og mína.
Ég votta þér, Guðmundur frændi,
börnum þínum og öðrum ástvinum
innilegustu samúð mína og fjölskyld-
unnar.
Jón Atli Kristjánsson
Það er ekki auðvelt að trúa því
að hún amma sé dáin, hún sem
ávallt virtist órfjúanlegur hluti af
lífi okkar allra sem hana þekktu.
Það hefur myndast tóm þar sem
amma var, sem verður aldrei fyllt.
Glaðværð var hennar helsta merki
og sjaldan var svo illa komið að
amma gæti ekki hlegið dátt.
Ég minnist glaðra daga á Ósi í
hópi frændsystkina, í sjö sumur var
ég í sveit hjá afa og ömmu á Ósi,
sumur sem ég mun aldrei gleyma.
Ós var fyrirheitna landið hjá okkur
krökkunum, þar sem við vissum að
þar myndu afi og amma alltaf taka
á móti okkur og leyfa að njóta dag-
anna, með hæfílegri vinnu í bland.
Ég veit að með fráfalli ömmu
hefur afi misst mikið, en þó hún sé
ekki lengur á meðal okkar, mun hún
alltaf lifa í minningunni.
María G. Þórisdóttir
Okkur systkinin langar til að
kveðja elskulega ömmu okkar, Sig-
urlaugu Jónsdóttur, sem lést á Borg-
arspítalanum 5. maí sl. Undanfarin
ár hafði amma átt við heilsubrest
að stríða, en þrátt fyrir það var ekki
hægt að sjá að andlegt þrek og áhugi
fyrir lífinu væri á undanhaldi.
Amma og afi bjuggu á Ósi á Skóg-
arströnd en fluttu til Reykjavíkui
fyrir um það bil tuttugu árum. Öll
sumur hafa þau dvalið í sveitinni,
þangað stefndi hugurinn er vora
tók. Við barnabörnin vorum alltaf
velkomin með að Ósi og slógum við
ekki hendinni á móti því. í sveitinni
var alltaf líf og fjör og nóg að ger-
ast. Sumrin hjá afa og ömmu á Ósi
eru okkur ógleymanleg.
Við söknum þess sáit að geta
ekki lengur setið við eldhúsborðið
hjá ömmu og borðað kleinur og
spjallað um heima og geima. Það
var gaman að ræða við ömmu, hún
vissi svo margt og sagði skemmti-
lega frá. Mjög gott var að leita til
hennar ef við þurftum að fá að vita
eitthvað því hún hafði lesið mikið
og var stálminnug og fróð.
Þessi fátæklegu orð eiga ekki að
vera upptalning á öllum hennar kost-
um heldur langar okkur að þakka
henni allt sem hún gerði fyrir okk-
ur. Við biðjum Guð að styrkja afa
okar og aðra aðstandendur í sorg
þeirra.
Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá
fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar
jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í
fyrsta sinn. (KahUl Gibran) -
Þorri, Gulla og Gunnur.