Morgunblaðið - 15.05.1990, Page 47

Morgunblaðið - 15.05.1990, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1990 47 Katrín Gísla- dóttir - Minning Fædd 5. desember 1902 Dáin 6. maí 1990 í dag er kvödd hinstu kveðju Katrín Gísladóttir, sem andaðist á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 6. maí sl. á 88. aldursári, fer útför hennar fram frá Patreksfjarðarkirkju í dag, 15. maí. Kata, eins og hún var alltaf köll- uð, fæddist 5. desember 1902. For- eldrar hennar voru Ingibjörg Jónas- dóttir og Gísli Jóhannesson, kenn- ari og sjómaður, en hann drukknaði árið 1910. Ung að árum er hún tekin í fóstur hjá ömmu minni og afa, Auróru Gunnarsdóttur Baeh- mann og Ólafi Jóhannessyni konsúl og útgerðarmanni á Vatneyri, þar ólst hún upp ásamt sonum þeirra, Gunnari; Kristni, Garðari og Frið- þjófi. Hun gekk í barnaskóla, síðan lá leiðin í Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifaðist hún það- an. Nokkru seinna „sigldi" hún til Kaupmannahafnar og var þar á hússtjórnarskóla. Eftir það kemur Kata aftur heim til Vatneyrar og má segja að upp frá því helgi hún sig heimili fósturforeldra sinna að undanskildum tíma, sem hún var í Reykjavík við nám í bókbandi. Kata giftist ekki og hennar líf gekk út á að liðsinna og hjálpa öðrum innan fjölskyldunnar. Hún var fíngerð kona og mikið snyrti- menni, handlagin með afbrigðum og eru það áreiðanlega fleiri en ég innan fjölskyldunnar, sem eiga fal- lega hluti, sem hún gerði. Svo kom að því að hún eignaðist sitt eigið hús, þá komin á fullorðins ár, kall- aði hún það „Brekkubæ". Þar bjó hún sér yndislegt heimili af stakri smekkvísi og þar undi hún hag sínum vel, þar til sl. haust, en þá var heilsu hennar farið að hnigna og hún fer á sjúkrahúsið, þaðan sem hún átti ekki afturkvæmt. Ég man ekki fyrr eftir mér en Kata væri í Ólafshúsi, en 1954 dynur ógæfan yfir, og þá skilja leið- ir — um tíma. En þegar við Jakob stóðum í húsbyggingu 10 árum seinna og vorum húsnæðislaus, þá kom hún til hjálpar og við fluttum á loftið í Ólafshúsi, og þar vorum við uns við gátum flutt inn í okkar hús. Já, svona var Kata, hugsaði alltaf um aðra, lét allt sitt renna til annarra, hún sjálf kom síðust. Og mikið held ég að hún hafi verið þakklát því góða fólki, sem leit inn til hennar og alltaf var hún tilbúin að liðsinna henni. Við Jakob, börnin okkar og þeirra fjölskyldur kveðjum Kötu með þakklæti og biðjum henni blessunar Guðs. Friður sé með henni. Brynhildur Garðarsdóttir Hún var lítil vexti, fínleg og lífleg. Sálin er í himinbláum tónum, hugur og tilfinningar líka, sem þýð- ir að hún var mjög trygg vinum sínum og föst fyrir. Hún var ætíð fallega klædd og hafði yndi af því sem var fagurt og frítt. Hún unni birtunni og gleðinni en var þó bund- in því sem hún hafði lært í upp- vexti sínum. Hún hafði alist upp sem prinsessa í sínu ríki og það var stærra en vanalegt er. Hún var einkadóttir foreldra sinna, hún átti fjóra bræður, svo hún fékk athygli og aðdáun í æsku. Fólkið hennar voru konungar Vatn- eyrar á Patreksfirði. Foreldrarnir voru fósturforeldrar, en faðirinn var föðurbróðir hennar, Ólafur Jóhann- esson og kona hans Auróra Jóhann- esson höfðingjar „plássins“. Þau voru góðar mannverur og sterkir persónuleikar, hann ljúfur í mjúkum vorlitum í sálarbliki sínu, hlýr, umveíjandi, höfðinglegur með mikla reisn. Hún sterk, ákveðin í djúpum litatónum, alltumlykjandi, með vakandi auga á sínu stóra og fallega heimili með mörgu þjónustu- fólki, mörgum börnum og stöðugum gestagangi. Andi þessarar sterku og góðu konu sveif yfir heimilinu í mörg ár eftir að hún flutti af foldu. Þetta heimili átti fáa sína líka. Þeg- ar hlustað var á sögur af lífsferli fólksins frá þessum tíma kemur manni í hug frásagnir af aðli Evr- ópu. Nú er seinasti hlekkur þess tíma horfínn af heimi hér, „heima- sætan“ í húsinu, Katrín Gísladóttir, fædd 5. desember 1902, og kvaddi þetta jarðlíf 6. maí 1990. Við hér í fjölskyldu undirritaðrar litum á hana sem „okkar“, hún var ein af okkur og stóð okkur mjög nærri. Móðir mín og hún voru bestu vinkonur í rúm 70 ár, þar sem vinar- böndin voru sterkari en oft gengur, í ættarböndum. Börnin okkar hafa alist upp með það að líta á Kötu „frænku“ sem eina af okkur. Hún elskaði þau og áttu þau stóran sess í hennar hjarta og hún í þeirra. Kata „frænka“ eignaðist ekki afkomendur í þessu jarðlífi en systkinabörn hennar, og þeirra börn urðu hennar. Kata „frænka“ var alltaf ung, nú segja árin að hún væri komin fast að 90 árum, en hún varðveitti stúlkuna ungu í sér. Hafði hún gaman af því sem unga fólkið hafði gaman að, í leik og fögru lífi, var alltaf fallega klædd og „dömu“-leg. Var alltaf glatt á hjalla þegar hún kom suður, kom hún með vor- ið, á hvaða árstíma sem hún birt- ist. Hún kom ekki í stuttar heim- sóknir, var oft margar vikur og gerði ekki alltaf boð á undan sér, hafði gaman af að koma okkur á óvart. Þá var ekki jafn sjálfsagt að skreppa milli landshluta og nú. Já, þá var oft gaman í heimsóknum hennar, þegar þær söfnuðust saman allar vinkonumar, Kata, Salla, Begga, Siggurnar og Anna, þá var spjallað og hlegið, rifjaðar'upp mínningar frá Kvennaskólaárunum frá því um 1920. Ekki gat hún ferðast eins og hana langaði til og nú þykir sjájf- sagt. Þó var hún í Ferðafélagi ís- lands frá byijun og held ég að fáir hafi ferðast eins mikið í huganum og hún. Hún las Ferðafélagsbæk- urnar svo að hún kunni þær næstum utanað. Hún var vel að sér í sögu og sérstaklega í ættum heldri manna á íslandi, en í þeirri stétt var hún í þessu jarðlífi. Siðustu ár voru henni erfið, lasleiki og einmana- kennd sóttu að. Nú hefur Guð mis- kunnað sig yfir hana og tekið hana til sín. Hún vill örugglega ekki líta út sem gömul og lasburða, heldur eins og ung og falleg stúlka. Þann- ig minnumst við hennar og þökkum samfylgdina og hjartahlýjuna um áratugi. Guð blessi Kötu og hennar fólk, hvar sem leiðir hennar liggja. Við kveðjum hana með broti úr ljóði Guðmundar Guðmundssonar: Hver elskuð manns-sál ódauðleg er aldrei sínum fjarri, - hin innri sjón oss vísar veg í vonar-birtu skærri. — Erla Stefánsdóttir og íjöl- skylda. Hinn 6. maí sl. andaðist á Sjúkra- húsi Patreksíjarðar frænka okkar Katrín Gísladóttir — Kata, eins og hún kaus að láta kalla sig, — en þar hafði hún dvalist frá haustnótt- um síðasta árs. Hún fæddist á Steinhúsum í Tálknafirði þann 5. desember 1902, dóttir hjónanna Ingibjargar Jónas- dóttur og Gísla Kristjáns Jóhannes- sonar kennara. Þau hjón fluttu til Patreksfjarðar og reisti hann þeim íbúðarhús þar úti í Urðum, nokkru utar en Kata dóttir hans bjó síðustu æviárin. Gísli varð síðar kennari á Patreksfirði og organisti við Eyra- kirkju þar frá vígslu hennar 1906 til dauðadags en hann fórst í fiski- róðri 1910. Kata var elst þriggja systkina, á áttunda ári er faðir hennar féll svo óvænt frá og voru þá engin ráð önnur en leysa heimil- ið sundur, þótt sárt væri. Ingibjörg, móðir hennar, flutti til Reykjavíkur með yngri börnin en föðurbróðir þeirra, Olafur Bjarni Jóhannesson, kaupmaður á Vatn- eyri og kona hans, Áróra Gunnars- dóttir Bachmann, gengu litlu stúlk- unni í foreldrastað. Fyrir áttu hjón- in fjóra drengi, Gunnar, Kristin, Garðar og Friðþjóf en höfðu áður misst tvíburadætur úr barnaveiki. Kata féll_ fljótlega vel inn í barna- hópinn. Á heimilinu var líka elsku- leg amma, móðir Áróru, Guðrún Bachmann sem öllum var einstak- lega kær. Heimilið var stórt í sniðum, iðaði af lífi og starfi og margvíslegir menningarstraumar léku um það því þangað lá leið fjölda innlendra og erlendra gesta. Patreksfjörður liggur vel_ við fiskimiðum og sigling- um og Olafur rak umfangsmikið verslunar- og útgerðarfyrirtæki sem annaðist líka fyrirgreiðslu íslenskra, danskra, enskra, þýskra og franskra skipa. Þar sem Olafur var franskur konsúll voru franskir skipstjórnarmenn iðulega gestir í Ólafsúúsi og oft kom það í Kötu hlut að sinna gestum, bæði þeim og öðrum. Hún minntist óft þessa tímabils — loka skútualdar — með ánægju. í fyllingu tímans sendi Ólafur börn sín til mennta: synina sinn í hvert landið, Danmörku, England og Þýskaland og Kötu í Kvenna- skólann í Reykjavík. Þar átti hún* skemmtileg og viðburðarík ár og eignaðist góðar vinkonur sem hún hélt sambandi við alla ævi. Seinna fór hún til Danmerkur á hinn virta og viðurkennda hússtjórnarskóla Suhrskes. Hún naut dvalarinnar þar og rifjaði oft á seinni árum upp atvik frá þeim tíma. Um nokkurra ára skeið stóð Kata fyrir rekstri brauð- og mjólk- urbúðar á vegum fyrirtækis fjöl- skyldunnar, Verslun Ó. Jóhannes- son, en það var nýmæli á staðnum. — Seinna hóf hún störf á skrifstofu ■ fyrirtækisins og vann um árabil í versluninni og sá um hana síðustu árin sem hún var starfrækt. Kata var hneigð fyrir hannyrðir og allt lék í höndum hennavauk þess var hún mjög bókhneigð. Um tíma lagði hún stund á bókband og batt mikið inn af bókum; hand- bragðið var fallegt, frágangur vandaður og hafa bækurnar staðist vel tímans tönn. Eftir fráfall Ólafs héldu þær mæðgur og Gunnar saman heimili í Ólafshúsi. Áróra lést árið 1954 og Gunnar aðeins tæpum tveim árum seinna. Eftir dauða Gunnars bjó Kata ein á æskuheimili sínu í 18 ár. Hún festi þá kaup á litlu húsi sem hún gerði hlýlegt af mik- illi smekkvísi og lagði líka góða rækt við garðinn sinn. Kata var fastur punktur í tilveru okkar barnanna, bar hag okkar mjög fyrir bijósti og við minnumst hennar með þakklátum huga. ■ Á sjúkrahúsinu naut hún ein- stakrar umhyggju og hlýju og góðra vina sem stóðu við hlið hennar til hinstu stundar. Það allt þökkum við af heilum hug. Við geymum minningar um kæra frænku. Unnur, Kolbrún og Bryndís Friðþjófsdætur. t Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, MAGNÚS BJÖRNSSON símamaður, Birkimel 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn 16. maí kl. 15.00. Inger Ester Nikulásdóttir, Björn Hólm Magnússon, Anna Fía Emilsdóttir, Valdís Magnúsdóttir, Kjartan Jónsson, Oddur Örvar Magnússon, Hulda S. Skúladóttir, Hafrún Magnúsdóttir, Karl H. Sveinsson, Elfnborg Magnúsdóttir, Gunnar Þór Guðjónsson, Margrét Ólöf Magnúsdóttir, Benedikt Grétar Ásmundsson og barnabörn. t Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY KRISTJÁSDÓTTIR, Sæbergi, Glerárhverfi, verður jarðsungin miðvikudaginn 16. maí kl. 13.30 í Glerárkirkju. Jarðsett verður í Lögmannshlíð. Björn Gunnarsson Sigurður Björnsson, Linda Eyþórsdóttir, Hjálmar Björnsson, Pálína S. Jónsdóttir, Úlfar Björnsson, Magna Guðmundsdóttir, Anna S. Björnsdóttir, Tor Arvid Skofteland, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar KRISTJÖNU HILARÍUSDÓTTUR, Miðtúni 1, Reykjavík. Hrafnhildur Björnsdóttir, Vigdis Hansen og fjölskylda. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför AÐALSTEINS MAGNÚSSONAR, Sólvöllum 5, Akureyri. Börn, stjúpbörn, tengdabörn og barnabörn. t Þakka auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, JÓNS GUÐBJARTAR GÍSLASONAR, Álftamýri 32, Reykjavík. Arndís Hannesdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður afa og langafa, KRISTMUNDAR ÁRNASONAR, Skjólbraut 7a, Kópavogi. Synir, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlátog jarðar- för ástkærrar eiginkonu minnar, móður, dóttur og systur, MARGRÉTAR ÁRSÆLSDÓTTUR, Haukabergi, Hafnarfirði. Ragnar Gfslason, Hanna Björk Ragnarsdóttir, Ársæll Grímsson, Maggý Ársælsdóttir, Erla Ársælsdóttir, Grímur Ársælsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.