Morgunblaðið - 15.05.1990, Page 54
54
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990
AF INNLENDUM
VETTVANGI
AGNES BRAGADÓTTIR
Sambandið
dvergarnir sjö
Nú hefur einatt verið rætt um að
ef stjórn Sambandsins ákvæði slíkar
skipulagsbreytingar sem nú er stefnt
að, þá þyrftu tveir fulltrúafundir
Sambandsins að fjalla um slíkt og
samþykkja. Guðjón B. Ólafsson sagði
í gær að ef niðurstaðan yrði sú að
bijóta reksturinn upp í þessi fyrir-
huguð 6 hlutafélög, þá væri nægjan-
legt lagalega séð að leggja slíka til-
lögu fyrir aðalfundinn nú í júni, en
ef niðurstaðan yrði aftur á móti sú
breyting, sem hann hefur verið fylgj-
andi, þ.e. að breyta Sambandi
íslenskra samvinnufélaga í eitt hluta-
félag, þá þyrfti slíkt að vera til um-
fjöllunar á tveimur fulltrúafundum
Sambandsins, auk þess sem öll kaup-
félögin í landinu þyrftu á milli
tveggja slíkra fulltrúafunda að fjalla
um málið og taka til þess afstöðu.
HUGMYNDIR að skipulags-
breytingum hjá Sambandi
íslenskra samvinnufélaga eru
ekki nýjar af nálinni, og hafa
reyndar komið upp með nokkuð
reglulegu millibili síðustu tvö,
þrjú árin. Uppstokkun, upp-
skurður á rekstrarforminu og
breyting úr deildaskipulagi yfir
í sjálfstæð fyrirtæki, hvort sem
er samvinnufélög eða hlutafélög,
hefúr ofl verið til umræðu hjá
Sambandsstjórn, án þess að
ákvörðun hafi verið tekin um
slíka breytingu. Einatt hefur
^atrandað á því að ekki var meiri-
' nluti fyrir slíkum breytingum,
auk þess sem forsljóri Sambands-
ins, Guðjón B. Ólafsson var
slikum breytingum andvígur,
síðast þegar slíkar hugmyndir
voru til uinfjöllunar innan stjórn-
ar Sambandsins fyrir hálfú öðru
ári.
Haustið 1988 voru breytingartil-
lögur til alvarlegrar umfjöllunar hjá
Sambandsstjórn og voru guðfeður
þeirra tillagna þeir Axel Gíslason og
Valur Arnþórsson. Axel var þá að-
stoðarframkvæmdastjóri Sambands-
ins og Valur stjórnarformaður, en
báðir eru nú eins og kunnugt er,
komnir til annarra starfa. Axel er
forstjóri Vátiyggingafélags íslands
og Valur er bankastjóri Landsbank-
ans.
Sambandið sundur
I fréttaskýringu sem birtist hér í
Morgunblaðinu þann 6. nóvember
1988 undir fyrirsögninni Sambandið
sundur? var greint frá byltingar-
kenndum hugmyndum þeirra Vals
og Axels að skipulagsbreytingum,
sem sagðar voru myndu falla í grýtt-
an jarðveg hjá Guðjóni B. Ólafssyni
forstjóra Sambandsins, þar sem hann
við slíka uppstokkun á rekstri og
. Jji'eytingum á deildum í sjálfstæð
iyrirtæki, annaðhvort samvinnufyrir-
tæki eða hlutafélög, myndi missa
mikil völd og áhrif. Niðurstaðan varð
sú að stjórn Sambandsins ákvað að
setja tillögur um uppskurð og skipu-
lagsbreytingar undir stól snemma
árs 1989 og var meginorsök þeirrar
ákvörðunar talin vera eindregin and-
staða Guðjóns B. Ólafssonar, for-
stjóra Sambandsins. Síðan stjórnin
setti skipulagsbreytingar í saltpækil
hefur mikið vatn runnið til sjávar og
miklir fjármunir hafa tapast. Sam-
bandið tapaði 1156 milljónum króna
á árinu 1988 og viðbúið er að tapið
fyrir síðastliðið ár nálgist einn millj-
arð króna. Eiginfjárstaða Sambands-
ins var talin komin á hættumörk við
síðasta ársuppgjör og má því búast
við enn meiri taugatitringi á aðal-
fundi Sambandsins þann 7. og 8.
júní næstkomandi, þegar ársreikn-
ingar Sambandsins fyrir síðastliðið
ár verða kynntir.
Hug-myndir nú áþekkar
hugmyndum Vals og Axels
Þótt því hafi verið haldið fram,
m.a. af Guðjóni B. Ólafssyni, að
'É
-nhn
S'ISTS'SÍ Í SÍH'Í vtsnmye wwwrjr
uwtsu-: * -m*!«?; esrsn
í tsi T^ne 'j as sss e: - sa isr'-, tt&fun ’S’ íeí—r? n es ’Sf-
amms ibb'B ibk i ihí? ■■■*
WSWW w&sswww?- &
í mm® zmmm nmmz
rm?aK-9Á irm vii;________________
ii ll ' asai BBar KCUE
TnnssníEŒnn!
laii
n—rwv n«rw« wiran*
.«■ r»SS í58!|
IRjfuðstöðvar Sambandsins að
Kirkjusandi. Framtíð Sambands-
ins sem eignarhaldsfélags sex
hlutafélaga Sambandsins er einn-
ig óljós um þessar mundir. Svo
kann að fara að Sambandið neyð-
ist. til þess að selja ákveðinn hluta
þessara nýju, glæsilegu höfúð-
stöðva sinna, sem vígðar voru
fyrir tæpu ári síðan.
hugmyndir þær sem voru samþykkt-
ar á fundi stjórnar Sambandsins sl.
laugardag, séu ólíkar þeim tillögum
sem þeir Valur Arnþórsson og Axel
Gíslason gerðu um skipulagsbreyt-
ingar síðla árs 1988, þá er vandséð
að sjá í hveiju munurinn felst. Þeir
Valur og Axel lögðu til að uppstokk-
unin yrði í því formi að reksturinn
yrði brotinn upp í sjálfstæð sam-
vinnufélög, sem síðar yrði stefnt að
að breyta í hlutafélög. Þar er ekki
um eðlismun að ræða, heldur stigs-
mun. Að vísu munu þessar hugmynd-
ir þeirra ekki hafa náð til Verzlunar-
deildarinnar, en ekki verður annað
séð en Sambandið sitji hvort sem er
uppi með stóran vanda Verzlunar-
deildarinnar, sem þeir Guðjón B.
Ólafsson forstjóri og Ólafur Sverris-
son stjórnarformaður hafa báðir
staðfest. Hugmyndir þeirra Vals og
Axels, eins og hugmyndir Sambands-
stjórnar nú miðuðust við að hver
deild um sig yrði sjálfstæð rekstrar-
eining, með sjálfstæðan fjárhag og
eigin stjórn. I báðum tilvikum er
dregið geysilega úr völdum og áhrif-
um forstjóra Sambandsins. Um þetta
atriði sagði Ólafur Sverrisson, for-
maður stjórnar Sambandsins við mig
í gær: „Það liggur Ijóst fyrir, að ef
ráðist verður í skipulagsbreytingar í
þá veru sem stefnt er að í áfanga-
skýrsla okkar, að völd og áhrif for-
stjóra Sambandsins sem slíks munu
skerðast verulega."
Ólafur segist telja að skuldastaða
einstakra deilda Sambandsins séu
ekki meiri en svo að það verði undir
þeim risið. „Skuldirnar koma eitt-
hvað misþungt niður á deildunum,
en það verður reynt að skilja ekki
þannig við neina þeirra að hún sé
dauðadæmd," sagði Ólafur.
Ekki liggur fyrir hvert hlutverk
forstjóra Sambandsins, Guðjóns
B. Ólafssonar, verður, verði fyr-
irhuguðum skipulagsbreytingum
á Sambandinu hrint í fram-
kvæmd.
Ólafur Sverrisson, stjórnarform-
aður Sambandsins segir það
liggja fyrir að völd og áhrif for-
stjóra Sambandsins muni
minnka, verði skipulagsbreyting-
arnar í samræmi við samþykkt
stjórnarinnar sl. laugardag.
Forstjórinn vildi opið
almenningshlutafélag
„Eitt af því sem ég hafði séð fyr-
ir mér, ef niðurstaðan hefði orðið sú
að Sambandinu í heild yrði breytt í
eitt hlutafélag var að þar með yrði
það opið almenningshlutafélag, en
vissulega eru ljón í veginum þar,
m.a. öll þau fundarhöld sem þyrfti
og þar af leiðandi tími, til þess að
taka mætti slíka ákvörðun,“ sagði
Guðjón. Guðjón sagðist hafa bent á
það og strax séð, þegar hann tók
við Sjávarafurðadeild Sambandsins
árið 1968, að Sambandið væri að
vinna fyrir ólíka hagsmunahópa.
„Það hefur kannski verið hluti af
vandamálum Sambandsins í gegnum
árin og það hefur alltaf verið spurn-
ing í hugum manna, bæði mínum og
annarra hvort þetta væri lógískt og
hvort þetta væri endalaust hægt,“
sagði Guðjón.
Ég spurði Guðjón hvort hann
hugsaði sér framhaldið á þann veg,
ef af þessum skipulagsbreytingum
verður, að hann yrði stjórnarfor-
maður í öllum sex hlutafélögunum:
„Það hef ég ekki hugmynd um.
Málið er ekki komið á það stig ennþá
að ég hafi einu sinni leitt að því
hugann," sagði Guðjón. Hann sagði
það reyndar útilokað að fara að ræða
slíkar hugmyndir í fjölmiðlum, áður
en þær hefðu nokkuð verið ræddar
í viðkomandi hópum sem íjalla ættu
um málið.
Eins og gefur að skilja er afkoma
Sambandsins, taprekstur ár eftir ár,
rýrnun eigin fjár og gjaldþrot fyrir-
tækja sem Sambandið hefur átt hlut
í forsvarsmönnum fyrirtækisins mik-
ið áhyggjuefni. Ég hef heimildir fyr-
ir því að það hafi vegið þungt þegar
stjórnin tók ákvörðun sína sl. laugar-
dag með níu samhljóða atkvæðum,
hvað hún telur að ný lög um hlutafé-
lög séu viðskiptalegu umhverfi vin-
samlegri en samwinnufélagslögin.
Meiri von sé til þess að ná inn nýju
fjármagni, vegna skattaívilnana
vegna hlutafjáreignar, og vegna þess
að nú hafi 15% arðgreiðslur verið
ákveðnar frádráttarbærar frá skatti,
í stað 10% áður.
Dótturfyrirtæki SÍS með
nálægt helming veltu sl. ár
Á það er éinnig bent að Samband-
ið hafi um árabil verið sem eignar-
haldsaðili ákveðinna fyrirtækja, sem
til dæmis á síðastliðnu ári hafi verið
með nálega jafnmikla sölu eins og
Sljórn Sambands íslenskra samvinnufélaga:
Sambandið verði brotið upp
í sex sjálfstæð hlutafélög
Framtíðarhlutverk SIS sem eignar-
haldsfélags og forstjóra þess óljóst
STJÓRN Sambands íslenskra
samvinnufélaga komst að þeirri
samhljóða niðurstöðu á fundi
sínum síðdegis sl. laugardag að
kannað verði með hvaða hætti
hægt sé að brjóta rekstur ein-
stakra deilda Sambandsins upp,
og stofna um hann sex sjálfstæð
hlutafélög, með sjálfstæðum fjár-
hag og stjórnum. Fundurinn stóð
allan fostudaginn og var honum
frestað til laugardagsmorguns og
stóð þá fram eftir degi.
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sam-
bandsins hafði lýst þeirri skoðun
sinni, áður en þessi niðurstaða
fékkst, að hann teldi rétt að breyta
rekstrinum með þeim hætti að Sam-
bandið í heild yrði gert að einu hluta-
félagi. Þeir Ólafur Sverrisson, stjórn-
arformaður, Guðjón B. Ólafsson, for-
stjóri, Sigurður Markússon, fram-
kvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar,
Ólafur Friðriksson, framkvæmda-
stjóri verslunardeildar og Sigurður
Gils Björgvinsson, framkvæmda-
stjóri Jötuns munu næstu daga ræða
við lánadrottna Sambandsins og
kanna möguleika á fyrirhuguðum
skipulagsbreytingum. Stefnt er að
því að hraða þessari vinnu, svo hægt
verði að leggja afdráttarlausar tillög-
ur fyrir aðalfund Sambandsins þann
7. og 8. júní næstkomandi.
„Stjórnin tók þarna stefnumark-
andi ákvörðun, en hér er ekki um
niðurstöðu að ræða, enn sem komið
er. Það verður athugað nú hvort það
sé mögulegt að brjóta reksturinn upp
í þetta hlutafélagsform," sagði Guð-
jón B. Ólafsson í samtali við Morgun-
blaðið, en hann sagði enga endanlega
ákvörðun verða tekna fyrr en að lok-
inni þeirri könnun sem fyrirhuguð
væri næstu tvær vikurnar. Guðjón
var spurður hvert yrði eiginlegt hlut-
verk SIS og forstjóra þess, eftir slíkar
skipulagsbreytingar, ef af þeim verð-
ur: „Þetta er mjög lógísk spurning,
en henni hefur ekki verið svarað
ennþá,“ sagði Guðjón. „Það á eftir
að kanna lagalega hlið þessa máls,
ræða við lánastofnanir Sambandsins
og velta fyrir sér ýmsum öðrum atrið-
um eins og stjórnunarþáttum, áður
en hægt er að taka endanlega
ákvörðun,“ sagði Guðjón.
Hugmyndir stjórnarinnar eru þær
að Sambandið yrði eignarhaldsfélag
hlutafélaganna sex, en Sambandið
er eins og kunnugt er í eigu kaupfé-
laga landsins. Guðjón sagði að gert
væri ráð fyrir því að hluthöfum í
viðkomandi hlutafélcgum fjölgaði,
með þeim hætti að viðkomandi hags-
munaaðilar kæmu inn sem hlutha-
far. Nefndi hann sem dæmi Sjávaraf-
urðadeildar Sambandsins, en þar
væru frystihúsin með séreignarsjóði.
Ráðgert væri að leita eftir því að
séreignarsjóðunum yrði breytt í hlut-
afé, og frystihúsin yrðu þannig hlut-
hafar í nýja fyrirtækinu að hálfu á
móti Sambandinu.
Guðjón sagði að til að byrja með
væri hugmyndin sú að Sambandið
yrði meirihlutaeigandi í.öðrum hluta-
félögum, svo sem skipadeildinni,
„nema þá að ákveðið yrði að opna
félögin og selja öðrum hlut,“ sagði
Guðjón. Hann sagði sömu sögu að
segja um þau fyrirtæki sem stofnuð
yrðu um verslunarþætti Sambands-
Skuldir Sambandsins, sem um
síðustu áramót námu um 10 milljörð-
um króna, sagði Guðjón að myndu
skiptast á fyrirtækin eftir greinum,
en Ijóst væri að ákveðinn hluti skujd-