Morgunblaðið - 21.06.1990, Síða 13

Morgunblaðið - 21.06.1990, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990 13 Ný útgáfa Aðventu Gunnars Gunnarssonar; Leitin er tílgangurinn Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson GUNNAR Gunnarsson hefur skýrt frá því að árið 1936 hafi hann verið beðinn um sögu handa ákveðnum bókaflokki og af vissri lengd. Hann hafi þá sa- mið Aðventu með því móti að lengja smásögu sem hann hafði skrifað fyrir danskt jólablað og kallað Góði hirðirinn. Aðventa kom fyrst út á dönsku 1937 og var meðal síðustu bóka sem Gunnar sendi frá sér í Danmörku fyrir heimförina 1939. Engin bóka Gunnars mun hafa náð eins mikilli útbreiðslu og Aðventa, hún hefur víða komið út í mörgum útgáfum og stórum upplögum. Á íslensku birtist hún fyrst 1939 í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar, en í eigin þýðingu skáldsins 1976 (í Fimm fræknisögum). Almenna bókafélag- ið hefur nýlega látið prenta sérstaka útgáfu Aðventu með ritgerð eftir Svein Skorra Höskuldsson sem hann nefnir Frá Skriðuklaustri til Viðeyjarklausturs. Nokkrir drættir í ævi Gunnars Gunnarssonar. í Aðventu segir frá Benedikt, hundinum Leó og forystusauðinum Eitli sem á hverri jólaföstu halda inn til óbyggða í því skyni að bjarga eftirlegukindum undan að krókna eða horfalla á heiðum uppi. Þetta er tvísýn og erfið barátta, en Bene- dikt finnur til ábyrgðar gagnvart kindunum sem eru líka lífverur gæddar hoidi og blóði. Takmarkið er að reka þær til byggða og koma þeim undir þak fyrir jólahátíðina. Benedikt sögunnar á sér fyrir- mynd, Fjalla-Bensa, annálaðan fyr- ir þor og ósérhlífni og styðst Gunn- ar við frásögn hans. Aðventa snýst um leitina, leit mannsins, tilgang. Menn geta í senn lesið söguna sem ákaflega þjóðlega frásögn með hnýsilegum fróðleik um liðna tíð eða skipað henni í al- þjóðlegra samhengi þar sem tilvist- arvandinn sjálfur er á ferð og skáld- ið veitir svör við honum. í leitinni er tilgangurinn fólginn og með þjón- ustu sinni við lífið finnur maðurinn hlutverk sitt og fró. Þessi stutta skáldsaga býr. yfir óvenjulegu og áleitnu lífi, heiðríku andrúmslofti, en vera má að áhrifa- máttur hennar hafi minnkað, eink- um við endumýjaðan lestur. Þrátt fyrir það stendur skáldsagan fyrir sínu og getur kallast stök varða á ferli skáldsins. Þessi nýja útgáfa bókarinnar með æviatriðum Gunn- ars ætti að höfða til ungs fólks, nýrra lesenda sem mega ekki missa af kynnum við eitt af höfuðskáldum okkar. Gunnar Gunnarsson Menn hafa stundum látið að því liggja að Gunnar sem fmmsamdi flest verka sinna á dönsku skrifi nokkuð harðhnjóskulegan stfl á móðurmáli sínu. Víst getur mál Gunnars verið „stórskorið" og býr ekki alltaf yfir dæmigerðri mýkt eða lipurð. En það er tigið og víða fagurt eins og til dæmis í eftirfar- andi broti úr Aðventu sem valið er af handahófi: „Og sem væri hún alin af þess- ari ofurbirtu með hinum dökku baugum gíganna og einstöku hraundrangi er gnæfði líkastur nátttrölli upp úr auðninni hér og þar, var yfir fjallasveitinni þennan sunnudag sérstök hátíð, er hneit manni við hjarta, ómælanleg hvít helgi umlukti þráðbeinan hvíldar- dagsreyk strókanna er stigu upp af hinum dreifðu býlum, lágreistum eða fenntum af hálfu í kaf, kyrrð með öllu óskiljanleg og þunguð fyr- irheitum — aðventa. Aðventa!“ Freistandi er að álykta sem svo að þegar Gunnar Gunnarsson var að fást við að raða saman orðum og setningum í Aðventu, óð sinn till auðnar og manndóms, hafi hann að hálfu eða öllu leyti verið kominn heim. Um þessar mundir tóku „að blása um hann kaldir vindar úr ýmsum áttum“ eins og Sveinn Skorri rify'ar upp: „Hugmyndafræði- lega átti hann Iitla samleið með þeirri vinstrisinnuðu og sósíalísku kynslóð sem setti meginsvip á bók- menntir fjórða áratugarins á Norð- urlöndum." Þarna sérðu Magnús og Dóru ó heimleið eftir 5Vi úrs útivist. Þau létu drauminn rætast ún þess að ganga ú eigur sínar. Þau hjónin komu aö landi 2. júní sl. og höföu þá siglt u.þ.b. 40.000 sjómílur. Fyrir nokkrum árum ákváðu þau að selja íbúðina og Iáta drauminn rætast, - að sigla á skútu til framandi slóða, laus við áhyggjur hins venjubundna lífs. Dóra og Magnús hafa nú verið á ferðinni í 5Vi ár. Spánn, Kanaríeyjar, Grænhöfðaeyjar, Suður-Ameríka, Panamaskurðurinn, Kyrrahafseyjar, Ástralía, Indlandshaf, Súesskurður og Miðjarðarhaf eru nokkur þeirra svæða sem þau nutu í félagi við hafið og skútuna Dóru. Allan tímann var andvirði íbúðarinnar í vörslu Verð- bréfamarkaðarFjárfestingarfélagsins. Vextir umfram verðbætur sem þar fengust nægðu þeim til framfærslu í þessari frábæru ferð. Eftir ógleymanlega hnattferð standa þau fjárhagslega í sömu sporum og áður, þvi að uppreiknaður höfuðstóll stendur óhaggaður. Þau gætu þess vegna keypt sömu íbúð aftur. Velkomin heim Dóra og Magnús, - og til hamingju! . VERÐBRÉFAMARKAÐU R FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF HAFNARSTRÆTI28566 • KRINGLUNNI 689700 • AKUREYRI11100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.