Morgunblaðið - 21.06.1990, Side 16

Morgunblaðið - 21.06.1990, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990 Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Sigurður Sigurðsson, verkfræðingur hjá Haftiamálastofiiun, fylgist með fyllingu í skarðið í SuðurQörutanga. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Á SuðurQörutanga sem fór í sundur skammt frá Hvanney í óveðri í vetur. Unnið er að fyllingu tangans með sanddæluskipi og stórvirkum vinnuvélum. Frá vinstri eru á myndinni Gísli Viggóson, yfirmaður rannsóknardeildar Haftiamálastoftiunar, Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra, og Hermann Guðjónsson hafnamála- stjóri. Þá voru dalir firðir Landris í Hornafirði og rannsóknir á Vatnajökli FYRIR fjórum árum var Karl Sigurðsson, sjómaður á Höfti, var á leið heim úr róðri á bát sínum, eins og hann hefur gert frá því hann var ellefú ára strákpatti, og hafði hann fengið einhvern slatta af fiski. Allt gekk eins og í sögu þar til hann kom að sker- inu við Bjargstanga þar sem bátur hans hefúr haft viðlegu. Skyndilega tók báturinn niðri á klöpp sem hann hafði aldrei orð- ið var við áður. unni eru fremstu jökulgarðarnir á Breiðamerkursandi en þar lá jökuljaðarinn 1894. Ekki eru til nýrri mælingar á jökuljaðrinum en frá 1965. Skýringanna á þessum óvæntu kynnum Karls og klapparinnar er ef til vill að leita í því að land við Hornafjörð er að rísa. Páll Ims- land jarðfræðingur telur litlum vafa undirorpið að landið hefur risið á þessum slóðum, jafnvel allt að einum metra frá því um miðja þessa öld. Karl er sömuleið- is sannfærður um að breytingar hafi orðið á landinu og landgrunn- inu og hann sat eftir með sárt ennið sökum dynta fósturjarðar- innar og reikning upp á 45.000 krónur vegna skemmda sem urðu á gír bátsins þegar hann steytti á klöppinni. Höfti á Stokksnesi? En það er meira í húfi en bátur- inn hans Karls því á ráðstefnu á Hótel Höfn um náttúrufar Horna- fjarðar snemma í júní var meðal annars rætt um hvað væri til úr- bóta í innsiglingunni í Horna- fjarðarósi sem á síðastliðnum vetri reyndist mörgum sæfarendanum farartálmi hinn mesti. Páll Ims- land sagði í erindi sínu á ráðstefn- unni að „ef land er á hreyfingu upp eða niður, þá þurfum við að komast að hinu sanna í því máli og þá þarf að taka tillit til þess við hönnun allra hafnarmann- virkja og við allar endurbætur á siglingaleiðinni inn á höfnina. Þetta verður að gera ef endurbæt- ur sem hugsaðar eru til langs tíma eiga ekki að reynast skammtíma- lausn þegar á reynir." Svo virðist sem orð hans eigi hljómgrunn því sjávarútvegsráð- herra, Halldór Ásgrímsson sem tók þátt í ráðstefnunni á Hótel Höfn um náttúrufar við Horna- fjörð, telur að hefja eigi rannsókn- ir á hentugu hafnarstæði fyrir Homfirðinga á Stokksnesi sem fyrst. Kræklingar við Hoffellsjökul Óvíða á byggðu bóli er land í jafnmikilli mótun og við Horna- fjörð en þær breytingar sem nú eiga sér stað eru þó aðeins smá- vægilegar miðað við það umrót sem þarna hefur orðið frá lokum ísaldar. Páll Imsland segir að jök- uilinn hafi hopað hratt fyrir 10.000 árum og sjórinn fylgt fast á eftir og lá þá um stund inn við fjöll. Þá voru dalir firðir og fjalis- hlíðarnar sem fram að láglendinu vita voru þverhníptir sjávarhamr- ar. Þegar sjórinn lá inni í dölunum var þar venjulegt sjávardýralíf og því má þar finna í dag öðuskeljar og krækling fylltan jökulleir í jök- ulöldunum fyrir framan Hoffell- sjökul. Þessi háa sjávarstaða varði frekar stutt því landið fór strax að lyftast þegar jökullinn hvarf og leitaði jafnvægis. Þessa jafn- vægis er landið alltaf að leita og því mega jöklamir ekkert breytast að ráði eða önnur röskun verða á jarðmassanum án þess að landið svari breytingunum með breyttri landhæð. Flestir, sem á annað borð hafa á málinu skoðun, telja að land hafi risið við Homafjörð í kjölfar minnkandi jökla. Ekki em þó allir á einu máli um að vandræða- ástandið í innsiglingarrennunni sé af völdum landriss, þar leiki veð- urfarsþættir og hafstraumar stórt hlutverk. Einn þeima sem gerst þekkja til aðstæðna við Horna- fjarðarós sagði, að yfiriýsingar um að verið væri að kasta miklum fjármunum á glæ í hafnarfram- kvæmdir í Homafirði vegna fyrir- sjáanlegs landriss, væru runnar undan rótum „hamfaraiðnaðar- ins“, eins og hann nefndi það. Landrisið hefði ekki stórvægileg áhrif á innsiglinguna inn í Horna- fjarðarós. 5-10 mm landris á ári við Hornafjörð Orsakir landsigs og landriss við Hornafjörð eru af sama toga en fyrirbærin verða samfara breyt- ingum á Vatnajökli, þykkt hans og útbreiðslu. Á þessari öld hefur Vatnajökul verið að rýma, lang- mest á árabiiinu 1920-1960. Jök- ulfarginu hefur létt af landinu og það risið. Ýmsar ábendingar í náttúrunni gefa til kynna landris- ið á þessum slóðum. Páll Imsland segir helstu ábendingarnar vera ýmis sker sem hafa komið í ljós á síðustu áratugum innan Horna- fjarðar, vaxandi gróður í víkum innanfjarðar, lækkandi grunn- vatnsstaða í mýmm og skurðum og fjörumór sem nýlega hefur fundist í Homsvík, skammt aust- an Stokksness. Þá hefur Breiða- merkurjökull hopað umtalsvert, eins og sést á kortinu. Þar sem jaðar jökulsins er nú var jökullinn um 300 metra þykkur um alda- mótin síðustu. Freysteinn Sigmundsson, 24 ára gamall jarðeðlisfræðingur og sá eini sem stundar magisternám í þessum fræðum í Háskóla ís- lands, hefur áætlað landris með stærðfræðilíkani. Útreikningana byggir hann á þeim ófullkomnu heimildum sem til eru um rýrnun Vatnajökuls. Freysteinn áætlar að jarðskorpan undir Vatnajökli sé 10 km þykk og jarðlög undir skorpunni hafi svipaða seigju og rúðugler. Niðurstöður Freysteins eru þær að land hafi risið um tæpan 1 metra á jaðri jökulsins á þessari öld og 0,5 metra í Homa- firði. Land rísi með öðrum orðum um 5-10 mm á ári við Horna- fjörð. Þetta gerist á sama tíma og landsig á suðvesturhorni lands- ins er 1 mm á ári, líklega vegna hækkandi sjávarstöðu. Freysteinn segir að einstætt sé í heiminum að hafa svo stóran jökul og jafn- framt svo þunna jarðskorpu, en undir meginlöndum er jarðskorp- an um 100 km þykk. Þessi óvenju- legu skilyrði leiði til landrissins við Homafjörð. En Freysteinn reiknar einnig út hugsanlegt landris ef jarðskorpan er 20 km þykk. Samkvæmt því verður heildarris undir miðjum jöklinum minna, eða um 2,5 metrar, vegna aukins styrks jarðskorpunnar en risið nær lengra út fyrir jaðar jökulsins vegna þess að skorpan á erfiðara með að svigna. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að landris í Hornafirði er heldur meira en 0,5 metri ef jarðskorpan er 20 km þykk. Freysteinn segir að hafa verði í huga að til að meta landris vegna rýrnunar Vatnajökuls þurfi þó mun víðtæk- ari rannsóknir á þykkt og út- breiðslu Vatnajökuls og eiginleik- um jarðar. Þykktarmælingar hafa verið framkvæmdar með svo- nefndri íssjá sem er uppfinning Helga Björnssonar jöklafræðings. 60% af jöklinum hefur verið þykktarmældur á þennan hátt og enn er eftir að mæla það svæði sem einkum hefur áhrif á landris í Hornafirði, þ.e. suðurhluta jök- ulsins. Talið er að Vatnajökull sé um 4.000 rúmkílómetrar að stærð og áætlað flatarmál um 8.300 ferkílómetrar. Talið er að jökull- inn hafi verið 8.600 ferkílómetrar 1890 og því hefur orðið umtals- verð rýrnun á jöklinum á þessari öld. Hlýnandiveðurfar Vísindamenn eru almennt sam- mála um að sjávarborð í heiminum rísi um 1-2 mm á ári og ef hita- stig hækkar vegna gróðurhúsa- áhrifa má gera ráð fyrir að sjávar- borð rísi enn hraðar á næstu ára- tugum. Rýrni jöklar meira vegna hlýnandi veðurfars má búast við enn meira landrisi. Trausti Jóns- son, veðurfræðingur, segir að flestar veðurspár geri ráð fyrir hlýnandi veðráttu næstu 30-50 ár, allt frá 0,7-4 gráðum á Cels- ius. Hann segir að taka beri öllum slíkum spám með fyrirvara þar sem margir aðrir þættir spili inn í hér við land, eins og t.a.m. haf- straumar. „í fyrra fengum við allt í einu líkön sem gefa til kynna að veðráttan fari hér kólnandi til að byrja með um -2 til -4 gráður að vetrarlagi. En ég tel að taka eigi slíkum spám með mjög mikl- um fyrirvara,“ sagði Trausti. Hann sagði að hækkun á sjávar- borði gæti komið fram hér á landi þó veður myndi ekki hlýna hér. Auk þess sé talið að landsig eigi sér stað á Suðvesturlandi en til að ganga úr skugga um hvort hækkandi sjávarborð þar stafi af gróðurhúsaáhrifum eða landsigi þurfi að koma til nákvæmar mælingar með GPS-siglingkerf- inu. GPS-mælingar GPS stendur fyrir Global positi- oning system og aðferðin byggist á merkjum sem send eru frá gervi- tunglum GPS-siglingakerfisins. Nú þegar eru tólf slík tungl á braut umhverfis jörðu en alls verða þau 18. Viðtækjum fyrir merkin er stillt upp á nokkrum landmælingapunktum samtímis og merki frá nokkrum tunglum skráð um tíma. Með tölvuúr- vinnslu og samanburði milli punktanna má reikna út innbyrðis afstöðu þeirra með mikilli ná- kvæmni. Með þessari aðferð er unnt að mæla útbreiðslu jökla, sjávarborð, mæla langar vega- Iengdir án þess að nákvæmni minnki að ráði og síðast en ekki síst ákvarða hreyfingar á jarð- skorpunni. Páll Einarsson jarðeðl- isfræðingur hefur unnið mest að framgangi GPS-mælinga hér á landi og hefur hann starfað ásamt fleirum með erlendum jarðv- ísindamönnum að umfangsmikl- um mælingum á umbrotasvæðum landsins. Páll segir að íslendingar verði fyrst um sinn að treysta á samvinnu útlendinga á þessu sviði þar sem tækjabúnaður til að nema merki frá gervitunglum GPS- kerfisins eru ekki til hér á landi enn sem komið er. Tækjabúnaður- inn kostar um 15 milljónir króna. Steingrímur Sigfússon, sam- gönguráðherra og jarðfræðingur sem einnig var á ráðstefnunni í Höfn, segir að full ástæða sé til að koma upp slíkum tækjum hér á landi á næstunni. í sumar verða gerðar mælingar á íslandi í sam- vinnu við vísindamenn frá Þýska- landi og Bretlandi. Verða þá end- urteknar mælingar frá 1987 til að finna hreyfingar síðustu þriggja ára. Morgunblaðið/KGA Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.