Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JUNI 1990 17 Um mótmæli við atvinnu- leyfi til pólskra verkamanna eftir Grétar Þorleifsson Þann 27. máí síðastliðinn sá Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði ástæðu til að mótmæla því, að Félag byggingariðnaðar- manna í Hafnarfirði og Verka- mannafélagið Hlíf hyggðust veita pólskum verkamönnum atvinnuleyfi til sandblásturs og málningar á löndunarbúnaði í Straumsvík. Þar sem greinin er morandi í villum og rangfærslum þá sé ég mig knúinn til að birta leiðréttingu á röngum fullyrðingum Meistarafélagsins og formanns þess. í greininni talar Meistarafélagið um „verslun“ með atvinnuleyfi, slæmt atvinnuástand, óheyrilega lág laun pólskra verkamanna ofl. í þeim dúr. Hið rétta í málinu er eftirfarandi: 1. Verkið var boðið út af íslenska álfélaginu og buðu nokkur fyrirtæki í verkið og einstakir málarameistar- ar. Skipalyftan í Vestmannaeyjum bauð í verkið ásamt pólsku fyrir- tæki, sem hefur sérhæft sig í við- haldi á löndunarbúnaði. Skipalyftan ásamt hinu pólska fyrirtæki b uðu langlægsta tölu eða 59 milljónir í allt verkið. Sá aðili sem var næstur bauð rúmar 90 milljónir í heildar- verkið. Það er því ljóst, að enginn annar íslenskur aðili var nærri því að koma til greina. 2. Tilboð Skipalyftunnar var skil- yrt þannig, að pólskir verkamenn ynnu verkið. Eftir að hafa kynnt sér forgangs- rétt íslendinga til allra starfa á Is- landi þá auglýsti fyrirtækið tvisvar sinnum í Morgunblaðinu eftir mönnum, án árangurs. Þegar það lá fyrir að enginn Is- Skagaströnd: Niðurstaða „í greininni talar Meist- arafélagið um „versl- un“ með atvinnuleyfi, slæmt atvinnuástand, óheyrilega lág laun pól- skra verkamanna ofl. í þeim dúr.“ lendingur sótti um starf þá óskaði Skipalyftan eftir viðræðum um at- vinnuleyfi fyrir pólska verkamenn til að vinna umrætt verk. Þær viðræður leiddu til þess, að Félag byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði ákvað að mæla með atvinnuleyfum með venjulegum fyr- ii-vörum, svo sem um menntun að- búnað og kjör viðkomandi verka- manna. 3. Meistarafélagið fullyrðir að Félag byggingariðnaðarmanna hafi „verslað" með atvinnuleyfin. Þetta er auðvitað hin mesta fjarstæða og furðulegt að sjá slíkt á prenti, þar sem stjórn Meistarafélagsins veit betur. Hið rétta er, að þegar atvinnu- leyfin eru gefin út, eru þau skilyrt við það að viðkomandi fari eftir viðkomandi kjarasamningum. Það sem gerðist var það, að Skipalyftan í Vestmannaeyjum lýsti því yfir að hún myndi greiða félagsgjöld, sjúkrasjóðs og orlofssjóðsiðgjöld, ásamt samningsbundnum mælinga- gjöldum af verkinu, með fyrirvara um samþykki pólska meðbjóðand- ans. Enginn samningur hefur verið undirritaður um annað. 4. Meistarafélagið vísar til at- vinnuástand og atvinnuleysisbóta sem þeir (meistarnir) greiði. Hér er einnig um rangfærslu að ræða. Enginn hafnfirskur málari hefur verið atvinnulaus mörg undanfarin ár og reyndar var enginn bygginga- maður í Hafnarfirði á atvinnuleysis- bótum á þessum tíma. Um málara í Reykjavík er okkur ekki kunnugt, enda hefur Málarafé- lag Reykjavíkur kosið að eiga ekk- ert samstarf við Félög byggingar- iðnaðarmanna í Hafnarfirði um slík mál. Viðbrögð manna við auglýs- ingu Skipalyftunnar benda hins vegar ekki til að atvinnuástandið sé slæmt í Reykjavík. 5. Formaður Meistarafélagsins lætur hafa eftir sér í sömu grein að Skipalyftan ætlaði að greiða Pólveijunum 7-8.000 krónur á mán- uði í laun. Þetta er mikil fjarstaða og veit formaðurinn miklu betur. Staðaruppbótin ein sér, serm hver maður fær, eru um 1.000 banda- ríkjadalir á mánuði eða rúmar 60.000 krónur. Launaliður í tilboði Skipalyftunnar var það hár, við skoðun, en fulltrúi Félags bygg- ingariðnaðarmanna fékk að fara yfir allt tilboðið að hann jafngilti ákvæðisvinnulaunum samkvæmt samningum hérlendis. Auk þess fá Pólveijarnir frítt húsnæði og fæði og bifreið til um- ráða. Að lokum vil ég lýsa furðu minni á slíkum skrifum, sérstaklega þar sem Meistarafélagið var og er sennilega enn reiðubúið til að taka jákvætt á þessari beiðni, gegn greiðslu. Reyndar þarf ekki að fara lengra en yfir Reykjanesbrautina til að finna hliðstæðu, en þar reistu ungverskir verkamenn stálbræðslu, með atvinnuleyfi. Greiðsla til Meist- arafélagsins vegna starfa Ungveij- anna nam 180.000 kr. Hver er munurinn á þessu tvennu. Jú, hann er sá einn, að stjórnarformaður í Meistarafélag- inu er forsvarsmaður stálfélagsins, en Skipalyftan er úr Vestmannaeyj- um eins og kunnugt er. Höfundur er formnður Félags byggingariðnaðarmanna í Ilafnarfirði. kjörstjórn- ar standi óhögguð KJÖRNEFND hefur úrskurðað að niðurstaða kjörstjórnar í sveitarstjórnarkosningunum á Skagaströnd, um ógildingu utan- , kjörstaðaatkvæðis sem á vantaði i - undirskrift votta, skuli standa ; óhögguð. Að sögn Kristins Jó- I hannssonar umboðsmanns G-list- t ans á Skagaströnd verður úr- ; skurðurinn kærður til félags- t málaráðuneytisins. 3 NÝR O G STÆRRI SUZUKISWIFT SEDAN er sérlega glæsilegur og rúmgóður fjölskyldubíll, þar sem vel fer um farþegana og nægt rými er fyrir farangur. VERÐ: 1,31GL eindrif....... 783.000,- kr. stgr. 1,6 I GLX eindrif..... 878.000,- kr. stgr. Umrætt utankjörstaðaatkvæði hefði hugsanlega getað haft úrslita- áhrif á kosninguna á Skagaströnd, því ef það hefði verið dæmt gilt og ef það hefði lent hjá G-listanum, þá hefði þurft að varpa hlutkesti milli efsta manns G-listans og ann- ars manns á D-lista. Kristinn Jóhannsson sagði að í kæru G-listans hefði verið óskað eftir því að atkvæðið yrði dæmt gilt og ný talning færi fram, en í úrskurði kjörnefndar hefði engin afstaða verið tekin til talningarinn- ar. „Það er engin önnur leið til að fá fram endurtalningu atkvæðanna en áð kæra úrskurð kjörnefndar til ráðuneytisins og það mun ég gera.“ Philips sér um lýsinguna SUZUKISWIFT SEDAN býðst með aflmiklum 1,61GLX sítengt aldrif. 1.031.000,- kr. stgr. 1,3 I og 1,6 I vélum, 5 gíra handskiptingu eða sjálfskiptingu. Einnig er hann fáanlegur með KOMIÐ OG REYNSLUAKIÐ sítengdu aldrifi. $ SUZUKI ---....... SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17 • SÍMI 685100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.