Morgunblaðið - 21.06.1990, Page 20

Morgunblaðið - 21.06.1990, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990 250 starfsmönnum Scandinavia Bank sagt upp störfiim: Mun harðari aðgerðir en fyrirfram var reiknað með - segir Erlendur Magnússon sem var í hópi þeirra sem sagt var upp EINN íslendingur, Erlendur Magnússon, var meðal tæplega 250 starfsmanna Scandinavian Bank í London, sem sagt var upp störfúm á mánudag. Þeim starfsmanni bankans, sem sá um viðskipti við Island, var einnig sagt upp. Alls vinna um 400 manns í bankanum í London. Uppsagnirnar koma í kjölfar kaupa sænska Skandinaviska En- skilda Banken á öllum hlutabréfum í Scandinavian Bank fyrir hálfum mánuði. Fjórir aðrir bankar áttu hlut í Scandinavian Bank, þar á meðal Landsbanki íslands. Erlend- ur Magnússon sagði við Morgun- blaðið að reiknað hefði verið með að fólki yrði fækkað, þegar bankinn var seldur, en þetta væru mun fleiri uppsagnir en búist var við. Erlendur starfaði í þeirri deild bankans sem sá um viðskipti við Finnland. Öllum starfsmönnum þeirrar deildar, og yfirmanninum þar á meðal, var sagt upp á mánu- dag, og hættu þeir störfum þegar í stað, eins og venja er í Bret- landi, en fengu greiddan samnings- bundinn uppsagnarfrest. Erlendur sagði að með þessu hefðu ýmis við- skiptamál verið skilin eftir { lausu lofti og sagðist hann vita til þess að viðskiptavinir bankans væru mjög órólegir þar sem með þessu væru rofin við þá öll tengsl án fyrir- vara. Erlendur Magnússon sagðist ekki vita hvað nú tæki við hjá sér. „Það er eins með mig og aðra sem lentu í þessum uppsögnum, að við þurfum að fara að líta í kringum okkur hér í London.“ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Eykyndilskonur með hluta þeirra Björgvinsbelta sem þær gáfú á sjómannadaginn. V estmannaexjar: Eykyndilskonur gefa Björg- vinsbelti í allan Eyjaflotann Vestmannaeyjum. KONUR í slysavarnadeildinni Eykyndli gáfú í vor hin nýju Björgvins- belti í alla Eyjabáta, sem eru yfír 100 tonna að stærð. Á sjómannadag- inn bættu konurnar svo um betur og gáfú Björgvinsbelti í alla báta undir 100 tonnum, sem hafa fleiri en einn mann í áhöfú. Októvía Andersen, formaður Ey- beltið væri merk nýung í björgunar- kyndiis, sagði í ávarpi við afhend- tækjum fyrir sjómenn sem skapaði inguna að á almennum fundi hjá Eykyndli 27. mars sl. hefði verið ákveðið að gefa Björgvinsbelti í all- an Eyjaflotann. Hún sagði það álit allra sem til þekktu að Björgvins- Frá setningu þingsins í Háskólabíói. 650 meltingafæralæknar á þingi ÁRLEGT þing norrænna melt- ingafæralækna fór fram í Há- skólabíói dagana 14.- 16. júní. Þingið sóttu 650 læknar frá Norðurlöndunum. í samtali við Einar Oddsson, meltingafæralækni, kom fram að mest hefði verið rætt um lifra- flutninga, bólgusjúkdóma í þörm- um, maga- og skeifugamasár, blæðingar frá meltingarvegi, skaðleg áhrif lyfja á magann og meltingarvegi, og aðferðir til að bijóta niður gallsteina með hljóð- bylgjum. Mesta athygli sagði Ein- ar að hefði vakið góður árangur við lifraflutninga. Fram kom að níu af hveiju tíu lifrarþegum eru á lífi ári eftir aðgerðina en átta af hveijum tíu fimm árum eftir aðgerðina. Að sögn Einars eru þing sem þessi afar mikilvæg því miklar framfarir eru nú á sviði meltingar- lækninga. Að auki væru þau grun- völlur að samstarfi íslenskra lækna og lækna á hinum Norður- löndunum. Næsta þing meltingafæralækna verður haldið í Álaborg að ári. aukið öryggi og með gjöf þessari vildu Eykyndilskonur leggja sitt af mörkum til að koma þessari merku nýjung á framfæri. Auk þess að gefa belti í allan Eyjaflotann gáfu Eykyndilskonur einnig belti til lögreglunnar og Stýrimannaskólans. Fulltrúar útgerða Eyjabátanna tóku við gjöf Eykyndilskvennanna og að afhendingu lokinni þakkaði Hilmar Rósmundsson, formaður Útvegsbændafélags Vestmanna- eyja, konunum fyrir þessa höfðing- legu gjöf. Hann sagði að Eykyndils- konur hefðu oft sýnt hug sinn til slysavarna á sjó og gjöf þessi væri enn eitt dæmið hug þeirra til örygg- ismála sjómanna. Verðmæti gjafar Eykyndils- kvennanna er á aðra milljón því um Gjaldþrot Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga hf.: Upphaflegar kröfur um 710 milljónír króna á núvirði Kröfumar hafa lækkað í um 250 milljónir vegna samninga skiptaráðanda við kröfuhafa ENN eru ekki öll kurl komin til grafar í gjaldþrotamáli Endurtrygg- ingafélags Samvinnutrygginga h.f. sem varð gjaldþrota árið 1984. Reyndar telur skiptasljórinn að enn muni einhver ár líða áður en skiptameðferð verður lokið. Samkvæmt skýrslu sem sem Eiríkur Tómasson skiptastjóri þrotabúsins hefúr samið fyrir Skiptaráðand- ann í Reykjavík námu upphaflegar kröfúr í þrotabúið, miðað við 27. nóvember 1984 liðlega 236 milljónum króna, en vegna þróunar íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum næmi sú fjár- hæð í dag nálægt 710 milljónum króna. í skýrslu skiptastjórans kemur upprunalegu krónutölunni," sagði fram að samið hefur verið við fjölda kröfuhafa, ýmist um að þeir fái greidd 20% af kröfu sinni, gegn því að fallið verði frá frekari kröf- um, eða að þeir fái 10% greidd og eftirstöðvamar við endanlega út- hlutun úr búinu. Því hafi kröfumar lækkað úr því að vera um 236 milljónir króna (gengi nóvember 1984) í það að vera um 84 milljónir króna (gengi nóvember 1984), sem samsvarar um 250 milljónum króna á gengi dagsins í dag. í þeirri tölu hefur þegar verið tekið tillit til 10% greiðslna upp í kröfur þeirra sem ekki samdist við um 20% loka- greiðslu. „Kröfumar em strangt til tekið alltaf að hækka, en við emm bún- ir að semja um greiðslur á mjög mörgum kröfum, þannig að heild- arupphæðin hefur lækkað mjög frá Eiríkur Tómasson skiptaráðandi þrotabúsins í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins. Eiríkur sagði að eignirþrotabús- ins í júní 1984 hefðu numið um 65 milljónum króna á þáverandi gengi, en það lætur nærri að vera um 195 milljónir króna í dag. „Það vantar, ekki mikið upp á að við getum greitt allar þessar kröfur samkvæmt þessu gamla gengi, en þá stendur eftir gengismunurinn," sagði Eiríkur. Eiríkur sagði jafnframt að kröfuhafar þeir sem töpuðu mestu væri erlend endurtryggingafélög. íslenskri kröfuhafar töpuðu óveru- legum fjármunum ef nokkrum, en enn væri þó spurning um gjald- heimtuna í Reykjavík. „Ég veit þó ekki hvort hún kemur til með að tapa nokkru, þegar upp verður staðið, vegna þess að hennar kröf- ur eru í íslenskum krónum,“ sagði Eiríkur. í skýrslu skiptastjórans til skipt- aráðanda, sem samin var þann 30. júní 1989 segir m.a.:„fyrir réttu ári var haldinn skiptafundur í ofan- greindu þrotabúi þar sem sam- þykkt var að bjóða kröfuhöfum tvo valkosti: Annað hvort að þeir fengju greidd 20% af kröfu sjnni þegar í stað gegn því að þeir féllu frá frekari kröfum á hendur búinu eða þeir fengju greidd 10% upp í kröfu sína að svo stöddu, en etir- stöðvar hennar við endanlega út- hlutun úr búinu... Á að giska helmingur þeirra kröfuhafa sem lýst hafa kröfum í búið (kröfuhafar eru 162 talsins - innskot blm.) og fengið þær viður- kenndar, ákvað að ganga að fyrri kostinum, þ.e. að fá 20% upp í kröfus sínar eins og þær stóðu á miðju síðasta ári, gegn því að falla frá frekari kröfum á hendur búinu. Af þessu sökum lækkaði ljárhæð þeirra krafna sem teknar hafa verið til greina á hendur búinu, verulega eða úr kr. 236.036.782 í kr. 92.970.651....Nú hafa nýlega verið greidd 10% af þessum kröfum til einstakra kröfuhafa þannig að ofangreind fjárhæð hefur lækkað sem því nernur." Samkvæmt þessu eru eftirstandandi kröfur á gengi ársins 1984 um 84 vmilljónir króna, eða liðlega 250 milljónir króna að núvirði. Við framreikning ofangreindra upphæða frá 27. nóvember 1984, þegar í fyrsta sinn birtist opinber innköllun til kröfuhafa hafa tölurn- ar einfaldlega verið þrefaldaðar hér. Uppreiknað miðað við láns- kjaravísitölu frá 1984 til dagsins í dag, nema því 236 milljónirnar frá því þá, um 710 milljónum í dag og sé miðað við þróun íslensku krónunnar gagnvart breska pund- inu fæst svipuð niðurstaða. Undir lok skýrslu skiptastjóra segir: „Mér virðist að það muni taka nokkur ár að ljúka skiptameð- ferðinni að fullu og öllu, meðal annars þarf að útkljá ágreinings- efni sem sí og æ skjóta upp kollin- um við meðferð þessa bús. með- ferð á þrotabúum endurtrygginga- félaga er, eins og áður hefur kom- ið fram, um margt sérstök, ekki aðeins vegna þess að hún tekur mun lengri tíma en meðferð á venjulegum þrotabúum, heldur og vegna þess að upp koma erfið úr- lausnarefni vegna eðlis endur- tryggingaviðskipta." 70 bátar eru í Eyjaflotanum og kostar hvert belti um 18.000 krónur auk virðisaukaskatts. Að lokinni afhendingu gjafarinn- ar sýndi Björgvin Siguijónsson, hönnuður beltisins, viðstöddum notkunarmöguleika þessa nýja björgunartækis. Grímur Norræna húsið: Kórsöngur og fyrirlestur um handritin DR. JÓNAS Kristjánsson, for- stöðumaður Stolúunar Árna Magnússonar, heldur fyrirlestur um islensku handritin í Opnu húsi í Norræna húsinu í kvöld, fimmtu- daginn 21. júní, kl. 21.00. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku, en dagskráin miðast eink- um við ferðamenn frá Norðurlönd- um, en allir eru að sjálfsögðu vel- komnir. Að fyrirlestrinum loknum er gestum boðið að skoða handritin í Árnagarði undir leiðsögn Jónasar. Á undan fyrirlestrinum, eða kl. 20.00, syngur Braschamba-kórínn frá Bengtsfors \ Svíþjóð. í kórinn eru 11 manns. Á efnisskránni eru ýmis kóriög, þjóðlög, negrasálmar og sígild tónlist. Kórinn hefur sung- ið saman síðan 1979. Kórfélagar eru á ferðalagi um ísland og hafa m.a. heimsótt Akureyri. Keflavík: Hraðfrysti- húsið aug- lýst til sölu HR AÐFR Y STIHÚS Keflavíkur hefúr verið auglýst til sölu ásamt öllum tækjum og búnaði og togar- anum Aðalvík KE. Hraðfrystiliú- sið er í greiðslustöðvun til 20 júlí, og að sögn Símonar Ólasonar hdl, sem veitir fyrirtækinu aðstoð á meðan á greiðslustöðvuninni stendur, hafa nokkrir aðilar sýnt áhuga á kaupum, en ekkert tilboð hefúr þó borist. Símon sagði að með því að aug- lýsa hraðfrystihúsið til sölu væri verið að reyna einn möguleika af mörgum til að létta á rekstrarfjár- stöðu fyrirtækisins. „Þetta er að- eins einn liður sem til greina kemur í stöðunni. Það er ennþá verið að reyna ýmsa aðra möguleika, en í dag er þó engin borðleggjandi lausn á vanda fyrirtækisins í augsún."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.