Morgunblaðið - 21.06.1990, Side 24

Morgunblaðið - 21.06.1990, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990 SIEMENS Oflug ryk$ggq! VS91153 • Stillanlegur sogkraftur (250-1100 W). • 4 fylgihlutir í inn- byggðu hólfi. • Fjórföld sýklasía í útblæstri. • Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjari. • SIEMENS ffamleiðsla tryggir endingu og gæði. • Verð kr. 16.500,- SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Eftirlýstir fálkaþjófar handteknir: Fálkaþjófiiaður auð- veldur á Grænlandi - en á íslandi er fylgst með hverjum manni Kaupmannahöfn. Frá N.J.Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞÝSKUR karlmaður og frönsk kona eru nú í haldi hjá ensku Iögregl- unni en þau voru handtekin þegar þau reyndu að smygla fjórum grænlenskum fálkaungum til Englands. Hefiir Interpol, Alþjóðalög- reglan, lengi leitað skötuhjúanna en þau eiga átta ára fangelsi yfir höfði sér fyrir fálkastuldinn. Birgit Sloth, starfsmaður danska náttúruverndarráðsins, sagði í samtali við grænlenska út- varpið, að enginn vafi léki á, að alþjóðlegur smyglhringur stæði að fálkaþjófnaðinum enda væri hægt að fá allt að sex milljónir ísl. kr. fyrir hvítan fálka í arabaríkjunum. Klæðast smyglararnir meðal ann- Sri Lanka: Segja Tígrum stríð á hendur Colombo. Reuter. Sljórnin á Sri Lanka hef- ur lýst yfir stríði á hendur Tígrunum, uppreisnar- hreyfingu tamíla, og segir þá verða drepna hvar sem til þeirra næst. Tígrarnir eru á flótta inn í frumskóginn undan sókn stjómarhersins, sem beitir jafnt stórskotaliði sem fall- byssuþyrlum. Þeir beijast fyr- ir sjálfstæði þess hluta Sri Lanka, sem byggður er tamíl- um, og hafa að undanfömu gert grimmilegar árásir á stjómarhermenn. ars sérstökum vestum til að geta haft fálkaunga og egg innan á sér og haldið á þeim hita. Sloth sagði einnig, að nýlega hefði vestur-þýska sjónvarpið haft viðtal við mann, sem tekinn hafði verið fyrir fálkaþjófnað á íslandi. Sagði hann þar, að enn væri auð- velt að komast til og frá Grænl- andi með fálkaunga en um ísland gegndi öðru máli. Þar væri fylgst vel með þeim, sem kæmu og færu. Reuter Dæmd fyrir að myrða börnin sín Austur-þýsk hjón voru í gær dæmd í fimmtán ára fangelsi fyrir að myrða fimm af tíu börnum sínum skömmu eftir fæðingu og brenna lík þeirra í ofni á vinnustað föðurins. Börnin fæddust á heimili þeirra á árunum 1984-88 og í þriggja vikna réttarhöldum yfir hjónunum kom fram að börnin vöru svelt í hel. Myndin var tekin af hjónunum er dómurinn hafði verið kveðinn upp yfír þeim. Gerð brúar yfir Eyrar- sund lokið fyrir aldamót Kaupmannahöfii. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Á fundi forsætisráðherra Norðurlanda í Gautaborg í síðustu viku urðu þeir Poul Schluter, forsætisráðherra Danmerkur, og hinn sænski starfsbróðir hans, Ingvar Carlsson, ásáttir um að lokið yrði við gerð brúar yfir Eyrarsund fyrir árið 2000. Sumarfundur forsætisráðherr- anna fór að þessu sinni fram á Nýju Elfsborg við innsiglinguna inn til Gautaborgar. Á fundinum stað- festu þeir Schluter og Carlsson samkomulagið með handabandi. Poul Schluter sagði í samtali við dagblaðið Berlingske Tidende að samningur um byggingu brúarinn- ar, sem liggja mun milli Kaup- mannahafnar og Malmö í Svíþjóð, yrði undirritaður á næstabári. Hann bætti við að enginn vafi léki á því að hugmyndin nyti almenns stuðn- ings á þjóðþingum beggja land- anna. Ingvar Carlsson sagði í sam- tali við Politikken að hann teldi að skipta bæri verkefni þessu upp í fjóra áfanga. Þeim fyrsta hefði þeg- ar verið náð þar sem fyrir lægi að meirihluti þingmanna væri þessu hlynntur. Skipuleggja þyrfti sam- vinnu ríkisstjórna Svíþjóðar og Danmerkur í þessu skyni einkum hvaða varðaði hinar tæknilegu hlið- ar þessa verkefnis, ákvarða fram- kvæmdahraða og kanna áhrif brú- arsmíðinnar m.a með tilliti til umhverfissjónarmiða. Að sögn dagblaðsins Jyllands- posten bendir allt til þess að járn- brautarlestir muni geta farið um brúna auk bifreiða en um þetta mun vera deilt innan dönsku ríkisstjórn- arinnar. 28. júní til 1. júlí Kveðja frá s * forseta I.S.I. Íþróttahátíð Í.S.Í. gengur senn í garð. Stærsta og fjölbreyttasta iþróttamót sem haldið hefur verið hérlendis. Ég býð alla þátttakendur velkomna um leið og ég hvet foreldra og ættingja þeirra þúsunda barna, sem nú taka þátt í íþróttamóti í fyrsta sinn, til að vera viðstödd opnunarhátíðina. j \J O / Sveinn Bjömsson Forseti íþróttsambands íslands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.