Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990 Morgunblaöið/Rúnar Þór. Félagar í leikklúbbnum Sögu, sem fara til Síberíu um mánaðamót- in með leikritið Fenris í Síberíu. Margrét Pétursdóttir leikstjóri er lengst til hægri. Sögufélagar til Síberíu Félagar í Leikklúbbnum Sögu halda til Síberíu eftir helgina og hafa æfingar staðið yfir síðustu vikur. Ferðinni er heitið til Baikal- vatns og Ulan Ude þar sem unglingaleikhópar frá öllum Norðurl- öndum og sovéski leikhópurinn Studia ætla að æfa og setja upp sýninguna Fenris í Síberíu. Verkefni þetta er hugsað sem framlag æskunnar til friðarmála í heiminum og er einnig framhald af samvinnu unglingaleikhópa á Norðurlöndum síðasta sumar þeg- ar Fenris varð til. Leikritið fjallar um sjö systkin og er einu þeirra rænt, en hin leggja upp í ævintýraför til leitar. Hvert land leggur til einn eða fleiri þætti í verkið og tengjast þeir saman í ferð systkinanna. Ferðalagið er fjármagnað með styrkjum og hefur m.a. Akur- eyrarbær veitt myndarlega styrki til fararinnar, en félagar í Sögu hafa einnig lagt á sig ómælda vinnu til fjáröflunar. Fenris verkið byggir á leiklist án orða og er tónlist stór þáttur í sýningunni. Ræktunarfélag Norðurlands: Rannsóknarstofan tuttugn og fimm ára Rannsóknarstofa Ræktunarfélags Norðurlands er 25 ára um þessar mundir, en félagið sjálft var stofnað 11. júní 1903. Tilgangur þess er að vinna að rannsóknum, Ieiðbeiningum, fræðslu og öðru sem lýtur að framforum í landbúnaði á Norðurlandi. Búnaðarsamböndin á Norður- landi standa að Ræktunarfélaginu og vinnur það að ýmsum verkefhum sem búnaðarsamböndin telja best að þau leysi sameiginlega. Vör og Ljósgjafínn annast breytingar hjá Islandsbanka: Útibú bankans hefla starfsemi undir sama þaki í september Morgunblaðið/Rúnar Þór Framkvæmdir eru hafnar við breytingar á húsnæði kjarnaútibús Islandsbanka á Akureyri, en það verður í um 600 fermetra húsakynn- um á fyrstu hæð Alþýðuhússins við Skipagötu. Á myndinni eru Bjarni Jónasson, Aðalsteinn V. Júlíusson, Sverrir Jónsson, sem sér um framkvæmdir fyrir hönd íslandsbanka, Guðjón Steindórsson, útibússtjóri, Birgir Ágústsson, Hallgrímur Skaptason og Randver Karlsson. BREYTINGAR á húsnæði íslands- banka, Kjarnaútibúi við Skipagötu 14 eru hafhar og er áætlað að þrjú af fjórum útibúum bankans á Akureyri verði komin undir eitt þak 24. september í hausL Jafh- framt því sem verið er að laga húsnæðið að þörfum bankans er nú unnið að nýju skipulagi hváð varðar yfirstjórn útibúsins á Akur- eyri og er auglýst eftir starfsfólki í átta stöður við bankann. Guðjón Steindórsson hefúr þegar verið ráðinn útibússtjóri, næst útibús- stjóra verða annars vegar þjón- ustustjóri og hins vegar rekstrar- stjóri. Kristín Jónsdóttir, sem gegndi stöðu útibússtjóra Alþýðu- bankans á Akureyri hefur verið ráðin þjónustustjóri Islandsbanka, en staða rekstrarstjóra er laus til umsóknar. Kjarnaútibú Islandsbanka, sem verður á fyrstu hæð Alþýðuhússins við Skipagötu, verður alls um 600 fermetrar að stærð og var hafist handa um breytingar á húsnæðinu seinni part síðustu viku. í lokuðu útboði, sem var tvíþætt, annars veg- ar hvað varðar byggingafram- kvæmdir og hins vegar á milli raf- verktaka, tóku níu aðilar þátt. Vör hf. bauð lægst og mun annast bygg- ingaframkvæmdir, en auk þess buðu fyrirtækin SJS-verktakar, Aðalgeir Finnsson hf. og Slippstöðin í breyt- ingar á húsnæðinu. Tilboð Ljósgjaf- ans í raflagnaþáttinn var lægst og var því tekið, en aðrir sem buðu voru Rafmar hf., Glói, hf. Rofi hf. og Vil- helm Guðmundsson. Um er að ræða taisvert verk, þar sem m.a. á að breyta inngangi í bankann, þar sem anddyri verður gert í horni hússins að sunnanverðu. I sumar verður einnig ráðist í stækk- un húsnæðis útibús bankans við Hrísalund og þar verður bætt við einum starfsmanni. Auk þess sem verið er að breyta húsnæði útibúsins er einnig verið að ganga frá nýju skipulagi varðandi stjórnun þess. Næst útibússtjóra, Guðjóni Steindórssyni verða þjón- ustu- og rekstrarstjórar. Kristín Jónsdóttir, sem áður var útibústjóri Alþýðubankans á Akureyri hefur verið ráðin þjónustustjóri, en um- sóknarfrestur um stöðu rekstrar- stjóra rennur út í júlímánuði. Þá hefur einnig verið auglýst eftir starfsfólki í sex stöður fulltrúa í kjar- naútibúi og umsjónarmanni með af- greiðslu bankans við Hrísalund. Ymir hf. á Akureyri smíðar gjald- kerastúkur og helstu innréttingar, en hluti húsganga er keyptur frá Kristjáni Siggeirssyni hf. í Reykjavík. Gunnar Magnússon inn- anhússarkitekt gerði teikningar og Birgir Ágústsson sá um verkfræði- þáttinn, Aðalsteinn V. Júlíusson byggingatæknifræðingur hafði um- sjón með ytra útliti og Jóhannes Áxelsson hjá Raftákni sá um raf- hönnun. Landgræðsluátak 1990: Bæjarbúum gefst kostur á að gróðursetja á Miðhúsaklöppum Vorið 1965 kom Ræktunarfélagið á fót rannsóknarstofu, sem á nú 25 ára afmæli. Meginverkefni rann- sóknarstofunnar hefur verið að efna- greina jarðveg og hey frá norðlensk- um bændum og á seinni árum hefur stofan einnig efnagreint loðdýra- og fiskafóður, en einnig hefur stofan selt aðilum úr öðrum landshlutum þjónustu sína. Á síðustu árum hafa verið efna- * greind árlega um 1.500 heysýni, 1.000 jarðsýni, 600 fiskafóðursýni og 200 loðdýrasýni. Auk þessa ber- ast rannsóknarstofunni ýmsar beiðn- ir um mælingar. Á þessu ári er Ræktunarfélagið að bæta við þá þjónustu sem það áður hefur veitt. Verið er að taka í notkun tölvubúnað tii teikninga á EINOKUN og fákeppni er mjög aigeng í sveitarfélögum landsins og er svokölluð fákeppni meiri í Reykjavík í 24 atvinnugreinum en sem nemur meðaltali í sveitar- félögum. Þetta er m.a. ein af nið- urstöðum rannsóknar sem ívar Jónsson félagshagfræðingur á _> Akureyri hefur unnið, en Félags- og hagvísindastofnun íslands hefur gefið út skýrslu um svæðis- bundna markaði og fákeppni á Islandi. í skýrslunni kemur fram að ís- Iand einkennist af mörgum afar einangruðum mörkuðum fremur en “að vera einn markaður og einnig að athugun á tölfræðilegu sam- kortum af túnum og öðrum land- svæðum eftir loftmyndum. Þessa þjónustu gætu ýmsir aðrir en bænd- ur hugsanlega nýtt sér. Rannsóknarstofan var fyrst í húsakynnum Sjafnar við Kaupvangs- stræti, síðar í Glerárgötu 36 og nú í Búgarði við Óseyri 2 á Akureyri. Að jafnaði hafa starfsmenn verið þrír og hefur starfsmannahaldið tek- ið litlum breytingum. Rannsóknar- stofan hefur lagt megináherslu á nákvæmni í mælingum og skjót við- brögð, þannig að efnagreiningar komi sem fyrst og best að notum og verður áfram lögð á það áhersla samhliða því að fjölbreytni þjón- ustunnar verður aukin. bandi samkeppnisstigs og verðlags í sveitarfélögum bendir til þess að aukin fákeppni skýri aðeins að litlu leyti - hækkandi verðlag auk þess sem vegalengd frá Reykjavík skýri aðeins að óverulegu leyti mishátt verðlag í sveitarfélögum. Rannsókn ívars Jónssonar beind- ist að 37 sveitarfélögum í lar.dinu með um eða yfir 1.000 íbúa og er um að ræða þríþætta rannsókn. í fyrsta lagi voru innkaup heimila á 33 flokkum smásöluvöru og þjón- ustu könnuð, í öðru lagi var sam- keppnisstig eða fákeppni í sveitar- félögunum rannsökuð og loks var í þriðja lagi athugað hvort tengsl væru á milli annars vegar sam- keppnisstigs og verðlags í einstök- í TILEFNI af Landgræðsluátaki 1990 mun Umhverfisdeild Akur- eyrarbæjar bjóða bæjarbúum að taka þátt í gróðursetningu í landi við Miðhúsaklappir á laugardag- inn kemur, 23. júní. Skógræktarfé- lag Eyfirðinga leggur til plönt- urnar. sem bæjarbúar geta keypt á 50 krónur stykkið. Þegar hafa nokkur starfsmannafélög í bænum um sveitarfélögum og hins vegar á milli vegalengda frá Reykjavik og verðlags. Rannsóknina vann Ivar í tengslum við doktorsritgerð sem hann vinnur að, en sambærileg rannsókn um svæðisbundna mark- aði hefur ekki áður verið gerð hér á landi. I niðurstöðum rannsóknarinnar kemur m.a. fram að ísland einkenn- ist af mörgum afar einangruðum mörkuðum fremur en að vera einn markaður þegar litið er til þeirra flokka vöru og þjónustu sem rann- sóknin náði til. Jafnframt kemur fram að heimili á landsbyggðinni versla lítið í Reykjavík og má sem dæmi taka að 98,5% allrar verslun- ar Akureyringa fer fram í heima- tilkynnt um þátttöku í þessu verk- efhi. r Sérfróðir menn verða á staðnum frá kl. 10 um morgunin og fram til kl. 18 um kvöldið og getur fólk kom- ið og gróðursett á þeim tíma. Starfs- mannafélög, fjölskyldur eða einstakl- ingar geta með þessu móti eignað sér ákveðna reiti á svæðinu, en gróð- byggð og einungis 2,2% í Reykjavík. Við athugun á tölfræðilegu sam- bandi samkeppni og verðlags í sveitarfélögunum kom fram að auk- in fákeppni skýri aðeins að litlu leyti hækkandi verðlag og sömu sögu var að segja af sambandi vegalengda frá Reykjavík til við- komandi sveitarfélags sem mæli- kvarði á flutningskostnað. Vega- lengd frá Reykjavík skýrði aðeins að óverulegu leyti mishátt verðlag. ívar hefur sett fram tvær vinnutil- lögur þessu til skýringar, annars vegar gæti skýringin falist í því að fákeppni sé svo almenn að ekki gæti munar þegar skýra á verð- myndun og hins vegar gæti skýr- ingin verið sú að heildsalar þrýsti á um svipað verð yfir landið á vör- um sínum. ursetning þess er liður í langtíma- verkefni sem felst í því að girða svæði umhverfis allan bæinn frá norðri til suðurs ttjágróðri. „Við höfum kallað þetta trefilinn okkar, sem við erum smám saman að pijóna utan um bæinn,“ sagði Ámi Steinar Jóhanns- son forstöðumaður Umhverfisdeildar bæjarins. Hið eiginlega Landgræðsluátak, sem nú stendur yfir, beinist einkum að þremur stöðum í Eyjafirði, Ólafs- firði, Hrísey og Melgerðismelum, en sú gróðursetning sem fyrirhuguð er á Miðhúsaklöppum á laugardaginn er hugsuð sem einhvers konar auka- framlag í tilefni átaksins. Ámi Stein- ar sagði að með því að bjóða bæj- arbúum sjálfum að taka þátt í „að pijóna trefilinn" væri þess vænst að betri árangur næðist. „Við vonumst til að bæjarbúar taki þessu vel, það yrði mikið átak ef við gætum plantað út aukalega um 14 þúsund plöntum á ári, ejnni fyrir hvern bæjarbúa," sagði Árni Steinar, en reiknað er með að nú í sumar verði plantað út í bæjarlandið og á útivistarsvæði um 120-150 þús- und plöntum. Þær plöntur sem gróð- ursettar verða á Miðhúsaklöppum koma því til viðbótar. Frá kl. 21. um kvöldið verður' kveikt upp í grilli í Kjarnaskógi þar sem útplöntunarfólk á Miðhúsa- klöppum getur fagnað góðu dags- verki, komið í skóginn með matar- bita á grillið og átt þar kvöldstund. í Kjarnaskógi verða um 250 skátar í æfingaútilegu fyrir Landsmót skáta og munu þeir sjá um kvöldvöku í skóginu auk þess að skjóta upp flug- eldum. Um miðnættið munu skátarn- ir fara í miðnæturgöngu og þeir sem þess óska geta farið með. (Fréttatilkynning) Rannsókn um svæðisbundna markaði á Islandi: Eínokun og fákeppní mjög al- geng í sveitarfélögum landsins ísland ekki einn markaður heldur margir og einangraðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.