Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990 STJORNUSPA eftir Frances Drake Jirútur (21. mars - 19. apríl) fpft Þ6. að hugsun þín sé skýr um þessar mundir og þú eigir auð- velt með að tjá þig, láta sum þeirra svara, sem þú leitar að, bíða eftir sér í dag. Aðrir reyna að fara í kringum hlutina eins og köttur í kringum heitan graut. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú ferðast mikið um næsta ná- grenni þitt á næstunni. Samband þitt við náinn ættingja eða vin versnar vegna ástæðna sem þú jjeður ekki við. I kvöld er tilvalið uyrir þig að taka ákvarðanir í fjár- málum. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Valdabarátta á vinnustað þínum kemur upp á yfirborðið i dag. Einhver sem ætlar að klekkja á þér fellur á eigin bragði og þú stendur sterkari eftir en áður. í kvöld verður þú hvers manns hugljúfi. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú hefur ratað inn á rétta braut og fmnur að sjálfstraust þitt fer vaxandi næstu vikur. I dag verð- ur þú á bóiakafi í rannsóknum andlegum störfum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þessi dagur fer njeira og minna í félagsmálavafstur og á komandi vikum áttu eftir að óska þess að hafa meiri tíma til fijálsrar ráð- stöfunar og til að ljúka ýmsum verkefnum sem þú hefur ýtt á undan þér. Meyja (23. ágúst - 22. september) jSumar viðræður geta reynst við- sjárverðar, en þér miðar engu að síður vel áfram í starfi. Þú átt eftir að sjá meira af vinum þínum á næstu vikum en oft áður. v^g (23. sept. — 22. október) Ræddu við ráðgjafa þína i dag. Þú átt auðvelt með að koma þér og hugmyndum þínum á fram- færi. Umsvif þín fara vaxandi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Sum viðskiptamál verða ekki leyst í dag, en þú heldur þinu striki eins og ekkert hafi í skor- ist. Ferðalag verður brátt á dag- skrá hjá þér. ---------------------------- Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Þú tekur mikilvæga ákvörðun í fjármálum innan skamms. Sinntu málum sem varða ykkur hjónin og ræddu af einlægni við maka þinn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Vandamálin verða vatn á myllu þína í dag og allt mun snúast þér í hag. Láttu samveru með maka og fjölskyldu ganga fyrir öllu öðru. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) «j>í Sumir taka það ekki gott og gilt 'núna að þeim sé svarað neitandi. Þessi þrákeikni hans eða hennar getur farið í taugarnar á þér. Kvöldið verður ánægjulegra. Haltu það hátíðlegt einhvers staðar. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) TaP Heimilið er miðpunktur tilveru þinnar í dag, en á næstu vikum leitar þú meira út fyrir veggi þess í leit að afþreyingu. AFMÆLISBARNIÐ er gefið fyr- ir andlegar pæiingar og fúst að ***mæla fyrir hugðarefnum sínum. Það á auðvelt með að bregðast við erfiðum aðstæðum og er fljótt að jafna sig eftir áföll. Það hefur áhuga á bókmenntum sem öðrum listum. Það er hugvitssamt og búið ágætum tjáningarhæfileik- um. Best gengur hjá því þegar það vinnur að framgangi mál- staðar sem það trúir á. ---------------------------- Stjörnuspána á að lesa sem dœgrodvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. \ - DYRAGLENS GRETTIR wpW rAPpiW (t # 'T'appii'v " IrAPPirv > rxPpirV 1 ^AA PAVÍf) TOMMI OG JENNI LJOSKA FERDINAND SMÁFÓLK 2 - 26 <£> 1990 Untted Feature Syndlcate, Inc. r-m-P Þ r-4 —zziiia—a-j ( 0:3 - \ '—_ ———. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Smáspilunum má líkja við peð á taflborðinu, enda er einn hund- ur öðrum líkur í flestum spilum. Einstaka sinnum veltur þó allt á litlu spilunum: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♦ 764 ¥842 ♦ D72 ♦ ÁG65 Vestur Austur ♦ - ♦ G952 ¥ KD10963 ¥ G7 ♦ ÁK9843 ♦ 1065 ♦ 9 ♦ D1042 Suður ♦ ÁKD1083 ¥ Á5 ♦ G ♦ K873 Vestur Norður Austur Suður -1 spaði 2 hjörtu Pass Pass 3 spaðar 4 tíglar 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil: tígulás. Vestur skiptir yfir í hjarta- kóng í öðrum slag, sem suður drepur og leggur niður spaðaás. Nú er rétti tíminn til að íhuga sinn gang. Hvernig er best að halda áfram? Það er ljóst að vestur á ekki minna en 11 rauð spil fyrir þess- um sögnum á hættunni, hugsan- lega 12 og þá einspil í laufi. Sem er áhyggjuefni sagnhafa. Hann þarf að nota innkomu blinds til að svína fyrir spaðagosa og komast hjá því að gefa tvo slagi á lauf. Fyrsta skrefið er að spila lauf- áttunni að blindum og „svína“ gosanum þegar vestur lætur níuna. Austur á slaginn og spilar ás. Suður trompar næsta hjarta og spilar laufsjöunni upp á ás. Nú á hann 65 í borði en K3 heima. Hann getur því svínað fyrir lauftíuna og um leið tryggt sér innkomu til að spila trompinu úr blindum. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á lokaúrtökumóti heimsbikar- keppninnar í Moskvu var þessi athyglisverða skák tefld: Hvítt Nick deFirmian (2.565), Banda- ríkjunum, svart: Alexander Chernin (2.600), Sovétríkjunum, Pirc-vörn, 1. e4 - d6 2. d4 - Rf6 3. Rc3 - g6 4. f4 - Bg7 5. Rf3 - c5 6. dxc5 (Áður á mótinu hafði Dolmatov leikið tízkuleiknum 6. Bb5+ gegn Chernin, en fékk að- eins jafntefli.) 6. - Da5 7. Bd3 - Dxc5 8. De2 - Bg4 9. Be3 - Da5 10. 0-0 - 0-0 11. Khl (Hér er 11. h3 mun algengara, en sá leik- ur hefur ekki valdið svarti vand- ræðum upp á síðkastið.) 11. - Rc6 12. Del - Bxf3 13. Hxf3 - Hac8 14. a3 - d5!? 15. e5 - d4 16. exf6 - Bxf6 17. Re4 - dxe3 18. Rxf6+ - exf6 19. Hxe3 - Db6 20. Hbl - f5 21. c3 - Rd8? (Hvítur átti ívið betri stöðu, en fær nú dauðafæri.) 22. Bxf5l! - gxf5 23. Hg3+ - Kh8 24. De7! - Hg8 25. De5+ - 06 26. Hxg8+ - Kxg8 27. De8+ og Chernin gafst upp, því eftir 27. - Kg7 28. Dd7+ fellur svarti hrókurinn á c8. Vel reiknað hjá deFirmian. Þetta var mikilvæg skák í níundu umferð mótsins, með jafnteflum í tveimur síðustu umferðunum komst deFirmian áfram, en tapið gerði út um alla möguleika Chernins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.