Morgunblaðið - 21.06.1990, Side 37

Morgunblaðið - 21.06.1990, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JUNI 1990 37 Minniiiff: Freyr S. Fæddur 2. nóvember 1912 Dáinn 12. júní 1990 í dag er borinn til hinstu hvíldar frændi minn, Freyr S. Geirdal, frá Grímsey. Freyr fæddist í Grímsey 2. nóvember 1912, sonur hjónanna Steinólfs E. Geirdal, skólastjóra og kaupmanns, og Hólmfríðar Sigur- geirsdóttur, ljósmóður. Freyr ólst upp í foreldrahúsum í stórum systkinahópi en alls voru börnin átta er á legg komust. Auk þess ólust tvö barnabörn upp á heimilinu og er undirritaður annað þeirra. Þarna var því oft líf og fjör. Faðirinn glaður og reifur, söngvinn, hagmæltur og driffjöður í félagslífi í Eyjunni, eigi hvað síst í leiklist- inni. Sett voru upp stykki eins og Skugga Sveinn og hefur þáð verið mikið átak og mikil bjartsýni þar sem allir eyjarskeggjar voru aðeins rúmlega 100 að tölu. Eins og venja var á þeim árum til sjávar og sveita voru börnin lát- in taka til hendi strax og tök voru á og vandist Freyr vinnusemi í sín- um uppvexti. Er hann hafði aldur til fór hann á vertíðir suður, bæði til Vestmannaeyja og til Akraness og þar sem hann var snemma hneigður fyrir vélar þá sótti hann mótoristanámskeið og aflaði sér réttinda á því sviði. Þann 18. desember 1954 kvænt- ist Freyr Signýju Óladóttur Hjálm- arssonar, útvegsbónda í Garði í Grímsey, og konu hans, Ingu Jó- hannesdóttur. Þess má geta að Inga náði háum aldri, varð nærri 102 ára gömul og vakti mikla at- hygli og varð mörgum minnisstæð, er tekið var viðtal við hana fyrir sjónvarpið, þá um 100 ára, hversu fróð hún var og stálminnug, söng sálma og kvæði. Freyr gerðist nú útvegsbóndi í Grímsey og var vel virtur af öllum, enda oft leitað til hans ef vanda bar að höndum því tillögu- og úr- ræðagóður þótti hann í betra lagi. Eins tók hann nokkurn þátt í fé- lagslífi, var m.a. einn af stofnend- um Ungmennafélagsins á staðnum. Árið 1954 urðu þáttaskil í lífi Freys en þá fer hann suður á Akra- nes og hefur þar nám í vélvirkjun, þá orðinn 42 ára gamall, og lauk námi sínu með ágætiseinkunn og hefur mér verið tjáð að sérstaka athygli hafi vakið hversu vel hann skrifaði og hve allur frágangur hafi verið snyrtilegur og vandaður. Fjölskyldan bjó fyrst í leiguhús- næði en svo var keypt gamalt hús, er þau standsettu og breyttu yst sem innst og ber í dag þeim hjónum fagurt vitni um hagleik og smekk- vísi og hversu samtaka þau voru í uppbyggingu síns fallega heimilis. Freyr vann fyrst í Vélsmiðjunni Loga og svo í mörg ár í Vélsmiðju Síldar og fiskimjölsverksmiðju Akr- aness og seinustu árin eða allt þar til hann lét af störfum, 71 árs, vann hann hjá Akranesbæ sem við- gerða- og viðhaldsmaður í Áhalda- húsi bæjarins. Þó að Freyr þyrfti að hætta störfum fyrir aldurs sakir, væri kominn á þann aldur að mönnum er fyrirmunað að vinna lengur, hvað sem heilsu og lífsþrótti líður, ákvæði sem eru umdeilanleg væg- ast sagt, allavega í vissum tilvikum, þá sat hann ekki auðum höndum. Hann kom sér upp aðstöðu í bílsk- úrnum til ýmissa hluta. Skerpti eggjárn af ýmsum gerðum, steypti sökkur og ýmislegt fleira fékkst hann við allt þar'til heilsa hans fór að bila. Freyr og Signý eignuðust tvö mannvænleg börn: Hólmfríði, hennar eiginmaður er Þorsteinn Marelsson, rithöfundur. Þau eru búsett í Reykjavík og eiga 3 börn og Ingólf, vélvirki að mennt, kvæntur Guðrúnu Erlu Guðlaugs- dóttur frá Vestmannaeyjum. Þau eru búsett á Akranesi og starfar Geirdal Ingólfur hjá íslenska járnblendifé- laginu. Þau eiga 2 börn. Þegar ég nú kveð Frey frænda minn með þessum fátæklegu orð- um, þá er mér efst í huga hversu vandaður maður og heill hann var. Hógvær, hlýr og traustur og um- fram allt drengur góður. Hann reyndi aldrei að troðast fram í sviðsljósið, sem mörgum virðist vera svo mikið metnaðarmál, reyndi aldrei að sýnast eða láta á sér bera þótt hann hefði tvímæla- /aust haft til þess alla greind. Hann lærði verkin að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið ef þúsundir gerðu eins. (Davíð Stefánsson) Hinir samviskusömu og iðnu, þeir sem eru sjálfum sér nógir í hvívetna, þeir eru hetjur hversdags- iífsins, hinir sönnu hornsteinar þjóðfélagsins. Ég vil að lokum, nú er leiðir skilja, þakka frænda mínum alla þá góðvild og þann hlýhug er hann sýndi mér á mínum uppvaxtará- rum. Eftirlifandi eiginkonu hans, Signýju, börnum þeirra, systkinum hans og öllum öðrum aðstandend- um sendi ég minar innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Freys Geir- dals frá Grímsey. Svanur Geirdal Mig langar að minnast tengda- föður míns, Freys St. Geirdals, með örfáum orðum. Það er rúmlega aldarfjórðungur síðan kynni okkar hófust. Ég man vel þegar ég sá hann fyrst, hæglátt fas hans og festa í allri framgöngu gerði það að verkum að ég fann að þarna fór maður sem hægt var að treysta. Nú síðari árin hafa samveru- stundirnar verið fleiri en áður. Ör- lögin höguðu því svo til að við áttum margar stundir saman nú í vetur. Þá ræddum við margt og hann sagði mér frá liðinni tíð, frá Gríms- ey og fyrstu árunum á Akranesi. Þessar stundir eru mér nú mikils virði. Þegar ég hugsa um kynni mín af tengdapabba, hrannast minningarnar upp. En það er nú svo að ég er tregur við að setja þær á blað. Það er einhvern veginn ekki í hans anda. Ég heyrði hann aldrei hrósa sjálfum sér af einu eða neinu. En öll hans verk voru unnin af fágætri alúð og vandvirkni. Nú þegar leiðir skilja er mér efst í hug þakklæti fyrir að verða þeirr- ar gæfu aðnjótandi að fá að kynn- ast jafn hógværum og traustum manni og Freyr var. Þessi fátæk- legu orð eru aðeins dauft bergmál af þeim hugsunum og tilfinningum sem bærast með mér á þessari stundu. Blessuð sé minning hans. Þorsteinn Marelsson Vinsælustu barnasnældur síöasta árs, Barnalelklr 1 og Rokklingarnlr eru nú aftur fáanlegar. Frábærar barnasnældur frá B.G. útgáfunni fást í hjómplötuverslunum, bensínstöövum og stórmörkuöum um allt land. PÖNTUNARSÍMI: 689440 áBmsm &yggngafélag twxtncfcsnianaa gJG/obus? "Topp 20" á leikskólanum, beint í æð í bílinn M + ★ w *___ SPENNANDI LAGALISTI Sex litlar endur Ég ætla að syngja Þaö búa lltlir dvergar Krummi krunkar úti Ég heiti Keli Meö sól í hjarta Ranka Ein stutt, ein löng Nú skal syngja um dýrin Stíllinn sem endaöi aldrei Fyrst á réttunni Og nýja iagiö með Rokkling- unum "Hjálminn á!" auk fjölda annarra laga. GLEYMUM EKKI GÓÐA SKAPINU HEIMA! Umferöarráöi er ánægja aö ganga enn til samstarfs við BG útgáfuna um efni sem hentar yngstu vegfarendunum. Á þessari nýju snældu eru leikir og vinsæl barnalög til þess aö stytta yngstu farþegunum stundir á feröalaginu. Hún er bæöi skemmtileg og fræöandi fyrir börnin og gagnleg fyrir fullorðna, því ööru hverju heyrist I Edda frænda með léttar ábendingar um umferðarmál. Umferðarráö óskar ungum sem öldnum góðrar og slysalausrar feröar. Óli H. Þóröarson framkvæmdastjóri UMFERÐAR RÁÐ útgefandi og dreifing: Hjómplötuútgáfa Birgis Gunnlaugssonar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.