Morgunblaðið - 22.06.1990, Page 1
56 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
139. tbl. 78. árg.
FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Geysiöflugir jarðskjálftar með upptök í Kaspíahafí:
Tugþúsundir farast í Iran
N> j Skjálttamiöia ‘
Kl. 21 aö isl. tíma
‘/'•i' 20. júní. 7,3 stig á
■l \ '...,m. Richter-kvaröa
\’. • r'' ' ' 4-w». vw.».v.wi
/
■ ;
Reuter
Mynd þessi sem tekin er af sjónvarpsskjá sýnir
® Rudbar
Teheran. Reuter. dpa.
GÍFURLEGT tjón varð í öflugum jarðskjálftum, sem riðu yiír írönsku
Kaspíahafshéruðin í fyrrakvöld og í gærmorgun. Að sögn íranskra
stjórnvalda er talið að 25.000 manns hafi látið lífið og að minnsta
kosti 20.000 slasast. Tók heilu bæina og þorpin af í skriðuföllum en
vegna þess hve fylkin Zanjan og Gilan, þar sem skjálftarnir voru
harðastir, eru afskekkt og fjalllend, voru tölur um manntjónið mjög
á reiki.
Upptök skjálftanna voru í
Kaspíahafi, um 200 km norðvestur
af Teheran, og mældist sá fyrri, sem
stóð í eina mínútu, 7,3 á Richter-
kvarða en sá seinni, í gærmorgun,
6,5. Fyrri skjálftinn varð laust eftir
klukkan 21 í fyrrakvöld en sá síðari
um það bil tólf stundum síðar. Ollu
skjálftarnir strax miklu tjóni en
mestar urðu hörmungarnar af
skriðuföllum, sem þeir komu af
stað. Var næstum ógjörningur fyrir
björgunarmenn að komast landveg
til jarðskjálftasvæðanna enda sögðu
þeir, að sums staðar hefðu fjalls-
hlíðarnar horfið með öllu ofan í
dalina og vegirnir með. Einnig
hamlaði slæmt veður björgunarað-
gerðum. Ali Akbar Rafsanjani, for-
seti írans, lýsti í gær yfir þriggja
daga þjóðarsorg vegna atburðanna
og hét á alla landsmenn að leggja
hjálparstarfinu lið.
íranska sjónvarpið sagði í gær,
að tjón hefði orðið mest í nágrenni
Ráðlagði
Gorbatsjov
afsögn
- segirJeltsín
Moskvu. París. Reuter.
BORÍS Jeltsín, forseti Rúss-
lands og helsti leiðtogi rót-
tækra umbótasinna í Sov-
étríkjunum, sagði á fundi með
blaðamönnum í gær að hann
teldi að Míkhail S. Gorbatsjov
íhugaði það af alvöru að segja
af sér embætti aðalritara sov-
éska kommúnistaflokksins.
Sagðist Jeltsín hafa ráðlagt
Gorbatsjov að fara þessa leið.
Ummæli Gorbatsjovs á fundi
rússneskra kommúnista á mið-
vikudag þar sem hann gaf til
kynna að hann ætti ekki nema
örfáa daga eftir í embætti
flokksleiðtoga hafa vakið mikla
athygli og eru Sovétsérfræðing-
ar ekki á einu máli um hvernig
túlka beri þau. Gorbatsjov er
ekki einungis aðalritari flokksins
heldur er hann einnig forseti
Sovétríkjanna og hefur í krafti
þess embættis nánast óskorað
framkvæmdavald.
Borís Jeltsín sagði í spjalli við
blaðamenn í Moskvu í gær að
hann teldi að Sovétleiðtoganum
væri alvara. Gat Jeltsín þess að
hann hefði á fundi með Gorbatsj-
ov nýverið hvatt hann til að segja
af sér aðalritaraemhættinu.
Jeltsín nefndi í framhjáhlaupi
að sjálfur ynni hann 20 klukku-
stundir á sólarhring og sagðist
telja að enginn gæti annað því
að sinna tveimur mikilvægum
embættum. Kvað hann Gorb-
atsjov ekki öfundsverðan af því
hlutskipti og sagðist ekki vilja
vera í hans sporum.
borgarinnar Zanjan í samnefndu
fylki. í bænum Rudbar t.d. hefðu
5.000 manns látist eða slasast og
ekkert hús væri lengur uppistand-
andi. Sömu sögu er raunar að segja
af nágrannabæjunum Tarom-e
Oleya, Manjil og Loushan og óvíst
er, að nokkur hafi komist lífs af í
þorpunum Ab-bor og Bouin.
Skorað hefur verið á hjálpar-
stofnanir víða um heim að veita
írönum aðstoð og í gær ákvað fram-
kvæmdastjórn Evrópubandalagsins
að leggja fram rúmlega 70 milljón-
ir ísl. kr. Er mest þörf á hjúkrunar-
gögnum hvers konar, ábreiðum og
tjöldum enda verða tugþúsundir
manna að hafast við á víðavangi.
Frakkar ætla að senda 180 manna
sérþjálfað lið til írans til að aðstoða
við hjálparstarfið.
Skjálftarnir í gær og fyrradag
fundust í Azerbajdzhan í Sovétríkj-
unum en ollu ekki tjóni svo vitað
væri. Skjálftarnir eru þeir mestu í
íran frá árinu 1978 en þá fórust
25.000 manns í borginni Tabas og
nágrenni í skjálfta sem mældist 7,7
á Richter.
Jarðskjálftinn í Armeníu sem
varð rúmlega 25.000 manns að
bana í desember árið 1988 mældist
6.9 á Richter.
njaiparstarno í norovesturniuta irans l gær.
Erlendir fi-éttamenn hafa ekki fengið að fara
til skjálftasvæðanna en íranska sjónvarpið hef-
ur sýnt myndir sem bera vott um gífurlega
eyðileggingu í kjölfar skjálftanna tveggja.
zanjan
0 TEHERAN
I RAN
Þing þýsku ríkjanna:
Rikjasamningfur um eliia-
hagssamruna samþykktur
Bonn. The Daily Telegraph. Reuter.
ÞING beggja þýsku ríkjanna
samþykktu í gær sainning sem
gerður hefiir verið um efna-
hagssamruna og hrint verður í
fi'amkvæmd 1. júlí. Samningur-
inn var samþykktur með yfir-
gnæfandi meirihluta bæði í Bonn
og Austur-Berlín. Þýsku þingin
samþykktu einnig ályktun í gær
þar sem vesturlandamæri Pól-
lands eru viðurkennd.
Þing Austur-Þýskalands sam-
þykkti samninginn um efnahags-
samruna með 302 atkvæðum gegn
82 en einn þingmaður sat hjá. í
samningnum felst að 1. júlí taka
Austur-Þjóðverjar upp vestur-
þýska gjaldmiðilinn og lög um efna-
hagsmál og félagsleg réttindi. Það
voru einkum félagar í kommúnista-
flokknum, sem nú kennir sig við
lýðræðislegan sósíalisma, sem
greiddu atkvæði gegn samningn-
um. Gregor Gysi, leiðtogi flokksins,
sagði að með samþykkt þingsins
væri verið að þröngva ferli upp á
Reuter
Frá vestur-þýska þinginu í Bonn.
Þjóðveija sem nær væri að tæki
nokkur ár. Yfirlýsing þar sem vest-
urlandamæri Póllands eru viður-
kennd var hins vegar samþykkt
með einungis sex mótatkvæðum.
Umræðumar í vestur-þýska
þinginu voru líflegar í gær. Helmut
Kohl kanslari fjallaði í ræðu sinni
einkum um samskiptin við Pólland.
Hann sagði að ákvarðanir sem
stæðu fyrir dyrum væru einhverjar
þær mikilvægustu í sögu Þýska-
lands. „Við eigum tveggja kosta
völ. Annaðhvort viðurkennum við
núverandi landamæri eða glötum
tækifærinu til sameiningar," sagði
kanslarinn. Efnahagssamruninn
um mánaðamótin er stærsta skrefið
í átt til sameiningar til þessa. Er
búist við að atburðarásin verði hröð
á næstu mánuðum og hefur Kohl
lagt til að haldnar verði sameigin-
legar þingkosningar í öllu Þýska-
landi 9. desember.
Seint í gærkvöldi var gengið til
atkvæða um ríkjasamninginn í sam-
bandsþinginu i Bonn og var hann
samþykktur með 445 atkvæðum
gegn 60 og sat einn hjá. Sam-
bandsráðið, efri deild þingsins, fjall-
ar um samninginn í dag.
Sjá „Vaxandi óánægja ..“ á
bls. 18-19
Checkpoint
Charlie burt
Berlín. Reuter.
FRÆGASTA landamærastöð í
Berlín, Checkpoint Charlie, verð-
ur Qarlægð í dag við hátíðlega
athöfii. Viðstaddir verða utanrik-
isráðherrar fjórveldanna og
beggja þýsku ríkjanna.
I gærkvöld var umferð bægt frá
Checkpoint Charlie og hermenn
voru þar áberandi. Á dögum kalda
stríðsins hefði slíkt táknað aukna
spennu í samskiptum austurs og
vesturs en nú ber umstangið nýjum
tímum vitni.