Morgunblaðið - 22.06.1990, Side 7

Morgunblaðið - 22.06.1990, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUF. f22. JÚNÍ 1990 7 > * Alit Lagastoftiunar Háskóla Islands: Útvarpsráð hefur ekki vald til að úrskurða firétt ómerka LAGASTOFNUN Háskóla íslands hefur skilað áliti um deilur útvarpsr- áðs og fréttamanna á fréttastofú Ríkisútvarpsins, að ósk Félags frétta- manna. Deilan reis vegna frétta af VT teiknistofunni á Akranesi. Með- al annars var deilt um hvort útvarpsráð gæti urskurðað frétt ómerka. I svari Lagastofhunar segir meðal annars: „Utvarpsráð heftir hvorki samkvæmt útvarpslögum, reglugerð né fréttareglum vald til þess að úrskurða eftir á, að frétt sem samin er af fréttamanni og lesin hefiir verið í Ríkisútvarpinu, sé ómerk, þótt ráðið geti að sjálfsögðu látið í Ijósi álit sitt um það hvort tiltekinn fréttaflutningur hafi brotið i bága við 15. gr. útvarpslaga." Minnt er ennfremur á að fréttamenn og frétta- stjóri geti bakað sér ábyrgð lögum samkvæmt vegna birtingar fréttar og að fréttastofunni sé skylt að leiðrétta ranghermi um staðreyndir i frétt eða fréttaskýringu. í áliti Lagastofnunar er rakin þró- un útvarpslaga, að því leyti sem þau kveða á um verksvið útvarpsráðs. Sagt er að útvarpsráð gegni nú fyrst og fremst fjárhagslegu aðhaldshlut- verki að því er gerð dagskrárefnis varðar. Vísað er til ummæla útvarp- slaganefndar í greinargerð með frumvarpi til núgildandi útvarpslaga, að meginatriði sé að útvarpsráð móti fyrst og fremst dagskrárstefn- una og um leið aukist hlutur og ábyrgð dagskrárstjóra útvarpsins. Þá segir að þrátt fyrir þetta meg- inhlutverk útvarpsráðs sé gert ráð fyrir því að ráðið setji reglur eins og þurfa þykir til gæslu þess að fylgt sé ákvæðum 15. greinar útvarpslaga, sem segir meðal annars að Ríkisút- varpið skuli halda í heiðri lýðræðis- legar grundvallarreglur, mannrétt- indi og frelsi til orðs og skoðana, svo og að gætt sé fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. Tekið er fram að útvarpsráð hafí ekki sett. slíkar almennar reglur, heldur staðfest reglur um fréttaflutn- ing sem útyarpsstjóri setti þann 1. mars 1989. í 23. grein þeirra reglna sé meðal annars mælt fyrir um skyldu fréttastofu Ríkisútvarpsins til þess að leiðrétta ranghermi um stað- reyndir sem fram kemur í fréttum eða fréttaskýringum. „Eftir þessum reglum ber fréttastofum Ríkisút- varpsins að fara,“ segir í álitinu. Þá segir í álitinu: „Löggjafinn hefur á hinn bóginn ekki veitt út- varpsráði vald til að úrskurða um það hvort frétt bijóti í bága við 15. gr. útvarpslaga..." Sagt er að slíkt úrskurðarvald komi ekki berum orð- um fram í núgildandi útvarpslögum og hafi aldrei verið í lögum um Ríkisútvarpið, en ákvæði í þá átt hafi verið að finna -í reglugerð frá 1944. í reglugerð er kveðið á um að leiki vafi á um hvernig fara skuli með mál er snerta 15. grein útvarpslaga skuli vísa þeim til útvarpsráðs. Um það segir í áliti Lagastofnunar: „Að sjálfsögðu getur ekki falist í þessu reglugerðarákvæði víðtækara vald til handa útvarpsráði en útvarpslögin sjálf veita. Teljum við að í reglugerð- arákvæði þessu sé einungis verið að taka af skarið um, að í vafatilvikum geti sá sem telur, að brotið hafi ver- ið gegn ákvæði 15. gr. útvarpslaga vakið athygli útvarpsráðs á slíku eða leitað umsagnar ráðsins um það efni. Ákvæðið felur hins vegar ekki í sér úrskurðarvald til handa útvarpsráði um það hvort frétt bijóti í bága við ákvæði 15. gr. útvarpslaga, enda heyrir það undir útvarpsstjóra að síðustu að gæta þess að ákvæðum fréttareglnanna sé framfylgt sem áður segir.“ Þá er bent á að fréttamenn Ríkisútvarpsins geti eins og aðrir opinberir starfsmenn sætt stjórn- sýsluviðurlögum fyrir brot í opinberu starfi og viðurlögum samkvæmt öðr- um lögum eftir því sem á stendur hverju sinni. Slík viðurlög gætu til dæmis komið til vegna brots á ákvæðum 23. greinar fréttaregln- anna sem útvarpsstjóri setti 1. mars 1989. Þá segir: „Rétt er að taka fram að beiting stjórnsýsluviðurlága í þessu tilviki heyrir undir útvarps- stjóra og eftir atvikum menntamála- ráðherra." Loks segir í áliti Lagastofnunar: „Hvorki útvarpsráð né útvarpsstjóri hafa vald til þess að banna birtingu fréttar. Hins vegar geta fréttastjóri og fréttamenn bakað sér ábyrgð lög- um samkvæmt vegna birtingar frétt- ar. Þá er fréttastofunni skylt, sbr. 18. gr. útvarpslaga og 23. gr. frétta- reglnanna, að leiðrétta ranghermi um staðreyndir í frétt eða fréttaskýr- ingu. Sá sem telur sig ekki hafa feng- ið slíka leiðréttingu hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins, getur leitað liðsinnis útvarpsstjóra til þess að fá leiðrétt- ingu birta.“ Inga Jóna Þórðardóttir formaður útvarpsráðs kvaðst í gærkvöldi ekki hafa haft tækifæri til að kynna sér álit Lagastofnunar, og vildi því ekki tjá sig um það. Markús Á. Einarsson varaformað- ur útvarpsráðs taldi í gærkvöldi líklegt að á fundi útvarpsráðs í dag yrði fjallað um þessi mál. Hann kvaðst ekki reiðubúinn til að tjá sig um álit Lagastofnunar, þar sem hann hefði ekki séð það. Álitsgerð Lagastofnunar sömdu Bjöm Þ. Guðmundsson og Þorgeir Örlygsson. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Starfsmenn Bergsyeins ’90 bera ísbjörninn inn í Fjöl- brautaskólann þar sem sýn- ingin er til húsa. Selfoss: Isbjörn á Bergsveini MEÐAL þess sem boðið er uppá á sýningunni Bergsveini á Selfossi er ísbjörninn sem skotinn var í Fljótavík í maí 1974. ísbjörninn vó 150 kíló þegar hann var skotinn og var þá tveggja ára gamall. Hann er meðal þeirra gripa sem eruá Dýrasafninu á Selfossi en það kynnir starfsemi sína og ann- arra safna á Árborgarsvæðinu á atvinnusýningunni sem stend- ur yfir 23. júní til 1. júlí. VW POLO — Pýskur sendibíll í minni stærdarflokki sér- staklega gerður fyrir hverskonar atvinnu- rekstur ¥WW Kjörið tækifæri til aukinnar hagkvæmni Þessir adilar m.a. völdu VW POLO til aö þjóna siuu fyrirtaelci: ♦:♦ ♦;♦ ♦;* ❖ A. KARLSSON AJLHLIÐA PÍPULAGNIR HF AMATÖR UÓSMYNDAVÖRUR HF BÍLANAUST HF BÆJARSJÓÐUR GARÐABÆJAR FAXAMJÖL HF GRÓCO HF HANS PETERSEN HF HEBRON HF K.S. RAFMAGNSVERKSTÆÐI ❖ KAUPSEL HF ♦:♦ KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ HF ❖ KURANT HF ❖ MAGNÚS KJARAN HF ❖ MALARNÁM NJARÐVÍKUR HF ❖ MÁLNINGARÞJÓNUSTAN SF ❖ NATHAN fr OLSEN HF ❖ NONNI OG BUBBl, KEFLAVÍK ❖ Ó. JOHNSON & KAABER HF ❖ ORKA HF ❖ PRENTSMIÐJA SUÐURLANDS ❖ SKELJUNGUR HF ❖ SKIPARAJOfÓ ❖ SKÓVERSLUN KÓPAVOGS ❖ TÆKNIVAL HF ❖ VÍFILFELL HF HVERS VEGNA? Spameytmn - Lipur í akstrí Lág bilanatídni Krafltmikill - Auðveld hleðsla Örugg þjónusta HEKLA HF Laugavegi 170-174 Sími 695500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.