Morgunblaðið - 22.06.1990, Side 10

Morgunblaðið - 22.06.1990, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990 Gnpandi málning á grípandi verði ((fítuitan Síðumúla 15, sími 84533 V erðbólffan á leið yfir strikið eftir Vilhjálm Egilsson Verðlagsmál hafa verið víða rædd á undanförnum vikum vegna þess að allt stefnir í að framfærslu- vísitala hækki nokkuð umfram þau mörk sem sett voru í kjarasamning- unum í febrúar. Viðmiðunarmörkin hinn 1. september eru 146,4 stig framfærsluvísitalan hinn 1. júnívar komin í 145,4 stig. Næstu þijá mánuði má vísitalan því aðeins hækka um 1,0 stig eða um 0,7%. Fyrirtækin hafa tekið á sig hækkanir Yfírlit yfir verðhækkanir á und- anförnum mánuðum og lengra aftur í tímann bendir til þess að fyrirtæki hafi almennt haldið mjög varlega á málum og tekið á sig kostnaðar- hækkanir. Frá maí 1988 til júnf 1990 hækkaði framfærsluvísitalan um 45,4%. Á sama tíma hafa laun hækkað um 33% en meðalverð á erlendum gjaldmiðlum um 50%. Að viðbættri erlendri verðbólgu hefur innflutningsverð hækkað um 62%. Enginn flokkur framfærsluvísi- tölunnar hefur hækkað svo mikið. Þeir liðir sem hafa hækkað minnst eru búvörur í verðlagsgrundvelli, aðrar innlendar mat- og drykkjar- vörur og opinber þjónusta sem hafa hækkað á bilinu 36%-38%. Önnur þjónusta hefur hins vegar hækkað í takt við vísitöluna eða um 45%. Áfengi og tóbak hefur á tímabilinu hækkað um 42% (hækkað um 47%-48% að viðbættri síðustu hækkun) og húsnæðiskostnaður hefur hækkað um 40,7%. Innfluttu vörurnar sem hvað við- kvæmastar eru fyrir breytingum á gengi hafa yfirleitt hækkað mun minna en innflutningsverðlag. Bílar, bensín og varahlutir hafa hækkað um 62% eða svipað og inn- flutningsverðlagið meðan innfluttar mat- og drykkjarvörur hafa hækkað um 55,5% og aðrar innfluttar vörur hafa hækkað um 49,6%. Almennt hafa því fyrirtæki hald- ið mjög í við verðhækkanir á því samdráttarskeiði sem verið hefur síðustu tvö árin og gildir þar einu í hvaða atvinnugrein þau starfa. Síðustu mánuðir tíðindalitlir Verðþróunin síðustu mánuðina sýnir nokkuð það sama. í heild hef- ur framfærsluvísitalan hækkað um 4.4% frá áramótum. Nánast engin hreyfing er á búvörum og öðrum innlendum mat- og drykkjarvörum. Innfluttar mat- og drykkjavörur hafa hækkað um 3,9% sem virðist vera í takt við hækkun innflutnings- verðlags. Innlendar vörur aðrar en matvör- ur hafa hækkað um 5,3% og inn- fluttar vörur aðrar en matvörur og bílavörur hafa hækkað um 6,4%. Þetta er nokkuð umfram vísitölu- hækkunina í heild en verður að skoðast í ljósi hækkunarinnar síðustu tvö árin. Hækkanir á bílum, bensíni og opinberri þjónustu voru á bilinu 2,5%-2,7% frá áramótum sem ekki getur talist stórvægilegt. Önnur þjónusta var hins vegar sá liður sem hækkaði mest frá áramótum eða um 7,2%. Hér vega hins vegar þungt liðir sem eru árstíðabundnir og koma inn einu sinni á ári eins og fargjöld og þess háttar. Þessar tölur benda til þess að fyrirtæki hafi lítið getað hreyft sig í verðlagningu það sem af er árinu og þau eru greinilega hrædd við að hækka verð. Markaðsaðstæður hafa ekki breyst til hins betra al- mennt séð. Þótt merkja megi bata í sumum greinum eru áframhald- andi erfiðleikar í öðrum. Vísitalan framúr 1. september Þjóðhagsstofnun hefur spáð því að framfærsluvísitalan fari 0,6% fram úr viðmiðunarmörkum hinn 1. september. Þetta þýðir um 0,4% hækkun á mánuði þessa þtjá mán- uði fram í september. Árshraði verðbólgunnar frá júní til september yrði samkvæmt þessu um 5%. Þessi spá virðist óneitanlega í bjartsýnni kantinum og ekki kæmi á óvart þótt verðhækkanir yrðu heldur meiri. Þess ber sérstaklega að geta að á þessu tímabili er verið að stytta og síðan að afnema greiðslufrest á virðisaukaskatti í tolli á almennum vörum sem kallar á aukna fjárbindingu við innflutn- ing og þar með aukinn vaxtakostn- að og margvíslega óhagkvæmni. Niðurfelling greiðslufrests þar sem hann hefur verið nýttur hækk- ar væntanlega verð á viðkomandi vörum um l%-2% og framfærslu- vísitöluna um 0,2%-0,3%. Eftirspurn skiptir meira máli Eftirspurnarástandið á markaðn- um hefur mikið að segja um verð- lagsþróun þegar tölurnar eru orðnar svo lágar sem raun ber vitni. Þau batamerki sem almennt var talið að ættu að vera komin fram í byij- un sumars hafa látið á sér standa og engin uppsveifla virðist vera farin af stað í efnahagslífinu. Fiskafli hefur verið minni en gert var ráð fyrir. Þorskaflinn er nú 21.000 tonnum minni en á sama tíma í fyrra sem var svo sem ekki annað en vænta mátti. Á móti hef- ur verið veitt nokkru meira af ýsu, ufsa og karfa en í fyrra. Það sem gerir þó gæfumuninn er að grálúðu- veiði er 21.000 tonnum minni en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir verð- hækkanir á afurðum hefur tekju- myndunin í sjávarútveginum verið minni en við mátti búast og eftir- spumaráhrifin í efnahagslífinu af þeim sökum því engin. Álsamningurinn hefur heldur ekki séð dagsins ljós og það hefur slegið á fyrri væntingar um að upp- sveiflan væri að hefjast. Þá er ljóst að fyrirtæki halda mjög að sér höndum með fjárfestingar í hús- næði og byggingariðnaðurinn er ekki á því skriði sem vænta mátti. Eftirspurnarástandið á markaðn- um er því þannig almennt að það ætti að hamla verðhækkunum og þær ættu fyrst og fremst að taka mið af brýnustu kostnaðartilefnum. Á einstaka sviðum atvinnulífsins er þó farið að rofa til og markaðsað- stæður geta leyft hækkanir. Slík tilfelli ættu þó að vera undantekn- ing fremur en regla. Hægt að segja „nei“ við launaskriði Nokkrar vangaveltur hafa verið um það hvort launaskrið væri að fara í gang og þá sérstaklega í verslun og þjónustu. Ljóst er starfs- fólk sem hefur mátt þola lækkun á kaupmætti er orðið langþreytt eftir raunverulegum launahækkunum og Iítið þarf að gerast til þess að vænt- ingar vakni um launahækkanir umfram samninga. Sjálfsagt hafa flestir stjórnendur orðið fyrir ásókn starfsfólks í launahækkanir en ástandið á vinnumarkaðnum hefur verið slíkt að unnt hefur verið að standa á móti hækkunum. Þegar til kastanna kemur eru það fyrst og fremst markaðsaðstæður á vinnumarkaðnum sem ráða því hvort launaskrið fer af stað og í hveijum mæli það verður. í sir.ni einföldustu mynd virkar vinnu- markaðurinn þannig að starfsfölkiið leitar við og við eftir launahækkun- um. Stjórnendur hafa getað sagt einfalt „nei“ og fólkið hefur haldið Vilhjálmur Egilsson „Þessar tölur benda til þess að fyrirtæki hafi lítið getað hreyft sig í verðlagningu það sem af er árinu og þau eru greinilega hrædd við að hækka verð.“ áfram að vinna sín störf. Þegar eftirspurn eftir vinnuafli vex eiga stjórnendur hins vegar á hættu ef þeir segja „nei“ að fólkið hætti og fari í önnur störf þar sem betri laun eru í boði. Þá geta þeir átt á hættu að missa frá sér starfsfólkið sem er margfalt dýrara en að hækka launin. Enginn stjórnandi getur þannig lokað augunum fyrir því að hann starfar á lifandi og ákaflega virkum vinnumarkaði. Lögmál vinnumark- aðarins eru markaðslögmálin og fyrirtækin verða að gera það upp við sig hvort þau ætla að vera með á þeim markaði eða ekki. Fer vísitala 1% yfir strikið? Óhætt er að fullyrða að full mik- il bjartsýni felst í þeirri spá að fram- færsluvísitalan hækki einungis um 0.4% að jafnaði á mánuði næstu þijá mánuði. Mörg fyrirtæki hafa greinilega hlýtt kalli og setið á hækkunum þrátt fýrir kostnaðartil- efni frá því á fyrra ári. Það gengur ekki upp til lengri tíma. Verðhækk- anir af þessum völdum eru þó varla stórvægilegar en ekki kæmi á óvart þótt framfærsluvísitalan hækkaði um 0,6%-0,7% að jafnaði á mánuði fram í september, sérstaklega ef ríkisstjórnin heldur til streitu þeirri ákvörðun sinni að stytta og síðan afnema greiðslufrest á virðisauka- skatti í tolli. Samband ungra sjálfstæðismanna 60 ára: Ungir sjálfetæðismenn í sextíu ár A eftirArna Sigurðsson Nýbýlavegi 18, simi 91-641988 Laugardaginn 23. júní nk. mun ungt sjálfstæðisfólk og velunnarar SUS fagna 60 ára afmæli Sam- bands ungra sjálfstæðismanna, með afmælishátíð í Hótel Valhöll á Þing- völlum. Samband ungra sjálfstæðis- manna var stofnað á Þingvöllum 27. júní 1930 af hópi ungra og áhugasamra sjálfstæðismanna, sem margir hveijir áttu eftir að gegna mikilvægum trúnaðarstörfum bæði á vettvangi flokks og þjóðar. Öflugt starf Sambands ungra sjálfstæðismanna er lifandi minnis- varði um framsýni frumheijanna. Nú sextíu árum síðar er Samband ungra sjálfstæðismanna orðið öflugasta fjöldahreyfmg ungs fólks á íslandi, trú uppruna sínum og hugsjónum þeim sem fæddu hana af sér. Yfirskrift afmælisársins er Kraftur nýrrar kynslóðar, og ber með sér það hlutverk SUS að vera vaxtarbroddur Sjálfstæðisflokksins, sá gróandi sem glæðir styrkan stofn sjálfstæðisstefnunnar sífellt nýju lífi og vinnur henni nýja fylgismenn úr röðum íslensks æskufólks. Á vettvangi ungra sjálfstæðis- manna hafa margir þeirra, sem síðar hafa skipast í forystusveit flokksins, þreytt frumraun sína í stjórnmálastörfum og fengið tæki- færi til að þróa og þroska hæfileika sína og stjórnmálavitund, ásamt miklum ijölda annars æskufólks sem síðar hefur haft mótandi áhrif á samfélagið hvert með sínum hætti. Einn þeirra, Geir Hallgrímsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokks- ins og forsætisráðherra, sat í stjóm SUS frá 1953 til 1955 og var for- maður þess frá 1957 til 1959. Geir Hallgrímsson verður heiðursgestur afmælishátíðarinnar á Þingvöllum nk. laugardag þar sem hann verður sérstaklega heiðraður fyrir framlag sitt og stuðning við hugsjónir ungra sjálfstæðismanna. Ungt sjálfstæðisfólk og þeir sem léð hafa SUS krafta sína á undan- förnum árum og áratugum em sér- staklega velkomnir á afmælishá- tíðina sem fram fer nk. laugardag. Dagskrá hennar hefur verið auglýst sérstaklega. Höfundur cr formnður afmælisnefhdar Sambands ungra sjálfstæðismanna og situr í stjórn þess.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.