Morgunblaðið - 22.06.1990, Síða 11

Morgunblaðið - 22.06.1990, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990 11 Yfirlit yfir verðhækkanir Maí 1988 Jan. ’90 Mars ’90 Júní 1990 Júní ’90 Júní’90 % % % Búvörur 36,9 1,0 0,5 A. innl. mat- og drykkjarvörur 37,3 0,7 -0,3 Innfl. mat- og drykkjarvörur 55,5 3,9 1,0 Innl. vörur annað 51,5 5,3 2,6 Bíll og bensín 61,8 2,7 1,5 Innfl. vörur annað 49,6 6,4 3,2 Áfengi ogtóbak 41,8 0,0 0,0 Húsnæðiskostnaður 40,7 5,7 -1,1 Opinberþjónusta 38,0 2,5 0,3 Önnur þjónusta 45,0 7,2 5,2 Framfærsluvísitala 45,4 4,4 1,9 Verðáerl. gjaldm. 50,0 0,0 ECU 52,0 1,4 GBP 40,0 3,1 Laun 33,0 1,5 0,0 Fer framfærsluvísitalan þá e.t.v. meira en 1% fram úr viðmiðunar- mörkum hinn 1. september. Hvaða aðgerðir koma til greina? Nokkrar mögulegar aðgerðir í því skyni að halda framfærsluvísi- töiunni undir viðmiðunarmörkunum hafa verið í umræðunni að undan- förnu. Einkum hefur verið nefnt að hækka gengi krónunnar og lækka jöfnunargjald. Framfærsluvísitalan má aðeins hækka um 0,7% á þriggja mánaða tímabili eða um rúmlega 0,2% á mánuði að jafnaði. Samkvæmt spá Þjóðhagsstofunar þarf að gera sér- stakar aðgerðir sem lækka vísi- töiuna um 0,6% í því skyni að ná henni niður fyrir viðmiðunarmörkin. Niðurfelling 5% jöfnunargjalds hefur væntanlega áhrif til lækkunar vísitölunnar um 0,65% sem kemur fram á nokkrum mánuðum. Þumalfingursregla varðandi gengi er að 1% breyting á verði erlendra gjaldmiðla kalli fram 0,45% breytingu á framfærsluvísi- tölu á nokkrum mánuðum. Samkvæmt fjárlögum á að inn- heimta hálfsárs tekjur af jöfnunar- gjaldi eða 500 milljónir. Ekkert hefur þó frést að áformun í því skyni að fella gjaldið niður eins og fjárlög mæla fyrir um. Jöfhunargjaldið virkar sem skattur á útflutning Jöfnunargjaldið var upphaflega sett á sem hluti af söluskattskerfinu og lagt á iðnaðarvörur sem tollar höfðu verið felldir niður af með EFTA/EB samningunum í því skyni að jafna uppsöfnunaráhrif sölu- skattsins í kostnaði innlendra iðnað- arvara. Með upptöku virðisauka- skatts er uppsöfnunaráhrifunum eytt sjálfkrafa og jöfnunargjaldið er því orðinn hreinn vemdartollur í andstöðu við fríverslunarsamning- ana. Meginatriðið er þó að jöfnunar- gjaldið er í raun borið af útflutn- ingsatvinnuvegunum í gegnum of hátt raungengi þótt það sé greitt af innflutningsaðilum. Hækkun gengis krónunnar t.d. um 1% er nefnilega eitt af þeim ráðum sem til greina koma til að halda hækkun framfærsluvísi- tölunni undir viðmiðunarmörkun- um. Er reyndar rætt um blöndu af gengishækkun og niðurfellingu jöfnunárgjalds að hluta í þessu sam- bandi. En með því kristallast ein- mitt þessi áhrif jöfnunargjaldsins. Ef gjaldið væri fellt niður að fullu næðist vísitalan undir viðmiðunar- mörkin m.a. spá Þjóðhagsstofnun- ar. Ef gjaldið er fellt niður að hálfu þarf að hækka gengið um 1% til þes að sama markmið náist. Verndartollur á innflutningnum lendir þannig á útflutningnum. Er hægt að hafa þetta skýrara? Útflutningsgreinar þola ekki gengishækkun Tekjumyndun í sjávarútvegi hef- ur verið minni en við var búist með því að bæði þorskafli og grálúðu- afli eru yfir 20 þúsund tonnum minni en á sama tíma í fyrra. Fyrir- tæki í sjávarútvegi eru því enn í knappri greiðslustöðu og verð- hækkanir á afurðum hafa ekki lag- að stöðuna nægilega. Gengishækk- un nú kæmi því á afleitum tíma fyrir sjávarútveginn þar sem fyrir- tækin fengju ekki að njóta þess ef rættist úr aflabrögðum. Ennfremur tapa aðrar útflutn- ingsgreinar á gengishækkun s.S fiskeldi, útflutningsiðnaður, loð- dýrarækt og ferðaþjónusta og er óhætt að segja að þessar greinar þurfi á flestu öðru að halda en geng- ishækkun nú. Meginrökin á móti gengishækk- un eru hins vegar þau að fyrirsjáan- legur er 5000 milljóna króna halli á viðskiptum við útlönd og því enn- þá meiri eftirspum eftir gjaldeyri heldur en framboð á honum frá útflutningsatvinnuvegunum. Það væri svo í stíl við annað í efnahags- stjóm á íslandi að grípa til þess ráðs að lækka verð á gjaldeyri við slík skilyrði. Afskrifa verður allar hugmyndir um gengishækkun nú en þess í stað er rétt að gefa útflutningsatvinnu- vegunum möguleika til þess að hagnast, ekki síst sjávarútvegi. Meginverkefni í hagstjórninni ætti að vera að gefa útflutningsfyrir- tækjunum tækifæri til þess að greiða niður skuldir og draga sam- hliða úr lántökum þjóðarinnar er- lendis. Raunhæfar aðgerðir Ríkið, fjárfestingarlánasjóðir og Landsvirkjun eiga að koma með virkari hætti inn á innlenda verð- bréfamarkaðinn, þótt það hafi í för með sér hækkun raunvaxta. Enn- fremur væri rétt í þessari stöðu að opna fyrir fjármagnsstreymi til út- landa með því að koma fram þeirri reglugerð um aukið frelsi í gjald- eyrisviðskiptum sem liggur á borði viðskiptaráðherra. Með slíkum aðgerðum væri stuðl- að að því að aukin tekjumyndun í sjávarútvegi kæmi ekki fram í auk- inni heildareftirspum í efnahagslíf- inu sem er í raun sterkast tækið til þess að hamla gegn verðhækkun- um og launaskriði. Með gengishækkun er hins vegar verið að stuðla að enn meiri við- skiptahalla og erlendum lántökum með því að ekki er dregið úr heild- ar eftirspurninni þrátt fyrir að tekj- ur útflutningsgreinanna séu skert- ar. Hvað snertir viðmiðunarmörkin hinn 1. september liggur beint við að jöfnunargjaldið sé fellt niður eins og gengið er út frá í fjárlögum, að hætt sé við að stytta greiðslufrest á virðisaukaskatti í tolli og e.t.v. hugað að öðrum aðgerðum s.s að draga úr hækkun bensíngjalds og hækkun á þjónustu Pósts og síma eða Ríkisútvarpsins. Með slíkum aðgerðum og nokk- urri heppni gæti vísitalan náðst undir viðmiðunarmörkin hinn 1. september. Höfúndur er framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands. BÍLAGALLERÍ Opið virka daga frá kl. 9-18. Laugardaga frá kl. 10-16. Lada Sport árg. '87. Hvftur. S gfra. Léttstýrl. Útv./sogulb. Ek. 40.000 km. VsrS 660.000. Saab 9001 árg. '87. HvKur. 5 gfra. Vðkvastýrf. Útv./sogulb. Ek. 45.000 km. Vorð 950.000. Lada Lux 1500 árg. '88. Hvftur. Útv./segulb. Sumar- og votrardekk. Ek. aðslns 17.000 km. Verð 340.000. Toyota Carina DX árg. '88. Hvftur. 5 gfra. Vökvastýrl. Útv./segulb. Ek. 46.000 km. Vorð 800.000. Ford Escort LX 1,3 árg. '88. Hvftur. 5 gfra. Útvarp. Ek. aðelns 43.000 km. Vorð 430.000. Ford Escort árg. '82. Hvftur. 4ra gfra. Útv./segulb. Ek. 94.000 km. Verð 285.000. Volvo 440 QLT árg. '89. Dðkk- grár met. 5 gfra. Vðkvast. Utv./segulb. Ek. aðolns 5.000 km. Vorð 1190.000. Suzukl Fox 413 árg. ’88. Blár. 5 gfra. Útv./segulb. Full- klæddur/upphækkaður, braið dekk o.fl. Ek. 33.000 km. Verð 960.000. Volvo 740 QL árg. ’8B. Blá- grænn met. 5 gfra. Vökvast. Utv./segulb. Ek. 54.000 km. Vorð 1020.000. FJöldi annarra notaðra úrvals bíla á staðnum og á skrá. Brimborg hf. Faxafeni 8, s. (91) 685870. C&3Þ8 imis ,31 Blúmu6i2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.