Morgunblaðið - 22.06.1990, Page 14

Morgunblaðið - 22.06.1990, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990 ODYRASTA SLÁTTUVÉUN á markaönum meö 3,5 hp. BRIGGS & STRATTON fjórgengisvél • Kostaraöeins Kr. 17.700 stgr. MTD 052 Þrælsterk amerísk sláttuvél meö öryggi í handfanginu fyrir hnífinn. Vildarkjör Visa eöa Eurokredit: • Engin útborgun og jafnar mánaöarlegar greiöslur allt upp í 6 mánuöi. Viöurkennd viðhalds- og varahlutaþjónusta. Geriö verö- og gæðasamanburö! Rafeindakveikja • Grassafnari (auka) • Hæðarstilling íjMí& í > % D i Opið laugardaga Stærsti %zihr ) frákl. 10-16. framleiðandi sláttuvéla í heiminum. G.Á. Pétursson hf LMJ , _ m _ _ m _ Raðgreiðslur markdðurinn Nútíöinni Faxafeni .14, sími 68 55 80 Metsölublaó á hverjum degi! Ingibjörg Jóhanns dóttir - Minning Fædd 2. desember 1913 Dáin 13. júní 1990 Fyrstu kynni mín af Ingibjörgu voru, er hún giftist föður mínum, Bergsveini Guðmundssyni. Það sem ég fann strax í fari hennar, var hversu hlýrri og heiðarlegri konu ég hafði kynnst, enda einkenndist framkoma hennar af því að vilja hafa allt gott í kringum sig og gera alla hluti þannig að allir væru ánægðir. Ingibjörg hafði til margra ára verið heiisuveil, en þó kom andlát hennar mjög á óvart. Þó ég hafi ekki haft tækifæri til að hitta hana um alllangt skeið höfðum við þó alltaf símasamband og þá sérstak- lega oft undanfarið og bar hún sig alltaf mjög vel, þó eflaust hafi heils- an oft á tíðum ekki verið góð. Á síðustu æviárum föður míns átti hann við þó nokkur veikindi að stríða, en hann lést fyrir rúmum 2 árum, þá sýndi Ingibjörg vel hvað í henni bjó. Þrátt fyrir sína erfið- leika stóð hún alltaf við hlið hans trygg og traust þar til yfir lauk. Okkur systkinunum hefur hún alltaf verið hinn besti vinur, til hennar gátum við alltaf leitað ef eitthvað bjátaði á. Þá reyndi hún að greiða götu okkar allra fyrst. Já, þannig var hún, gera hlutina strax, ekki að bíða með það til morguns, enda ætlaðist hún til þess líka af öðrum. Þó kynni mín af Ingibjörgu hafi ekki verið mikil fyrstu árin, þá urðu þau nánari eftir að ég stofnaði mitt eigið heimili. Ég minnist þess hversu þakklát hún var þegar henni og pabba var boðið í mat um helg- ar eða á hátíðum, því miður gat það ekki verið sl. 8 ár vegna fjar- lægðar á milli okkar. Þá flutti ég til Akureyrar. Fyrirtæpum 13 árum vorum við hjónin ásamt 2 börnum okkar stödd vestur á Patreksfirði og þar eignuðumst við yngsta barn- ið okkar. Þegar átti að fara að skíra barnið hringdi ég í Ingibjörgu og sagði henni að telpari ætti að heita í höfuðið á henni. í fyrstu ætlaði hún ekki að trúa þessu en síðan brást hún mjög glöð við. Já, það sýndi sig að það þurfti ekki mikið til að gleðja þessa konu. Nú er hún búin að fá hvíldina en það var hún farin að þrá. Að lokum viljum við, ég og konan mín, Ásgerður, og börn okkar þakka Ingibjörgu fyrir þau vináttu- tengsl sem aldrei bragðust. Systur hennar, Ragnheiði Jóhannsdóttur, og sonum hennar votta ég mina dýpstu samúð. Guðmundur J. Bergsveinsson Sigurrós Finnboga dóttir - Minning Fædd 22. október 1918 Dáin 15. júní 1990 Þegar ég með mínum fátæklegu orðum sest niður til að minnast Sigurrósar Finnbogadóttur, Rósu, sem við á Ástjörn kölluðum ávallt Rósu ráðskonu, þá kemur fyrst í huga minn að það var í Lækjargötu 3 sem ég fyrst kynntist Rósu og Halldóri þar sem foreldrar mínir keyptu efri hæð hússins en Halldór og Rósa neðri hæðina. Það er ekki vandalaust að búa svona í stóru timburhúsi. En í dag hugsa ég um það að ég á aðeins góðar minningar um þá sambúð. Það var einmitt á þessum árum sem Rósa vann mikið á sjúkrahús- inu og minnist ég þess að hún vakti mikið og var eftirsótt til að vaka yfir þeim sem þjáðir voru og ég veit að þar hafa kærleikshendur hennar hlúð vel að þeim sem háðu sína síðustu baráttu. í mínum huga var Rósa sérstök gæðakona. Það má því segja að það hafi verið eitt hið mesta happ sem henti okkur Ástirninga þegar hún kom til okkar sem ráðskona. Þau 11 ár sem við fengum að njóta þess að hafa hana hér að Ástjörn verða ógleymanleg. Sá kærleikur sem við öll fengum að reyna og njóta mun ávallt venna hug okkar og hjörtu og sú mynd sem við geymum er dýrmætari en gull og gersemar. Rósa var sérlega lagin að hjálpa þeim drengjum sem áttu við ýmis vandamál að stríða og margir drengjanna hugsa með miklu þakk- læti til hennar fyrir allt bæði smátt og stórt. Við hjónin höfum margs að minn- ast og alltaf var jafn notalegt að koma til Rósu og Dóra, þessar stundir eru nú dýrmæt minning. Síðari árin hafa verið erfið fyrir Rósu, hún bar allt með hreysti og þolinmæði uns yfir lauk. Rósa er horfin sjónum okkar en minningin um góða konu sem gaf okkur svo mikið er geymd _og gleymist ekki þó árin líði. Við Ástirningar minn- umst hennar með þökk og virðingu og sendum öllum, sem sárt sakna, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Sömuleiðis sendum við hjónin okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Bogi Pétursson, Ástjörn Ferðamálaráð: Gerður verði lofltferðasamningur við Sovétríkin FERÐAMÁLARÁÐ hefur sent frá sér ályktun, þar sem skorað er á Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, að beita sér fyr- ir gerð loftferðasamnings við Sovétríkin. í ályktun ráðsins er sagt, að það séu miklir hagsmunir ferðaþjón- ustunnar að umsvif í millilandaflugi aukist hér á landi, bæði vegna auk- innar þjónustu á millilandaflugvelli eða völlum, og einnig vegna mögu- leika á vaxandi straumi ferðamanna frá Norður-Ameríku, Austur-Evr- ópu og Austur-Asíu. Vikið er að því, að allflest vest- ræn ríki hafi nú þegar gert loft- ferðasamninga við Sovétríkin og meðal annars hafi leiðtogar Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna undirrit- að slíkan samning fyrir skömmu. Island sé frá landfræðilegu sjón- armiði vel í sveit sett með tilliti til flugsamgangna milli austurhluta Norður-Ameríku og Austur-Evrópu og álíti Ferðamálaráð að þá mögu- leika beri að nýta. Jafnframt mæli aukinn útlfutningur með sjávaraf- urðir, meðal annars til Austur-Asíu, með loftferðasamningi við Sovét- menn. Að lokum segir í ályktun Ferða- málaráðs, að ferðaþjónusta sé vax- andi atvinnugrein víða um heim og möguleikar Islendinga til að efla atvinnulíf og jákvæða þróun byggð- ar í landinu liggi í ferðaþjónustu. Kjörvari og Þekjukjörvari - kjörin viðarvöm utanhuss Þurfir þú að mála við utanhúss, hvort sem um er að ræða sumarhús, glugga eða grindverk, þarftu fyrst að ákveða hvers konar áferð þú óskar eftir. Sé ætlunin að halda viðaráferðinni skalt þú nota Kjörvara sem er gegnsæ viðarvörn og til í mismunandi litum. Ein til þrjár umferðir nægja, allt eftir ástandi viðar. Kjósir þú aftur á móti hálfliyljandi áferð, sem gefur viðnum lit án þess að viðarmynstrið glatist, mælum við með Pekjukjör- áfeáiÉÍMBgaa----- ------ I „ IMMm '' I vara scm cinnig fæst í mörgum litum. Tvær umferðir eru í flestum tilvikum Sé viðurinn mjög gljúpur skal 'máAtf Á nog. grunna hann fyrst með þynntum glær- um Kjörvara og mála síðan yfir með Þekjukjörvara. Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er imálningh/f - það segir sig sjálft -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.