Morgunblaðið - 22.06.1990, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 22.06.1990, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990 JHrognnMttfetfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Grálúðan hverfur af miðunum Fiskstofnar hafa verið mis- mikið rannsakaðir. Ræðst áhugi á rannsóknunum meðal annars af því um hve mikla nytjafíska er að ræða. Vegur' grálúðunnar í íslenskum sjáv- arútvegi hefur verið að vaxa jafnt og þétt undanfarna ára- tugi. Nú er svo komið að hún er talin ígildi þorsks, þegar litið er á verðmæti. Sóknin í grálúðuna hefur farið eftir þessu og á síðasta ári voru veidd 60 þúsund tonn af henni, þótt Hafrannsóknastofnun hefði gert tillögur um 30 þús- und tonna veiði. í ár höfðu aðeins veiðst tæp 19 þúsund tonn af grálúðu fyrstu fimm mánuði ársins en á sama tíma í fyrra var aflinn orðinn tæp 40 þúsund tonn. Þessar tölur segja sína sögu. í fyrsta lagi vaknar sú spuming, hvers vegna ekki er borin meiri virðing fyrir tillög- um fiskifræðinga um leyfilega hámarksveiði á grálúðu en þessar tölur gefa til kynna. í öðru lagi er ástæða til að velta því fyrir sér, hvort virðingar- leysið fyrir tillögum um leyfí- legan hámarksafla í fyrra sé að koma mönnum í koll núna. Hefur með öðram orðum verið gengið of nærri grálúðustofn- inum? Eins og sjá má á baksíðu Morgunblaðsins í gær vill eng- inn taka af skarið um það, hvað sé í raun að gerast hjá grálúðunni. Kristján Ragnars- son, formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, segist óttast að stofninum hafi verið ofgert, það sé eigin- lega eina ályktunin sem hægt sé að draga. Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofn- unarinnar, segir að undanfarin þrjú ár hafí verið veitt meira en stofnunin taldi skynsam- legt og bætir við: „Samkvæmt þeirri úttekt sem við höfum verið að gera á stofninn að minnka við þessar miklu veið- ar, en ekki að hrynja, þannig að líklegt er að það séu fleiri ástæður fyrir aflabrestinum, en að það hafi verið veitt meira en við höfum gert tillög- ur um. Vissulega er útlitið dökkt, en maður vonar í lengstu lög að þetta sé ekki bara ofveiði.“ í máli Jakobs kemur einnig fram, að ætlunin sé að auka rannsóknir á grá- lúðunni. Á liðnum vetri óttuðust menn mjög að loðnan væri horfin við landið, þar sem veiði var treg í upphafi vertíðar. Sem betur fer rættist úr áður en yfír lauk. Loðnan hagaði sér einfaldlega með öðrum hætti en hún hafði fyrr gert. Hið sama kann að vera að gerast hjá grálúðunni; hún haldi sig nú á nýjum slóðum eða hafí dreift sér á annan veg en fyrr. Tekið skal undir með Jakobi Jakobssyni þegar hann segist vona í lengstu lög að ekki sé um ofveiði að ræða. Hrun grá- lúðustofnsins hefði ekki aðeins í för með sér tekjumissi og tjón á mörkuðum. Kæmi í ljós að skeytingarleysi um tillögur fískifræðinga hefði leitt til hruns á grálúðustofninum yrði það verulegur álitshnekkir fyrir alla þjóðina út á við. Ein helstu rök okkar í landhelgis- deilum fyrri ára voru einmitt þau, að með eigin yfírráðum gætum við betur tryggt vöxt og viðgang fískistofna en með því að hafa íslandsmið opin fyrir öllum. Pallur við Lögberg Fáir staðir höfða jafn mikið til tilfínninga Islendinga og Þingvellir við Óxará. Mann- virkjagerð þar hefur jafnan verið viðkvæm og vandasöm. Öllum breytingum er tekið með varúð. Á sínum tíma urðu til dæmis töluverðar deilur um það, þegar Bjarai Benedikts- son forsætisráðherra beitti sér fyrir því að umferð bifreiða um Almannagjá var bönnuð. Sr. Heimir Steinsson þjóð- garðsvörður bendir í Morgun- blaðssamtali í gær á ýmis haldgóð rök fyrir því, að pallur sé reistur við Lögberg og göngubrú smíðuð umhverfís hinn sögufræga stað. Hann leggur jafnframt áherslu á, að hér sé aðeins verið að gera tilraun. Á þessu stigi er of snemmt að fella dóm um þetta nýja mannvirki. Hitt er ljóst að það er vissulega tilraunarinnar virði að reisa það. AÐGERÐIR BHMR-FELAGA: Páll Halldórsson ávarpar útifund BHMR á Lækjartorgi. Lögregla áætlaði að 600-800 manns hefðu sótt funt Útifiindur BHMR á Lækjartorgi: Við sömdum í fyrra og sí ingur er ekki tfi endursk - sagði Páll Halldórsson formaður FÉLAGAR í Bandalagi háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna gengu í gær i kröfugöngu á Lækjartorg og gengust þar fyrir útifundi til að mót- mæia þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta gildistöku nýs launa- kerfís BHMR. Páll Halldórsson, formaður BHMR, sagði að samningur bandalagsins við ríkið yrði ekki endurskoðaður, en hins vegar væru BHMR-menn til i viðræður um hvernig hátta ætti endurskoðun launa- kerfisins. Það yrði þó að halda á spöðunum ef takast ætti að ljúka þeim á rúmri viku. „Þótt ólýðræðisleg vinnubrögð ríkisstjórnarinnar brenni nú á félags- mönnum BHMR þá kemur þetta mál öllum íslenzkum launamönnum við. í víðu samhengi er þetta spumingin um að veija samningsrétt launa- manna gegn einhliða og fruntalegum árásum ríkisvaldsins. Engin ríkis- stjóm má nokkru sinni komast upp með að vanvirða samningsrétt launafólks á íslandi. Launafólk verð- ur að standa saman gegn hvers kyns árásum á samningsréttinn." Þetta stendur á miða, sem félagar í BHMR dreifðu meðal almennings á Lækj- artorgi, og segja má að þessi klausa hafi verið kjaminn í ræðum flestra framsögumanna á fundinum. Einnig las Wineie Jóhannsdóttir, fundar- stjóri, upp ályktanir og orðsendingar í sama dúr frá Bandalagi háskóla- manna, Félagi hjúkrunarfræðinga, Félagi háskólakennara, Verkfræð- ingafélagi íslands, Starfsmannafél- agi ríkisstofnana, Kennarasambandi íslands, Kvennalistanum og Alþýðu- bandalaginu í Reykjavík. Broddi Broddason, Félagi frétta- manna, sagði að með „þjóðarsátt- inni“ hefði ASÍ ákveðið að allir laun- þegar skyldu lepja af sama dalli. Þar hefði hins vegar verið litið fram- hjá því að BHMR hefði verið búið að gera sína sátt við ríkið. Samning- ur BHMR væri eins og allir aðrir samningar, milli tveggja aðila. ASÍ og VSI hefðu þar hvergi komið nærri. Siðleysi við samningagerð Júlíus K. Bjömsson, Sálfræðinga- félagi íslands, talaði um siðleysi varðandi kjarasamninga. Hann sagði að við gerð samninga BHMR í fyrra hefði ríkisvaldinu ekki verið treyst- andi frekar en endranær til að standa við gerðan samning. „Þetta höfum við upplifað aftur og aftur og nú hefur ríkisstjómin enn einu sinni staðfest það. Við vissum því þegar síðasti kjarasamningur var undirritaður að þrátt fyrir fögur orð fjármálaráðherra við það tækifæri, um að hér væri tímamótasamning- ur, sem skapaði frið milli háskóla- manna og ríkisins, þá myndu hann og ríkisvaldið reyna allt sem hægt væri til þess að komst hjá því að standa við samninginn. Við vissum að við myndum þurfa að fylgja þess- um samningi eftir, fast og í smá- atriðum," sagði Júlíus. Hann sagði að reynt hefði verið að tryggja að einfaldlega væri ekki hægt að svíkja samninginn, en slíkt væri auðvitað erfittþegar viðsemjandinn hefði ekki hugsað sér að standa við það sem undirritað væri. Smávægilegar leiðréttingar ekki orsök verðbólgu Ræðumenn gagnrýndu Alþýðu- sambandið harðlega. Elna Katrín Jónsdóttir, Hinu íslenzka kennara- félagi, sagði að forsvarsmenn ASÍ væru í raun að leggjast á sveif með atvinnurekendum og biðja ríkis- stjórnina að svíkja samninginn við BHMR. -Slíkt væri einstætt í sögu launþegasamtaka á íslandi og þótt víðar væri leitað. „Það er hrein firra að halda því fram að þær smávægilegu leiðrétt- ingar launa einstaklinga innan aðild- arfélaga BHMR, sem koma áttu til framkvæmda 1. júlí, hleypi verð- bólgu á skrið og ógni jafnvægi í efnahagsmálum. BHMR hefur fyrir löngu lagt sinn skerf til svokallaðrar þjóðarsáttar með því að gera ein- mitt þennan kjarasamning, sem inni- ber einungis örlitlar hækkanir á meira en árstímabili og jafnlanga frestun á brýnni og margsvikinni leiðréttingu kjara, sem auk þess kemur til framkvæmda í áföngum samkvæmt samningnum,“ sagði Elna. „Ríkisstjórn íslands átti, með Steingrím Hermannsson forsætis- ráðherra í broddi fylkingar, drjúgan hlut að máli við gerð samninganna og viðurkenndi óumdeilanlega að leiðrétta bæri kjör í tímasettum áföngum," sagði Elna. Óskar ísfeld Sigurðsson, Félagi íslenzkra náttúrufræðinga, talaði Forsvarsmenn einstakra aðildarfél Sigfússyni, starfandi Qármálaráðht stjórnarinnar. um hártoganir og hundalógík ríkis- stjórnarinnar. „Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn hafa ekki heimtað meira en aðrir. Það, sem við förum fram á, er að staðið yerði við gerðan kjarasamning, og ég trúi því ekki að óreyndu að aðrir launþegar taki ekki undir þá kröfu heilshugar," sagði hann. Árangur verkfallsins ekki hrifsaður burt Síðastur talaði Páll Halldórsson, formaður BHMR. Hann sagði að atburðir síðustu viku sýndu að ríkið hefði ekki áttað sig á því að fólk, sem staðið hefði í sex vikna verk- falli, léti ekki hrifsa af sér árangur þess. „Nú heyrist aftur talað um samninga og mörgum varð óneitan- lega bylt við. Var ekki samið í fyrra, hafa félagsmenn einn af öðrum spurt. Og víst er um það. Við sömd- um í fyrra og sá samningur er ekki til endurskoðunar,“ sagði Páll. „Við höfum hins vegar frá því í haust krafizt viðræðna um framkvæmd kjarasamningsins, með hvaða hætti endurskoðun launakerfisins fari fram. Við erum að sjálfsögðu tilbúin að hefja slíkar viðræður, þótt seint sé. Þá þarf vissulega að taka til hendinni, ef ljúka á þessu máli á rúmri viku þannig að menn verði varir við það á launaseðlinum um næstu mánaðamót. Hitt er ákveðið af samninganefnd og launamála- ráði, að verði ekki staðið við fimmtút

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.