Morgunblaðið - 22.06.1990, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990
21
dinn.
Morgunblaðið/Sverrir
i sanm-
oðunar
aga BHMR afhentu Steingrími J.
*rra, mótmæli við ákvörðun ríkis-
grein samningsins um næstu mán-
aðamót, verður málinu stefnt fyrir
félagsdóm mánudaginn 2. júlí,“
sagði Páll.
I lok fundarins gengu forsvars-
menn 23 aðildarfélaga BHMR upp
í Stjórnarráð og afhentu þar
Steingrími J. Sigfússyni, starfandi
fjármálaráðherra, mótmæli við
ákvörðun ríkisstjórnarinnar og kröfu
um að hún verði þegar felld úr gildi.
Þurfiim tryggingn fyrir að ríkið taki
ekki ávinningiim með einu pennastriki
- segir Halldóra Ásgeirsdóttir
BHMR-félagar hittust á fimdi í Templarahöllinni
klukkan níu í gærmorgun og sátu þar fram til
klukkan hálftólf, er gengið var niður á Lækjart-
org. Hiti var i mörgum og voru þeir, sem Morgun-
blaðið ræddi við, sannfærðir um að BHMR þyrflti
að fara út i aðgerðir til að ná fram hækkun á
launum sínum.
Ólafur
Ólafsson.
„Tilbúinn í harðar aðgerðir"
„Mér finnst þessar aðgerðir sjálf-
sagðar. Það er gróflega verið að
bijóta á okkur samninga,“ sagði
Þór Steinarsson, kennari í Tækni-
skólanum. Hann sagðist vera tilbú-
inn í harðar aðgerðir. „Ég er alveg
til í að fara í verkfall. Ef ríkið vill
ekki viðurkenna samningsréttinn,
þá verðum við að gera það.“
Þór var spurður um þau rök ríkis-
stjórnarinnar að hækkanir til
BHMR myndu hleypa af stað skriðu
kauphækkana og kynda verð-
bólgubálið á ný. „Það eru svo
margvísleg viðmið á vinnumarkaðn-
um. Við miðum okkur við hinn svo-
kallaða fijálsa vinnumarkað, og ef
hann getur greitt þau laun, sem við
erum að sækjast eftir, þá held ég
ætti ekki að vera hætta á verð-
bólguhækkun," sagði Þór. Hann
sagði að samningur BHMR hefði
verið gerður til allt að flmm ára,
og háskólamenn vildu fá viðmiðun-
ina við fijálsa markaðinn skýrt skil-
greinda. „í kjölfarið þurfum við að
fara að leiðrétta þennan mismun.
Það er ekkert í samningnum sem
segir að sá mismunur ætti að koma
1. júlí, heldur að hann ætti að koma
á næstu árum. Hér er ríkið að bijóta
á okkur fyrsta þrepið.“
„Gróft brot á samningsrétti"
„Maður er náttúrulejga öskureið-
ur yfir þessu," sagði Olafur Ólafs-
son, en hann starfar á Námsgagna-
stofnun. „Þetta er gróft brot á okk-
ar samningsrétti."
Hann sagðist vel tilbúinn í langt
og erfitt verkfall til að knýja fram
hækkanir handa BHMR-félögum.
Aðspurður hvort hann vildi að
BHMR tæki ábyrgð á hugsanlegri
skriðu kauphækkana og verðbólgu,
sagði hann: „Ég held að það geti
ekkert verkalýðsfélag samið um að
annað megi ekki fá hækkanir. Al-
þýðusambandið samdi um að aðrir
fengju ekki meiri hækkanir en þeir,
en við verðum að verja okkar samn-
ingsrétt.“ .
„Er með skítalaun"
Helga Hallgrímsdóttir, hjúkr-
unarfræðingur, sagðist vera fegin
því að forysta BHMR færi í aðgerð-
ir gegn ríkisstjórninni. „Maður er
með skítalaun. Ég er með 60 þús-
und krónur í grunnlaun. Þegar við
svo horfum á viðskiptafræðinga á
almennum markaði, sem hafa fjög-
Alþýðubandalagið í Reykjavík:
Aðgerðum ríkisstjórn-
ar harðlega mótmælt
Á félagsfúndi í Alþýðubandalaginu í Reykjavík 20. júní var samþykkt
tillaga um að mótmæla harðlega þcim aðgerðum ríkisstjórnarinnar að
fresta einhliða ákvæðum kjarasamnings Bandalags háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanna og rýra með því samningsrétt stéttarfélaga.
Tillagan var borin fram af Guð-
rúnu Kr. Óladóttur, Sigurbjörgu
Gísladóttur, Siguijóni Péturssyni,
Stefaníu Traustadóttur, Garðari
Mýrdal og Ragnari Stefánssyni.
Æskulýðsfylking Alþýðubandalags-
ins í Reykjavík hafði áður samþykkt
svipaða ályktun og var þar harmaður
hlutur ráðherra Alþýðubandalagsins
í ákvörðun ríkisstjórnarinnar.
Á félagsfundi ABR var einnig
samþykkt tillaga um að krefjast þess
að fulltrúar flokksins á Alþingi og í
ríkisstjórn fylgi eftir stefnu flokksins
í herstöðvamálinu og fylki sér um
tillögur Hjörleifs Guttormssonar í því
efni. Minnt er á samþykkt 9. lands-
fundar flokksins þar sem lagt er til
að ráðherrar flokksins leggi til innan
ríkisstjómarinnar að tafarlaust verði
hafínn undirbúningur að brottför
hersins, afnámi erlendra herstöðva
og þar með úrsögn úr NATÓ.
urra ára háskólanám að baki, líkt
og hjúkrunarfræðingar, þá taka
þeir ekki lægri laun en 150 þús-
und.“ __„
Helga sagðist samt ekki tilbúin
að fara í verkfall aftur, heldur vildi
hún sjá til með aðgerðir. „Það er
fyrst og fremst verið að tala um
að bæta launin. Mér finnst fárán-
legt þegar ASÍ heldur því fram að
við séum eitthvert hálaunafólk, sem
séum að fara fram á hækkanir á
meðan þeirra fólk sitji uppi með
50-70.000 króna laun.“
„Aðgerðir ríkisstjórnarinnar
óréttlátar“
Kristín Sigurbjörnsdóttir, starfs-
maður á Hagstofunni, sagði að sér
þættu aðgerðir ríkisstjórnarinnar
mikið óréttlæti. „Við erum aðeins
að fara fram á leiðréttingu okkar
mála, og þess vegna fínnst mér
skrítið að ríkisstjómin skuli fara
svona-fram," sagði hún.
Hún sagðist vilja reyna aðrar
leiðir til þrautar áður en farið yrði
út í verkfall, en ef það væri eina
leiðin, yrði að fara út í það. Hún
sagðist hafa trú á að hægt yrði að
ná samkomulagi um að BHMR
fengi sína hækkun án þess að aðrir
launþegar færu fram á það sama.
„Ákveðnir í að fá leiðréttingu"
Halldóra Ásgeirsdóttir, forvörður
á Þjóðminjasafninu, sagði að
BHMR-félagar væru ákveðnir í að
fá sína leiðréttingu fram. Hún sagði
að langt verkfall virtist tilgangs-
laust ef ríkisstjórnin gæti tekið af
fólki þær hækkanir, sem hefðu
fengizt fram með mjög hörðum
aðgerðum í fyrra. „Við þurfum að
Helga
Hallgrímsdóttir.
fá einhveija tryggingu fyrir því að
ríkið taki ekki af okkur ávinninginn
með einu pennastriki,“
Aðspurð hvort hún héldi ekki að
hækkanir til BHMR myndu hafa
áhrif á önnur félög á vinnumark-
Kristín
Sigurbjörnsdóttir.
Halldóra
Ásgeirsdóttir.
aðnum sagði hún að um BHMR
væri aðeins að biðja um leiðrétt-
ingu, og bandalagið teldi svo lítinn
hluta launþega, að hækkanir til
þeirra myndu varla hrinda verð-
bólgunni af stað.
ASÍ hefiir ekki kraf-
ist niðurfelling-
ar kauphækkana
segir Asmundur Stefánsson í bréfi til BHMR
ALÞÝÐUSAMBAND íslands hefúr hvergi sett fram kröfu um að samn-
ingsbundnar kauphækkanir annara hópa verði felldar niður með vald-
boði, og hefiir aldrei tekið undir þá kröfú frá öðrum aðilum, segir í
bréfi, sem Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ hefur sent Bandalagi
háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna.
Bréf Ásmundar er svar við bréfl
BHMR þar sem óskað var eftir að
ASÍ gerði grein fyrir afstöðu sinni
varðandi ákveðin atriði. í bréfinu
segir Ásmundur að sú afstaða, sem
að ofan greinir, hafi komið skýrt
fram á fundi fulltrúa ASÍ og for-
ustu BHMR á meðan á samninga-
viðræðum ASÍ og Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja stóð í janúar.
Hún hafí einnig komið fram á fund-
um með ríkisstjórninni og sögu-
sagnir um annað hafi ekki við rök
að styðjast.
Ásmundur segir síðan að ASÍ
hefði talið eðlilegt að BHMR nytj^
góðs af þeirri stefnu sem mörkuð
var í samningunum í vetur. Jafn-
framt hefði verið tekið fram að
yrði launahækkun hjá öðrum hóp-
um launafólks umfram það sem
fælist í samningum ASÍ og BSRB,
yrði gerð krafa um sömu launa-
hækkanir til handa félagsmönnum
ASÍ. Forusta BHMR hefði ekki
gert athugasemd við þessa afstöðu
enda augljóst að Sóknarfólk, iðn-
verkafólk, afgreiðslufólk og físk-
verkafólk þurfí ekki síður á kaup-
hækkunum að halda.
Umboð EB vegna samninga við EFTA:
•i
Undanþágur fyrír EFTA-lönd
verði fáar og1 tímabundnar
Leitað eftir sanngjarnri lausn varðandi fískveiðar
UMBOÐIÐ sem utanríkisráðherrar aðildarlanda Evrópubandalags-
ins (EB) veittu framkvæmdastjórn bandalagsins á mánudag til við-
ræðna við ríki Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) urn að koma
á fót evrópsku efhahagssvæði (EES) er í 15 greinum. Þar eru tíun-
duð þau atriði sem ráðherrarnir telja að samningamenn EB verði
að hafa í heiðri til að gæta liagsmuna bandalagsþjóðanna og koma
í veg fyrir að tilvist EES raski því stjórnkerfi, sem EB hefúr komið
á fót. Þá vill EB að undanþágur fyrir EFTA-lönd frá fyrirhuguðum
EES-samningi verði fáar og tímabundnar
í sjöttu grein umboðs EB-samn-
inganefndarinnar er rætt um fisk-
veiðar. Þar segir að tekið skuli
tillit til þess hve viðkvæm samn-
ingssvið fiskveiðar séu og leiti
bandalagið eftir sanngjarnri lausn
sem geti tryggt hagfellda sam-
tengingu með tilliti til fiskveiði-
hagsmuna aðildarlanda þess,
einkum að því er varðar aðgang
að auðlindum sjávar á yfirráða-
svæði aðildarríkja EFTA og við-
skiptahagsmuni EFTA-ríkja.
Þegar rætt er um forsendur
fyrirhugaðs samnings um evr-
ópska efnahagssvæðið í þriðju
grein umboðsins er tekið fram að
hann skuli gerður á grundvelli
lagabálks EB, sem eigi að fella
inn í samninginn. Hugsanlegar
undanþágur undan samningnum
sé ekki unnt að veita nema viður-
kennt sé, að þær megi réttlæta á
þann veg að með þeim sé verið
að gæta grundvallarhagsmuna
eða þær raski ekki heildarniður-
stöðu samningsins. Markmið
bandalagsins sé að takmarka
slíkar undanþágur eins og frekast
er kostur og almennt eigi þær að
hafa tímabundið gildi.
Lðgð er áhersla á það í fjórðu
grein umboðsins, að EFTA komi
á fót stofnun er hafí vald til að
koma á samkeppnisskilyrðum,
sem jafnist á við slík skilyrði inn-
an EB. Eigi stofnunin að hafa
sama vald og stofnanir EB til að
grípa til ráðstafana til að tryggja
sam'keppni, svo sem með því að
hafa eftirlit með ríkisstyrkjum og
setja þeim skorður.
110. grein umboðsins er ítrek-
að, að EB haldi óskoruðu sjálfy-
stæði til allra innri ákvarðana. í
11. grein segir, að efnt skuli reglu-
lega til ráðherrafunda til að ræða
framkvæmd samningsins og veita
sameiginlegri EB-EFTA-stofnun,
sem annist framkvæmdina,
pólitíska leiðsögn í störfum henn-
ar. Þess er getið að á þessum
vettvangi komi báðir aðilar fram
sem ein heild og tali einum rómi.
Jafnframt er þess getið í sérs-
takri bókun við 11. greinina, að
enn eigi eftir að skilgreina verk^ -
svið hinnan sameiginlegu EB-
EFTA-stofnunar. í 11. greininni
er einnig fjallað um það, hvernig
skorið skuli í lögfræðilegum
ágreiningsefnum. I því efni þurfi
að finna sameiginlegan vettvang,
svo sem með því að styðjast við
dómstól EB í Lúxemborg en dóm-
arar frá aðildarríkjum EFTA gætu
tekið sæti á vettvangi hans.