Morgunblaðið - 22.06.1990, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.06.1990, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 22. JUNI 1990 Sigurður S. Þorbcrgsson básúnuleikaei heldur tónleika í sal Tón- listarskólans á Akureyri ásamt Judith Pamelu Þorbergsson píanó- leikara. Básúnutónleikar 1 Tónlistarskólanum SIGURÐUR S. Þorbergsson básúnuleikari og Judith Pamela Þorbergsson píanóleikari halda tónleika í sal Tónlistarskólans á Akureyri á morgun, laugardaginn 23. júní, kl. 17.00. Á efnisskránni verða m.a. verk eftir Cesare, Telemann, Bach, Saint-Saens, Faure og Pryor. Sigurður og Judith námu bæði við Guildhall-tónlistarskólann í London. Sigurður er fæddur Norðfirð- ingur en starfar nú í Sinfóníu- hljómsveit íslands. Hann hélt einleikstónleika í Reykjavík og London sl. vetur við góðar undir- tektir gagnrýnenda í Morgun- blaðinu, The Times og The Inde- pendent. Judith starfar sem undirleikari í Söngskólanum í Reykjavík og hefur komið víða fram á tónleik- um, m.a. með Sinfóníuhljómsveit íslands. Sigurður og Judith koma einn- ig fram á tónleikum í Neskaup- stað þriðjudaginn 3. júlí kl. 20.30. G. Ben á Árskógssandi: Engin skreiðarverkun í ár þýð- ir helmingsfækkun starfsfólks HELMINGI færra starfsfólk vinnur nú hjá fiskverkun G. Ben á Árskógssandi, en starfaði hjá fyrirtækinu í vetur og síðasta sum- ar. Fækkunin kemur fyrst og fremst til af því að skreiðarverkun hjá fyrirtækinu er engin nú í sumar en var umtalsverð í fyrra. Flestir skreiðarverkendur í Eyjafirði eiga nokkrar birgðir af skreið frá í fyrra, þannig að lítið hefur verið verkað nú í sumar. Utlitið fyrir haustið er dökkt þar sem vinna við að taka niður og pakka skreið hefur enst jafnvel fram í nóvember, en því verður ekki til að dreifa þetta haustið. Rafn Gunnarsson, verkstjóri hjá fiskverkun G. Ben á Árskógss- andi, sagði að fremur dauft væri yfir atvinnulífinu á staðnum. Allir bátar væru hættir á þorskveiðum og hefðu snúið sér að rækjunni. Aflinn hefur verið þokkalegur, en bátarnir hafa verið að veiðum við Grímsey undanfarið. Arnþór EA, annar af tveimur bátum G. Ben, verður stopp í mánuð, en verið er að endurnýja allt rafkerfí hans. Sæþór EA er á rækjuveiðum og leggur upp í Ólafsfirði og fær í staðinn rækjukvóta. Arnþór og Sæþór eiga samtals eftir um 100 tonn af þorskkvóta, sem síðar- nefndi báturinn mun að líkindum veiða í haust, en Arnþór veiðir síldarkvóta beggja bátanna. Þá eiga bátarnir einnig eftir nokkuð af ufsakvóta. „Það er ansi dauft yfir þessu W>td Hljómsveitin Styrming frá Sauðárkróki leikur fyrir dansi laugardagskvöld. Hótel KEA •• Nauðlending á Oxnadalsheiði; Flugvélin flutt ónýt suður FLUGVÉLIN sem nauðlenti skammt frá Sesseljubúð á Öxnadals- heiði í fyrradag var flutt suður til Reykjavíkur á vörubíl í gær, en vélin er stórskemmd og jafhvel talin ónýt. Þrír ungir menn voru í vélinni og sluppu þeir allir ómeiddir. Til- kynnt var um nauðlendinguna til rannsóknarlögreglu á Akureyri laust fyrir kl. 15 í fyrradag. Rann- sóknarlögreglumenn fóru á vett- vang bæði þá um kvöldið og síðan aftur í gær og gerðu vettvangs- könnun og tóku ljósmyndir. Flugvélin var af gerðinni PA-23 og hefur einkennisstafina TF-REF, hún er sex sæta. Vélin er mikið skemmd eftir nauðlendinguna á heiðinni og að mati rannsóknarlög- reglu á Akureyri talinn ónýt. Um aðdraganda nauðlendingar- innar er ekki að fullu vitað, en vélin var á leið frá Reykjavík til Akureyrar og var mikil þoka í Öxnadalnum er atburðurinn átt sér stað. Talið er að annar vængendi vélarinnar hafi rekist í jörðina er henni var snúið við aftur suður á bóginn. hjá okkur núna, það er rétt að menn ná átta tímunum og það lif- ir enginn á þeim,“ sagði Rafn. Síðasta sumar og vetur voru um 20 manns í vinnu hjá fyrirtækinu, en eru nú 10. Rafn sagði að fækk- unina mætti fyrst og fremst rekja til þess að engin skreiðarverkun fer nú fram hjá fyrirtækinu, en hún var umtalsverð í fyrra, fram- leidd var um 90 tonn af þurri skreið hjá fyrirtækinu. Enn á eftir að selja um 500 pakka, en Rafn kvaðst fullviss um að fyrirtækið losnaði við skreiðina. Valdimar Kjartansson útgerð- armaður á Hauganesi sagði at- vinnulífið þar einnig með daufasta móti. Aðilar af tveimur bátum hefðu hengt upp örlítið af skreið, en aðrir látið það eiga sig þetta árið. Á síðasta ári kvaðst Valdi- mar hafa hengt upp um 170-180 tonn, sem gera um 20 tonn af þurri skreið. „Það má segja að útlitið í haust sé allt annað en gott, það er mikil vinna í sam- bandi við skreiðina, við að taka hana niður og pakka og sú vinna hefur enst mönnum fram á haust- ið og jafnvel fram í nóvember. Það verður ekki um slíkt að ræða á þessu hausti,“ sagði Valdimar. Þá hefðu skólakrakkar einnig fengið atvinnu í fiski að sumrinu og þá gjarnan við það að hengja upp skreið, en nú hefði hreppurinn í fyrsta sinn komið á fót unglinga- vinnu þar sem lítil vinna væri í fiskinum. Flestir bátanna á Hauganesi eru langt komnir með kvóta sína, en þeir er nú að snúa sér að rækju- veiðum. Valdimar sagði fyrirsjáan- legt að eina fyrirtækið sem yrði í gangi af einhverjum krafti í haust væri rækjuverksmiðjan. Sæplast aug- lýsir hjá UMFS í 3 ár Ungmennafélag Svarfdæla, Dalvík hefúr gert þriggja ára auglýsingasamning við Sæ- plast hf. á Dalvík, þ.e. fyrir keppnistímabilin 1990-1992. UMFS seldi Sæplasti hf. aug- lýsingar á alla búninga meistar- flokks í knattspymu, auglýs- ingar við knattspyrnuvöll og á öðrum gögnum vegna starfsemi félagsins. Samningurinn felur í sér fastar árlegar greiðslur, ep að auki koma til greiðslur sem byggja á árangri meistaraflpkks í 3. deild íslandsmótsins og í Bikarkeppni KSÍ, m.a. koma til fastar greiðslur fyrir unna leiki og skoruð mörk. Það er von samningsaðila að þessi samningur ýti undir árang- ur knattspyrnuliðs UMFS og komi jafnframt til með að létta undir með félaginu í þeirri hörðu keppni sem framundan er í 3. deildinni í sumar. Fréttatilkynning Véiagslíf H ÚTIVIST Þórsmörk - Goðaland Um hverja helgi. Uppselt þessa helgi, fáein sæti laus 29/6. Pant- ið tímanlega. í Útivistarferð eru allir velkomnir! Sjáumst. Útivist. GRÓFINNI1 • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606 Flatey 22. -24. júní. Útsýnissigling og landganga í öðrum eyjum. Brott- för frá BSÍ kl. 18.30 föstudags- kvöld. Hjólreiðaferð í Grafning 23. -24. júní. Hjólaður Nesjavalla- vegur í Grafning. Til baka um Hvítasunnukirkjan Keflavík Eppley-sisters tala og syngja á samkomu í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Mosfellsheiði. Göngutjöld. Verð kr. 1.000,- Pantanir og miðar í helgarferðir á skrifstofu. Jónsmessunæturganga Laugardag, 23. júní. Með Akra- borg upp á Akranes. Gengið út með ströndinni og á Akrafjall þaðan sem fylgst verður með sólarlagi. Rútuferö tíl baka eftir TIL SÖLU Erlendar bækur Nýkomin sending af erlendum bókum m.a. Power Healing eftir John Winber. Verið velkomin. ¥ miðnætti. Framhaldsganga í ná- grenni Reykjavíkur. Brottf. kl. 18.30 frá Grófarbryggju. Verð kr. 1.500,- 1/erslunin'lKTfl7 Hcrtun2 l05Revkiavik _ 1 simt 20735/25155 ■ Landsbanka- kórinn syng- ur á torginu Landsbankakórinn syngur fyrir Akureyringa á morgun, laugar- dag. Landsbankakórinn er 40 manna blandaður kór og kemur hann í fyrsta sinn til Akureyrar og syng- ur fyrir bæjarbúa á morgun, laug- ardag. Fyrst mun kórinn syngja á Ráð- hústorgi, fyrir framan Landsban- kann kl. 11 að morgni, síðan verð- ur sungið á Fjórðungssjúkrahús- inu og á Seli kl. 14.30 og á Dvalar- heimilinu Hlíð kl. 15.30. Stjórn- andí kórsins er Ólöf Magnúsdóttir. Morgunblaðið/Rúnar Þór Grill oggaman í Naustaborgum Konur frá Akureyri og nágrannasveitarfélögum hittust í Naustaborg- um ofan Akureyrar í fyrradag og minntust þess að 75 ár eru liðin frá því konur hlutu kosningarétt og kjörgengi á íslandi. Gróðursett- ar voru 75 plöntur sem var táknrænt fyrir afmælið, en síðan var kveikt upp í grillinu, sungið og trallað fram á kvöld. Kokkur óskast strax __kóteíL,- STEFANIA AKUREYRI Sími 96-26366 Veiðidagur að Ljósavatni Á veiðidegi fjölskyldunnar, sem er á sunnudaginn, 24.júní, verður Ljósavatn í Ljósavatnsskarði opið almenningi. Stangveiðifélagið Flúð- ir á Akureyri hefur fengið leyfi til veiða í vatninu þennan dag og gefa þeir Akureyringum og nærsveita- mönnum kost á að veiða í vatninu á sunnudaginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.