Morgunblaðið - 22.06.1990, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 22.06.1990, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990 Atskák í stað nautaats ___________Skák______________ Margeir Pétursson ATSKÁK hefur ekki notið vin- $ælda hér á landi, en á Spáni er hún að verða vinsælt keppnis- form og í Murcia fór fram í síðustu viku mjög öflugt atskák- mót með góðum verðlaunum. Eini munurinn á atskák og venju- legri skák er umhugsunartíminn, í atskákinni hefiir hvor keppandi aðeins hálftíma á alla skákina, en eins og alkunna er geta skák- .v ír á venjulegum mótum dregist rpjög á langinn, oft er teflt í sex tíma samfleytt og síðan jafhvel sett í bið. Atskákin er eins konar millistig yfir í hraðskákina, þar sem tíminn er aðeins fimm mínút- ur. Reynslan hefur þegar sýnt að itskákin höfðar mjög til áhorfenda, fremur en hraðskákirnar, þar sem nlutirnir gerast hreinlega of hratt til að áhorfandinn geti nokkra inn- sýn fengið. Hinar hefðbundu löngu skákir eru oft og tíðum svo lang- dregnar og djúphugsaðar að aðeins hinir áhugasömustu og öflugustu íhorfendur hafa gaman af. Atskák- imar fara hins vegar oft nokkuð ■ -ólega af stað, en í endataflinu verð- ir síðan oft handagangur í öskj- inni. Jafnvel öflugustu meistarar iiga erfitt með að sleppa við grófa ifleiki á köflum, en áhorfendum jykir ávallt fengur þegar frægum .tórmeisturum verður á í messunni. Það eru sérstaklega Spánveijar sem hafa gaman af að etja meistur- unum út á atskákarforaðið og óneit- anlega verður oft gaman af hama- gangnum í lokin. í einni skák í Murcia varð atgangurinn svo mikill ið dómarinn varð hvað eftir annað að grípa inn í, því báðir keppendur höguðu sér fremur óíþróttamanns- lega í tímahrakinu. Þar áttust við sovézki stórmeistarinn Gufeld og kollegi hans Klaric frá Júgóslavíu. Þótt hvorugur væri í toppbaráttunni var öllum brögðum beitt, báðir tefldu nokkuð subbulega, oft ekki ljóst á hvaða reitum mennimir stæðu og klukkunni haldið niðri til að hafa tíma af andstæðingnum. Svo fór að Gufeld fékk stöðu með kóng, biskup og riddara gegn ber- um kóngi andstæðingsins og átti þar að auki betri tíma. Þá kom hins vegar í ljós að hann kunni ekki að máta með þessu liði, þótt aðferðin sé í öllum kennslubókum fyrir byij- endur. Þæfði hann taflið fram og aftur um borðið án þess að geta króað kóng Júgóslavans af. Áhorf- endum fjölgaði jafnt og þétt, sér- staklega eftir að Gufeld gafst alveg upp á að reyna að máta, en beið eftir að andstæðingurinn félli á tíma. Hlógu áhorfendur dátt að þessum aðfömm stórmeistarans og Klaric krafðist hvað eftir annað jafnteflis, á þeim forsendum að andstæðingur hans væri ekki að gera tilraun til að vinna skákina á borðinu. Það lá við handalögmálum og varð skákstjórinn hreinlega að vera með hendumar inni á borðinu. Svo fór að Klaric féll á tíma, en það dugði Gufeld þó ekki til sigurs, því þegar litið var á borðið var Klaric skyndilega orðinn patt og það gildir fram yfir klukkuna. Skákin var því dæmd jafntefli, þrátt fyrir hávær mótmæli Gufelds. Þetta var að mati Spánveija skemmtun á við bezta nautaat. Leiguflugvél frá Aeroflot flutti fjölda stórmeistara beint frá úr- tökumótinu í MoskVu til Murcia, svo það var geysilega sterkt og hátt í helmingur þátttakendanna 120 vom Sovétmenn. Þeir Jóhann Hjartarson og Jón L. Ámason komu beint frá Moskvu en við Helgi Ólafs- son komum beint héðan, enda flug- samgöngur til Spánar sérstaklega þægilegar á sumrin. Þetta var svo gott sem frumraun okkar í atskák, nema hvað Jóhann hefur gripið nokkuð í þetta, var t.d. með í heimsliðinu gegn Sovétmönn- um í atskák í Madrid fyrir einu og hálfu ári. Við máttum því vel við árangur okkar una, margir stigahá- ir kappar máttu t.d. sætta sig við að lenda í miðjum hópi þátttak- enda, en við vomm allir vel yfir 50% vinninga. í Sovétríkjunum og Júgóslavíu era komnir fram stórmeistarar sem má segja að sérhæfi sig í atskák. Má þar t.d. nefna sovézku stór- meistarana Gavrikov (sem neitar reyndar að tefla undir öðm en flaggi Litháen) og Tukmakov. Hinn fyrr- nefndi varð annar á eftir Karpov í óopinberri heimsmeistarakeppni í atskák í Mexíkó 1988 og Tukmakov sigraði í Murcia. Hvorugum hefur hins vegar vegnað vel í hefðbund- inni skák upp á síðkastið, skákstíll- inn virðist orðinn nokkuð yfirborðs- kenndur, dýptina skortir en henti- stefna ræður ferðinni. Kunnur íslenskur meistari orðaði þetta ein- hvem tímann þannig að þeir væru beztir í hraðskák og atskák sem græddu minnst á því að hugsa! Úrslitin í Murcia urðu þessi: 1. Tukmakov, Sovétríkjunum 10'A v. af 13 mögulegum. 2. Kozul, Júgó- slavíu 10 v. 3-4. Chernin og Goldin, báðir Sov- étríkjunum 9‘/z v. 5-6. Jóhann Hjartarson og Kras- enkov, Sovétríkjunum 9 v. Margeir Pétursson og Helgi Ólafsson lentu í 14.-28. sæti með 8 v. og Jón L. Ámason kom þar á eftir með 7 '/z v. Við tefldum allir við 9-11 stórmeistara í þessum 13 skákum, svo ekki var róðurinn auð- veldur. Á meðal þeirra sem lagðir vora að velli má nefna að Jóhann náði að koma fram hefndum á Spassky og Korchnoi var svo vin- samlegur að leika af sér manni gegn undirrituðum eftir aðeins 20 leiki. Aðstæður á mótinu í Murcia vom frábærar, bæði aðbúnaður, fæði og keppnisstaðurinn. Það var stór- meistarasambandið sem skipulagði það, en það hélt aðalfund sinn á sama tíma. Við skulum líta á tvær dæmigerð- ar atskákir. Jón L. sigrar næst- sterkasta skákmann Júgóslava, Predrag Nikolic, sem komst áfram í Moskvu. Harfh má þó kallast góð- ur geti hann talist í hópi 10 beztu júgóslavnesku atskákmannanna. Jóhann sigrar hinn framlega ísra- elska stórmeistara Murey mjög glæsilega: Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Predrag Nikolic Pirc-vörn I. e4 - d6 2. d4 - Rf6 3. Rc3 - g6 4. f4 — Bg7 5. Rf3 - 0-0 6. Bd3 - Ra6 7. 0-0 - e5 8. fxe5 - dxe5 9. d5 - Rb4 10. Bc4 - Dd6 II. Khl - a5 12. Be3 - Bd7 13. Rd2 - Rg4 14. Bgl - Bh6? 15. Be2! - f5 16. a3 - Ra6 17. Rc4 - De7 18. d6! - cxd6 19. Rd5 - Dh4 20. Rcb6 - Be6 Svartur komst hvort eð var ekki hjá skiptamunstapi, því 20. — Had8 er svarað með 21. g3 — Dh5 22. Bxg4 - fxg4 23. Rxd7 - Hxd7 24. Rf6+ 21. Rxa8 — Hxa8 22. Bxg4 — fxg4 23. Rf6+ - Kh8 24. Dxd6 - Bc4 25. Dxe5 - Bg7 26. Hf4 - Hf8 27. Bd4 - h6 28. Dd6 - g5 29. Rh5! - Hxf4 30. Dxh6+ og svartur gafst upp, því hann er mát í næsta leik. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Yasha Murey Réti-byrjun 1. Rf3 - d5 2. g3 - c6 3. Bg2 - Bg4 4. b3 - Rd7 5. Bb2 - Rgf6 6. 0-0 - e6 7. c4 - Bd6 8. d4 - Bxf3 9. Bxf3 - 0-0 10. Rc3 - He8 11. e4 — dxe4 12. Rxe4 — Rxe4 13. Bxe4 — e5 14. Bf5! — RfB 15. Hel - Da5!? 16. c5 - exd4 17. Hxe8+ — Hxe8 18. cxd6 - Dxf5 19. Dxd4 - c5? 20. Dd2 - Re4 21. d7! - Hd8 22. Hel! - Kf8 23. De3 - Dxf2+ 24. Dxf2 - Rxf2 25. He8+ - Hxe8 26. Bxg7+! - Ke7 27. dxe8=D+ - Kxe8 28. Kxf2 og Murey tefldi tæplega 20 leiki með manni minna í endatafli. í atskákinni eru menn ekkert að flýta sér að gefast upp, jafnvel sáust kunnir stórmeistarar tefla með beran kóng gegn kóng og drottningu, í þeirri von að and- stæðingurinn félli á tíma. Opiðfró kl. 22.00-03.00 20 ára aldurstakmark (skilríki) LOS LISSABON með meiriháttar dansatriði VOGUE BACK THE BLOCK FRUMSÝNING 22. JÚNÍ KL. 00.30 V0GUE SÝNING SUMARSINS DANSHÖFUNDUR OG AÐALDANSARI: CORNELIUS CARTER DANSARAR OG MÓDEL FRÁ DANSSTÚDÍÓ SÓLEYJAR SKAPARINN OPIÐ KL. 23-03 1 Góðan daginnl \

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.