Morgunblaðið - 22.06.1990, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
FÓSTUDAGUR 22. JUNI 1990
39
KNATTSPYRNA / HM A ITALIU
Englendingar
bnitu vamar-
múr Egypta
BOBBY Robson, þjálfari enska
landsliðsins, óskaði hinum
egypska kollega sínum, El—
Gohari, til hamingju með góða
frammistöðu í riðlakeppninni,
en Egyptar áttu mikinn þátt í
því hve keppnin í F-riðli var
jöfn. England tryggði sér efsta
sætið með 1:0 sigri á Egypta-
landi og var það Mark Wright
sem skoraði hið mikilvæga
mark fyrir Englendinga.
*
Eg samhryggist Egyptum,"
sagði Robson eftir leikinn, en
Egyptaland er úr leik eftir tapið.
„Þeir stóðu sig vel og sköpuðu
spennu í riðlinum. Leikurinn var í
jámum allan tímann og við hefðum
í raun þurft að skora annað mark
til að létta pressunni af,“ sagði
Robson.
Strax frá byrjun sást að Egyptar
ætluðu að leika stífan varnarleik
og freista þess þannig að ná öðru
stiginu. Þeir gerðu allt til þess að
tefja leikinn og lágu eftir á vellinum
í hvert sinn sem þeir lentu í sam-
stuði. Svo langt gekk þetta að tveir
leikmanna liðsins fengu áminningu
fyrir að tefja. Með þessari leikað-
ferð tókst Egyptum að halda jöfnu
í 58 mínútur og var ekki laust við
að örvæntingar væri farið að gæta
í leik Englendinga.
Það var síðan Mark Wright sem
opnaði markareikning sinn fyrir
enska liðið með skalla eftir auka-
spyrnu frá Paul Gascoigne. Eftir
markið opnaðist leikurinn nokkuð
því nú urðu Egyptar að sækja.
Sóknarlotur þeirra sköpuðu þó ekki
nokkum usla í ömggri vörn Eng-
lendinga.
El—Gohari, þjálfari Egypta,
sagðist eftir leikinn vera stoltur af
liði sínu en vonsvikinn yfir tapinu.
„Leikmennimir lögðu hart að sér
og hafa komið Egyptalandi aftur á
landakort knattspyrnunnar," sagði
El—Gohari.
KNATTSPYRNA / 1. DEILD
Sigurjón úr leik
Ökklabrotnaði og verður líklega frá keppni í tvo mánuði
SIGURJÓN Kristjánsson,
framherjinn marksækni íliði
Vals, missir líklega af meiri-
hluta íslandsmótsins í knatt-
spyrnu. Sigurjón, sem er
næstmarkahæstur í 1. deild
eftirfimm umferðir, meiddist
illa á ökkla í leik Vals gegn
Þór á þriðjudaginn og telja
læknar að hann verði frá í
allt að tíu vikur.
að er meiriháttar áfall að
lenda í þessu. Það vora ekki
nema tvær mínútur eftir af leikn-
um gegn Þór þegar mér var
hrint. Ég snerist í loftinu og lenti
svona illa á hælnum. Það kom
sprunga í ökklann utanverðan og
möguleiki er á að liðbönd hafi
skaddast,“ sagði Sigurjón í sam-
tali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi. „Ég er hinsvegar alltaf
bjartsýnn þegar um meiðsli er
að ræða og vonast til að ná mér
á skemmri tíma en læknarnir
spá.“
Morgunblaöið/Einar Falur
Sigurjón Kristjánsson leikur
ekki knattspyrnu með Val á næst-
unni. Hann ökklabrotnaði í leik gegn
Þór á þriðjudag og verður frá næstu
vikumar.
Siguijón hefur leikið vel í sum-
ar og er næstmarkahæstur í
deildinni, á eftir Guðmundi
Steinssyni Fram, með 5 mörk í
jafnmörgum leikjum. „Þetta er
slæmt fyrir Val, en þar hafa
margir leikmenn átt í meiðslum
undanfarið. Það kemur þó alltaf
maður í manns stað og enginn
ástæða til annars en að vera
bjartsýnn. Strákarnir þjarga
þessu,“ sagði Siguijón.
Siguijón missir að öllum
líkindum af bikarleik Vals og
Fram í 16 liða úrslitum, en sá
leikur fer fram 6. júlí næstkom-
andi. „Það er auðvitað mjög
svekkjandi, en mér líst vel á leik-
inn. Viðureignir þessara liða era
alltaf skemmtilegar."
Halldór Áskelsson leikur ekki
heldur með Val næstu vikumar.
Hann byijaði inná gegn Þór á
þriðjudaginn en varð að fara útaf
vegna meiðsla á hásin. Hann fór
í uppskurð í gær og missir af
leikjum Vals að minnsta kosti
næsta mánuðinn.
Dómarar
spjalda-
gladir
RAUÐU og gulu spjöldin hafa
verið mikið í sviðsljósinu á HM.
105 sinnum hafa dómarar þurft
að grípa til gula spjaldsins og
átta sinnum það rauða. Til
samanburðar má geta þess að
aðeins voru átta reknir út af í
allri heimsmeistarakeppninni í
Mexíkó.
Austurríska liðið, sem lék í A-
riðli, fékk flestar áminningar
allra liða í riðlakeppninni. Tíu sinn-
um var leikmönnum liðsins sýnt
gula spjaldið og einu sinni það
rauða. Bandaríkjamenn komu
næstir með sex gul og eitt rautt.
Margir þjálfarar hafa gagnrýnt
dómara keppninnar fyrir slælega
framgöngu. Valery Lobanovsky,
þjálfari Sovétmanna, gekk harðast
fram í því. Hann var ekki sáttur
við framgöngu sænska dómarans
Eriks Fredriksson eftir leik Sovét-
manna og Argentínu er hann sleppti
vítaspyrnu á Maradona.
Ítalía og Brasilía era einu þjóð-
irnar sem ekki töpuðu stigi í riðla-
keppninni. Vestur-Þjóðveijar, sem
töpuðu aðeins einu stigi, gerðu flest
mörk, eða tíu.
Tómer
á italíu
Reuter
írar fagna marki Niall Quinn (17). Þetta mark tryggði írum sæti
í 16-liða úrslitum þar sem þeir mæta Rúmenum.
„Það var ekkert
samkomulag".
- sagði Hans van Breukelen, markvörður Hollendinga
„ÞAÐ var ekki gert neitt samkomu-
lag um jafntefli en þegar liðin vissu
um stöðuna í leik Englands og
Egyptalands þá róaðist leikurinn
og liðin sættust á jafntef li,“ sagði
Hans van Breukelen, markvörður
Hollendinga, eftir jafntefli gegn
írum, 1:1. Bæði lið komust áf ram á
jafntefli og síðustu mínúturnar gekk
boltinn hring eftir hring á miðjunni.
Hollendingar byijuðu vel og Ruud
Gullit kom þeim yfir á 10. mínútu
með laglegu marki. Eftir það sóttu írar
í sig veðrið og náðu að jafna á eftir
mistök í hollensku vörninni. Niall Quinn
skoraði af stuttu færi eftir að Breukelen
hafði varið misheppnaða sendingu varn-
armanns.
Staðan var því jöfn og þær fréttir
bárust frá Cagliari að Englendingar
væru komnir yfír gegn Egyptum. Eftir
það gerðist fátt markvert og liðin sættu
sig við jafntefiið.
Irar unnu hlutkestið um 2. sætið í
riðlinum og mæta Rúmenum í 16-liða
úrslitum en Hollendingar mæta Vestur-
Þjóðveijum.
„Ég er mjög sáttur við leik liðsins og
ánægður með að vera kominn áfram.
Við vorum heppnir að fá ekki á okkur
mark snemma í síðari hálfleik en við
fengum einnig góð færi og hefðum getað
skorað fyrr,“ sagði Jack Charlton, þjálf-
ari írska landsliðsins.
Hollendingar mæta Vestur-Þjóðveij-
um og Leo Beenhakker, þjálfari hol-
lenska landsliðsins, sagðist vera sáttur
við það: „Ef við hefðum mætt Rúmenum
hefðum við þurft að leika við Itali í fjórð-
ungsúrslitum. í keppni sem þessari er
ekki hægt að fá auðvelda andstæðinga."
■ KÓRENSKA landsliðið fékk 24
tíma leyfí frá æfíngum fyrir leikinn
gegn Uruguay. Leikmennirnir not-
uðu tækifærið og fóru í verslunar-
leiðangur til Lign-
Frá ano, sem er þekktur
Bryrju baðstaður nálægt
Udine, þar sem liðið
dvelur um þessar
mundir. Margir voru undrandi á
þessu leyfí en Lee þjálfari sagði:
„Ég hef alltaf gefíð leikmönnunum
sólahringsfrí fyrir leiki.“
■ ARGENTÍNSKI þjálfarinn
Carlos Bilardo mun hætta þjálfun
landsliðsins eftir HM. Hann hefur
ákveðið að fara til Nígeríu þar sem
honum var boðið starf sem kennari
í sérstökum knattspyrnuskóla fyrir
unglinga.
Sextán liða úrslit
Bari: Laugardag 23. júní, kl, 19:00 Tékkóslóvakía: Kosta Ríka
2. sæti i A-riðli 2. sæti i C-riðli
Atta liða úrslit
Mílanó: Sunnudag 24. júni, kl. 19:00 V-Þýskaland : Holland Mílanó: Sunnudag 1. júli, kl. 15:00
1. sæti (D-riðli 3. sæti i B/E/F-riðli Sigurv. i Bari Sigurv. i Milanó
Napólí: Laugardag 23. júní, kl. 15:00 Kamerún : Kólumbía
1. sæti i B-riðli 3. sæti i A/C/D-riðl
Bologna: Þriðjudag 26. júní, kl. 19:00
England
1. sæti ÍF-riðli 2. sæti í E-riðli
Napóli: Sunnudag 1. júlí, kl. 19:00
Sigurv. i Napólí Sigurv. (Bologna
Tórinó: Sunnudag 24. júni, kl. 15:00 Brasilía : Argentína '
1. sæti í C-riðli 3. sæti í A/B/F-riðli
Veróna: Þriðjudag 26. júní, kl. 15:00 Spánn : Júgóslavía
1. sæti I E-riðli 2. sæti í D-riðH
Flórens: Laugardag 30. júní, kl. 15:00
Sigurv. i Tórinó Sigurv. i Veróna
Genúa: Mánudag 25. júnl, kl. 15:00 írland : Rúmenía
2. sæti í F-riðli 2. sæti i B-riðli
Róm: Mánudag 25. júni, kl. 19:00 Ítalía : Uruguay —|
1. sæti í A-riðli 3. sæti í C/D/E-riðli
Róm: Laugardag 30. júni, kl. 19:00
Sigurv. í Genúa Sigurv. i Róm
Í Róm: Sunnudag 8. júli, kl. 18:00
i
] Sigurv. ÍTórinó Sigurv. i Napólí