Morgunblaðið - 13.07.1990, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990
13
og meiriháttar tap í huglægum
verðmætum eins og efnahagslegu
sjálfstæði, fullveldisafsals, sem leitt
gæti til þess að við yrðum vanþróað-
ur útkjálki Evrópusvæðisins,
dæmdur til þess að vera láglauna-
svæði fámennisþjóðar, sem sér-
greindi sig í sjávarfangi og raforku-
framleiðslu eftir því sem erlendu
fjölþjóðafyrirtækjunum hentaði.
Eg trúi því ekki, að það séu
margir íslendingar, sem vildu að
athuguðu máli skapa íslandi þessa
framtíð á grundvelli hins nýja efna-
hags- og utanríkisviðskiptakerfis
EES.
Enda eigum við ýmsa betri val-
kosti.
Betri valkostir
Eyjólfur Konráð Jónsson, Kristín
Einarsdóttir og Ragnhildur Helga-
dóttir bentu réttilega á, að sjálfsagt
væri að taka upp tvíhliða viðræður
við EB um endurskoðun á bókun 6
við fríverslunarsamning okkar
vegna breyttra aðstæðna, þar sem
að Grikkland, Spánn og Portúgal
hefðu gengið í EB eftir að bókun
6 var gerð. Þetta er í alla staði sjáif-
sagt og eðlilegt. Markmið slíkrar
endurskoðunar yrði að ná saltfiski,
saltsíld og skreið inn í fríverslunar-
ákvæðin án þess að veita nokkur
fiskveiðiréttindi í staðinn. Starfað
yrði svo áfram á grundvelli gildandi
milliríkjaviðskiptakerfis án frekari
breytinga. Ekkert fullveldisafsal
færi fram.
Annar valkostur er að fylgja inn-
an EFTA eftir hugmyndum efna-
hags- og viðskiptaráðstefnu RÖSE
í Bonn í apríl/maí sl. Þar ræddu
fulltrúar 35 ríkjanna um meira
efnahagssamstarf og aukin við-
skipti allra ríkjanna vegna breyting-
anna, sem orðið hafa í Astur-Evr-
ópu. Er ástæðulaust að láta EB
leiða þá umræðu, enda líklegast að
fríverslunarstefna EFTA væri auð-
veldari til framkvæmda fyrir
A-Evrópuríkin en tollmúrastefna
EB. Auk þess mundu Bandaríkin
og Kanada ekki láta múra sig inn
í Evróputollmúr. ísland gæti leitt
þessa umræðu innan EFTA og unn-
ið að því að hugmyndin kæmist í
framkvæmd.
Þriðji valkosturinn er Leifslínan,
þ.e. að vinna að fríverslunarsamn-
ingnum við Bandaríkin og Kanada,
sem kæmi til frekari útvíkkunar,
ef hugmyndir Bush, Bandaríkjafor-
seta, frá 27. júní um að stofnað
yrði fríverslunarsvæði Norður- og
Suður-Ameríku. Að öðru leyti störf-
uðum við áfram á grundvelli gild-
andi kerfis.
Enn víðfeðmari valkostur er einn-
ig til, ef menn þora að hugsa stórt.
A árunum 1947-1948 var á dag-
skrá að stofna Alþjóðaviðskipta-
stofnun SÞ. Hennar meginhlutverk
átti að vera að koma á sem víðtæk-
astri fríverslun í öllum heiminum,
enda fríverslunarkenningin alþjóð-
leg fremur en svæðisbundin.'Upp-
kastið að Havana-sáttmálanum er
enn til. Andstaða kommúnistaríkja
kom í veg fyrir samþykki hans. Þá
trúðu þeir enn á ríkisrekstur, mið-
stýrt efnahagskerfi, víðtækan áætl-
unarbúskap, miðstýrða milliríkja-
verslun. Nú er öldin önnur. Hvert
kommúnistaríkið af öðru hefur lýst
sig fylgjandi markaðsbúskap með
tilheyrandi fríverslun. Því þá að
hugsa svo smátt og þröngt að láta
múra sig inn í þröngan tollmúr 18
Evrópuríkja? Því ekki að hugsa
stærra, um heiminn allan sem eitt
fríverslunarsvæði, endui’vekja hug-
myndir Havana-sáttmálans um Al-
þjóðlega viðskiptastofnun SÞ?
Lokaorð
Staða samninganna um Efna-
hagssvæði Evrópu bendir til þess,
að hið nýja kerfi gæti aðeins haft
í för með sér meiriháttar'tap fyrir
okkur bæði í hlutlægum og óhlut-
lægum verðmætum. Þess yegna er
tímabært að við beinum athygli
okkar að ómengaðri fríverslun í
langtum víðara samhengi, sem
gerði okkur kleift að njóta fríversl-
unar í Norður- og Suður-Ameríku,
Asíu og Afríku ekki síður en Aust-
ur- og Vestur-Evrópu.
Valkostirnir eru margir í málinu.
Við búum við gott utanríkisvið-
skiptakerfi eins og er, þurfum ekki
að láta EB lokka okkur inn í sinn
Evróputollmúr og fullveldisafsal,
getum stefnt í áföngum að hnatt-
rænni fríverslun á vegum SÞ án
þess að hverfa frá því góða kerfi,
sem við búum nú við í milliríkjavið-
skiptum.
Höfunáur er fyrrverandi
sendiherra.
EINDAGI
STAÐGREÐSLUFJÁR
ER 15. HVERS MÁNAÐAR
Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og
reiknuðu endurgjaldi í hverjum mánuði. Með gírókerfi staðgreiðslu er unnt
að greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum.
Eindagi staðgreiðslufjár er 15. hvers mánaðar.
Munið að gera skil tímanlega!
RSK
RÍKfSSKATTSTJÓRI
SÍMINN ER
689400
BYGGT & BÚIÐ
KRINGLUNNI
FOSTUDAGUR TIL FJAR
KÆLIBOX
s
I