Morgunblaðið - 13.07.1990, Síða 17

Morgunblaðið - 13.07.1990, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990 17 væri hægt að slátra 2.000 fjár á dag. Mest hefur þó verið slátrað 1.800 Ijár, en sl. haust var slátrað 40 þúsund fjár og að auki 1.100 folöldum og hrössum. Vikulega er slátrað nautgripum, alls um 1.200 á ári. Það má segja,“ sagði Ólaf- ur, „að við notum húsið í slátrun í 4 mánuði, þannig að um vannýt- ingu er að ræða miðað við stærð og afkastagetu. Við getum fryst 3.000 skrokka á sólarhring og setj- um venjulega um 100 þúsund skrokka inn í frystiklefann á haust- in, afurðir frá okkar svæði, Kirkju- bæjarklaustri, Vík í Mýrdal, Sel- fossi og Hvalijarðarströnd. Ur fry- stiklefanum fer hráefnið í pökkun- ardeildina að hluta í stykkingu og niðursögun fyrir áframhaldandi vinnslu á Skúlagötunni í Reykjavík, en segja má að um 40 tonn fari á mánuði í pökkunarsal- inn hjá okkur. Meginhluti kjötsins er grófsagaður, eða tveir þriðju. Nær 1.200 skrokkar af folalda og hrossakjöti fara í heilu lagi til vinnslu í bænum og einnig í salt, en öll söltun á hrossa- og dilka- kjöti fer fram hjá okkur. Hér vinna um 25 manns að jafnaði árið um kring, en í sláturtíðinni vinna um 140 manns. Það er mikill fjöldi miðað við alls liðlega 680 íbúa í Hvolhreppi og þar af um 560 á Hvolsvelli. Það er talað um að til viðbótar komi 110-150 störf í kjöt- vinnslunni og það myndi aldeilis skipta sköputn. Við höfum þjón- ustuaðstöðu fyrir þennan ijölda, matsal fyrir 140 manns og starfs- mannaaðstöðu þannig að við erum þegar klárir til þess að taka við liðlega 100 starfsmönnum að því leyti, en hins vegar þarf að stækka vinnslusali og gera ýmsar breyt- ingar.“ Skapar mikla og spennandi möguleika fyrir SS „Grunnhugmyndin á bak við þessar breytingar er tvíþætt," sagði Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, „annars vegar erum við með illa nýtt slátur- hús og þar með slaka nýtingu á ijárfestingu og það er í fyrsta lagi hugmyndin að koma þessari fjár- festingu í fulla nýtingu en með því móti myndi styrkjast rekstrar- grundvöllur annarra sláturhúsa okkar, sérstaklega í Vík í Mýrdal og á Laxá í Leirársveit en einnig á Selfossi og Kirkjubæjarklaustri. Ef við getum framkvæmt þessa breytingu spörum við okkur um 300 milljónir króna í uppbyggingu á annarri verksmiðju, en það sem gerir þetta mögulegt eru stórbætt- ar samgöngur. Við getum komið vörum á milli Hvolsvallar og Reykjavíkur með tveggja stunda fyrirvara og með þjónustu Pósts og síma og tölvukerfi er auðvelt að stýra öllu fyrirtækinu á þennan hátt sem einni heild bæði í Reykjavík og á Hvolsvelli. Hér er um að ræða gífurlega róttæka og mikla breytingu og ég efast um að nokkurt íslenskt fyrirtæki hafi tekið upp svo róttæka uppstokkun. Við teljum að með þessu móti get- um við haldið uppi svipuðu þjón- ustustigi, en það erfiðasta í málinu snýr að starfsfólkinu og við mun- um gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að bjóða því sem besta kosti í flutningi tímabundið eða varanlega með starfseminni, en grundvallaratriðið er að losna við þá fjárfestingu sem liggur í Laugarneshúsinu. Þessi breyting gefur einnig stórkostlega mögu- leika til þess að endurskipuleggja og hagræða í allri okkar starfsemi og koma með fjölda nýjunga í starfseminni. Samhliða þessum breytingúm varðandi Hvolsvöll hyggjumst við gera mjög róttækar breytingar á allri okkar starfsemi í Reykjavík þar sem ætlunin er að sameina alla starfsemina þar, skrifstofur, vörudreifingu og fram- leiðslu dagvara, en ætla má að 80-100 manns starfi þar. Með þessum breytingum yrðu 75% starfsmanna staðsettir utan Reykjavíkur, en nú er um helming- ur í Reykjavík og helmingur utan höfuðborgarinnar. Helgi og Hilmar á bátnuin sem þeir keyptu og borguðu út í hönd Morgunbiaðið Sigurgeir Jónasson Fékk 25 þús.kall fyrir gellurnar eftir daginn Bryggjuspjall við hörku Eyjapeyja, Hilmar Kristjánsson Hilmar Kristjánsson heitir Eyjapeyji sem varð 16 ára fyr- ir nokkrum dögum. Hann er sivinnandi og hefúr verið með skóla síðan hann var 10 ára gamall. Hilmar hefúr alltaf unnið sér inn sína dagpeninga sjálfúr og áður en hann varð 16 ára var hann búinn að kaupa sér harðbát ásamt fé- laga sínum og það var borgað út í hönd, kafaragræjur og sitt- hvað fleira. Hans útgerð hefúr verið að gella og þau eru orð- in mörg tonnin af gellum sem hann hefur komið í verð, veiða lunda og beita. Þetta er í einu orði sagt, hörku peyi og gefúr ekki tommu eftir í athafiiasem- inni. Það er ekki nýtt að ýmsir landskunnir athafiiamenn hafí byrjað feril sinn með nýtni og elju og gott dæmi er annar Eyjamaður, Björn Guðmunds- son útvegsbóndi, sem hóf sinn athafiiaferil á því að safiia úr- kasts lifur undir bryggjupöll- um í Eyjum. A seinna fallinu var hann einn af mestu at- hafnamönnum landsins. Þegar við ætluðum að ræða við Hilmar Kristjánsson var hann farinn upp í Heimaklett að veiða lunda landleiðina frá Eiðinu, en klukkan 9 um kvöldið kom hann niður aftur ásamt félögum sínum með dágóða kippu af lunda og þeir komu sjóleiðina í land, höfðu hent veiðinni niður í Klettsvík og þangað sótti báturinn þá. “Eg byijaði í gelluútgerðinni smá- patti,“ sagði Hilmar," og linnti ekki látum næstu 4 árin í þeim bransa, en síðan kom sitthvað fleira til, beitningog lundinn. Það gaf oft góðar tekjur að gella og ég safnaði mér á löngum tíma til þess að geta keypt það sem að var stefnt. Við keyptum síðan hraðbát saman ,við Helgi Brynj- arsson. Báturinn kostaði 650 þúsund og við borguðum hannút í hönd. Eg keypti mér einnig kafaragræjur og sitthvað fleira, en í lundabrasinu erum við fjórir saman og við hamflettum allt sem við veiðum. Við höfum einn- ig brugðið okkur í eggin í maí og það hefur snarlast. Nú er ég hættur í skólanum og þá er að stefna á stærri bát, taka til hend- inni í vinnu sem gefur vel.“ Við spurðum móður Hilmars , Heiðrúnu Guðbrandsdóttur, Hilmar kominn í land með lunda og veiðiháfa um öxl. Gellað í úrkastinu frá fisk- vinnslustöðvunum, en þeir geta haft dágóðan dagpening út úr þeirri útgerð gellupeyjarnir. hvort Hilmar hefði verið frekur til fjárins." Það hefur nú frekar verið þannig að hann hefur lagt okkur til peninga þegar þannig hefur staðið á fremur en að fá þá hjá okkur. Maður hefur ekki þurft að vera að týna í hann. Hann byijaði að gella smápatti og það hefur gefið honum ágætt í aðra hönd. Til dæmis gaf hann okkur örbylgjuofn fyrir peninga sem hann hafði safnað með vinnu sinni.“ “ Það voru ekki gellupen- ingar,“ skaut Hilmar inn í,“ það voru peningar fyrir beitningu hjá honurn afa,“ en afi Hilmars er Hilmar Sigurbjörnsson einn kunnasti trillukarl Vestmanna- eyja. Við spurðum Hilmar hvað hann hefði gellað mest á einum degi.“ 210 kíló,“ svaraði hann, “ það voru einstaklega stórir þorskhausar, en ég fékk 25 þús- und kall fyrir gellurnar.“ - á.j. FRABÆRAR FRA •PHILCO W 135, Pvottavél •Tekur 5 kg •Vinduhraöi: 1300 snúningar •Heitt og/eða kalt vatn •Verð: 72.604,- Stgr. 68.974.- •PHILCO WDC 133, þvottavél og þurrkari •Tekur 5 kg •Vinduhraði: 1300 snúningar •Heitt og/eða kalt vatn •Verð: 83.950,- Stgr. 79.750.- •PHILCO W 1156, þvottavél •Tekur 6 kg •Vinduhraði: UOO snúningar •Heitt og/eða kalt vatn • Sérlega styrkt fyrir mikið álag •Verð: 74.800,- Stgr. 71.060.- •PHILCO W 85, þvottavél •Tekur 5 kg •Vinduhraði: 800 snúningar •Heitt og/eða kalt vatn •Verðið kemur þér á óvart •Verð: 52.500,- Stgr. 49.875.- •PHILCO DR 500, þurrkari •Tekur 5 kg •3 hitastillingar •Hægri og vinstri snúningur á tromlu •Verð: 39.983,- Stgr. 37.984.- i PHILC0 Þægindisem hægterað treysta Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.