Morgunblaðið - 13.07.1990, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990
Slétt og felld úrhrök
Kvikmyndir
Amaldur Indriðason
Unglingagengið („Cry-
Baby“). Sýnd í Laugarás-
bíói. Leikstjóri: John Wat-
ers. Aðalhlutverk: Johnny
Depp, Amy Lorane, Patty
Hearst, Willem Dafoe,
Iggy Pop.
I nýjustu gamanmynd
John Waters, Unglingageng-
ið, sem gerist eins og síðasta
mynd hans, Hársprey, í
heimabæ Waters, Baltimore,
á sjötta áratugnum, skiptast
unglingarnir í tvo hópa,
„slétta og fellda“ og „úr-
hrök“. Fyrri hópurinn eru
fínkembdir pabbadrengirnir
með glosspíurnar uppá arm-
inn en sá seinni leðurklæddir
og druslulegir vandræða-
unglingar, sem eru hreyknir
af einum hlut í lífinu og það
er að vera vandræðaungling-
ar. Þarna á milli er stöðug
barátta en vendipunkturinn
verður þegar ein glosspían
stynur á skólalóðinni: Eg er
svo þreytt á að vera alltaf
góð, og tekur að manga til
við vandræðagengið. Eftir
það verður ekki aftur snúið.
Mynd Waters er auðvitað
skopstæling á unglinga-
myndum, allt sem maðurinn
gerir er sjúklega undið og
flest af því sjúklega fyndið,
en „úrhrökin" er eitthvert
alskemmtilegasta unglinga-
gengi sem hægt er að hugsa
sér. Hér eru ekki ælur og
rottur vibbamyndanna hans
en nóg af gamla Waters samt
til að hengja á örmjóan sögu-
þráðinn og spinna hann í
kássu. Megingaurinn, sem
heitir „Cry-Baby“ af því
hann fellir tár í hvert sinn
sem hann verður snortinn af
einhveiju, er með rafmagns-
stól tattóeraðan á bijóst-
kassann því pabbi hans,
fjöldamorðinginn sem hann
saknar svo sárt, var líflátinn
í einum slíkum. Önnur gellan
í gengi úrhrakanna heitir
Sveðjufés og er gerð svo
ótrúlega ljót og svo viðbjóðs-
lega fyndin að þú getur ekki
haft augun af henni.
En viti menn, samt verður
myndin aldrei of villt og ljót
heldur þvert á móti hin við-
kunnanlegasta og skemmti-
lega heillandi. Persónurnar
eru flestar frábærlega kóm-
ískar, sérstaklega í úrhraka-
genginu þar sem undir leður-
jakkayfirborðinu ríkir sann-
ur ungmennafélagsandi, og
myndin er stútfull af fjörleg-
um rokklögum og dansi sem
Waters hefur greinilega un-
un af að sviðsetja með til-
vísun í „West Side Story“ ef
eitthvað. Honum tekst líka
mjög vel eins og í síðustu
mynd að endurlífga og ýkja
DAGSKRA HEFST KL:21:00
TONLEIKAR
HLJýMSyplTIN II) 11 »
C
*
z
z
0
ostar,vln og ávextii
h b íii'Tímm
V I P K O R T I N G I L D A
AÐGANGSEYRIR 500 KRÓNURl
Loðnu
rotturnar
í kvöld
TVEIR VINIR - HEITUR STAÐUR
KONUNGUR ROKKSINS
BJARNIARA
0
ÍSL ANDSMEIST ARAR
í ROKKDANSI
JÓIOGMARÍA
0
HAUKUR í DISKÓTEKINU
#
HINN LJÚFIBYLGJUMAOUR
HALLIGÍSLA
KEMUR í HEIMSÓKN
•
FRÍTTINN TIL MIÐNÆTTIS
EFTIR MIÐNÆTTI 950,- KR.
PÓRsfcAFÉ
Brautarholti 20,
símar 23333-23335
HUÓMSVEIT
ANDRA BACHMAHH
KONUNGAR
andrúmsloft sjötta áratugar-
ins og ungu leikararnir eru
allir sérlega vel innstilltir á
hans bylgjulengd. Fer þar
unglingagoðið Johnny Depp
í fararbroddi en að auki hef-
ur Waters fengið til liðs við
sig fyrrum borgarskæruliða,
Patty Hearst, sem leikur hér
í sinni fýrstu bíómynd ofur-
skilningsríkt foreldri sem
unglingar almennt elska að
hata, Willem Dafoe er í litlu
hlutverki fangavarðar og
Iggy Pop er verulega sjúskað
foreldri.
Það er Ijóst að kímnigáfa
Waters er mjög sérstök og
Unglingagengið er ekki
mynd fyrir alla en ef þú á
annað borð diggar hana eða
fílar er hún óborganleg
skemmtun. Passaðu bara að
hafa ekki augun af Sveðju-
fésinu. Frábær kroppur.
W
HÓTEL ESTU
jUÐMUNDUF
HAUKUR
leikur í kvöld
Péfur
grindvíkingur
og heilu 1/1
spila föstu-
dags- og
laugardags-
kvöld frá
kl. 22.00.
Hólmi,
Hólmaseli 4,
sími 670650.
UPPI:
RÓLEG
KRÁ ARSTEMMNIN G
NIÐRI:
DISKÓTEK
Matur til
kl. 22.00
Opið til
kl. 03.00
ÓKEYPIS AÐGAINIGUR
DISKÓTEK
SVENNIOG ROKKIÐ
FRÁBÆRT STUÐ
FRÍTT II^JI^I
SNYRTILEGUR KLÆDNAÐUR
NÍLLÁBAR
Jón forseti og félagar halda uppi stuói
Munið hádegisbarinn laugardag og sunnudag
r
Sólstingsdrykkur fyrir alla sem mæta fyrir kl. 24.00.
(Sterkurfinnskurgæðadrykkur)
Húsiðopnaðkl. 22.
Aðgangseyrir kr. 600,-
Staður hinna dansglöðu
Dagskrá íjúlí:
13. og 14./7. Finnur Eydal og Helena.
20. og 21 ./7. Jón Sigurðsson og Hjördís Geirs.
27. og 28./7. Jón Sigurðsson og Hjördís Geirs.