Morgunblaðið - 13.07.1990, Qupperneq 40
Þjófhað-
ar-ogárás-
- arkærum
Q ölgar
KÆRUM til lögreglunnar í
Reykjavík vegna þjófiiaðar,
hnupls úr verslunum og líkams-
meiðinga hefur farið flölgandi
frá fyrra ári en færri innbrot
voru kærð fyrstu sex mánuði
ársins en á sama tíma í fyrra.
134 ökutækjum hefúr verið stol-
ið en slíkar kærur voru 104
fyrstu sex mánuði ársins 1989.
176 kærur vegna stoiinna reið-
hjóla hafa borist lögreglunni í
ár, 10 fleiri en á sama tíma í
fyrra.
Lögreglunni í Reykjavík bárust
á fyrri helmingi ársins 197 kærur
vegna líkamsmeiðinga, en 189
slíkar kærur árið áður. Kærum
vegna hnupls úr verslunum íjölg-
aði úr 50 í 84. 458 þjófnaðir hafa
verið kærðir á fyrri helmingi árs-
ins en þeir voru 325 í fyrra. Kær-
um vegna innbrota hefur fækkað
J á sama tíma úr 608 í 553.
382 rúðubrot hafa verið kærð
til lögreglunnar en þau voru 270
á fyrra helmingi síðasta árs. Lög-
reglan hefur 357 sinnum verið
kvödd til vegna annars konar
eignaspjalla en í fyrra bárust 329
slíkar kærur.
Vinnuslys í
Grundarfirði
Grundarfirði.
VINNUSLYS varð á býlinu
Kverná í Grundarfirði um
klukkan 20 í gærkvöldi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var
fengin til að flytja hinn slasaða á
sjúkrahús en við lendingu á túninu
við Kverná fuku nærliggjandi hlut-
ir í spaða þyrlunnar, þannig að
ekki þótti ráðlegt að fljúga henni
til baka. Var þá kallað á þyrlu
Varnarliðsins til að fiytja sjúkling-
inn, sem ekki er talinn í lífshættu.
Hallgrímur
Sumarbúskapurinn íbjarginu
Sumarbúskapurinn hjá bjargfuglunum er hinn lífleg-
asti um þessar mundir, en myndina tók Sigurgeir í
Eyjum af Kórunum austan í Ystakletti en þar fylla
ritan og langvían allar syllur og tær og kögra berg-
ið með driti sínu. Undir bjarginu dólar bjargfuglinn
á sjónum.
Undirbúningur virkjana vegna álvers:
■ Alþýðuflokkur og Framsókn-
arflokkur heimila fimnkvæmdir
IÐNAÐARRÁÐHERRA gerir ráð fyrir að geta á þriðjudag gefið stjórn
Landsvirkjunar formlegt svar við því hvort ríkisstjórnin heiniili að
Landsvirkjun hefji undirbúning að virkjanaframkvæmduni og taki til
þess erlend lán. Landsvirkjun áætlar að til að geta framleitt nægilega
raforku fyrír nýtt 200 þúsund tonna álver, þegar árið 1994, þurfí að
verja 100 milljónum króna á næstu tveimur mánuðum til undirbúnings.
Stjórn Landsvirkjunar hefur bréf-
lega óskað eftir að ríkisstjórnin lýsi
afstöðu sinni til málsins. Jón Sig-
urðsson iðnaðarráðherra kynnti
stöðu málsins á ríkisstjórnarfundi í
gær og greindi frá samþykktum
stjórnar Landsvirkjunar. „Eg mun
svara Landsvirkjun eftir að þing-
flokkum stjórnarinnar hafa verið
kynntir málavextir, og geri ráð fyrir
að það verði á þriðjudag," sagði Jón
við Morgunblaðið.
Þingflokkur Framsóknarflokksins
samþykkti í gær að heimila Lands-
virkjun að taka 100 milljónir króná
að láni vegna framkvæmda næstu
tveggja mánaða, en skoða málið aft-
ur í haust með tilliti til framvindu
samninga við Atlantsálshópinn. Þá
lýsti Aiþýðuflokkurinn yfír fullum
stuðningi við stefnu iðnaðarráðherra
í málinu. Borgarafiokkurinn mun
halda fund í dag, en ekki er ljóst
hvenær Alþýðubandalagið mun
fjalla um erindi Landsvirkjunar.
Stjórn Landsvirkjunar var boðuð
til fundar í gær eftir ríkisstjórnar-
fundinn, en þeim fundi var aflýst.
Halldór Jónatansson forstjóri Lands-
virkjunar sagði að ekki hefði verið
talin ástæða til að ræða um málið
meðan niðurstaða hefði ekki fengist
í ríkisstjórninni.
Jón Sigurðsson sagði að hann teldi
mjög brýnt, að þessar ákvarðanir
yrðu teknar sem fyrst. „Ég tel mikil-
vægt að menn meti það strax hvað
er nauðsynlegt að gera nú til að við
getum í samningunum yið Atlant-
sáishópinn staðið á því að geta út-
vegað orkuna árið 1994. Það er
grundvöllur okkar samningsstöðu,"
sagði Jón.
Samkvæmt lögum, sem samþykkt
voru á Alþingi í vor, er gert ráð
fyrir að Landsvirkjun geti varið allt
að 300 milljónum króna á þessu
ári, til undirbúnings virkjana, en að
sú fjárfesting, og lántökuheimildir
vegna hennar, sé háð ákvörðunum
ríkisstjórnarinnar. Búið var að veija
46 milljónum í virkjanaundii'búning,
áður en lögin voru samþykkt. Gert
er ráð fyrir að veija þurfi 100 millj-
ónum króna tii þessa undirbúnings
á næstu tveimur mánuðum, 82 millj-
ónum í september og afganginum á
síðustu þremur mánuðum ársins.
Landverkafólk í ASÍ:
Kaupmátt-
ur hefiir
minnkað
um 10%
KAUPMÁTTUR landverkafólks í
Alþýðusambandi íslandi hefúr
minnkað um 10% frá fyrsta árs-
ijórðungi 1989 til fyrsta ársflórð-
ungs 1990 eða á réttu ári. Á þessu
tímabili hækkaði greitt tímakaup
um 10% í krónutölu, en hækkun
framfærsluvísitölunnar sama
tímabil var 22%. Þar sem vinn-
utími breyttist ekki milli þessara
tímabila hefúr kaupmáttur mán-
aðartekna einnig minnkað um
10%.
Mánaðartekjur verkakarla á
fyrsta ársíjórðungi í ár voru að
meðaltali 90.466 krónur en voru
sama tímabil árinu áður 83.795
krónur og minnkaði kaupmáttur
þeirra um 11,8%. Verkakonur voru
með 70.562 krónur í ár en höfðu í
fyrra 64.193 og minnkaði kaup-
máttur þeirra um 10,2%. Iðnaðar-
menn voru að meðaltali með
124.019 krónur (112.308) og
minnkaði kaupmáttur þeirra um
9,8%. Afgreiðslukarlar voru með
101.689 (89.680) og minnkaði
kaupmáttur þeirra um 7,4%. Af-
greiðslukonur voru með 78.309
(69.976) og minnkaði kaupmáttur
þeirra um 8,6%. Skrifstofukarlar
voru með 123.204 krónur (111.661)
og 9,9% minni kaupmátt og skrif-
stofukonur 78.083 (77,520) og
minnkaði kaupmáttur þeiri'a um
17,7%, en vert er að geta þess að
vinnutími þeirra styttist um 1,1
klukkustund milli þessara tímabila.
Áhöfiiin á Runólfí:
IIiiln gotima
og söfnuðu
fyrir Portú-
galsferð
ÁHÖFNIN á Runólfi frá Grund-
arfírði, makar og börn, yfir 40
manns, spóka sig nú í sólinni
suður í Portúgal. Ekki væri það
í frásögur færandi neina vegna
þess að fyrir ferðinni unnu sjó-
mennirnir síðastliðinn vetur með
því að safna gotu, salta hana og
selja.
Guðmundur Smári Guðmunds-
son, frámkvæmdastjóri Sæfangs,
sem gerir út Runólf, sagði að það
hefði verið að frumkvæði sjómann-
anna sem þeir fóru að hirða hrogn-
in. Alls söltuðu þeir í á þriðja hundr-
uð tunnur og var hver tunna seld
á 25.000 krónur. Hluti sjómann-
anna af hrognatökunni var nokkuð
ríflegur miðað við skiptahlut af
venjulegum afla, að sögn Guðmund-
ar Smára.
Hann sagði að hrognataka hefði
aukist mjög á undanförnum árum
hjá útgerðinni, aflasóknin hafi
breyst og betur fiskast suðvestan-
lands þar sem gota er í fiskinum.
Auk sumarleyfisferðar áhafnar-
innar nægði hagnaðurinn af
hrognatökunni til að standa undir
árshátíð og veisluhöldum á sjó-
mannadaginn.