Morgunblaðið - 18.07.1990, Side 1

Morgunblaðið - 18.07.1990, Side 1
40 SIÐUR B 160. tbl. 78. árg.__________________________________MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1990_________________ Prentsmiðja Morgunblaðsins Moskvu. Reuter. DPA. SNJÓFLÓÐ féll á alþjóðlega sveit fjallgöngumanna á Lenín-fjallinu í Mið-Asíu með þeim afleiðingum að 40 fjallgöngumenn frá fimm þjóðum biðu bana. Er það mesta slys í fjallgöngum í Sovétríkjunum og fiklega í heiminum, en fregnir um að 40 manns hafi beðið bana í snjóflóði í Himalajafjöllum árið 1952 hafa aldrei verið staðfestar. Slysið á Lenín-fjallinu átti sér stað sl. föstudag, 13. júlí, að sögn TASS-fréttastofúnnar. Að sögn TASS er talið að jarð- skjálfti hafi komið skriðunni af stað. Féll hún á búðir 140 manna alþjóð- legs leiðangurs fjallgöngumanna á klettasyllu í 6.000 metra hæð í Lenín-fjallinu með þeim afleiðing- um að 40 leiðangursmenn biðu bana. Af þeim sem fórust voru 27 Sovétmenn, sex Tékkar, ijórir ísra- elar, tveir Svisslendingar og einn Spánverji. Meðal þeirra voru fremstu fjallgöngumenn Sovétríkj- anna og er vitað að 23 hinna látnu voru frá Leníngrað. Leiðangurinn hélt á Lenín-fjallið í boði sovéskra verkalýðssamtaka. í fyrstu var talið að 43 hefðu beðið bana í snjóflóðinu en samkvæmt óljósum fréttum sem borist hafa af hinu afskekkta fjalla- svæði er talið að þrír þeirra er lentu í flóðinu hafi bjargast úr því. Fjallið Lenín er 7.134 metra hátt og er næst hæsta fjall Sovétríkj- Snjóflóö í Sovétríkjunum REUTHRS SOVET- RÍKIN LENINFJALL 7.134m 40 fjallgöngu- menn farast RAN KINA ^ afganistan anna. Aðeins fjallið Kommúnismi er hærra, en það er 7.495 metra hátt. Eru bæði fjöllin í hinum svo- nefndu Pamír-fjöllum á landamær- um Sovétlýðveldanna Kírgísíu og Tadsjíkístans. Tveir íslenskir fjallgöngumenn, Björn Ólafsson og Einar K. Stefáns- pon, héldu 5. júlí sl. á eigin vegum frá Moskvu áleiðis til Pamír-fjalla. Hugðust þeir vera við æfingar þar um slóðir fyrstu dagana og kynna sér aðstæður áður en þeir legðu til atlögu við fjöllin tvö, Lenín og Kommúnisma. Gífurlegt ijón á Filippseyjum Reuter Rústir þessa stórhýsis lokuðu götu í fjármálahverfi Baguio-borgar á Filippseyjum eftir skjálftann í fyrr- dag. Skjálftinn var mjög harður, mældist 7,7 á Richt- er. Byggingar skemmdust víða á norðurhluta Filipps- eyja og urðu borgirnar Baguio og Cabanatuan einna verst úti þar sem manntjón var einnig mest. Sjá „Rúmlega 300 manns hafa látið lífið ..“ á bls. 16. Samkomnlag' mn landamæri Póllands og Þýskalands París. Reuter. SAMKOMULAG náðist í gær um landamæri Póllands og sameinaðs Þýskalands í viðræðum utanríkisráðherra íjórveldanna og þýsku ríkjanna beggja í París, hinum svokölluðu 4+2 viðræðum. Krzysztof Skubiszewski, utanríkisráðherra Póllands, sem einnig sat fundinn sagðist mjög ánægður með niðurstöðuna og hlyti það sama að eiga við um Þjóðverja. Samkvæmt heimildum iíeuíers-fréttastofúnnar verður tekið á landamæravandanum í lokasamkomulagi 4+2 viðræðn- anna sem lagt verður fyrir leiðtogafund Ráðstefiiunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu í nóvember næstkomandi. Þjóðverjar og Pól- verjar munu síðan undirrita samning um landamærin skömmu eftir sameiningu Þýskalands í byrjun desember. Það eru sigurvegarar heimsstyij- I Bandaríkjamenn, Bretar og Frakk- aldarinnar síðari, Sovétmenn, | ar, sem átt hafa í viðræðum við Útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz: Áætlaður fjöldi fórnarlamb- anna minnkar um þrjá flórðu Varsjá, Tel Aviv. Daily Telegraph. NÝ rannsókn pólskra sagnfræðinga hefur leitt í ljós að fórnarlömh nasista í útrýmingarbúðunum í Auschwitz voru mun færri en fyrrum valdhafar Póllands höfðu haldið fram, eða 1,1 milljón en ekki fjórar milljónir eins og kommúnistar sögðu. Sannað þykir að langflest fórnarlambanna hafi verið gyðingar en samkvæmt fyrri valdhöfum landsins voru jafti margir Pólverjar drepnir í búðunum. Dr. Franciszek Piper, formaður sagnfræðinefndar Auschwitz-Birk- enau-safnsins, sagði á mánudag að samkvæmt nýrri rannsókn hefðu að minnsta kosti 1,3 milljónir manna verið fluttar í útrýmingar- búðirnar og um 223.000 þeirra hefðu lifað af. Af þeim sem voru drepnir voru 960.000 gyðingar, 70-75.000 Pólvetjar, 23.000 sígaunar og 15.000 , sovéskir stríðsfangar. Piper leggur áherslu á að fjöldi fórnarlambanna sé hér varlega áætlaður en ólíklegt sé að þau hafi verið fleiri en ein og hálf milljón. Rannsóknin rennir stoðum undir staðhæfingar ísraelskra sagnfræð- inga um að fyrrum valdhafar Pól- lands hafi ýkt fjölda þeirra fórnár- lamba sem ekki voru gyðingar. Dr. Sahntuel Krakowsky, sem stjórnar rannsóknum ísraela á.tilraun nas- ista til að gereyða gyðingum, segir að nýju tölurnar séu réttar. Hann sakar pólska kommúnista um að hafa reynt að gera lítið úr ofsókn- unum á hendur gyðingum. Krakowsky segir að nasistar hafi drepið 5.860.000 gyðinga, að- allega í Auschwitz og fimm öðrum útrýmingarbúðum í Póllandi. Slíkar búðir voru einnig í öðrurn hernumd- um löndum nasista, svo sem Tékkó- slóvakíu og Sovétríkjunum. Pólsku sagnfræðingarnir segja að ekki sé hægt að áætla fjölda fórnarlamb- anna nákvæmlega nema með rann- sókn á þýskum skjölum sem Sovét- menn náðu. Sovésk stjórnvöld hafa hins vegar neitað að skila skjölun- um. fulltrúa þýsku ríkjanna beggja und- anfarið. Fjallað hefur verið um ýmis vandamál sem tengjast sam- einingu Þýskalands. Pólverjar kröfðust þess að vera viðstaddir þegar talið bærist að vesturlanda- mærum landsins, Oder-Neisse- línunni svokölluðu. Þau mæri voru dregin eftir heimsstyrjöldina og leiddu til þess að stór landsvæði sem áður tilheyrðu Þjóðveijum féllu Pólverjum í skaut. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að samkomulagið sem náðst hefði tæki á þeim ótta Pól- veija að Þjéðverjar drægju úr hömlu að viðurkenna vesturlandamæri Póllands. „Þjóðveijar hafa skuld- bundið sig til að gera samning um landamærin svo skjótt sem auðið er eftir sameininguna,“ sagði Baker í gær. Samkomulagi Helmuts Kohls, kanslara Vestur-Þýskalands, og Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sov- étríkjanna, um aðild sameinaðs Þýskalands að Atlantshafsbanda- laginu (NATO) hefur víðast hvar verið fagnað. George Bush Banda- ríkjaforseti lét svo ummælt í gær að báðir hefðu sýnt „afburða for- ystuhæfileika“. Það var einungis í austur-þýska dagblaðinu Neues Deutschland sem kvað við annan tón. Þar var spurt hvort ekki hefði verið við hæfi að hafa Austur-Þjóð- veija með í ráðum þegar samið var um NATO-aðild landsins. Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands og James Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna stungu saman nefjum í gær. Sovétríkin: 40 mennbiðu _ bana í snjóflóði á Lenín-flalli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.