Morgunblaðið - 18.07.1990, Page 4

Morgunblaðið - 18.07.1990, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1990 Bráðabirgðalög sett til lækkunar verðlags: Rfldsstjórnin hefiir stað- ið við sitt og gott betur -segir Olafur Ragnar Grímsson flármálaráðherra RÍKISSTJÓRNIN setti í gær bráðabirgðalög um virðisaukaskatt vegna ráðstafana til að draga úr hækkunum á vísitölu framfærslukostnaðar. Verður virðisaukaskattur nú endurgreiddur af vinnu við viðhald íbúðar- húsnæðis, og afnuminn af íslenskum bókum frá og með 1. september. Þá hefúr verið ákveðið að gjaldskrár síma og ríkisútvarps hækki ekki frekar á árinu og hækkxm bensíngjalds verður frestað fram á haust. Ólafur Ragnar Grímsson flármála- ábyrgð ríkisstjómarinnar, em því ráðherra segir þessar aðgerðir leiða til tæplega 0,8% lækkunar fram- færsluvísitölu í september, en ef ekk- ert hefði verið aðhafst í verðlagsmál- um var útlrt fyrir að hækkun fram- færsluvísitölunnar hefði þá farið 0,9% umfram þau mörk kjarasamn- inga ASÍ og VSÍ, sem nefnd em rauð strik. Ólafur Ragnar sagði á frétta- mannafundi í gær, að nauðsynlegt væri að árétta, að ríkisstjómin hefði staðið við ailar þær skuldbindingar, sem hún gekkst undir þegar kjara- samningamir vom gerðir, og gott betur. „Þeir verðlagsþættir, sem em á undir þeim mörkum, sem lýst var í febrúarmánuði. Ástæða þess að verð- lagsþróunin mun á næstu mánuðum fíira örlítið fram úr því sem áformað var, er algerlega vegna þess að verð- hækkanir fyrirtækja á almenna markaðnum hafa verið meira en aðil- ar vinnumarkaðarins gerðu ráð fyr- ir,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann vildi þó leggja áherslu á, að sá árangur, sem nú væri að nást í efnahagsmálum, haggaðist ekkert þrátt fyrir að fyrirsjáanleg væri kjaraleiðrétting í september, og verð- bólgan á íslandi yrði samt sem áður í lágri eins-stafs tölu. „Við emm því ekki hér að fást við einhvem stórfelldan vanda, eða rösk- un á þeirri efnahagsþróun sem var mótuð í kjarasamningunum eða í ríkisstjóminni, heldur em áætlanim- ar ennþá í góðu samræmi við það sem ráð var fyrir gert,“ sagði Ólafur Ragnar, og bætti við að það væri ánægjuleg breyting að nú sé glímt við vandamæál í verðlags- og efna- hagsþróun sem felast í broti úr pró- sentu. Hann sagði mikilvægt að strangt verðlagsaðhald og sjáfsafneitun fyrirtækjanna á almenna markaðn- um verði ráðandi til frambúðar. Ekki væri hægt að vísa þeim vanda yfir á ríkissjóð að fyrirtækin á almenna markaðnum taki sér meiri verðhækk- anir en reiknað var með í kjarasamn- ingunum. Fjármálaráðuneytið telur að ráðstafanimar nú kosti rikissjóð 350 milljónir króna. Forsvarsmenn samningsaðila hafa dregið þessa tölu í efa og gagnrýnt VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 18. JÚLÍ YFIRLIT í GÆR: Um 1.200 km suður af Reykjanesí er 1.006 mb. lægð á hreyfingu norður, en 1.030 mb. hæð er yfir Bretlandseyju- mog þaðan hæðarhryggur til norðurs milli íslands og Noregs. SPÁ: Suðaustanátt, sums staðar allhvöss. Rigning sunnaniands og austan en mun minni úrkoma á Norður- og Vesturlandi. Hiti 11-18 stig, hlýjast norðanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðaustlæg átt og hlýtt, einkum norðan- lands. Rigning um sunnanvert landið, þurrt að mestu norðanlands fram eftir degi en fer líklega að rigna með kvöldinu. HORFUR Á FÖSTUDAG: Gengur í Suð-Vestanétt með skúrum um sunnan- og vestanvert landið en iéttir til norðaustaniands þegar liður á daginn. Heldur kóinandi. TAKN: Heíðskirt a Léttskýjað •a Hálfskýjað A m Skýjað Alskýjað / Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V B == Þoka = Þokumóða 9 , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur [T Þrumuveður / 13°/ / DAG kl. 12.00 Hetmtld: Veou w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 18 skýjaó Reykjavik 13 íiiW Bergen 13 sútd He'.sinki 18 skúr Kaupmannahöfn 19 skýjaö Narssarssuaq 11 léttskýjað Nuuk 8 þokumóða Ostó 23 skýjað Stokkhólmur 20 skýjað Pórshofn 15 skýjað Algarve 28 heiðskírt Amsterdam 17 skýjað Barcetóna 29 heiðskfrt Berlfn 19 skýjað Chicago 21 aiskýjað Feneyjar 28 þokumóða Frankfurt 21 háifskýjað Qlasgow 20 skýjað Hamborg 16 skýjað Las Palmas vantar Lomton 23 skýjað Los Angeies 20 aiskýjað Lúxemborg 21 léttskýjað Madrid 31 léttskýjað Malaga 28 heiðsktrt MaHorca 28 léttskýjað Montrea! 21 léttskýjað New York 24 místur Otlando vantar Parts 23 tóttskýjað Róm 27 heiðskírt Vih 27 hólfskýjað Washington vantar Wlnntpeg 17 þrumuveður Ásmundur Stefánsson Ólafur Ragnar Grímsson Einar Oddur Kristjánsson ríkisstjómina fyrir að hafa ekki viljað ganga nægilega langt í aðgerðum. Hafa þeir m.a. nefnt að lækka ætti jöfnunargjald á innfluttar iðnaðar- vörur um helming, þar sem ríkissjóð- ur hafi þegar náð fyrirhuguðum tekj- um af því. Fjármálaráðherra sagði að markmiðið með jöfnunargjaldinu hefði ekki endilega verið að ná með því tilteknum tekjum. „Þetta hefur tengst endurgreiðslu söluskatts til iðnaðar, sem eftir á að gera upp ákveðna upphæð varðandi söluskatt á útflutningi fyrirtækja á síðast ári, þannig að við eigum eftir að taka á viðbótarútgjöldum til að greiða uppsafnaðann söluskatt fyrir 1989. Við sögðum líka strax, að ef tengja ætti jöfnunargjaldið þessum aðgerð- um, þá hefði það þann galla að ekki er hægt að tryggja að lækkun þess komi fram í lægra vöruverði. Og það væri nánast fáránlegt að fara út á þá braut, að fyrirtæki á almennum markaði hækki vöruna hjá sér meira en spáð var í kjarasamningunum. Síðan eigi ríkið að lækka jöfnunar- gjaldið til að vega upp á móti þessu og missa þar með af verulegum tekj- um, en það verði bara til þess að þessi sömu fyrirtæki taki allt jöfnun- argjaldið til sín,“ sagði Ólafur Ragn- ar Grimsson. Ósannindi að segja að einhver hafi brugðist - segir Einar Oddur Kristjánsson EINAR ODDUR Kristjánsson formaður Vinnuveitendasambandsins seg- ir það hreinan útúrsnúning og ósannindi að segja að einhver aðili hafi brugðist þótt verðlag hafi hækkað umfram verðbólguspá síðustu kjarasammnga. „Hvorki Vinnuveitendasambandið né aðrir hafa vald til að ráða því hvort breytingar á almennri verð- lagsþróun verða 0,4% meiri eða minni, 6 mánuðum fyrr eða síðar en áætlað er. Allt atvinnulífið hefur staðið heilshugar með þessari efna- hagsáætlun sem fólst í kjarasamn- ingunum, og það eru hrein ósannindi og uppspuni að halda því fram að hér hafí einhver aðili brugðist. Þessi breyting miðað við okkar spá, á sér eðlilegar orsakir og við því er ekkert að segja,“ sagði Einar Oddur. Hann sagði síðan að það mætti skilja það á málflutningi rikisstjóm- arinnar að ráðstafanir hennar nú væru gerðar í einhveiju gustuka- skyni. „Það eru sameiginlegir hags- munir allra að halda þessum ferli eins og áætlað var. Ríkisstjómin er því ekki að gera þjóðinni eða aðilum vinnumarkaðarins einhvem sér- stakan greiða, rétt eins og hún beri ekki ábyrgð á almennri efnahags- stjóm í landinu. Auk þess er verið að gera úlfalda úr mýflugu. Þetta er ekki efnahags- aðgerð. Þetta er smá fínstilling á hugsanlegri verðlagsþróun, sem var nauðsynleg til að markmiðin næðust. Og ríkisstjómin var búin að draga það í l'/z mánuð að gera það upp við sig hvaða leiðir ætti að fara, en þegar loks kemur að ráðstöfunum þá vantar enn 0,L0,2% upp á að þær dugi. Við höfðum lagt til að helminga jöfnunargjaldið, þótt það væri íþyng- ing fyrir íslenska iðnaðinn. Það hefði samt skiiað nógum tekjum til að ríkissjóður hefði getað staðið við skuldbindingar sínar við fiskvinnsl- una og iðnaðinn um þá endur- greiðslu á söluskatti sem enn er óuppgerð frá árinu 1989,“ sagði Ein- ar Oddur, og bætti við að nú væri útlit fyrir að jöfnunargjaldið skilaði 6-700 milljónum króna í ríkissjóð umfram áætlanir fjárlaga. Aðgerðir ríkisslj ómarinnar í verðlagsmálum: Þýða í raun allt að 250 nulljóna viðbótarskatta — segir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ ÁSMUNDUR Stefánsson forseti Alþýðusambands íslands segir að í raun felist allt að 250 milljóna viðbótarskattheimta í þeim aðgerðum sem rikisstjómin greip til í gær til að lækka verðlag. Hann segist einn- ig telja að hægt hefði verið að ná samkomulagi um aðgerðir til að ná framfærsluvísitölunni niður um 1% í september ef rilusstjómin hefði verið reiðubúin til að ganga lengra. „Ríkisstjómin er með þessum að- gerðum í raun að auka skattheimt- una verulega. Það er verið að halda út þetta ár jöfnunargjaldi á innfluttn- ar iðnaðarvörur, sem átti samkvæmt fjárlögum að falla niður uip mitt ár. Þetta gefur rikinu 500 milljónir í viðbótartekjur. Rfkið segir síðan að þessar aðgerðir kosti það 350 millj- ónir. Af því er mestur hluti áætlaður vegna niðurfellingar virðisauka- skatts af viðhaldi íbúaðarhúsnæðis. En það er margt sem bendir til að sá kostnaður sé óverulegur, og að þessi niðurfelling leiði jafnvel til auk- innar tekjuskattheimtu, þannig að heildaráhrifín gætu orðið jákvæð fyr- ir rikissjóð. Þannig mun skattheimtan aukast um 150 milljónir, miðað við ítrustu tölur fjármálaráðuneytins, en ef að tekið er tillit til þess að væntanlega er um verulegt ofmat á kostnaði við brottfall virðisaukaskattsins að ræða, má leiða líkur að því að þarna verði 250 milljóna króna viðbótar- skattlagning. Það þýðir að það hefði mátt helminga jöfnunargjaldið án þess að aðgerðirnar hefðu íþyngt ríkissjóði," sagði Ásmundur. Hann sagðíst telja, að ef ríkis- stjómin hefði haft áhuga á, hefði verið hægt að ná samkomulagi um að lækka jöfnunargjaldið um helm- ing, og hækka gengi krónunnar um 0,6%. Það hefði samtals þýtt um 0,2% lækkun verðlags í september auk 0,3-0,4% lækkunar sem hefði komið fram síðar. „Þá hefði verið mjög sterk staða til að krefjast þess af atvinnurekend- um að þeir tryggi að ekki verði farið framyfir rauða strikið í september. Og að mínu mati hefði verið hægt að ná mjög breiðri samstöðu um verðlagsherferð, sem hefði getað þýtt 0,1-0,2% lækkun til viðbótar. Þá hefðu heildaráhrif af aðgerðunum verið um eða yfír 1%. En nú er nauð- synlegt að taka málið til endurskoð- unar, til að ná meiri árangri en þess- ar aðgerðir gera,“ sagði Ásmundur Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.