Morgunblaðið - 18.07.1990, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 18.07.1990, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1990 5 Iðnaðar- ráðherra í Kanada JÓN Sigurðsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, fór í gær til Kanada til þess að ræða við þar- lend stjórnvöld í Ottawa og ráð- herra orku- og iðnaðarmála í Quebec-fylki um sameiginleg hagsmunamál m.a. varðandi við- skipti orkuríkra landa við fjöl- þjóðafyrirtæki sem kaupendur að orku til stóriðju að því er seg- ir í frétt lrá iðnaðarráðuneytinu. Með ráðherra í för verða Halldór J. Kristjánsson, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu og Jóhann Már Maríusson, aðstoðarforstjóri Lands- virkjunar. Pundirnir verða í Ottawa á miðvikudajg og í Montreal á fimmtudag. A föstudag mun iðnað- arráðherra þiggja boð Quebec- manna um að skoða eitt fullkomn- asta álver í Kanada að Becancour í Quebec-fylki og ræða þar við stjórnendur og starfsmenn. Álverið framleiðir um 200.000 tonn af áli árlega og er að mörgu leyti sam- bærilegt álverinu sem Atlantsálaðil- arnir hyggjast reisa og reka hér á landi. MorgrinblaðifVEyjólfur M. Guðmundsson Jóhanna Reynisdóttir sveitar- stjóri í Vogum. Vogar: Jóhanna Reynisdótt- ir ráðin sveit- arstjóri Vogum. VIÐ fyrstu kynni af starfinu virð- ist það mjög fjölbreytt og áhuga- vert,“ sagði Jóhanna Reynisdótt- ir, sem hefur verið ráðin sveitar- stjóri í Vogum, „annars er lítið um það að segja eftir aðeins einn dag í starfi.“ Jóhanna er 32 ára, gift Ólafí E. Ólasyni, en er barnlaus. Hún starf- aði í Verslunarbankanum í Keflavík, sem síðar varð Islands- banki, í níu ár, þar af útibússtjóri í tvö og hálft ár. • Hún segir Vatnsleysustrandar- hrepp í örum vexti og að sínu mati sé staðsetning hreppsins góð. Á síðasta ári var 5% íbúafjölgun sem er yfir landsmeðaltali. Áðaiverkefnin framundan segir hún vera leikskólann, höfnina og vatnsveituna. Jóhanna segir að stefnt verði að lýmri opnunartíma á skrifstofu en verið hefur og seg- ist munu þjóna hreppsbúum eftir bestu getu. Sumarbú- staður brennur í Borgarfirði SUMARBÚSTAÐUR við Gufuá í Borgarfírði brann fyrir skömmu.. Fólk sem hafði verið í bústaðnum hafði brugðið sér frá og stóð bústaðurinn í björtu báli þegar það kom til baka. Slökkviliðið frá Borgarnesi kom fljótleg á vettvang, og slökkti í rústunum. Eldsupptök eru ókunn. Þú getur stólað á sparísjóðina Frelsi og sjálfstæði - lipurð og sveigjanleiki eru fjögur lýsandi orð yfir starfsemi og þjónustu sparisjóðanna í landinu. Hver og einn þeirra starfar sem frjáls og öháð eining í þágu ein- staklingsins og byggðarlagsins, trúr þeirri stefnu að stuðla að eflingu mannlífs og at- vinnuvega á sínu starfssvæði. Sparisjóðirnir, allir sem einn, leggja áherslu á persónulega þjónustu þar sem lipurð og sveigj- anleiki ráða ferðinni enda eru hagsmunir byggðarlagsins hagsmunir sparisjóðsins. Þann- ig kemur hver króna geymd í sparisjóðnum við- komandi byggðarlagi til góða. SPARISJÓÐIRNIR fyrir þig og þína - EG. AUK/SiA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.