Morgunblaðið - 18.07.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.07.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JULI 1990 Morgunblaöið/Kunar Por Fjöldi ferðalanga á tjaldstæðunum VEL á annað þúsund manna hefur gist tjaldstæðið við Þórunnar- stræti frá því á föstudag. Aðfaranótt þriðjudags voru skráðir gestir ríflega 500. Flestir gestanna voru íslenskir, eða 360. Tjaldverðir standa nú vaktir jafnt nætur sem daga alla vikuna, en þegar aðsókn er minni er næturvarsla aðeins um helgar. Hjólað til styrktar bamadeild spítalans EFNT verður til hjólreiðadags á Akureyri næstkomandi sunnu- dag, 22. júlí. Hjólaður verður hringur um bæinn til styrktar barnadeild Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar. Fyrirtæki i bænum hafa gefið vinninga sem dregnir verða úr númerum þátttakenda. Leiðin sem hjóluð verður er 4 km löng. Lagt verður af stað frá Hafn- arstræti 100 kl.13 á sunnudag og er fólki bent á mæta tímanlega til að skrá sig. Þátttökugjald fyrir full- orðna verður 300 krónur, en 100 krónur fyrir börn. Sala númera stendur yfir í Bleika fílnum milli klukkan 12-15 alla daga. Þeir sem ekki sjá sér fært að taka þátt í hjóladeginum geta látið fé af hendi rakna til bamadeildar- innar með því að hafa samband við Fjórðungssjúkrahúsið. Niðjamót í Hörgárdal NIÐJAR Jóns Einarssonar, bónda og hreppstjóra, og Guðrúnar Hallgrímsdóttur héldu ættarmót í Þelamerkurskóla í Hörgárdal um síðustu helgi. Þau hjón bjuggu á Laugalandi á síðari hluta síðustu aldar. Gegndi Jón starfi hreppstjóra í Glæsibæjarhreppi um 40 ára skeið. Um 350 manns sóttu ættarmótið, sem skipulagt var af Kristni Emi Jónssyni og Arna Ólafssyni. Mótið hófst á laugardag. A sunnudag fór fram guðsþjónusta í Möðruvalla- klausturkirkju. Þar messaði sr. Gylfi Jónsson, prestur í Grensás- sókn, einn af niðjum Laugalands- hjóna. Að messu lokinni var haldið til skólans og mótinu slitið síðdegis. Einstök veðurblíða ríkti alla helg- ina. Aðfaranótt sunnudags undu gestir á ættarmótinu sér léttklædd- ir við varðeld á bökkum Hörgár. Gagnfræðaskóli Akureyrar: Unglingar greindir í bekki eftir kynjum UNGLINGAR úr barnaskóla sem setjast á skólabekk í Gagnfræða- skóla Akureyrar í haust verða aðgreindir eftir kynjum í bekkjar- deildir. Skólinn hefur fengið styrk frá menntamálaráðuneyti, jafnrétt- isnefnd bæjarins og Kennarasambandi Islands til þess að rannsaka áhrif kynjaskiptingar á námsárangur. Einkum beinist athyglin að frammistöðu stúlkna í raungreinum, sem er að jafnaði talin slakari en árangur pilta að sögn Baldvins Bjarnasonar skólastjóra. 126 börn sem setjast í sjöunda bekk, sem nefnist áttundi bekkur samkvæmt nýjum grunnskólalög- um, tak'a þátt í tilrauninni. Þeim verður skipt í fimm deildir, tvær skipaðar stúlkum einvörðungu, tvær piltum og eina blandaða. Þar sem stúlkur eru í meirihluta I ár- ganginum verður þorri nemenda í síðasttöldu deildinni þó kvenkyns. í samtali við Morgunblaðið segir Baldvin Bjarnason að vissulega sé kynskiptingin umdeild ráðstöfun. Þess verði gætt að leyfa foreldrum að fylgjast vel með framvindunni. í vor hafi nemendum verið kynnt tilraunin og haldinn ljölsóttur fund- ur með foreldrum. „Tilgangurinn er að sjá hvort við náum ekki fram betri námsárangri hjá nemendum með þessu móti. Reynslan hefur sýnt að stúlkum gengur verr í raungreinum en pilt- um og þær sækja síður í þær grein- ar í menntaskóla og háskóla," segir Baldvin. Erlendar rannsóknir benda til þess að strákar séu frekari á at- hygli kennara en stúlkur. „Ég vona að við getum grætt á þessu fyrir okkar skjólstæðinga. Sumir hafa að vísu spáð því að við fáum erfið- ari strákabekki, því þeir virðast vera grófari í tali og æstari þegar bekkir eru ekki blandaðir. En við munum reyna að bregðast við því með ýmsu móti,“ segir Baldvin. Akureyrarbær hefur lagt fram 250.000 krónur til þessa verkefnis, .en menntamálaráðuneytið 2Q0.000 krónur. Þessu fé verður meðal ann- ars varið til þess að fá til Akur- eyrar danskan uppeldisfræðing sem unnið hefur að áþekkum verkefnum í Danmörku og við leikskóla í Hafn- arfirði. Kemur hún til landsins í haust og heldur námskeið fýrir þá kennara sem þátt taka í tilraun- inni. Þá hefur Kennarasambandið ákveðið að greiða laun kennara við Holtakot var hannað sem dag- heimili fyrir 20 börn. Á Iðavöllum eru 67 böm í hálfsdagsvist. Leik- rými dagskóla er stærra en leik- skóla og því getur Holtakot tekið við auknum barnafjölda. Iðavellir eru um 30 ára gamlir og húsið orðið illa farið. Einangrun er léleg og mikill gegnumtrekkur. Þá þarf að skipta um klæðningu að utan jafnt sem innan og raflagn- ir. Við endurreisnina er gert ráð fyrir því að tengja hitaveitu í húsið. Þar sem Holtakot verður fyrst verkefnið, sem nemurv tveimur vinnustundum á viku, til þess að auðvelda þeim að safna gögnum um árangur tilraunarinnar. Baldvin segir að kynskipting verði aðeins reynd hjá þessum eina árgangi. Reynslan verði svo að skera úr um hvort ástæða verði talin til þess að kynskipta áttunda bekk til frambúðar. Að mati að- standenda tilraunarinnar ætti bekkjaskipting eftir kynjum í einn vetur að nægja til þess að koma stúlkum inn á rétt spor í raun- greinanámi. um sinn nýtt á þennan hátt reynist ekki unnt að stytta biðlista eftir dagvistarplássi hjá Akureyrarbæ. Um 300 Sörn eru á skrá, en aðeins 150 þeirra hafa náð tilskyldum aldri. Raunar má heita að öll börn á listanum séu undir þriggja ára aldri. Eftirspurn eftir dagvistarplássi fer sífelt vaxandi í bænum. Breytt- ar heimilisaðstæður valda því að þörfin fyrir vöggustofur og skóla- dagheimili er brýn. Ekkert dag- heimili er nú í smíðum á Akureyri. Félagsmálaráð: Leikskólanum á Iða- völlum verði lokað Börnin flutt í Holtakot FÉLAGSMÁLARÁÐ hefur lagt til að leikskólanum á Iðavöllum verði lokað og hann endurbyggður. Börn sem verið hafa á leikskólanuin myndu flytjast í Holtakot, sem nýlokið er við að reisa. Samkvæmt kostnaðaráætlun Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen kosta endur- bætur á Iðavöllum 7-10 milljónir króna. Greinargerð um Krossanes hf.i Stærri verksmiðja væri fj árfestingarslys HÉR fer á eftir greinargerð vegna ákvörðunar hluthafafundar í Krossanesi hf. á mánudag, þar sem ákveðið var að halda áfram upp- byggingu á verksmiðju fyrirtækis- ins, en með verulega breyttum áherslum:. Ákvörðun eigenda félagsins þýðir að allar áætlanir um nýfjárfestingar eru lagðar til hliðar og í staðinn verð- i ur byggð minni bræðsla sem nánast eingöngu saman stendur af vélum og tækjum sem þegar eru til í fyrir- tækinu. Þar sem undirritaðir hafa unnið tölulegar upplýsingar og áætlanir sem ákvörðun eigenda félagsins byggir á, teljum við rétt að við grein- um frá þeim forsendum og þeim rök- um sem til grundvallar liggja. Eftir að kostnaðaráætlanir við uppbyggingar voru fullunnar kom í ljós hækkun frá fyrri áætlun er nam um 60 millj. kr. Auk þess var fyrirsjá- anlegur greiðsluíjárvandi á næstu mánuðum er nam 30 millj. kr. Það var því um að ræða 90 millj. kr. fjár- þörf sem vandséð var að brúuð yrði á annan hátt en með hlutafjárfram- lagi eða eigendaábyrgð þar sem lánstraust félagsins er ekkert og skuldsetning auk þess þegar of mikil. Hér var þó enn um áætlaðan kostnað að ræða og má ætíð búast við óvæntum atriðum sem orsaka frávik rauntalna frá áætlun. Það var því viss hætta á að fjárþörfín ætti enn eftir að aukast. Auk þess sem Akureyrarbær, sem aðaleigandi, þyrfti að leggja fram 90 millj. kr. nú, tæki hann á sig verulega beina áhættu með áfram- haldandi rekstri þar sem bærinn er í beinum ábyrgðum fyrir öllum langt- ímalánum fyrirtækisins. Áhættan við að halda áfram var einkum tvenns konar: Lítið mátti út af bregða til að tímaáætlun um gangsetningu 1. nóv- ember nk. stæðist ekki. Ef hálf loðnuvertíð tapaðist vegna þessa gæti verið um 60 millj. kr. beint tap fyrir Akureyrarbæ að ræða. Framtíðaráhætta við loðnuveiðar og rekstur loðnubræðslu takmarkast ekki við hlutafélagið Krossanes, heldur er áhættan öll Akureyrarbæj- ar. Bregðist loðnuvertíð að hluta eða alveg yrði um 60-100 millj. kr. skell fyrir Ákureyrarbæ að ræða í hvert sinn. í ljósi þess að Akureyrarbær þyrfti að leggja fram 90 millj. kr. nú var ljóst að fjárhagsleg geta bæjarins og siðferðisleg réttlæting fyrir því að fjármagna hugsanlegan taprekst- ur hafði dvínað verulega frá því ákvörðun var tekin um endurbygg- ingu snemma árs. Sú skoðun kom fram í stjórn Krossaness að m.v. skuldsetningu félagsins og eðlilegt áhættumat þyrfti að leggja fram nýtt hlutafé um allt að 300 millj. kr. til að gera félagið burðugt að einhverju marki og hæft til að taka á sig rekstrarleg áföll sem yfirgnæfandi líkur eru á að fyrirtæki í þessari grein lendi í. Bæjarstjórn Akureyrar stóð frammi fyrir gjörbreyttum forsend- um í málinu þegar í Ijós kom að nú þegar yrði að auka hlutafé um 90 millj. kr. til viðbótar þeim 200 millj. kr. sem samþykkt var að leggja fram sl. vetur. Hér er um 45% hækkun að ræða og forsendur fyrri ákvörðun- ar því algerlega brostnar. Bæjarstjórn Akureyrar vildi því á ný kanna alla möguleika sem fyrir hendi væru og fól undirrituðum að áætla kostnað við lokun fyrirtækisins svo og að leita leiða til að minnka þann skaða sem Akureyrarbær yrði fyrir við lokun fyrirtækisins eða breytt rekstrarform. Niðurstaðas athugana okkar var sú að beinn kostnaður við lokun fyrir- tækisins væri um 240 millj. kr. eða um 40 millj. kr. til viðbótar við þeg- ar lofað hlutafé. Auk þess myndi Akureyrarbær verða af um 20 millj. kr. árlega vegna beinna tekna af starfsemi félagsins, s.s. aðstöðu- gjalda, hafnargjalda o.fl. Obeinar tekjur bæjarins vegna veltuauka í bæjarfélaginu voru hins vegar ekki metnar þar sem raunhæfar fórsendur til slíks mats skorti. Hér er hins veg- ar um umtalsverð viðskipti að ræða fyrir mörg þjónustufyrirtæki á Akur- eyri. Undirritaðir telja að fyrir bæjar- stjórn Akureyrar hafi verið lögð fram áætlun, studd fullgildum rökum, um það hvemig Akureyrarbær gæti komið nokkuð skaðlaust frá málinu og unnið til baka verulegan hluta þeirra fjármuna sem lagðir höfðu verið fram. Auk þess að reikna út lokunar- kostnað voru undirritaðir beðnir um að gera stofnkostnaðar- og rekstr- aráætlun fyrir minni loðnubræðslu í Krossánesi. Niðurstaða þeirra út- reikninga liggur nú fyrir og hafa eigendur fyrirtækisins ákveðið að fara þá leið. Stillt hefur verið upp rekstrarlík- ani sem byggir á verksmiðju sem afkastar að meðaltali 270 tonnum af hráefni á sólarhring. Til að fá hagkvæma rekstrareiningu þarf fyr- irtækið að vinna úr 20.000- 30.000 tonna hráefni á ári en miðað við fyrri hugmyndir þurfti um 60.000-70.000 tonn á ári til að reksturinn stæði undir sér. Verksmiðjan sem nú hefur verið ákveðið að byggja mun að mestu verða sett saman úr vélum og tækjum sem til staðar eru í Krossanesi og sparast því að mestu fyrirhuguð fjárfesting fyrir 320 millj. kr. Veltufjármunir og seljanlegir fastafjármunir geta því nýst til að greiða niður skuldir fyrirtækisins og má á þann hátt lækka skuldsetningu úr u.þ.b. 600 millj. kr. í um 200-250 millj. kr. í rekstraráætlun er gert ráð fyrir samvinnu við annað fyrirtæki um stjórnun og skrifstofuhald þannig að kostnaður við yfirbyggingu verði sem allra minnstur. Þá hefur þáð verið lagt til að hin nýja verksmiðja heíji rekstur með sem réttastan efna- hagsreikning miðað við áætlað sölu- verðmæti varanlegra rekstrarfjár- muna. Þetta myndi leiða til þess að fyrirtækið ætti raunverulegar eignir fyrir um 200 millj. kr. enda þótt árið 1990 kæmi út með verulegu tapi vegna niðurfærslu eigna. Við teljum að sú ákvörðun sem tekin hefur verið sé ábyrg og á gild- um rökum reist. Fyrir eigendur félagsins komu ýmsir kostir til greina. Sumir þessara kosta hefðu komið fjárhagslega bet- ur út til skamms tíma. I ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar voru hins vegar vegnir inn fleiri þættir s.s. atvinnusjónarmið, möguleikar til þátttöku í bræðslu á loðnu, síld og fleiri fisktegundum á komandi árum og.fleira. Augljóst er, að okkar mati, að bæjarstjórn Akureyrar hefur hér va- lið leið sem er sársaukalítil í atvinnu- legu tilliti og heldur opnum öllum möguleikum í framtíðinni og að hér hafi verið afstýrt fjárfestingarslysi sem kostað hefði bæjarsjóð hundruð milljóna króna á komandi árum. Hólmsteinn Hólmsteinsson Ingi Björnsson Jón Hallur Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.