Morgunblaðið - 18.07.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.07.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JULI 1990 2Sj Við gróðursetningu fyrstu tijánna hjá Hótel Sögu. Auk brúðhjónanna eru nokkrir aðstandendur þeirra á myndinni og forsvarsmenn hótelsins. * SKATAR Fá eiginhandaráritanir Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, var viðstödd hátíðarsamkomu á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni laugardaginn 7. júlí. Á samkomunni flutti Gunnar Eyjólfsson, skátahöfðingi, ávprp og séra Ólafur Skúla- son, biskup flutti blessunarorð. Eftir samkomuna gróðursettu forsetinn og forystumenn skátahreyfingarinnar tré í nágrenni Krossins en móts- gestir sáu um gróðursetningu í brekkunni. Þá fékk forsetinn það verk- efni að gefa yngri kynslóðinni áritanir í mótsbækur sínar. Eins og sjá má styðst hún við bök krakkanna þegar hún áritar bækurnar. Kókostréð vakti mikla athygli. HOTELSAGA Brúðhjónum gefið tré Sú nýbreytni var tekin upp á Hótel Sögu síðastliðið haust að afhenda þeim brúðhjónum sem halda veislu á hótelinu tré til minningar um brúðkaupsdaginn. Tré þessi eru síðan gróðursett í sérstökum reit fyrir austan hótelið og eru þau merkt brúðhjónunum og dagsetn- ingu brúðkaupsdagsins. Gróðursetning þeirra tijáa sem afhent hafa verið síðastliðinn vetur og vor fór fram þann 23. júní. Flest hjónanna voru viðstödd en nokkur voru enn í brúðkaupsferðinni. Haldið verður áfram að afhenda brúðhjónum tré og á þeim laugar- degi sem næstur er Jónsmessu verð- ur hjónunum boðið að aðstoða við gróðursetningu tijánna og sömu- leiðis að skoða vöxt tijánna þegar fram líða stundir. HARGREIÐSLA Sýning í Hallarlundi Veitingastaðurinn Hallarlundur, í samvinnu við hárgreiðslu og förð- unarmeistara í Vestmannaeyjum, efndi fyrir skömmu til stór- skemmtilegrar sýningar. Sýndar voru hinar ýmsu greiðslur meist- aranna og förðunarfólkið lét sitt ekki eftir liggja til að gera sýning- una líflega. Hljómsveitin Stjórnin lék fyrir matargesti en síðan tók hár- greiðslusýningin við. Flestir hár- greiðslumeistarar Eyja sýndu list- ir sínar við greiðsluna og förðun- armeistarar máluðu sýningar- stúlkurnar á eftirmynnilegan hátt. Sigurgeir var á staðnum og festi á filmu það sem fram fór. Grímur Nokkrir hárgreiðslumeistar- anna greiða módelum sínum. Morgunblaðið Sigurgeir Jónasson Dreifing: MATA, Sundagörðum 10, sími 91-681300 PayDay með söltuðum hnetum, engu öðru likt. PayDay hefur svo sannarlega slegið i gegn. Pað gera söltu hneturnar. RENAULT19 STYRKUR OG TILÞRIF. Njóttu þess að aka á einstaklega skemmtilegum fólksbíl: vökva- og veltistýri, fjarstýrðar samlæsingar, litað gler, rafdrifnar rúður, tvískipt og fellanleg aftursæti (V3—^/3), 3 eða 5 dyra, öflug og sparneytin 92 hestafla vél, 5 gírar, framdrif og frábær fjöðrun og aksturseiginleikar. Bíll ársins 1990 í Danmörku, írlandi og Noregi. Hannaður í háborg tísk- unnar, París. Renault 19 GTS og TXE. Staðgreiðsluverð frá 845.000,- kr. skv. tollgengi í júní 1990. 3ja ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á ryðvörn. RENAULT Bílaumboðið hf Fer á kostum KRÓKHÁLSI 1, REYKJAVlK.SlMI 686633 *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.