Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 2
2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JULI EFNI Leitað að þýsk- ri seglskútu ÁHÖFN þýskrar seglskútu, sem lét úr höfii á Neskaupstað á fostudag, hafði samband við Tilkynningaskylduna um níu- leytið á laugardagsmorgun og bað um aðstoð við að komast til hafnar. Var skútan þá með bilaða vél og staðarákvörðunartæki og taldi áhöfnin sig vera um fimm til átta mílur út af Dalatanga. Skömmu upp úr hádegi fann vélbáturinn Hafrún skútuna fyrir utan Borgarfjörð eystra. Björgun- arbátur Slysavarnarfélagsins á Borgarfirði eystra, Elding, var þá sendur til að aðstoðaða skútuna við að komast til hafnar á ný. Blíðuveður var á þessum slóðum í gærmorgun en þoka og ekki nema tvö til þrjú hundruð metra skyggni. Almenna bókafélagið: Óskað heim- ildar til hluta- Qáraukningar STJÓRN Almenna bókafélagsins hf. hefúr boðað til aukaaðalfúndar fimmtudaginn 9. ágúst. Fyrir fundinum liggja tillögur um að stjórn félagsins verði veitt heimild til að auka hlutafé og selja fast- eign félagsins í Austurstræti 18. Oli Bjöm Kárason, framkvæmda- stjóri Almenna bókafélagsins, segir að endurskipulagning standi yfir hjá fyrirtækinu. Á hluthafafundi 1. desember hafi verið samþykkt að veita stjóm félagsins heimild til að auka hlutafé þess um 90 milljónir króna og nú liggi fyrir tillaga um að aukið verði við þessa heimild, án þess þó að ákveðið hafi verið að nota hana. Fyrir aðalfundinum liggur lika til- laga um að stjóm verði heimilað að selja fasteignina í Austurstræti 18, eða hluta hennar. Segir Óli Bjöm að með því sé fyrst og fremst verið að tryggja stjóm félagsins svigrúm til að grípa til slíkra aðgerða, telji hún það nauðsynlegt, en í 21. grein samþykkta félagsins komi fram, að stjórnin þurfi samþykki hluthafa fyr- ir sölu fasteignarinnar. Frá slysstaðnum á Kjalarnesi. Banaslys á Vesturlandsvegi BANASLYS varð á Vesturlandsvegi rétt austan við Tíðaskarð aðfara- nótt laugardagsins. Bifreið sem ekið var úr Reykjavík lenti út af veginum, fór margar veltur, og staðnæmdist ekki fyrr en eftir tugi metra. • • Okumaðurinn, tæplega þrítugur karlmaður, var einn í bifreið- inni og kastaðist hann út úr bílnum í veltunum og lenti undir honum. Er talið víst 'að hann hafí ekki verið í öryggisbelti. Haft var samband við lögreglu rétt rúmlega hálf fjög- ur um nóttina en maðurinn var lát- inn, er hana bar að. Að sögn lögreglunnar voru engir sjónvarvottar að slysinu og því ekki vitað með fullu hver tildrög þess voru. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Reykjavík tvö prófastsdæmi Reykjavíkurprófastsdæmi verður skipt í tvö sérstök prófastsdæmi um næstu áramót, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og vestra. Þessi breyting er samkvæmt nýjum lögum um skipan prestakalla, sem sam- þykkt voru á siðasta Alþingi. Af hinni nýju skipan leiðir að kjósa þarf nýjan prófast í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra fyrir áramótin, en sr. Guðmundur Þorsteinsson verður áfram dómprófastur og prófast- ur í eystra prófastsdæminu. Reykjavíkurprófastsdæmi nær í núverandi mynd yfír Reykjavík, Seltjarnames og Kópavog. íbúar svæðisins em um 45% landsmanna, nærri 117.000. Um áramót verður prófastsdæminu skipt um Fossvogs- dal og Elliðaárdal þannig að Bú- staðaprestakall, Langholtsprestakall og prestaköllin þar vestur af munu tilheyra vestra prófastsdæminu, sem samtals mun hafa um 64.000 íbúa. Prestaköllin í BreiðhoÍti, Árbæ, Kópavogi og Grafarvogi verða í eystra prófastsdæminu og íbúar þar verða um 53.000. • Sr. Guðmundur Þorsteinsson, dómprófastur og prestur í Árbæjar- prestakalli, verður prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Nýjan prófast þarf hins vegar að kjósa í vestra prófastsdæminu. Að sögn herra Ólafs Skúlasonar, bisk- ups íslands, munu leikmenn nú sam- kvæmt nýju lögunum í fyrsta sinn taka þátt í kjöri prófasts, auk þjón- andi presta í prófastsdæminu. Hefð er fyrir því, að prófasturinn í Reykjavíkurprófastsdæmi beri titil- inn dómprófastur, enda Dómkirkjan í prófastsdæminu. Að sögn biskups mun sr. Guðmundur Þorsteinsson verða dómprófastur áfram, enda sé hann skipaður sem slíkur, þótt hann verði nú prófastur í eystra prófasts- dæminu. Ólafur sagði að hins vegar hefði ekki verið tekin ákvörðun um hvað yrði um titil dómprófasts í framtíðinni, eftir að sr. Guðmundur lætur af störfum. Dómkirkjan verður í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Átakið gegn ólæsi ►Sameinuðu þjóðimar gangast nú fyrir lestrarátaki og af því til- efni könnuðum við ástandið í þeim málum hér á landi. /10 Jemen ►Grein um sameiningu ríkjanna tveggja sem lengi hafa eldað sam- an gráttsilfur. /14 Er skrifstofan pestar- bæli? ►Aðbúnaður á vinnustöðum er ærið misjafn og í sumum tilfellum heilsuspillandi. í þessari grein er fjallað um ástandið í þeim efnum hérálandi./16 Risaeðlan í IMew York ►Risaeðian er sú hljómsveit sem líklegust er til að feta í fótspor Sykurmolanna á erlendum mark- aði. Hér er frásögn af nýafstaðinni hljómleikaför hljómsveitarinnar á austurströnd Bandaríkjanna. /18 Bheimili/ FASTEIGNIR ► 1-24 Byggingareftirlit ►Rætt við Stanley Pálsson verk- fræðing. 12 usar ►Franski sjáandinn oghuglækn- irinn Marcelus Toe Guor í einkavið- tali við Morgunblaðið. /1 ÚtflutningTir á sjávarafurðum: Hálfur milljarður gjaldfall- inn á Sovétmenn í vikunni milljónir dala á ári en þeir keyptu hins vegar fyrir 6 milljónir dala árið 1988 og 5 milljónir dala 1989. „Sovétmenn skulda okkur um 90 milljónir króna og þar af eru 30-40 milljónirgjaldfallnar. Sovét- menn hafa ekki greitt fyrir farm, sem fór héðan 17. maí síðastliðinn en þeir eiga að greiða 3-4 vikum eftir að farmamir fara héðan,“ sagði Garðar. Hann sagði að Sölu- samtök lagmetis hefðu selt fyrir 84 milljónir króna í þessum mán- uði, þar af 60 milljónir til Sov- étríkjanna. „Við höfum samið við Sovétmenn í Bandaríkjadölum en dalurinn hefur fallið á þessu ári. Auk þess vom Sovétmenn ekki tilbúnir að greiða nema lágmarks- verð á þessu ári.“ íslendingar seldu Sovétmönnum 150 þúsund tunnur af saltsíld á síðustu vertíð fyrir 16 þúsund Bandaríkjadali, eða um 935 millj- ónir króna á núvirði, en samkvæmt rammasamningi þjóðanna eiga Sovétmenn að kaupa 200-250 þús- und tunnur af sáltsíld héðan á ári. SOVÉTMENN byijuðu að draga greiðslur fyrir frystan fisk, saltsíld og lagmeti héðan í vor og berist engar greiðslur frá þeim í fyrri hluta þessarar viku verður um hálfur milljarður króna gjaldfallinn á þá fyrir frystan fisk og lagmeti um mánaðamótin. Sovétmenn skulda Sambandinu 118,3 miHjónir króna en Sölusamtökum lag- metis 90 milljónir. Sovétmenn eiga samkvæmt samningum að kaupa frystan fisk, saltsíld og lagmeti héðan fyrir samtals 42,2 milljónir Bandaríkjadala í ár, eða um 2,5 milljarða króna á núvirði. Samið var við Sovétmenn um að þeir keyptu héðan 6 þúsund tonn af frystum físki fyrri hluta þessa árs og 3 þúsund tonn síðari hluta ársins fyrir samtals 22,2 milljónir Bandaríkjadala, eða um 1,3 milljarða króna á núvirði. Sölu- miðstöð hrað- frystihúsanna er með tvo þriðju hluta þessa útflutn- ings en sjávar- afurðadeild Sambandsins þriðjung. Benedikt Sveinsson, fram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar Sambandsins, sagði að greiðslur Sovétmanna fyrir frystan fisk og síld hefðu dregist í vor en allt hefði þó komist til skila án telj- andi vandræða. „Við erum í dag- legu sambandi við Sovrybflot, sov- éska kaupandann, og íslenska sendiráðið í Moskvu vegna þessa greiðsludráttar hjá Sovétmönnum núna. Það er hins vegar eng- in skelfing vegna þessa máls, enda verðum við að skoða það í ljósi þess að við veltum 10-11 milljörð- um króna og SH 15-16 milljörð- um,“ sagði Benedikt. Gylfí Þór Magnússon, fram- kvæmdastjóri hjá SH, og Benedikt Sveinsson fara til Sovétríkjanna í fyrri hluta næsta mánaðar. „Við förum til að ræða við Sovétmenn um framkvæmdina á þeim samn- ingum, sem nú eru í gildi, og hvernig við munum standa að við- skiptum á næsta ári. Ef enginn árangur verður af þessum viðræð- um hljótum við að velta því fyrir okkur hvernig það verður með áframhaldandi afhendingar. Opin- berar viðskiptaviðræður milli ís- lendinga og Sovétmanna verða að öllum líkindum í september og þá verður að sjálfsögðu farið mikið ofan í þessi mál.“ Garðar Sverrisson, fram- kvæmdastjóri Sölusamtaka lag- metis, sagði að samið hefði verið við Sovétmenn um að þeir keyptu lagmeti fyrir 4 milljónir Banda- ríkjadala (um 234 milljónir króna á núvirði) á þessu ári og eftir væri að afgreiða vörur fyrir 1,3 milljón- ir dala af þeim samningi. Ramma- samningur íslands og Sovétríkj- anna kveður á um að Sovétmenn kaupi lagmeti héðan fyrir 4-4,5 BAKSVID Þorsteinn Briem Útaf með dómarann ►Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að dæma knattspymu- leik, eins og berlega kemur fram í þessari grein, sem fjallar um sam- skipti dómara, leikmanna og áhorfenda. /6 Á ferð um Af ríku ►Hér segir frá ævintýraferð ungs íslendings um frumskóga Afríku. /12 Erlend hringsjá ►Giap hershöfðingi, leiðtogi norð- anmanna í Víetnamstríðinu, segir sögusína. /14 Djassað á Héraði ►Frásögn af þriðju djasshátíð Djassklúbbs Egilsstaða. /16 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Karlar 34 Dagbðk 8 Útvarp/sjónvarp 36 Hugvekja 9 Gárur 39 Leiðari 20 Mannlífsstr. 12c Helgispjall 20 íjölmiðlar 18c Reykjavíkurbréf 20 Kvikmyndir 20c Myndasögur 22 Dægurtónlist 21c Brids 22 Menningarstr. 22c Stjörnuspá 22 Bíó/dans 26c Skák 22 Velvakandi 28c Minningar 32 Samsafnið 30c Fólk í fréttum 34 Bakþankar 40c INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.