Morgunblaðið - 29.07.1990, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 29.07.1990, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JULI 7 Endurbætur á Kjalvegi: Helmings munur á _ hæsta og lægsta boði FJÖGIJR tilboð bárust í útboði Vegagerðar ríkisins á nýbyggingu Kjalvegar á 12,3 kílómetra kafla frá Kolkuhóli að Helgufelli. Verkið á að vinnast fyrir miðjan september. Helmings munur reyndist vera á hæsta og lægsta tilboðinu, en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúm- ar 29 milljónir. Lægsta tilboðið var frá Svavari J. Árnasyni, Brautarholti, og var það tæpar 24 milljónir króna, eða 81,3% af kostnaðaráætlun. Hæsta tilboðið var hins vegar frá Hagvirki hf., tæpar 47 milljónir, sem er um 60% hærra en áætlunin gerði ráð fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins hefur ekki enn verið gengið til samninga við verk- taka. Starfsmenn Blönduósbæjar við lagningu á hinum nýju holræsum. Nýjung í liolræsag’erð Blönduósi. STARFSMENN Blönduósbæjar eru um þessar mundir að leggja holræsi í Hnúkabyggðina. Þessi holræsi eru úr plasti og mun það vera nýjung hér á landi og eru rörin og niðurföllin flutt inn frá Noregi. Guðbjartur Ólafsson tæknifræð- ingur Blönduósbæjar sagði þessa nýjung í holræsum eitthvað dýrari í stofnkostnaði en lagning og viðhald væri mun ódýrara. Sem dæmi um lagningarvinnuna sagði Guðbjartur að það hefði tekið starfsmenn bæjarins um þijá klukk- utíma að leggja hundrað metra af rörum með tengingum við niður- föll. Eins og áður greinir eru hol- ræsin og niðurföllin úr plasti og er byrði röranna tvöfalt. Hreinsun nið- urfalla verður mun einfaldari og geta starfsmenn bæjarins sjálfir annast hreinsun þeirra en áður þurfti að kaupa að vinnu við hreins- un niðurfalla. Þrátt fyrir að holræs- in séu úr plasti er burðargeta þeirra mikil og þau standast íslenska staðla, sagði Guðbjartur Ólafsson. Jón Sig. Morgunblaðið/Þorkell Frá afhendingunni á íostudag. F.v. Alan Havsteen-Mikkelsen, synir hans Harald og Esmund, dóttirin Eva, Line Esbjarn, dæturnar Mat- hilda og Elienor, eiginkonan Culitte Havsteen-Mikkelsen og Vigdís Finnbogadóttir forseti. Forseta Islands afhentar dag- bækur Martins A. Hansen FORSETl íslands, Vigdís Finnbogadóttir, veitti á fiistudag viðtöku dagbókum danska rithöfundarins Martins A. Hansen, sem ferðaðist um ísland árið 1952 ásamt féiaga sínum, inyndlistarmanninum Sven Havsteen-Mikkelsen. Afrakstur ferðar þeirra varð bókin „Á ferð um ísland“, sem Hansen byggði á dagbókunuin sem hann skráði í ferð- inni. Það var Alan Havsteen-Mikkelsen, sonur Sven Havsteen-Mik- kelsen, sem afhenti bækurnar. að er föður mínum. afar mikil- vægt að dagbækur Hansen frá ferð þeirra um Island skuli tilheyra íslandi," sagði Havsteen-Mikkelsen meðal annars við athöfnina. Hann sagði, að þrátt fyrir að bækurnar bæru ekki mikið yfir sér hefði ferð- in verið Hansen þýðingarmikil, því hér hafi hann kynnst því íslandi sem á vissan hátt hafi verið grundvöllur skáldskapar lians. Hansen lést árið 1955, aðeins 45 ára að aldri. Bókin „Á ferð um ís- land“ kom út á dönsku og íslensku, í þýðingu Hjartar Pálssonar. Á haustdögum mún Samvinnuferðir-Landsýn gefa l’slendingum færi á að komast í nána snertingu við þaö land sem oft er kallað vagga vestrænnar menningar. Fyrstu 3 dagana verður dvalið í Kairo við bakka Nílarfljóts þar sem tignarleg fortíð og nútíðin tengjast saman á heillandi hátt. Gist verður á hinu frábæra 5 stjörnu hóteli Ramses Hilton. Frá Kairo verður flogið til verslunarborgar- innar Aswan, sem þekktust er fyrir eina stærstu stíflu heims. Þaðan verður haldið niður Níl í 7 daga sigl- ingu á 5 stjörnu lúxusskipi. Komið verður í land á hverjum degi og skoðaðar fornminjar sem eru þar við hvert fótmál. - Við lofum ógleymanlegri ferð! Siglingin endar í Luxor og þaðan ökum við til strand- bæjarins Hurghada sem stendur við Rauðahafið. Þar verður strandlíf stundað af miklu kappi í 5 daga og síðan flogið til Kairo, dvalið þar í 3 daga... og flog- ið heim. BROTTFARARDAGAR, VERÐ OG BÓKUN ARSTAÐA Haustferðin 1. sept. 17dagar. Verð 121.900 kr. ámann í tvíbýli. Fyrri aukaferð 23. sept. 16 dagar. Verð 123.800 kr. á mann í tvíbýli. Seinni aukaferð 20. okt. 16 dagar. Verð 134.600 kr. á mann í tvíbýli. Innifalið í verði er flug og gistlng í Kalro með morgunverði og 2 hádegisverðum, fullt fæði á skipinu og hálft fæði á Hurghada, skoðunarferðir og íslensk fararstjórn. FLUGLEIÐIR^ /////£AS Samvinnuferdir-Landsýn Reykjavik: Auslurstræti 12. s 91 -691010. Innanlandsleröir. s 91 -691070. postfax 91 -27796. telex 2241. Hotel Sogu viö Hagatorg. s 91 -622277. postfax 91 -623980 Akureyri: Skipagötu 14. s. 96-27200. postfax 96-27588. telex 2195 Verö miðast viö gengi 20. júni 1990 og er án flugvallarskatts.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.